Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 55
Innanlands-
flugið á 21. öld
VIÐ aldahvörf er
vert að nýta reynslu
og sögu 20. aldar tO að
móta markmið fyrir
næstu öld. Ekki eru
rétt nema rúm 50 ár
síðan sú merka
ákvörðun var tekin í
ljósi þáverandi að-
stæðna að leggja flug-
völl á mýrlendið uppaf
Nauthólsvíkinni. Um
þetta var nokkuð al-
menn sátt enda svæðið
nokkuð utan byggðar
og flugför þess tíma
ekki svo krefjandi um Hjálmar
lengd flugbrauta. Síð- Árnason
an hefur margt breyst
- á skömmum tíma. Byggðin hefur
t.d. blásið út og sækir nú mjög að
þessu mannvirki - Reykjavíkur-
flugvelli. Flugvélar hafa orðið
stærri og hraðskreiðari og frekari
til landsins. Séu næstu 50 ár skoðuð
í ljósi þessarar reynslu má ætla að
flugvöllurinn sé nánast orðinn úr
sér genginn og tímabært að finna
honum nýjan stað. í raun tel ég
þróun síðustu 50 ára vera nægjan-
leg rök fyrir því að innanlandsflugi
okkar til sv- hornsins verði fundinn
nýr staður. En rökin eru sannar-
lega fleiri.
víkurflugvallar en nú
er gert. Með öllu nem-
ur sá kostnaður um
mOljarði króna og er
stærstur hluti þess
greiddur af varnarlið-
inu. Höfum við efni á
að reka annan slíkan
völl með sambærileg-
um kostnaði eða er
það skynsamlegt þeg-
ar við gætum komist
af með einn flugvöll
fyrir sv-homið?
Rekstur Reykjavíkur-
flugvallar mun í fram-
tíðinni kosta árlega
um 200 milljónir
króna. Með því að
sameina innanlandsflugið við
Keflavík færum við langt með að
Flugvöllur
í raun tel ég þróun síð-
ustu 50 ára vera nægj-
anleg rök fyrir þvi, segir
Hjálmar Árnason, að
innanlandsflugi okkar
til sv-hornsins verði
Spörum 11-14 milljarða!
Reykjavíkurborg skortir
landrými. Þess vegna eru uppi
áform um sókn til norðurs. Liður í
því er bygging Sundabrautar yfir á
Kjalames. Kostnaður 4,5 mOljarð-
ar. Endumppbygging flugvallarins
er talin kosta 1,5 mifljarð króna.
Gegn þessu má tefla dýrmætu landi
þar sem Reykjavíkurflugvöllur er
nú. Gróf áætlun bendir til þess að
þar mætti selja lóðir undir íbúðir og
fyrirtæki fyrir um 5 mOljarða
króna. Landrýmisþörf borgarinnar
væri sem sagt svarað á landi flug-
vallarins í stað þess að ráðst í dýra
landvinninga til norðurs. Ekki leik-
ur minnsti vafi á því að flugvöllur-
inn í dag er sem fleinn í borgina og
kemur í veg fyrir eðlilega þéttingu
byggðarinnar. Hér væri sem sé
hægt að spara skattgreiðendum um
11 milijarða króna í beinum út-
gjöldum - að viðbættum þeim kosti
sem samfelld byggð á fallegu landi
felur í sér. Spyrja má hvort Islend-
ingar hafi efni á að reka tvo stóra
flugvelli með öllum þeim öryggis-
kröfum er fylgja. Sú stund kann
upp að renna að Islendingar þurfi
að taka meiri þátt í rekstri Kefla-
fundinn nýr staður.
spara þessa upphæð. Sá spamaður
gæti t.d. borgað upp á 10 árum
kostnað við að tvöfalda Reykjanes-
braut. Efnhagsleg rök segja að við
gætum sparað okkur á bihnu 11-14
mOljarða króna með því að færa
innanlandsflugið til Keflavíkur.
Þeim fjármunum má sannarlega
verja tO betri verka.
30 mínútur til Keflavíkur
Því hefur verið haldið fram að of
langt sé fyrir innanlandsflugið úr
miðbænum til Keflavíkurflugvallar.
Ég skil ekki röksemdafærsluna og
bendi á í fullri vinsemd að borgin
hefur vaxið langt út fyrir Kvosina.
Miðja höfuðborgarsvæðisins virðist
vera að þroskast í Smárahverfinu í
Kópavogi. Það er allsendis úrelt
viðmið að einblína á Kvosina við
áætlanir 21. aldar. Byggjum val
okkar á þörfum framtíðar. Ég full-
yrði að með réttu skipulagi gatna-
kerfis innan borgar megi ferðast af
flestum svæðum Miðjunnar tO
Keflavíkur á 30 mínútum. Ég full-
yrði einnig að á álagstímum er í dag
_.X
■ .ffSj 1101,1.1«
K: d. uom H
■ .úRKlNABMt
KJuKUIÍGRBRUffiUS
Alltaf betra verð á öllu
j-ekki bara á tilboðuml!
WJSÍIR
Kjúklinga
4 MnguF
Verðöryggi fró upphafil
us
b&U*A
jafn lengi verið að aka úr Hafnar-
firði út á flugvöll eins og að fara tO
Keflavíkur. Reykjanesbrautin
verður tvöfólduð á allra næstu ár-
um. Það felur í sér tvær aðskOdar
akreinar í báðar áttir. Rök fyrir
hærri hámarkshraða við slíkar aþ-
stæður hljóta að verða skoðuð. Úr
Hafnarfirði mætti komast til Kefla-
víkur á innan við 20 mínútum. Ætli
Breiðhyltingar, Grafarholtsbúar
eða Kópavogsbúar aki á skemmri
tíma út á Reykjavíkurflugvöll?
Ekki má gleyma því að milhlanda-
flug okkar er frá Keflavík. Vissu-
lega væri hagræði af því fyrir fólk
af landsbyggðinni að geta flogið
beint til Keflavíkur í stað þess að
mOlOenda í Reykjavík. Þá er ég
sannfærður um að stuttum við-
skiptaferðum mOli landshluta fari
fækkandi vegna breyttrar tækni
(netið, fjarbúnaður o.s.frv.).
Hagkvæmt og öruggt
Hér að framan hafa verið nefnd
annars vegar efnahagsleg rök og
hins vegar tæknileg rök íyrir flutn-
ingi innanlandsflugs frá Reykjavík
tO Keflavíkurflugvallar. Fjölmörg
önnur rök má nefna, s.s. öryggis-
þáttinn, sem e.t.v. ætti að vega
þyngst. Hversu oft hefur hurð
skollið nærri hælum við óhöpp á
Reykjavíkurflugvelli? Ætlum við
fyrst að vakna upp ef alvarlegt
flugslys verður í Kvosinni? Um-
ræður og ákvörðum um staðsetn-
ingu innanlandsflugsins hljóta að
taka mið af langtímamarkmiðum.
Það hefur verið gert í öllum nág-
rannaríkjum okkar. Hvergi þekkist
lengur að troða flugvelli í hjarta
höfuðborga. Þess vegna eru Kastr-
up, Heatrow, Arlanda, JFK og aðr-
ir flugvellir utan mesta þéttbýlis.
Því skyldu efnahagsleg rök og ör-
yggisþættir ekki líka gOda um okk-
ur Islendinga?
Höfundur er varaformaður sam-
gönguuefndar Alþingis.
Við erum sannfærð um að þú gerir hvergi betri kaup en
í BYKO. BESTU KAUPIN tryggja það. Þess vegna bjóðum
við þér að fá mismuninn endurgreiddan ef þú sérð fyllilega
sambærilega vöru auglýsta ódýrari annars staðar.
BYKO
rs>
V
BESTU KAUPIN gilda í 14 daga frá dagsetningu nótunnar.
J
Þú finnur þá
í frystiborðinu
Nuggets kjúklingabitamir frá Ferskum kjúklingum bókstaflega bráðna i munninum enda em þeir himneskir
á bragðið og sérlega safarfkir. Börnin elska bitana og biðja um þá aftur og aftur. Nuggets bitarnir em
forsteiktir þannig að það þarf einungis að hita þá upp í ofni, örbylgjuofni eða á pönnu.
FERSKIR KJÚKLINGAR • GARÐATORGI 1 • PÖNTUNARSÍMI 565 6599