Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR þýskri þýðingu og Helgi Hálfdanar- son gerir einnig svo í þýðingu sinni. Þetta á fullan rétt á sér en fyrir bragðið verður nálgunin annars konar vegna þess að sá bragur er lausari og sveigjanlegri í hrynjand- inni. Muninum verður best lýst með því að segja að Frakkar flytji texta Racines eins og ljóð en við flytjum hann eins og leiktexta. Okkai' sýn- ing myndi þess vegna alls ekki telj- ast hefðbundin í Frakklandi." Sveinn leggur þó áherslu á að ekki sé gerð tilraun til að bregða blæ raunsæis yfir framsetningu textans. „þetta er heilmikil glíma og mjög skemmtileg. Það er auðvelt að leika stofudrama en hér erum við ekki að þvi. Við erum að fara með skáldskap og við erum stödd í ákveðnu fagurfræðilegu rými ef svo má segja. Þetta er ekki raunsæis- drama í þeim skilningi. Við erum heldur ekki að færa skáldskap verksins yfir í annað form af því að við treystum honum ekki. Þetta er heiðarleiki gagnvart höfundinum, þýðandanum og áhorfendum.“ Meistaraþýðandi Helgi Hálfdanarson hefur með þýðingu sinni á Fedru þýtt alla helstu meistara heimsleikbók- menntanna á íslensku. Ekki er nema eitt ár síðan að þýðing hans á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen var leikin á Akureyri í leikstjórn Sveins og ekki þarf að hafa mörg orð um þýðingar Helga á leikritum Shake- speares eða grísku harmleikja- skáldanna. „Helgi er viðurkenndur meistaraþýðandi og hefur náð fram- úrskarandi valdi á þessum bragar- hætti sem hann hefur öðlast af glímu við hann ævilangt. Hann þýddi þetta verk fyrir mín orð en ég hef oft suðað í honum með þýðingar á klassískum verkum af því mér finnst það vera hluti af tilveru okkar sem menningarþjóðar að eiga á okkar eigin tungumáli flest þau af- burðaverk sem eru til í bókmennt- um heimsins. Mjög snemma eignuð- umst við Hómerskviður, síðan nokkur af verkum Shakespeares og þannig koll af kolli. Upp á síðkastið höfum við fengið Dostojevskí, Proust og James Joyce á íslensku. Þetta er hluti af því að taka þátt í heimsmenningunni. A sama hátt þurfum við að eignast og kynnast stærstu verkum heimsbókmennt- anna í leikformi. Það er heldur ekki vonum fyrr að við kynnumst einu merkasta blómaskeiði leiklistarinn- ar sem þreifst í Frakklandi á dögum Loðvíks 14. Hingað til höfum við bara haft pata af þessu tímabili í gegnum þau leikrita Molieres sem eru á óbundnu máli. Nú fáum við Fedru." Leikendur og listrænir stjórnendur FEDRA eftir Jean Racine (1639-1699). Leikendur: Tinna Gunnlaugs- dóttir, Hilmir Snær Guðnason, Amar Jónsson, Anna Kristín Ai-ngrímsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Lilja Guðnín Þorvaldsdóttir, Gunnar Eyjólfssson. Þýðandi: Helgi Hálfdanarson. Lýsing: Asmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Elín E ddá Arnadóttir. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Arísía elskar Hippolytos og leitar frétta hjá þernunni Panópu. Halldóra Bjömsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Fedra og Önóna, lagsmær hennar. Anna Kristín Arngrímsdóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir. í kvöld verður frumsýnt eitt af merkustu leikritum heimsbókmenntanna á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins, Fedra, eftir franska 17. aldar skáldið Jean Raeine í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Hávar Sigurjónsson ræddi við leikstjórann, Svein Einarsson, um uppsetningu verksins og erindi þess við nútímann. FEDRU eftir Jean Racine er oft hampað sem flagg- skipi franskrar leikritunar, háklassískt verk, stórbrot- inn harmleikur um ástir grísku drottningarinnar Fedru á stjúpsyni sínum, Hippolytosi, og þeim örlög- um sem ást hennar veldur,“ segir Sveinn Einarsson leikstjóri um það verk sem frumsýnt verður á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. Það er jafnframt í fyrsta sinn sem leikið er verk eftir hinn franska 17. aldar meistara Racine í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Franska gullöldin Sautjánda öldin í Frakklandi er gjaman nefnd gullöld franskrar leikritunar en þrjú nöfn eru oftast nefnd í því samhengi; elstur er harmleikjaskáldið Pierre Corneille, þá gamanleikjaskáldið Moliére og loks Racine sem naut mikillar hylli áhorfenda og baðaði sig í náð sól- konungsins Lúðvíks 14. sem hafði á honum miklai’ mætur. Harmleikir Racines eru samdir í fullu samræmi við hugmyndir samtímamanna hans um hvernig harmleikur skyldi vera en skáldskaparhugmyndir sínar sóttu þeir til fomaldar, kenninga Aristótelesar hins gríska og Hóras- ar hins rómverska. „Fedra er samin af slíku listfengi og kunnáttu að verkið má nota sem fyrirmynd að klassískum harmleik," segir Sveinn. Þar em hinar þrjár einingar Aristótelesar virtar að fullu, um tíma, nlm og atburðarás, en lærðir menn á 17. öld höfðu sett fram ákveðnar reglur sem harm- leikurinn varð að hlíta til að teljast fullgildur. Innri tími verksins mátti ekki ná yfír meira en 24 klukku- stundir, leikritið varð að gerast á einum og sama staðnum og aðeins mátti segja eina sögu. „Örlagakeðj- an verður að vera gjörsamlega ófrá- víkjanleg. Rétt eins og í farsa. Enda er stutt á milli harmleiksins og skopleiksins. Báða verður að leika í blóðugri alvöra. Upp á líf og dauða. Söguþráðurinn hverfist um eina grunnhugsun sem birtist í samspili persónanna og vissir eðlisþættir persónanna era þama í myndbirt- ingu guðanna. Guðimir grípa inn í örlögin hvernig sem við útskýram það með nútíma sálfræði; sem sáð- korn sem lenda í hugskoti persón- anna og móta þær, eða sem tákn fyrir ytri krafta sem persónurnar fá ekki við ráðið. Þessir eðlisþættir era nánast allar mannlegar kenndir, en í Fedra era þó sterkastar ástin, afbrýðin, sakleysið og hatrið sem reka persónurnar áfram allt til enda.“ Innsækin leiklist Þrátt fyrir svo stórar tilfinningar er atburðarásin sjálf næsta einföld þótt hún verði ekki rakin hér. Rétt að leyfa áhorfendum að kynnast henni af eigin raun séu þeir ekki kunnugir henni áður. Sveinn segir það forréttindi að fá tækifæri til að takast á við svo stórbrotið verk. „Eg hef alið þennan draum í brjósti allt frá háskólaárum mínum í Frakklandi. Aðdragandinn að þess- ari sýningu hefur einnig verið nokk- uð langur þar sem ég lagði áherslu á að fá þá leikara til liðs við mig sem mynda leikhópinn. Þetta tókst núna og hópurinn hefur verið einstaklega samtaka í allri vinnu við þetta flókna og djúpa verk.“ Sveinn segir að innri kraftur verksins hafi einmitt mótað nálgun hans og leik- hópsins að túlkuninni. „Við vildum komast að kjamanum án allra ytri stæla og tilburða. Okkur hefur orðið tíðrætt um það sem kalla mætti „út- sækna“ leiklist á undanförnum Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fedra leggur ofurást á stjúpson sinn, Hippolytos. Hilmir Snær Guðna- son og Tinna Gunnlaugsdúttir. misseram oft með skemmtilegum og myndrænum hætti. Okkur kom saman um að þetta væri „innsækin“ leiklist og það væri orðin þörf á henni, þar sem dýpt og voldugleiki tilfinninganna fær að leika lausum hala, þar sem reynt er að kafa djúpt í hugskot persónanna og þar sem reynt er að sinna fínustu blæbrigð- um textans. Við tókum ákveðna stefnu í þessu efni sem við höfum haldið okkur við en þó held ég samt að sýningin sé ekkert minna fyrir augað þrátt fyrir þetta.“ Persónusköpun Racines hefur verið við bragðið fyrir dýpt og sál- fræðilegt innsæi og hann hefur stundum verið nefndur faðir sál- fræðidramans. Sveinn bendir á að Racine hafi auðvitað ekki getað les- ið Freud en „...mér finnst ekki ólík- legt að Freud hafi lesið Racine. Efni Fedru sækir Racine til Evrípídesar sem löngum hefur verið talinn mestur sáífræðingur grísku harm- leikjaskáldanna. Racine tekur burt kórinn og sníður efnið að smekk síns tíma en burtséð frá Freud þá verður að telja Fedru eitt af stór- verkum sálfræðilegrar speglunai-. Það er með ólíkindum hvað Racine hefur skarpa sýn inn í kjama per- sónanna. Það er í krafti þessa sem verkið hefur lifað og orðið það flaggskip sem ég minntist á í upp- hafi.“ Annar bragarháttur Sveinn bendir á máli sínu til stuðnings að verk Racines séu enn leikin víða um heim sem undirstriki hversu sterk tök þau hafi enn á leik- húsfólki og áhorfendum. „Þó eru leikrit hans fremur tekin til sýninga í hinum rómanska heimi og á því er ákveðin skýring. Bragarhátturinn er svokölluð alexandrína sem er mjög hefðbundin í hrynjandi. Áherslur era á öðru eða þriðja at- kvæði orðs og endarím í hverju vísuorði. Þessi bragarháttur er ekki til í íslensku eða í germönskum mál- um og gefur það auga leið hvað ís- lenskuna snertir þar sem áherslan er alltaf á fyrsta atkvæði hvers orðs. Þegar alexandrínskur bragar- háttur er þýddur yfir á germanskt mál hefur yfh-leitt orðið fyrir valinu að þýða á blankvers. Þetta gerði Schiller í mjög þekktri klassískri Ást, afbrýði og- dauði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.