Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 52
3i2 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Einvígið um Islands-
meistaratitilinn hafíð
SKAK
Iteykjavík
Islandsmeistaraeinvígið
Stórmeistararnir Hannes Hlíf-
ar Stefánsson og Helgi Ass Grét-
arsson tefldu fyrstu einvígisskák
sína um Islandsmeistaratitilinn á
miðvikudag. Hannes hafði hvítt
og upp kom slavnesk vörn. Helgi
Ass beitti uppbyggingu sem hann
hefur notað nokkuð á síðustu ár-
um. Eftir 12 leiki var síðan komin
upp staða sem áður hefur sést í
skák milli þeirra íelaga, en það
var á Skákþingi Islands í fyrra.
Helgi Ass vann þá skák. Hannes
var greinilega undir það búinn að
tefla þetta afbrigði á nýjan leik og
kom nú með nýjung í 13. leik sem
beindi skákinni í annan farveg.
Skömmu síðar hóf hann sókn með
þungu mönnunum gegn svarta
kónginum, sem var þó vel varinn
af sínum mönnum. Eftir 23 leiki
sá Hannes ekki fram á að geta
styrkt sóknina frekar, en þá var
staðan þessi:
Hannes lauk nú skákinni með
óvæntum hætti með því að fóma
fyrst biskupi og síðan hrók: 24.
Bd2 Bxd2 25. Hxh6. Hér var
samið um jafntefli þar sem þrá-
skák var óumflýjanleg niðurstaða.
Þetta var fyrsta skákin í fjög-
urra skáka einvígi þeirra Hannes-
ar og Helga Ass um Islandsmeist-
aratitilinn. Önnur skákin var tefld
í gærkvöldi, en í dag er frídagur.
Þriðja skákin verður tefld á morg-
un, laugardag, klukkan 14 og sú
fjórða hefst á sunnudaginn á
sama tíma. Teflt er í hátíðarsal
Verzlunarskóla Islands.
Hægt er að fylgjast með skák-
unum á Netinu meðan þær eru
tefldar. Leikirnir eru birtir ásamt
stöðumyndum. Sú ágæta þjónusta
er í boði Morgunblaðsins á Net-
inu, mbl.is, í samvinnu við Skák-
samband Islands. Þá verða einnig
birtar skýringar á skákunum að
þeim loknum á mbl.is.
Verzlunarskólinn hefur sett upp
mjög góða aðstöðu fyrir áhorfend-
ur í hátíðarsal skólans, þar sem
skákimar em tefldar. Öllum er
velkomið að fylgjast með skákun-
um og er aðgangur ókeypis.
Morozevich sigrar
á Grand-Rokk
Alexander Morozevieh, fjórði
stigahæsti skákmaður heims,
sigraði á firnasterku hraðskák-
móti á Grand-Rokk, sem haldið
var aðfaranótt mánudagsins að
lokinni Evrópukeppninni. Alls
tóku átta stórmeistarar þátt í
mótinu, en þátttakendur vom tólf.
Morozevich hlaut 10 vinninga,
tapaði ekki skák og leyfði aðeins
tvö jafntefli. I öðm sæti með átta
og hálfan vinning varð Valeri Fil-
ippov og Hannes Hlífar Stefáns-
son hlaut átta vinninga. I fjórða
og fimmta sæti urðu rússnesku
stórmeistararnir Khasin og
Pigusov. Stefán Kristjánsson,
sem er í hópi okkar efnilegustu
skákmanna, hlaut fímm og hálfan
vinning og lagði m.a. þrjá stór-
meistara. Aðrir þátttakendur á
mótinu vora Rússarnir Landa og
Fominyh, danski stórmeistarinn
Danielsen, Róbert Harðarson,
Bjöm Þorfinnsson og Hrannar
Bjöm Arnarsson. Skákstjóri var
Karl Hjaltested.
Róbert Harðarson sigraði á
fyrsta mótinu af fjórum, sem
styrkt em af Karli K. Karlssyni,
en mótið var haldið á Grand-Rokk
síðastliðinn laugardag. Róbert
sýndi mikið öryggi og hlaut 12
vinninga af 13 mögulegum. Næsta
mót í þessari röð fer fram laugar-
daginn 2. október klukkan 14.
Atskákmót
Reykjavíkur
Atskákmót Reykjavíkur fór
fram 24.-25. september. Tefldar
vom níu umferðir eftir Monrad-
kerfi með 25 mínútna umhugsun-
artíma. Sigurbjöm Björnsson
sigraði á mótinu, fékk 7 vinninga
af 9, en þar sem Sigurbjörn er
Hafnfirðingur hlaut Sigurður
Daði Sigfússon, sem kom næstur
með 6V4 vinning, sæmdarheitið
Atskákmeistari Reykjavíkur
1999. Urslit urðu sem hér segir:
1. Sigurbjöm Bjömsson 7 v.
2. Sigurður Daði Sigfusson 6'/z v.
3. Stefán Kristjánsson 6V2 v.
4. Arnar E. Gunnarsson 6!4 v.
5. Sævar Bjarnason 6 v.
6. Dagur Ai’ngrímsson 5Vz v.
7. Þorvarður F. Oiafsson 5V4 v.
8. Júlíus Friðjónsson 5 v.
9. Jóhann H. Ragnarsson 5 v.
10. Bragi Þorfinnsson 5 v.
o.s.frv.
Skákstjórn var í höndum Torfa
• Leóssonar og Sigurðar Daða Sig-
fússonar.
Undanrásir íslands-
mótsins í atskák
Undanrásir íslandsmótsins í at-
skák fóm fram fyrr í mánuðinum.
Skákþættinum hafa nú borist úr-
slit mótsins:
1. Sigurbjöm J. Bjömsson 7 v.
2. Áskell Örn Kárason 6‘á v.
3. -5. Björn Þorfinnsson, Stefán Krist-
jánsson, Hlíðar Þór Hreinsson 6 v.
6. Kristján Eðvarðsson 5'Æ (41 st.)
7. Sigurður D. Sigfúss. 5'A (39 st.)
8. Bragi Þorfinnsson 5'á (38 st.)
9. -10. Róbert Harðarson, Sævar
Bjamason 5 v.
11. -12. Leifur Ingi Vilmundarson,
Ólafur ísberg Hannesson i'A v.
13.-17. Jón Árni Halldórsson, Stefán
Arnalds, Dagur Amgrímsson, Guðjón
Heiðar Valgarðsson, Jóhann H. Ragn-
arsson 4 v. o.s.frv.
Keppendur vora alls 22 og
komast sex efstu áfram. Skák-
stjóri var Guðmundur Sv. Jóns-
son.
Haustmót TR 1999
Haustmót Taflfélags Reykja-
víkur 1999 hefst sunnudaginn 3.
október kl. 14 og lýkur með hrað-
skákmóti 31. október. Mótið er til-
einkað minningu Benónýs Bene-
diktssonar sem lést árið 1991. I
aðalkeppninni verða tefldar ellefu
umferðfr og verður keppendum
raðað í flokka með hliðsjón af Eló-
skákstigum og tefla allir við alla. I
opna flokknum verður teflt eftir
Monradkerfi.
1. umf. sunnud. 3.10. kl. 14
2. umf. miðvd. 6.10. ki. 19:30
3. umf. miðvd. 13.10. kl. 19:30
4. umf. föstud. 15.10. kl. 19:30
5. umf. sunnud. 17.10. ki. 14
6. umf. mánud. 18.10. k). 19:30
7. umf. miðvd. 20.10. ki. 19:30
8. umf. fostud. 22.10. kl. 19:30
9. umf. sunnud. 24.10. ki. 14
10. umf. miðvd. 27.10. kl. 19:30
11. umf. föstud. 29.10. kl. 19:30
Umferðir falla niður 8. og 10.
október vegna Deildakeppni SI.
Tímamörk era U/2 klst. á 30 leiki
og svo 45 mínútur til að ljúka
skákinni. í A-flokki era verðlaun
kr. 60.000 fyrir fyrsta sæti, kr.
30.000 fyrir annað sæti og kr.
20.000 fyrir þriðja sæti.
Þátttökugjald er sem hér segir
(þátttökugjald utanfélagsmanna
er innan sviga):
18 ára og eidri: kr. 3.000 (4.000)
15-17 ára: kr. 2.000 (3.000)
14 ára og yngri kr. 1.500 (2.000)
Tekið er við skráningum í síma
TR 568 2990 og 896 3969 eða með
tölvupósti (tr@simnet.is).
Skákmót á næstunni
1.10. SA Hraðskák kl. 20
3.10. Haustmót SA kl. 14
3.10. Haustmót TR kl. 14
8.10. SÍ. Deildakeppnin
Tilkynningar um skákmót
þurfa að berast umsjónarmanni
skákþáttarins (dadi@vks.is)
a.m.k. viku áður en þau eru hald-
in.
Daði Örn Jónsson
innt og nagrenni
Glæsileqt úrval af drögtum
Elnkunnarord Laugavegsfns eruí
,€Æðl, VIRÐ OG NÓNUSTA"
Troðfullar verslanir af spennandi haustvarningi.
Skólahljómsveit Kópavogs leggur af stað
frá Hlemmi kl. 13.15.
ióna Einarsdóttir harmónikuleikari
leggur af stað með nikuna frá Laugavegi 1
áleiðis að Hlemmi kl. 13.30.
Kennarar og dansarar Danssmiðjunnar
skemmta vegfarendum.
Hip Hopararnir Blaz Roca og Sesar A ásamt
plötusnúðnum Matta taká nokkúr Hip Hop lög
hér og þar á Laugaveginum milli kl. 14 og 16.
í Listakoti stendur yfir sýning á verkum
listamannsins iean Antoine Posocco.
Verslunin Týndi hlekkurinn verður með
hjólabretta „action" og plötusnúða á bakvið
verslun sina á Laugavegi 12 .
Kápur — iakkar 50% afsláttur
Ný sendinq af pevsum
20% afsláttur
föstudag og
Langan laugardag.
kvenfataverslun
Skólavörðustíg 14, sími 551 2509.
2C% ajjóláttur í dag
11 s d)
, ( Visa og Euro raðgreiðslur allt að 36 múnuðir.
Visa létlgreiðslur 3 múnuðir.
in Laugavegi 49, Reykjavik, símar 561 7740 og 551 7742.
sérverslun með silkitré og silkiblóm
Laugavegi 63, Vitaitígimegin iími 551 2040
Mikið og fallegt úrvnl af *■
trúlofunorhtingun) n frúbæru veri
Sendum Irúbfunarhringnmynduli1
. m - - Mikið úrval af prjónapilsum, peysum, vestum og jakkapeysum.
Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854