Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hagfræðingar sammála um að verðbólgan sé komin af stað Viss hætta á brotlend- ingn hagkeríisins Jafnréttisráð um túlk- un skrifstofii Alþingis Stangast á við dóm Hæsta- réttar TÚLKUN skrifstofustjóra Alþingis á fæðingarorlofslöggjöfinni brýtur í bága við dóm Hæstaréttar og veikir stöðu foreldra á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skrifstofu jafnréttismála og skorar jafnréttisráð á skrifstofu Alþingis að falla frá framangreindri túlkun. I Morgunblaðinu á miðvikudaginn birtist frétt þar sem haft er eftir skrifstofustjóra Alþingis að komi þingmaður í fæðingarorlofí til vinnu, fyrirgeri hann rétti sínum til fæðing- arorlofs og gerir jafnréttisráð at- hugasemd við þessa túlkun. Að mati ráðsins er þessi túlkun til þess fallin að veikja stöðu kvenna og eftir atvik- um foreldra á vinnumarkaði. Að mati ráðsins mæla hvorki almenn rök né hagsmunir starfsmanns eða atvinnu- rekanda með þessari þröngu túlkun. Jafnréttisráð tekur þó enga afstöðu til aðkomu þingmanns í fæðingaror- lofi að setningu Alþingis. I fréttatilkynningunni segir: „Með fæðingarorlofí er átt við að starfsmað- ur leggi niður launað starf vegna með- göngu eða fæðingar barns. í dómi Hæstaréttar frá 27. maí 1993 kemur fram að foreldri teljist uppfylla fram- angreint skilyrði, um að launað staif hafi verið lagt niður, þó svo að foreldr- ið sinni ákveðnum þáttum starfs síns á meðan fæðingarorlof varir. Lögum og reglum um fæðingaror- lof er ætlað að tryggja foreldrum rétt til samvista við börn sín, mæðr- um möguleika á að jafna sig eftir barnsburð og umönnun ungbarns á viðkvæmasta lífsskeiðinu. Tilgangur fæðingarorlofs er ekki að hindra að starfsmaður sinni ákveðnum þáttum starfs síns eða koma í veg fyrir eðli- leg samskipti hans við vinnustað sinn. I mörgum tilvikum er það brýnt hagsmunamál fyrir foreldri í fæðingarorlofi að halda reglubundn- um tengslum við vinnustað." ■ Sveigjanleika/12 MAR Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Islands, segir að „viss hætta sé á brotlendingu ís- lenska hagkerfisins“. Ef það gerist geti bæði verið hætta á gengisfell- ingu og verulegum samdrætti í at- vinnulífinu. Þetta kom fram í máli hans á opnum fundi Samiðnar á Hótel Borg í gær sem ætlað var að svara spurningunni „Er verðbólgan að fara af stað?“ Aðrir frummælendur fundarins, þau Edda Rós Karls- dóttir, hagfræðingur ASÍ, og AJm- ar Guðmundsson, hagfræðingur hjá FBA, voru sammála um að verulegra aðhaldsaðgerða væri þörf í ríkisfjármálum til þess að kveða verðbólgudrauginn niður og þær alvarlegu afleiðingar sem hann getur haft. Efnahagsástandið í dag mjög viðkvæmt Már Guðmundsson bar efna- hagsástandið í dag saman við ástand þess á árunum 1986-1987 þegar það var jafnframt í verulegri uppsveiflu. Hann sagði að það yrði að reyna að afstýra því að svipaðir atburðir gerðust í kjölfar núver- andi efnahagsuppsveiflu og áttu sér stað í kjölfar þeirrar upp- sveiflu. Ástæðan væri sú að efna- hagskerfið nú væri mun við- kvæmara en þá, meðal annars vegna þess að íslensk heimili og þjóðarbúið væru skuldsettari. Már sagði að nauðsynlegt væri að hægja á hagkerfinu með aðhaldi í ríkisfjármálum, ýmist með hærri skattlagningu eða niðurskurði út- gjalda. Jafnframt yrði að koma böndum á útlánaaukningu bank- anna. Hann sagði að við gerð kjarasamninga á næsta ári þyrfti að taka mið af þessu hættuástandi, sérstaklega þar sem „brotlending hagkerfisins“ væri síst launafólki í hag og myndi í raun fyrst og fremst bitna á því. Almar Guðmundsson sagði að ekki hefði verið viðhaft nægilegt aðald í efnahagskerfinu miðað við efnahagsuppsveifluna en hins veg- ar þyrfti að hafa í huga að ekki væru allar aðhaldsaðgerðir stjórn- valda farnar að skila sér þar sem tvær vaxtahækkanir hefðu verið fyrir skömmu. Edda Rós benti einnig á að aðgerða væri þörf til að stöðva verðbólguna og til þess þyrfti meðal annars að koma í veg fyrir einokun og efla samkeppni. Morgunblaðið/Kristinn Fjölmennt var á fundi Samiðnar um verðbólgu, áhrif hennar á kjarasamninga og skuldastöðu heimilanna í gærkvöldi. Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Rannsókn á banaslysi ábótavant HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað 28 ára mann af ákæru um manndráp af gáleysi, vegna árekstrar sem varð á Vesturlandsvegi í Kjós í maí á síð; asta ári. 25 ára kona lést í slysinu. I niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram, að rannsókn slyssins hafi ekki verið sem skyldi, en viðhlítandi skoðun á sprungnum hjólbarða og felgu á bifreið mannsins hefði getað gefið vísbendingar um hvort hjól- barðinn hefði sprungið og orsakað slysið, eins og maðurinn hélt fram. Vegna ófullnægjandi rannsóknar taldi Hæstiréttur ekki nægilega sannað að slysið yrði rakið til gá- leysis mannsins. Engin vitni voru að slysinu, sem varð með þeim hætti að tvær bif- reiðar, sem komu úr gagnstæðum áttum, rákust saman á hægri vegar- helmingi, miðað við akstursstefnu til Reykjavíkur. Maðurinn mundi ekkert eftir atvikum, enda kom fram að hann hefði fengið mikið höf- uðhögg. Skoðun í dimmu húsnæði í dómi Hæstaréttar segir að ekki verði séð að reynt hafi verið að gera athugun á því, út frá staðsetningu bifreiðanna eftir slysið, hver hafi verið líklegur hraði þeirra, er þær rákust saman. Sérstök rannsókn á bifreiðunum fór ekki fram fyrr en þremur dögum eftir slysið, í dimmu húsnæði. Bifreiðaskoðunarmaður gat ekki skoðað annan búnað bif- reiðanna en hjólabúnað, vegna mik- illa skemmda. í ljós kom að sprung- ið var á hægri afturhjólbarða bif- reiðar mannsins, en ekki var hægt að segja til um hvort sprungið hafði á honum fyrir slysið, eða hvort loft- ið hefði lekið úr eftir áreksturinn. Skoðunarmaðurinn sagði að það hefði breytt miklu ef hann hefði getað skoðað bifreiðarnar á vett- vangi. I dómi Hæstaréttar segir, að rannsókn slyssins hafi ekki verið sem skyldi og ekki hefðu komið fram gögn til að unnt væri að telja nægilega sannað að slysið yrði rakið til gáleysis mannsins. Maðurinn var því sýknaður af ákæru um mann- dráp af gáleysi og dæmt að sakar- kostnaður í héraði og fyrir Hæsta- rétti skyldi greiddur úr ríkissjóði. Með dóminum hnekkti Hæsti- réttur dómi Héraðsdóms Reykja- víkur í apríl sl., sem dæmdi mann- inn til 45 daga fangelsisvistar, skil- orðsbundið til tveggja ára, auk sviptingar ökuréttinda í 12 mánuði og til greiðslu alls sakarkostnaðar, samtals 250 þúsund króna. Alþingi sett í dag ALÞINGI íslendinga verður sett í dag. Dagskrá verður með hefð- bundnum hætti og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13.30. Prestur er sr. Skúli Ólafsson, prestur á ísafirði. Að lokinni guðsþjónustu verð- ur gengið frá Dómkirkjunni í Al- þingishúsið. Þar les forseti Is- lands forsetabréf og lýsir því yfir að þing sé sett. Aldursforseti Al- þingis, Páll Pétursson, stýrir svo fyrsta fundi þingsins þar sem kosið verður í embætti og nefnd- ir. Næsti fundur Alþingis verður á mánudag þegai’ forsætisráð- herra flytur stefnuræðusína. I Sérblðð í dag____________w»».mn.is a$8mm ••••••••••••••••••••••••••••••••••• ÁFÖSTUDÖGUM Smáskammtalækn- ÍJp Umskipti ingar - Vísindi eða flOr eru ögrandi tóm vitleysa? ÚH verkefni Með Morg- unblaðinu ■ dag er dreift blaði frá Bifreiðum & landbúnað- arvélum, „Litasam- keppni B4L“. Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði frá Garða- torgi, „Fjöl- skylduhá- tíð-Garða- torgi“. Hermann ekki á tombóluverði / C1 Hamar hefur úrvalsdeild ina á stórsigri / C2 Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Slysavarnafélag- inu Landsbjörgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.