Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fjölbreytt út-
gáfa hjá Máli
og menningu
Bjöm Th. Björnsson Kristín Maija Isabel Allende
Baldursdóttir
HLAÐHAMAR eftir Björn Th.
Björnsson er meðal skáldsagna frá
Máli og menningu. Hún er byggð á
þjóðsögunni um Árna á Hlaðhamri
sem myrti tengdason sinn.
Sama og síðast eftir Börk Gunnarsson segir
frá þremur ólíkum mönnum sem óvænt flækjast
inn í líf hver annars, konunum þeirra, fjölskyld-
um, skrautlegu sambýlisfólki.
Kristín Marja Baldursdóttur sendir frá sér
skáldsögu sem enn hefur ekki hlotið nafn.
„Þetta er frumleg og sterk saga um efni sem við
fyrstu sýn virðist hversdagslegt, ævintýri ein-
hleyprar kennslukonu,“_segir í kynningu.
Sægreifí deyr eftir Arna Bergmann er saga
þar sem fengist er við mörg helstu kappræðu-
efni íslensks samtíma.
Ný, söguleg skáldsaga eftir Pétur Gunnars-
son hefur ekki enn hlotið nafn, en höíúndur hef-
ur um margra ára bil fengist við efni úr Islands-
sögunni.
Laufey eftir Elísabetu Jökulsdóttur er stutt
saga um örlög ungrar stúlku.
Myrkravél er skáldsaga efth- ungan rithöf-
und, Stefán Mána. Illmenni situr í fangaklefa
eftir að hafa framið hrottalegt ódæðisverk.
Ljóðabækur
Hugai'fjallið eftir Gyrði Elíasson kom út fyrr
á árinu. Einnig Okkai' á milli eftir Arthúr Björg-
vin Bollason.
Hugástir eftir Steinunni Sigurðardóttur er
fyrsta ljóðabók hennai' í átta ár.
Mararbárur - Úrval ljóða 1946-1998 eftir Elí-
as Mar. Þekktastur er Elías iyrh' skáldsögur
sínar, en hann hefur einnig ort og þýtt ljóð.
Úr landsuðri og fleiri kvæði eftir Jón Helga-
son kom út í tilefni aldarafmælis hans ásamt
hljómdiski.
Þorpið eftir Jón úr Vör með teikningum
Kjartans Guðjónssonar. „Vönduð endurútgáfa á
þessaii sígildu ljóðabók,“ segir í kynningu.
Heimsbókmenntir og bókmenntaþýðingar
Eneasarkviða eftir rómverska skáldið Virgil
er einn af homsteinum sígildra bókmennta.
Haukur Hannesson þýddi úr latínu.
Tídægra eða Decameron eftir Boccaecio
(1313-1375) kemur nú í íyrsta sirin út óstytt á ís-
lensku. Erlingur E. Halldórsson þýddi.
Afródíta eftir Isabel Allende. Nýjasta bók
þessa vinsæla rithöfundar fjallar um mat og ást-
h'. Tómas R. Einarsson þýddi.
Áður en þú sofnar eftir Linn Ullmann. Þessi
frumraun hinnar ungu norsku skáldkonu heíur
farið siguríor um heiminn og verið seld til útgáfu
í 20 löndum. Sólveig B. Grétarsdótth' þýddi.
Alvísi (Alkemistinn) eftir Paulo Coelho er
saga eftir brasilískan höfund. Thor Vilhjálmsson
þýddi verkið.
Meistari Jim eftir Joseph Conrad er ein vin-
sælasta skáldsaga þessa mikla höfundar. Atli
Magnússon þýddi.
Silki eftir Álessandro Baricco í þýðingu Kol-
brúnar Sveinsdóttur kom út fyrr á árinu.
Vita Brevis er eftir Jostein Gaarder. Aðal-
heiður Steingrímsdóttir og Þröstur Ásmunds-
son þýddu.
Orð í tíma
Orð í tíma töluð, íslensk tilvitnanabók eftir
Tryggva Gíslason. Hér er að fmna mikið safn til-
vitnana sem auðveldar leitina að rétta orðinu.
Old öfganna - Saga heimsins á 20. öld. Þýð-
andi er Árni Óskarsson.
Trúarbrögð heimsins. Þessi bók gefur yfirlit
um sjö helstu trúarbrögð heims, rituð af sjö sér-
fræðingum undir ritstjóm Michaels D. Coogans.
Ingunn Ásdísardóttir þýddi.
Ævisögur og bækur um skylt efni
Jónas Hallgrímsson - ævisaga eftir Pál Vals-
son. 1 þessari sögu eru fléttaðir saman þræðir
úr ýmsum áttum til þess að draga upp mynd af
margbrotnum manni. Bókin kemur út á Degi ís-
lenskrar tungu, 16. nóvember, afmælisdegi
skáldsins.
Sviptingar á sjávarslóð eru minningar
Höskuldar Skarphéðinssonar fyrrum skipherra.
Jón Leifs - tónskáld í mótbyr eftir Carl-
Gunnar Áhlén fjallar um ævi og verk Jóns Leifs
tónskálds, m.a. þrotlausa baráttu hans fyrir við-
urkenningu. Helga Guðmundsdóttir þýddi.
I róti hugans - saga af æði og örvæntingu eru
minningar Kay Redfield Jamison, sem er einn
þekktasti sérfræðingur heims í geðsjúkdómum.
Þýðandi er Guðrún Finnbogadóttir.
Dagbók íslendinga. Hinn 15. október 1998
brugðust um 6000 íslendingar við áskorun Þjóð-
minjasafns og Þjóðarbókhlöðu, skráðu atburði
dagsins og sendu inn til varðveislu.
Úrvalsþættir Tómasar Guðmundssonar er
endurútgáfa á sagnaþáttum Tómasar sem nutu
einstæðra vinsælda á sínum tíma. Guðmundur
Andri Thorsson valdi efnið.
Rit almenns eðlis
Kortlagning hugans eftir Ritu Carter, í
þýðingu Sverris Hólmarssonar. Með því að
beita nýrri tækni til myndatöku á mannsheil-
anum hafa opnast nýjar leiðir í rannsóknum á
huga mannsins og um leið hefur lokist upp
nýr heimur.
Þar sem
landið rís hæst
- bókin um
Öræfasveit og
Öræfajökul eft-
ir Snævarr
Guðmundsson.
Bökin er prýdd
fjölda ljós-
mynda.
Hornstrandir
gönguleiðir
eftir Pál Ásgeir
Ásgeirsson.
Hér eru lýsing-
ar á vinsælustu
gönguleiðunum.
I s 1 e n s k a
steinabókin eft-
ir Einar Gunnlaugsson og Kristján Sæmunds-
son er áður komin út með ljósmyndum Grétars
Eiríkssonar.
Kynþáttahyggja eftir Jóhann M. Hauksson
kom út fyrri hluta árs.
Kæru félagar - samband íslenskra sósíalista
við Sovétríkin 1920-1960 eftir Jón Ólafsson, sem
kannað hefur rækilega gögn sem til skamms
tíma töldust til leyndarskjala á söfnum í
Moskvu. Bókin fjallar um samband íslenskra
sósíalista við Moskvuvaldið og áhrif þess á ís-
lenska stjórnmálaþróun í fjóra áratugi.
Islensk matarhefð eftir Hallgerði Gísladóttur
er alþýðleg sýnisbók um íslenska matarhætti
fyrr á tímum og fram til okkar daga.
Fiskar og fiskveiðar er umfangsmesta hand-
bók um fiska og fiskveiðar sem komið hefur út á
íslensku. Bókin er þýdd og staðfærð úr dönsku
af íslensku fiskifræðingunum Jóni Jónssyni og
Gunnari Jónssyni.
Hvað gengur fólki til? - Leit sálgreiningar-
innar að skilningi er eftfr Sæunni Kjartansdótt-
ur.
Höfuðprýði - handbók um húfuprjón hefur að
geyma prjónauppski'iftir að 73 höfuðfótum á alla
fjölskylduna.
Sjórán og siglingar - ensk-íslensk samskipti
1580-1630 er eftir Helga Þorláksson.
List skáldsögunnar eftir Milan Kundera er
eitt þekktasta rit um fagurfræði sem komið hef-
ur út á síðustu tveimur áratugum. Friðrik
Rafnsson þýddi.
Fánaatlas: Rúmlega 300 þjóðfánar, fánar al-
þjóðasamtaka, ríkisfánar og héraðsfánar, frá öll-
um hlutum heims eru hér sýndir og skýrðir.
Heimsatlas - vasaútgáfa: Öllum löndum og
heimsálfum eim gerð skil.
Opinberunarbók Jóhannesar er gefin út í
gjafabók með formálsorðum eftir Karl Sigur-
björnsson, biskup Islands og myndskreytt af
Leifi Breiðfjörð.
Heiðin minni, í ritstjóm Haraldar Bessasonar
og Baldurs Hafstað er safn greina um heiðin
norræn minni og fornai’ bókmenntir.
Viðskiptin efla alla dáð eftir Þorvald Gylfason.
Höfundur er rannsóknaprófessor í hagfræði við
Háskóla Islands.
Island von der Vergangenheit bis zur
Gegenwart eftir Esbjöm Rosenblad og Rakel
Sigurðardóttur-Rosenblad. Þetta er þýsk útgáfa
bókarinnar Iceland from Past to Present.
Kiljuútgáfa og annað
Skuggar á grasi eftir Karen Blixen geymir
nokkra af frægustu sagnaþáttum skáldkonunn-
ar. Gunnlaugur R. Jónsson þýddi.
Ár hérans er eftir finnska höfundinn Aarto
Paasilinna og
hefur verið
þýdd á fjölmörg
tungumál og
kvikmynduð.
Guðrún Sigurð-
ardóttir þýddi.
Líttu ekki
um öxl eftir
Karin Fossum í
þýðingu Franz-
iscu Gunnars-
dóttur.
Hundarnir í
Riga eftir
Henning
Mankell: Ný
glæpasaga um
Kurt Walland-
er lögreglumann frá Ystad.
Konan í gámnum eftir Kim Smáge er saga um
lögreglukonuna Annekin Halvorsen. Erna
Árnadóttir þýddi.
Uppvöxtur litla trés eftir Forrest Carter í
þýðingu Gyrðis Elíassonai- kom út fyrr á árinu.
Auk þess hefur Mál og menning á árinu endur-
útgefið fjölda bóka í kiljuformi, þar á meðal tíu
íslenskar skáldsögur.
íslandskort - Suðausturland, Norðvesturland
og Norðausturland (1:300.000) Á kortunum em
nýjustu upplýsingar um vegakerfið, tjaldstæði,
sundlaugar og söfn.
Ensk-íslensk/íslensk-ensk tölvuorðabók 3.0
(geisladiskur) Dönsk-íslensk tölvuorðabók 3.0
(geisladiskur) Orðabækur á tölvutæku formi
hafa notið sívaxandi vinsælda meðal þeirra sem
hafa aðgang að tölvum.
Mál og menning gefur út tónlist í samráði við
Þjóðminjasafnið: Jólasveinar ganga um gátt.
Leikstjóri og höfundur leikþátta er Pétur Eg-
gerz. Guðni Franzson semur og flytur tónlist við
kvæði Jóhannesar úr Kötlum og Árni Bjömsson
veitir sérfræðiaðstoð og semur texta í bækling.
Með stjörnur í skónum eftir Sveinbjörn I.
Baldvinsson. Hér eru endurútgefin hin vinsælu
ljóð Sveinbjarnar með nýjum litmyndum eftir
Önnu V. Gunnarsdóttur. Hljómdiskur fylgir
bókinni.
Salsatónlist í fiutningi hljómsveitai'innar Six-
pack Latino undir forystu söngkonunnar Jó-
hönnu V. Þórhallsdóttur.
Himnastiginn - sígildar, jazzballöður í flutn-
ingi Sigurðar Flosasonar saxófónleikara en með
honum á disknum leika Eyþór Gunnarsson pí-
anóleikari og Lennart Ginmann kontrabassa-
leikari.
Barna- og unglingabækur
Fyrir yngstu börnin er bók eftir Margréti E.
Laxness: Orðabusl, prýdd stórum litmyndum.
Lee Davis: Góðan dag Bóbó bangsi/Góða nótt
Bóbó bangsi. þetta eru harðspjaldabækur um
sjónvarpshetjuna vinsælu.
Steve Lavis: Mýsla litla á anniTkt/Mýsla litla
heldur veislu. Bækur fyrir litlu börnin um
músarunga sem á annríkt frá morgni til kvölds.
Anita Jeram: Allir saman nú. Bók um Kanínu-
mömmu sem á þrjú kríli hvert úr sinni áttinni en
þykir jafnvænt um þau öll. Guðmundur Andri
Thorsson þýddi.
Fyi'ir 3-5 ára er Litla systir og Dvergarnir
sjö efth' Einar Kárason. „Hnyttin saga um vin-
áttu lítillar stúlku og kisu sem ber hið einkenni-
lega nafn Dvergarnir sjö,“ segir í kynningu. Sig-
urborg Stefánsdótth’ skreytti.
Ragnheiður Gestsdóttir: Líneik og Laufey
(Einnig fáanleg á ensku.) Anna Cynthia Lepi-
ai’/Jóhanna Á. Steingi’ímsdóttii’: Blákápa Tvær
nýjar bækur í flokki sem MM hefur gefið út
undanfarin ár þar sem íslensk ævintýri eru færð
í nútímabúning, endursögð og skreytt litmynd-
um.
Björk Bjarkadóttir: Dagur í Iífi Gíraffa, saga
með litmyndum eftir ungan höfund.
Klaus Baumgart: Stjarnan hennar Láru.
Hildur Hermóðsdóttir þýddi.
Andri Snær Magnason á sögu handa 6-9 ára:
Sagan af bláa hnettinum. Áslaug Jónsdóttir
skreytti bókina.
Kristín Helga Gunnarsdóttir: Milljón steinar
og Hrollur í dalnum. Ævintýraleg saga um
Heklu sem upplifir viðburðaríka daga í afasveit
og kemst í kast við skrímslið Hroll sem lúrir í
Skessufljóti. Jean Posocco teiknaði myndir í
bókina.
Ólafur Guðlaugsson: Benedikt búálfur. Þetta
er fyrsta bók Ólafs Guðlaugssonar og skreytt
listrænum tölvuteikningum hans.
Sólveig Kr. Einarsdóttir: Hún amma mín
kann að fljúga. Fjörleg saga um litla stúlkua Is-
landi og ömmu hennar í Ástralíu. Evelyn Barber
myndskreytti.
Roald Dahl: Ógnarlangur krókódíll. Ein
vinsælasta ærslasaga Roalds Dahl. Quentin
Blake myndskrejd:ti og Hjörleifur Hjartarson
þýddi.
Annie M.G. Schmiedt: Hvipill - fjórir litlir
dvergar í furðulegum ævintýnim. Saga eftir hol-
lenskan verðlaunahöfund. Jóna Dóra Óskars-
dóttir þýddi.
E.B. White: Stúart litli. Það er ekkert grín
þegar mús fæðist inn í venjulega fjölskyldu,
enda hrindir það af stað óvenjulegri atburðarás.
Kvikmynd er væntanleg um ævintýri þessarar
smávöxnu söguhetju. Hún birtist í endurskoð-
aðri þýðingu Önnu Snorradóttur.
Honor Head: Svona er að vera Fílsungi/Is-
bjarnarhúnn. Þetta eru fræðslubækur, skreytt-
ar ljósmyndum og teikningum.
Yrsa Sigurðardóttir: Við viljum jólin í júlí.
Ærslasaga þar sem ótrúlegir atburðir ráða ferð-
inni. Höfundurinn er sá sami og sendi frá sér
Þai’ lágu Danir í því. Arngunnm- Ýr Gylfadóttir
skreytti söguna.
Gaiy Poulsen: Öxi. Bók um strák sem lifir
einn af flugslys inni í óbyggðum Kanada. Ragn-
ar Ingi Aðalsteinsson þýddi.
Rosalind Kerven: Artúr konungur. Hér er
rakinn ferill þjóðsagnahetjunnar Artúrs kon-
ungs og riddara hringborðsins. Þorsteinn Jóns-
son þýddi.
Þórður Helgason: Einn fyrh’ alla. Saga um
strák sem er að byrja að takast á við líf hins full-
orðna karlmanns.
Moshe Okon: Cypraea islandica - dýrgi-ipur-
inn á ströndinni. Dýrmæt skel finnst á strönd-
inni nálægt Vík í Mýrdal. Höfundur þessarar
ástarsögu fyrir ungt fólk er Israelsmaður sem
býr hluta ái’sins á Islandi. Hann skrifaði söguna
á ensku en Sigrún Birna Birnisdóttir sneri á ís-
lensku.
Esther Forbes: Johnný Ti’emain. Johnný er
iðnnemi í Boston árið 1775. Hann sogast inn í
hringiðu frelsisbaráttunnar um leið og dramat-
ískir atburðh’ gerast í hans eigin lífi. Bryndís
Víglundsdóttir þýddi. Einnig fáanleg sem hljóð-
bók.
Henning Mankell: Ferðin á heimsenda. Jóel
er fimmtán ára og skólinn að baki. Hann vill
komast burt til að skoða heiminn og upplifa ný
ævintýri og leggur af stað í viðburðaríka ferð.
Gunnai’ Stefánsson þýddi.
Klaus Hagerup: Markús og Díana. Markús er
13 ára og þjáist af ótta við ólíklegustu hluti,
meðal annai’s sýkla og stelpur. Anna Sæmunds-
dóttir þýddi.
Bruce McMillan: Hesturinn minn. Saga um
samskipti manna og dýra úti í íslenskri náttúru
að sumarlagi. Sigurður A. Magnússon þýddi.
Stefán Aðalsteinsson: Landnámsmenninmir
okkar - Víkingar nema land. Hér er gerð grein
fyiTi’ fundi Islands og sagt frá ýmsum merkum
landnámsmönnum.
Geraldine McCaughrean/Anna Cynthia Lepl-
ar: Ríki Guðs. Bók sem geymir eftinninnileg-
ustu sögur Nýja testamentisins. Vilborg Dag-
bjai’tsdóttir íslenskaði og Anna Cynthia Leplai’
myndskreytti.
Brian Pilkington: Tröll. Myndabók um tröllin
í fjöllunum. Einnig fáanleg á ensku.
Auk þess gefur Mál og menning út hljóm-
diskinn Jólasveinar ganga um gátt og Stjörnur í
skónum, bók og hljómdisk eftir Sveinbjörn I.
Baldvinsson, eins og getið er um í kaflanum um
tónlist hér að ofan.
Á árinu komu út ýmsar kennslubækur, m.a.
fyrir byrjendur í spænsku, hlustunarefni í
dönsku, kennlubók í ensku, bók um hagnýt skrif
og tveir stærðfræðilyklar. Gísla saga Súrssonar
og Eddukvæði komu í kiljuútgáfum fyrh’ skóla
og almenning og væntanleg er sams konar út-
gáfa á Islendingaþáttum. Bók Jóns Þórarins-
sonar tónskálds, Stafróf tónfræðinnar, verður
endurútgefin í haust. Einnig ber að geta
Fransk-íslenski’ar skólaorðabókar sem er auð-
veld í notkun enda sniðin að þörfum íslenskra
framhaldsskólanema.
Á íjórða tug verka eru endurútgefin hjá Máli
og menningu á árinu.