Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LYÐRÆÐI NÝRRAR ALDAR FYRIR rúmum tveimur árum gaf Morgunblaðið út sér- blað með greinaflokki, sem birtist í brezka tímaritinu The Economist, þar sem fjallað var um lýðræði 21. aldar- innar. I greinaflokki þessum voru færð rök fyrir því, að tímabært væri að fulltrúalýðræðið þróaðist áfram og að lýðræði næstu aldar einkenndist í ríkara mæli af beinu og milliliðalausu lýðræði, þar sem fólkið sjálft tæki lykil- ákvarðanir en ekki kjörnir fulltrúar þess. I þessu sambandi var vakin athygli á því, að hinn almenni borgari væri nú betur menntaður og betur upplýstur en fyrir eitt hundrað árum og hefði jafn góðan aðgang að upplýsingum og full- trúar í sveitarstjórnuma og á þjóðþingum. Borgararnir væru því jafn vel í stakk búnir til ákvarðanatöku og þeir, sem væru kjörnir til trúnaðarstarfa í þeirra þágu. Morgunblaðið hefur á undanförnum misserum hvatt til þess, að lýðræðislegir stjórnarhættir okkar Islendinga yrðu þróaðir í þennan farveg. I því sambandi hefur blaðið bent á, að sveitarstjórnir gætu lagt einstök málefni fyrir í atkvæðagreiðslu meðal íbúa viðkomandi sveitarfélags og þá t.d. deilumál, sem upp koma í sambandi við skipulagsmál. Á seinni árum hafa risið deilur vegna vegarstæða og ýmissa annarra þátta skipulagsmála eins og deilan um Laugardal- inn er skýrt dæmi um. Þá hefur Morgunblaðið bent á, að meiriháttar mál, sem um er fjallað á landsvísu væri hægt að leggja undir þjóðaratkvæði og gera út um deilumál, sem stjórnmálaflokkunum reynist stundum erfitt að taka á. I þessu ljósi er þess vegna ástæða til að fagna því, að borgarstjórn Reykjavíkur hefur tekið fyrsta skrefið í þessa átt. Fyrir skömmu lagði borgarstjórnarmeirihlutinn fram tillögu um, að undirbúin yrði atkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar á meðal borgarbúa og hefur hún verið samþykkt í borgarstjórn. Þessi samþykkt hefur að vísu verið gagnrýnd á þeirri forsendu, að hún fæli í sér óvinsamlega afstöðu til landsbyggðarinnar en það er annað mál. Hitt skiptir miklu, að með samþykkt tillögu um að um- rætt deilumál í höfuðborginni verði lagt undir atkvæða- greiðslu borgarbúa hefur Reykjavíkurborg markað ákveðna stefnu, sem ætla verður að verði fylgt eftir á næstu árum með almennri atkvæðagreiðslu um ýmis mál- efni, sem ágreiningur er um. Ekki er til meira lýðræði en það að fólkið sjálft taki slíkar ákvarðanir. Þess er að vænta að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Smátt og smátt mun skapast hefð fyrir stjórnarháttum sem þessum og þegar þeir eru komnir á munu menn furða sig á að þeim hafí ekki verið beitt mun fyrr. En allt hefur sinn tíma og sjálfsagt hefði það ekki verið tímabært fyrr en nú á síðustu árum að ræða slíka nýjung í stjórnarháttum okkar af alvöru. NETBANKI OG LANDSB Y GGÐIN ÞAÐ VAR ekki rétt, sem fram kom í forystugrein Morg- unblaðsins í gær, að hinn nýi netbanki Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hefði miðstöð sína á Seyðisfírði. Hið rétta er að stofnun netbankans var kynnt á Seyðisfirði en aðsetur hans er í Reykjavík. Hins vegar er stefnt að því að koma upp þjónustuverum á vegum netbankans víða um land. Þetta breytir hins vegar ekki þeim kjarna máls, að hvort sem um er að ræða netbanka eða aðra netstarfsemi, er hægt að stunda þá starfsemi hvar sem er á landinu. Nýj- ungar í tölvutækni og fjarskiptatækni gera það að verkum, að það skiptir engu mál, hvar á landinu starfsemin er stað- sett. Þess vegna væri auðveldlega hægt að starfrækja net- banka Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, hvort sem væri frá Seyðisfírði eða Isafirði eða í hvaða byggðarlagi sem er á landinu. I þessari nýju tækni felast því alveg nýir möguleikar í byggðamálum og ástæða til þess að móta nýja byggðastefnu á grundvelli hennar eins og Morgunblaðið hefur ítrekað hvatt til að undanförnu. Austfirðingar eru nú þegar byrjaðir að beina athygli sinni að þessu nýja sviði og vinna með skipulegum hætti að því að þróa möguleika á þessu sviði. I þessu sambandi er umhugsunarefni, að reynsla Norðmanna er sú, að þar sem álver hafa verið reist m.a. til þess að leysa byggðavanda- mál, eru það eldri kynslóðir, sem starfa í álverunum. Yngra fólkið sækist ekki eftir störfum í slíkum iðjuverum. Það leitar á önnur mið og þá ekki sízt þau, sem leiða af nýrri tölvu- og fjarskiptatækni, sem hefur skapað alveg nýjar víddir í atvinnumálum. Um 90 konur mættu í Hlaðvarpann sl. miðvikudagskvöld og ræddu um það hvert kvennahreyfing Fundur Kvennakirkjunnar um stefnu kvennahre Er tími vondu s unnar framum INÝLEGRI samantekt dr. Auð- ar Styrkársdóttur stjórnmála- fræðings um konur og stjóm- mál á Norðurlöndum kemur fram að nýjustu rannsóknir á kvennahreyfingum bendi gjarnan á að hreyfingin hafi lagst í dvala á 10. áratugnum. Hreyfingin hafi þó lifað áfram í ýmsum stofnunum og sam- tökum, í opinberum jafnréttisnefnd- um og ráðum, í ýmsum kvennahóp- um, kvennaverkefnum, kvenna- tengslahópum og innan kvennarann- sókna. „Umfram allt lifir þó andi hreyfingarinnar í einhvers konar sameiginlegri vitund.“ Við árþúsundamót er ekki úr vegi að horfa um öxl og skoða hverju kvennahreyfingin hefur áorkað síð- astliðna öld og hvert hún stefnir á þeirri næstu. Er ef til vill ekki leng- ur þörf á kvennahreyfingu eða er tími kvenskrímslanna framundan, eins og Rosi Braidotti fræðikona komst að orði, tími vondu stelpunn- ar sem berst áfram með kjafti og klóm og ógnar karlmönnum? Um þetta og fleira var rætt á ráðstefnu Kvennakirkjunnar í Hlaðvarpanum á miðvikudagskvöld, en þar fluttu framsögur þær Kristín Ástgeirs- dóttir sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, Vilborg Harðardótt- ir framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bókaútgefenda og ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingar- innar, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir bókmennta- fræðinemi og félagi í Brí- eti, félagi ungra femínista, Ninna Sif Svavarsdóttir guðfræði- nemi og séra Yrsa Þórð- ardóttir. í erindi sínu leit Vilborg / I þessari viku eru nákvæmlega 25 ár síðan séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir var vígð til prests, fyrst kvenna á Islandi. Af því tilefni bauð Kvennakirkjan til umræðu um framtíð kvennahreyfingarinnar í Hlaðvarpanum á miðvikudagskvöld. Arna Schram fylgdist með umræðunum ásamt um 90 öðrum konum og tveimur karlmönnum. „Kvenprestar eiga ekki sömu mögu- leika og karlprestar“ að enn væri langt í land að fullt jafnrétti og jafn- ræði ríkti. Aðal ástæðan væri sú að á sama tíma og konur öxluðu meiri ábyrgð og tækju að sér fleiri störf úti í þjóðlífinu hefðu karlar orðið eftir og ekki á sama hátt tek- ið á sig meiri ábyrgð og störf fyrir fjölskyldu og heimili. „Það getur ekki orðið jafnrétti meðan konan hefur tvöfalda ábyrgð og störf og karl- inn er nánasta stikkfrí í sambandi við bömin. Þetta mótar afstöðu at- vinnurekandans til ráðn- inga, stöðuhækkana og --------- launa [...],“ meðal annars. Kristín Ástgeirsdóttir sagði að þrátt fyrir mik- inn árangur kvenna- hreyfingarinnar gæti hún ekki betur séð en að allar stoðir karlveldisins til að mynda gegn launamisrétti kynjanna í samvinnu við m.a. at- vinnuveitendur og verkalýðshreyfinguna. Ekki í tísku að vera reiður Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sagði hún Harðardóttir yfir farinn veg og rifj- aði upp starfsemi Rauðsokkahreyf- ingarinnar á áttunda áratug þessarar aldar og stöðu kvenna fyrir þrjátíu árum. „Eg veit að margar ykkar eru líka óánægðar í dag og áreiðanlega með réttu, en ég veit líka að konur sem nú eru undir fertugu geta varla ímyndað sér hvernig aðstæður voru. Staða kvenna var bókstaflega á botn- inum. Mismunun á öllum sviðum." Hún sagði að margt hefði breyst og áunnist þegar litið væri til baka síð- ustu þrjátíu árin en benti jafnframt á stæðu föstum fótum í íslenskri jörð og að það þyrfti meiriháttar jarð- skjálfta til að henda þeim um koll. Þegar Kristín var spurð að því hvað hún teldi vera brýnasta baráttumál kvenna um þessar mundir svaraði hún því til að hún áliti að tími væri til kominn að konur einblíndu á aðr- ar stofnanir en stjórnkerfið. Átti hún þar m.a. við að í stað þess að einblína eingöngu á það að koma konum inn á Alþingi og í sveitar- stjórnir ættu konur að snúa sér aft- ur að vinnumarkaðnum og berjast Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir hafði m.a. áhyggjur af því hvað ungt fólk væri sinnu- laust um þessar mundir, ekki síst varðandi mál- efni kvenna. Ungu fólki liði vel þar sem góðæri væri í landinu og af þeim sökum fyndist því að ekki þyrfti að breyta neinu. „Við búum í samfélagi svefn- gengla sem líður vel,“ sagði hún og taldi að á nýrri öld þyrfti að vekja fólk til vitundar um það sem væri að í samfélaginu. Brynhildur hafði einnig á orði að reiðin virkaði ekki lengur sem vopn í jafnréttisbaráttunni. „Þegar Búi sam agi s' gengls Ifður eg se hvað verið er að gera konum úti í heimi, til dæmis þegar verið er að umskera konur í Áfríku og þegar ég horfi á launamisréttið hér á landi verð ég gífurlega reið, en reiðin virk- ar ekki í samfélaginu í dag.“ Sagði hún ennfremur að femínisti, (hvað þá reiður femínisti) hefði ljótt orð á sér og því þyrfti að byggja upp jákvæða ímynd um femínismann. Ninna Sif Svavarsdóttir gerði kvennaguðfræðina m.a. að umtalsefni og sagði að þrátt fyrir „þann stór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.