Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 52
3i2 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Einvígið um Islands- meistaratitilinn hafíð SKAK Iteykjavík Islandsmeistaraeinvígið Stórmeistararnir Hannes Hlíf- ar Stefánsson og Helgi Ass Grét- arsson tefldu fyrstu einvígisskák sína um Islandsmeistaratitilinn á miðvikudag. Hannes hafði hvítt og upp kom slavnesk vörn. Helgi Ass beitti uppbyggingu sem hann hefur notað nokkuð á síðustu ár- um. Eftir 12 leiki var síðan komin upp staða sem áður hefur sést í skák milli þeirra íelaga, en það var á Skákþingi Islands í fyrra. Helgi Ass vann þá skák. Hannes var greinilega undir það búinn að tefla þetta afbrigði á nýjan leik og kom nú með nýjung í 13. leik sem beindi skákinni í annan farveg. Skömmu síðar hóf hann sókn með þungu mönnunum gegn svarta kónginum, sem var þó vel varinn af sínum mönnum. Eftir 23 leiki sá Hannes ekki fram á að geta styrkt sóknina frekar, en þá var staðan þessi: Hannes lauk nú skákinni með óvæntum hætti með því að fóma fyrst biskupi og síðan hrók: 24. Bd2 Bxd2 25. Hxh6. Hér var samið um jafntefli þar sem þrá- skák var óumflýjanleg niðurstaða. Þetta var fyrsta skákin í fjög- urra skáka einvígi þeirra Hannes- ar og Helga Ass um Islandsmeist- aratitilinn. Önnur skákin var tefld í gærkvöldi, en í dag er frídagur. Þriðja skákin verður tefld á morg- un, laugardag, klukkan 14 og sú fjórða hefst á sunnudaginn á sama tíma. Teflt er í hátíðarsal Verzlunarskóla Islands. Hægt er að fylgjast með skák- unum á Netinu meðan þær eru tefldar. Leikirnir eru birtir ásamt stöðumyndum. Sú ágæta þjónusta er í boði Morgunblaðsins á Net- inu, mbl.is, í samvinnu við Skák- samband Islands. Þá verða einnig birtar skýringar á skákunum að þeim loknum á mbl.is. Verzlunarskólinn hefur sett upp mjög góða aðstöðu fyrir áhorfend- ur í hátíðarsal skólans, þar sem skákimar em tefldar. Öllum er velkomið að fylgjast með skákun- um og er aðgangur ókeypis. Morozevich sigrar á Grand-Rokk Alexander Morozevieh, fjórði stigahæsti skákmaður heims, sigraði á firnasterku hraðskák- móti á Grand-Rokk, sem haldið var aðfaranótt mánudagsins að lokinni Evrópukeppninni. Alls tóku átta stórmeistarar þátt í mótinu, en þátttakendur vom tólf. Morozevich hlaut 10 vinninga, tapaði ekki skák og leyfði aðeins tvö jafntefli. I öðm sæti með átta og hálfan vinning varð Valeri Fil- ippov og Hannes Hlífar Stefáns- son hlaut átta vinninga. I fjórða og fimmta sæti urðu rússnesku stórmeistararnir Khasin og Pigusov. Stefán Kristjánsson, sem er í hópi okkar efnilegustu skákmanna, hlaut fímm og hálfan vinning og lagði m.a. þrjá stór- meistara. Aðrir þátttakendur á mótinu vora Rússarnir Landa og Fominyh, danski stórmeistarinn Danielsen, Róbert Harðarson, Bjöm Þorfinnsson og Hrannar Bjöm Arnarsson. Skákstjóri var Karl Hjaltested. Róbert Harðarson sigraði á fyrsta mótinu af fjórum, sem styrkt em af Karli K. Karlssyni, en mótið var haldið á Grand-Rokk síðastliðinn laugardag. Róbert sýndi mikið öryggi og hlaut 12 vinninga af 13 mögulegum. Næsta mót í þessari röð fer fram laugar- daginn 2. október klukkan 14. Atskákmót Reykjavíkur Atskákmót Reykjavíkur fór fram 24.-25. september. Tefldar vom níu umferðir eftir Monrad- kerfi með 25 mínútna umhugsun- artíma. Sigurbjöm Björnsson sigraði á mótinu, fékk 7 vinninga af 9, en þar sem Sigurbjörn er Hafnfirðingur hlaut Sigurður Daði Sigfússon, sem kom næstur með 6V4 vinning, sæmdarheitið Atskákmeistari Reykjavíkur 1999. Urslit urðu sem hér segir: 1. Sigurbjöm Bjömsson 7 v. 2. Sigurður Daði Sigfusson 6'/z v. 3. Stefán Kristjánsson 6V2 v. 4. Arnar E. Gunnarsson 6!4 v. 5. Sævar Bjarnason 6 v. 6. Dagur Ai’ngrímsson 5Vz v. 7. Þorvarður F. Oiafsson 5V4 v. 8. Júlíus Friðjónsson 5 v. 9. Jóhann H. Ragnarsson 5 v. 10. Bragi Þorfinnsson 5 v. o.s.frv. Skákstjórn var í höndum Torfa • Leóssonar og Sigurðar Daða Sig- fússonar. Undanrásir íslands- mótsins í atskák Undanrásir íslandsmótsins í at- skák fóm fram fyrr í mánuðinum. Skákþættinum hafa nú borist úr- slit mótsins: 1. Sigurbjöm J. Bjömsson 7 v. 2. Áskell Örn Kárason 6‘á v. 3. -5. Björn Þorfinnsson, Stefán Krist- jánsson, Hlíðar Þór Hreinsson 6 v. 6. Kristján Eðvarðsson 5'Æ (41 st.) 7. Sigurður D. Sigfúss. 5'A (39 st.) 8. Bragi Þorfinnsson 5'á (38 st.) 9. -10. Róbert Harðarson, Sævar Bjamason 5 v. 11. -12. Leifur Ingi Vilmundarson, Ólafur ísberg Hannesson i'A v. 13.-17. Jón Árni Halldórsson, Stefán Arnalds, Dagur Amgrímsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Jóhann H. Ragn- arsson 4 v. o.s.frv. Keppendur vora alls 22 og komast sex efstu áfram. Skák- stjóri var Guðmundur Sv. Jóns- son. Haustmót TR 1999 Haustmót Taflfélags Reykja- víkur 1999 hefst sunnudaginn 3. október kl. 14 og lýkur með hrað- skákmóti 31. október. Mótið er til- einkað minningu Benónýs Bene- diktssonar sem lést árið 1991. I aðalkeppninni verða tefldar ellefu umferðfr og verður keppendum raðað í flokka með hliðsjón af Eló- skákstigum og tefla allir við alla. I opna flokknum verður teflt eftir Monradkerfi. 1. umf. sunnud. 3.10. kl. 14 2. umf. miðvd. 6.10. ki. 19:30 3. umf. miðvd. 13.10. kl. 19:30 4. umf. föstud. 15.10. kl. 19:30 5. umf. sunnud. 17.10. ki. 14 6. umf. mánud. 18.10. k). 19:30 7. umf. miðvd. 20.10. ki. 19:30 8. umf. fostud. 22.10. kl. 19:30 9. umf. sunnud. 24.10. ki. 14 10. umf. miðvd. 27.10. kl. 19:30 11. umf. föstud. 29.10. kl. 19:30 Umferðir falla niður 8. og 10. október vegna Deildakeppni SI. Tímamörk era U/2 klst. á 30 leiki og svo 45 mínútur til að ljúka skákinni. í A-flokki era verðlaun kr. 60.000 fyrir fyrsta sæti, kr. 30.000 fyrir annað sæti og kr. 20.000 fyrir þriðja sæti. Þátttökugjald er sem hér segir (þátttökugjald utanfélagsmanna er innan sviga): 18 ára og eidri: kr. 3.000 (4.000) 15-17 ára: kr. 2.000 (3.000) 14 ára og yngri kr. 1.500 (2.000) Tekið er við skráningum í síma TR 568 2990 og 896 3969 eða með tölvupósti (tr@simnet.is). Skákmót á næstunni 1.10. SA Hraðskák kl. 20 3.10. Haustmót SA kl. 14 3.10. Haustmót TR kl. 14 8.10. SÍ. Deildakeppnin Tilkynningar um skákmót þurfa að berast umsjónarmanni skákþáttarins (dadi@vks.is) a.m.k. viku áður en þau eru hald- in. Daði Örn Jónsson innt og nagrenni Glæsileqt úrval af drögtum Elnkunnarord Laugavegsfns eruí ,€Æðl, VIRÐ OG NÓNUSTA" Troðfullar verslanir af spennandi haustvarningi. Skólahljómsveit Kópavogs leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.15. ióna Einarsdóttir harmónikuleikari leggur af stað með nikuna frá Laugavegi 1 áleiðis að Hlemmi kl. 13.30. Kennarar og dansarar Danssmiðjunnar skemmta vegfarendum. Hip Hopararnir Blaz Roca og Sesar A ásamt plötusnúðnum Matta taká nokkúr Hip Hop lög hér og þar á Laugaveginum milli kl. 14 og 16. í Listakoti stendur yfir sýning á verkum listamannsins iean Antoine Posocco. Verslunin Týndi hlekkurinn verður með hjólabretta „action" og plötusnúða á bakvið verslun sina á Laugavegi 12 . Kápur — iakkar 50% afsláttur Ný sendinq af pevsum 20% afsláttur föstudag og Langan laugardag. kvenfataverslun Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. 2C% ajjóláttur í dag 11 s d) , ( Visa og Euro raðgreiðslur allt að 36 múnuðir. Visa létlgreiðslur 3 múnuðir. in Laugavegi 49, Reykjavik, símar 561 7740 og 551 7742. sérverslun með silkitré og silkiblóm Laugavegi 63, Vitaitígimegin iími 551 2040 Mikið og fallegt úrvnl af *■ trúlofunorhtingun) n frúbæru veri Sendum Irúbfunarhringnmynduli1 . m - - Mikið úrval af prjónapilsum, peysum, vestum og jakkapeysum. Glugginn Laugavegi 60, sími 551 2854
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.