Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓMBER 1999 67 U FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir um helgina bandarísku teiknimynd- Ævintýri smábarnanna ina „Rugrats“ sem leikstýrt er af Norton Virgien og Igor Kovalyov PICKLE SF J ÖLSKYLDAN hefur eignast nýtt barn sem hlotið hefur nafnið Dylan. Á meðan foreldrarnir, Stu og Didi Pickles, reyna að venjast breyttum fjölskylduhögum með tilkomu nýja barnsins ákveður bróðir Dylans, Tommy, að fá vini sína í lið með sér °g flytja smábarnið aftur á spítalann þaðan sem það kom. Á leiðinni til spítalans villast Tommy og vinir hans og lenda í risa- stórum skógi þar sem skuggamir em ógnandi og skógarbúar samanstanda meðal annars af úlfi, dularfullum töframanni og hópi af hungruðum apaköttum, sem flúið hafa frá sirkusi. Þannig hefst sagan í banda- rísku teiknimyndinni „Rugrats" sem byggð er á vinsælum teiknimyndum bandaríska sjón- varpsins. Sagt er að 23 milljónir horfi á „Rugrats“-teiknimyndim- ar í viku hverri. „Ég held að vin- sældir „Rugrats“-þáttanna í sjónvarpi séu tilkomnar af því að frá upphafi höfum við viljað láta þá ná til bæði bama og fullorðinna," segir Gabor Csupo, einn af höfúndum þáttanna og framleiðandi teiknimyndarinnar. „Við höfum viljað skemmta börnum með ævintýrasögum af krakkahópnum en við höfum einnig stefnt að því að for- eldarnir geti sest niður með bömun- um sínum og horft á þættina og haft gaman af þeim einnig." Annar af höfundum teiknimynd- aveto að skiU«»»r *«• anna, sem sýndar eru í kapalsjónvarpi vestra, og einn fram- leiðenda myndarinnar, Arlene Kla- sky, tekur í sama streng. ,,“Ru- grats“ er ekki aðeins fyrir börn. Ég held að kvikmyndahúsagestir á öll- um aldri eigi eftir að lenda í skemmtilegu ferðalagi með krökk- unum. Bíómyndaformið gefur okkur tækifæri til þess að vinna betur með áferð og skugga og við höfum getað farið út í meiri smáatriði varðandi teikningarnar á krökkunum sjálf- Smákrakkarnir í „Rugrats“-myndinni lenda í ýmsum ævintýr- um, sumum ekki ósvipuðum þeim sem Indiana Jones er fi-ægur fyrir. Leikstjórar myndarinnar eru tveir, Norton Virgien og Igor Kovalyov. „Það að breyta teikni- myndunum úr sjónvarpsefni í kvik- mynd útvíkkar geysilega það sjónar- horn sem þættirnir eru þekktir íyrir en teiknimyndirnar eru sagðar út frá sjónarhóli smábarna,“ er haft eftir Kovalyov. Teiknimyndirnar „Rugrats" urðu til þegar Árlene Klasky velti því fyr- ir sér einn daginn hvernig heimurinn gæti litið út frá sjónarhóli barnanna hennar tveggja. „Þegar seinni sonur minn fæddist vildi ég vera heima og eftir henni. „Ég sökkti mér í uppeldi barnanna minna og heimur smá- barnsins var minn heimur í nokkur ár. Ég fékk þessa hugmynd að ímynda mér hvað ungabörn segðu ef þau gætu talað og hvert væri þeirra sjónarhorn á lífið og uppfrá því þró- aðist hugmyndin um bleyjubörnin sem síðan hafa verið kölluð „Ru- grats“„. Á meðal leikara sem tala inn á myndina má nefna E. G. Dauly, Christine Cavanaugh og Kath Soucie en með minni hlutverk fara m.a. Tim Curry, Whoopi Goldberg og David Spade. Frumsýning IViYNPBÖND Á vit náttúrunnar Menntun Litla trés (The Education of Little Tree) Urama ■k'kVz Leiksljórn: Richard Freidenberg. Að- alhlutverk: James Cromwell, Joseph Ashton, Tantoo Cardinal og Graham Green. 112 mín. Bandarísk. ClC-mynd- bönd, september 1999. Öllum leyfð. Hlutskipti frumbyggja Norður-Am- eríku hefur verið efniviður ijölmargra kvikmynda og hér er ein útgáfan þai- sem sett er fram rómantísk sýn á menningu indíána sem lifa í sátt við náttúruna sem þeir eiga að vera nánari en annað fólk. Þetta er sígild saga þar sem andstæður góðs °g ills eru skýrar eins og boðskapur- inn. Leikur er allur til fyrirmyndar, ekki síst hjá hinum kornunga Joseph Ashton sem fer á kostum í titilhlut- verkinu. Eins er umgjörð myndar- innar mjög falleg og náttúran nýtur sín vel í fagmannlegri myndatöku. I heild er þetta ljúf og innileg lítil saga sem veitir ánægjulega afþreyingu, þótt hún skilji lítið eftir sig. Guðmundur Ásgeirsson Lágreist drama þegar vonin ein er eftir (A Face to Kill For)_______ Spenna/drama ★ Leiksljórn: Michael Ono. Aðalhlut- verk: Crystal Bernard, Doug Savant og Billy Dean. 87 mín. Bandarísk. CIC myndbönd, september 1999. Aldurstakmark: 12 ár ÞETTA er óskaplega dæmigerð sjónvarpsmynd gerð eftir einhverjum oskaplega dæmigerðum reyfai-a í ætt við sögur Sydneys Sheldons, bara verri. Söguþráður- inn er ein klisja frá upphaíi til enda og bygging spennu alveg fyrir neðan allai- hellui’. Leik- ur er slæmur, útlit jjótt með öllum verstu einkennum myndbandsupptaka. Tónlist, tækni- vinna og leikstjóm eru með verra móti °g í rauninni er fátt gott um myndina að segja og hún nær hvergi neðri mörkurn afþreyingar sem mæla mætti með. Ég ráðlegg fólki því einfaldlega að skilja hana bara eftir á leigunni. Guðmundur Ásgeirsson. KYIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó, Nýja bíó í Keflavík og Nýja bíó á Akureyri hafa tekið til sýninga bandarísku unglingagamanmyndina „American Pie“ í leikstjórn Paul Weitz. Ástin grípur unglingana JIM (Jason Biggs) er eins og hver annar heilbrigður, hreinn sveinn, á barmi örvæntingar. Eftir að foreldrar hans komu að hon- um í herberginu að horfa á ruglaða klámmynd í sjónvarpinu hefur sálar- stríð hans versnað að mun. Faðir hans (Eugene Levy) vill syni sínum vel en er kannski ekki rétti ráðgjaf- inn í kynferðismálum. Ekki gengur betur í skólanum. Ástarsamband hans við skiptinemann Nadíu (Shannon Elizabeth) endar með hreinustu hörmungum. Eina von hans er flautuleikarinn Michelle (Alyson Hannigan). Vinur Jims, Kevin (Thomas Ian Nicholas) vill ekkert frekar en að kærastan hans, Vicky (Tara Reid) sé ánægð og heldur að hann geti ti-yggt það með nýjum kynlífsbæklingi. Oz (Chris Klein) vill helst láta kalla sig Casanova og telur sig eiga séns í He- ather (Mena Suvari). Að auki eiga Finch (Eddie Kaye Thomas), Jessica (Natasha Lyonne) og Stifler (Sean W. Scott) ýmislegt ógert í ástarmál- um. „Okkur fannst öllum að það hefði ekki verið gerð almennileg ung- lingagamanmynd frá því við vorum Eugene Levy og jaS0n fiiggs hlutverknm föður sjalfir ungir og við höfðum lengi rætt um hvað gam- an væri að gera slíka mynd,“ er haft eftir Warren Zide, framleiðanda bandarísku unglingakómedíunnar „American Pie“, sem frumsýnd er í fimm kvikmyndahúsum um helgina. „Við vildum sýna hvernig krakkar tala í alvörunni," bætir hann við. Leikstjóri og annar framleiðandi „American Pie“ eru bíóbræðurnir Paul og Chris Weitz. Þeir höfðu áður unnið við handrit tölvuteiknimyndar °g sonar. DreamWorks-kvikmyndaversins, Maura eða „Antz“. „Ég held að vinn- an við teiknimyndina hafi orðið til þess að við fórum að hugsa meira myndrænt og það var mjög góður undirbúningur fyrir mig sem ætlaði úr handritsgerð í leikstjóm,“ er haft eftir Paul Weitz. Þeir bræður völdu leikara úr stór- um hópi sautján til tuttugu og fimm ára leikara og voru flestir þeirra til- Félagarnir í unglingagaman- myndinni „American Pie“ lenda í óvæntum uppákomum. tölulega reynslulitlir þegar kom að kvikmyndaleik. Jason Biggs fer með einna stærsta hlutverkið í myndinni, hreina sveinsins Jims, sem lendir í ófáum óhöppunum þegar kynlífið er annars vegar. Leikarinn vildi að áhorfendur hefðu ákveðna samúð með persónunni. „Þrátt fyrir allt það - sem kemur fyrir hann,“ er haft eftir Biggs, „hugsaði ég með mér að manngerðin gæti verið heillandi og viðkunnanleg á sinn hátt. Hann er bara með kynlíf á heilanum og það vill svo til að hann hefur akkúrat ekki á neinni reynslu að byggja. En hann er manneskja þrátt fyrir það.“ Kunnastur leikaranna í myndinni er ugglaust Eugene Levy, sem leik- ur föður Jims, en hann hefur áður leikið í myndum eins og „Splash“ og ,AJmost Heroes". Frumsýning Hættu að raka á þér fótleggina Notaðti One Touch 4-6 vikna vaxmeðferð - One Touch á íslandi í 12 ár. Svo einfalt er það Hitið vaxið í tækinu og rúllið því yfir hársvæðið. Leggið strimil yfii og kippið honum næst af. Húðin verður mjúk, ekki hrjúf! One Touch er ofnæmisprófað Fæst í apótekum og stórmörkuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.