Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 46
>46 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR JÓN
JÓNSSON
+ Halldór Jón
Jónsson, fyrr-
verandi útgerðar-
maður og vélstjóri,
fæddist í Stakkholti
í Vestmannaeyjum
6. júní 1926. Hann
andaðist í Hraun-
búðum í Vest-
mannaeyjum 26.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
,i hans voru Kristín
Karítas Valdadótt-
ir, f. 21.2. 1898 á
Steinum, A-Eyja-
fjallahreppi, d.
20.9. 1938, og Jón Benónýsson,
f. 7.5. 1896 á Krossi, Innri-
Akraneshreppi, d. 20.10. 1971.
Halldór Jón er elstur þriggja
systkina, en þau eru: 1) Guð-
björg Benónýja, f. 21.7. 1928,
d. 8.2. 1997, gift Þórarni Ö. Ei-
ríkssyni skipstjóra, f.
3.12. 1924, d. 22.1.
1999. 2) Þórey Inga,
f. 13.6. 1931, maki
Ástþór J. Valgeirs-
son (skildu). Halldór
Jón giftist eftirlif-
andi eiginkonu sinni,
Halldóru Jónsdóttur,
27. maí 1950, f. 17.8.
1924, í Ólafsfirði.
Foreldrar hennar
voru Margrét Sig-
urðardóttir frá
Skeggjabrekku og
Jón Friðrik Bergsson
sjómaður frá Ölafs-
fírði. Börn Halldórs Jóns og
Halldóru eru 1) Margrét Jóna, f.
25.1. 1950, hárgreiðslsumeistari
í Reykjavík, gift Þorberg Ólafs-
syni, f. 1948, hárskera. Börn
þeirra: Þormar, f. 1973, Elmar,
f. 1975, Freymar, f. 1982. 2) Ólöf
í dag er til moldar borinn tengda-
faðir minn, Halldór Jón Jónsson,
fyrrverandi vélstjóri og útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, títt nefnd-
ur Dóri Ben meðal ættingja og vina.
M Ágæti tengdafaðir minn: í þessari
minningargrein ætla ég ekki að fara
djúpt í gegnum þrautagöngu lífs
þíns, heldur steyta á því sem þér var
kærast og eðlislægt, það er glaðværð
þinni, uppátækjum og skopskyni. Þó
að margt dyndi á þér í lífsins ólgusjó,
var það ætíð glaðværðin sem stóð
uppúr og langt hafin yfir vol og úr-
tölur. Sem og aðrir hafðir þú gaman
af að velta fyrir þér hinum ólíkleg-
ustu málefnum og óneitanlega hafðir
þú skoðanir á hlutunum og úrlausnir
Jieim samfara með jákvæðum for-
merkjum og gleðiívafi. Þú varst
greindur og hafsjór af fróðleik og
hvað uppátækin þín varðar veit ég
varla hvar ég á að byrja eða hvar ég
á að enda.
Þó finnst mér ætíð bera af sagan af
þér er þú varst á leið í Dalinn á þjóð-
hátíð í Vestmannaeyjum ásamt félög-
um þínum og eiginkonu. Þú hafðir
komið seint af sjó á setningardegi
þjóðhátíðar og misst af eftirmiðdags-
skemmtuninni svo sem bjargsiginu
og íþróttamótinu sem var nýlokið. Þú
hafðir víst dubbað þig upp ásamt fé_-
lögunum og varst svo sem til í allt. Á
vegi þínum voru tæki þau sem notuð
voru til hástökkskeppni, og ráin var
ennþá uppi. Þú veltir hæðinni aðeins
fyrir þér úr fjarlægð, fórst úr frakk-
anum og lést svo vaða. Undrunarsvip
sló á andlit samferðafólks þíns og
þeirra sem til þín sáu, og skelfingar-
svip á þitt eigið andlit, þar sem þú
stóðst í sandgryfjunni og vissir jafn-
vel og allir hinh- að þú varst alls ekki
þekktur fyrir ástundun á frjálsíþrótt-
um. Það var heldur enginn Fosbm-y-
stíll á aðferðinni, þú tókst þetta bara
á saxinu í blankskónum, sparifötun-
um með bindi og logandi Roy í hægra
munnvikinu. Ópinberlega hafðir þú
jafnað þjóðhátíðarmet í hástökki með
atrennu 1,75. Þú varst hetja, og þetta
ein þín besta þjóðhátíð í Eyjum. Þú
varst líka hetja til sjós, byrjaðir 14
ára og gafst engum eftir kappsfullur
_ og metnaðargjarn, fórst síðar útí eig-
-fin útgerð ásamt föður þínum og mági
þar sem þið eignuðust Búrfellið VE-
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
J' sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
v ur, en ekki í greinunum sjálf-
^ um.
18 og síðar Sæfaxa VE-25 sem þið
gerðuð út í 30 ár af miklum myndar-
skap og allir fengu sitt refjalaust. Þú
varst snillingur í tilsvörum. Eitt sinn
er ég heimsótti þig á Náttúrulækn-
ingafélagshælið í Hveragerði og ók
þér eftir göngunum í hjólastólnum
þínum komum við að kapelludyrun-
um og ég spurði þig hvort þú vildir
líta þangað inn. Þú taldir það óþarfa,
þar sem Halla hafði ekið þér þarna
framhjá í gær, þú hafðir gægst innum
skráargatið og beðið fyrir Magga
Kristins. „Hversvegna fyrir Magga
Kristins" spurði ég. Jú, það hafði ver-
ið íyrsti afborgunardagur af Sæfaxa...
Þú hafðir góðlátlegt gaman af stjórn-
málum jafnt utanlands sem innan og
fórst ekki dult með það, að kratar
voru þínir menn og kratar í Vest-
mannaeyjum voru jafnvel betri en
aðrir kratar. Þú varst mikill Vest>
mannaeyingur, Eyjarnar voru stolt
þitt og stytta, þú unnir þeim alls. Fyr-
ir þér var allt mest og best í VesU
mannaeyjum, og lái þér hver sem vill.
Jafnvel veðrið var alltaf betra í Vest-
mannaeyjum en annai-staðar, og oft-
ast best, meira að segja þó að blésu
12 vindstig eða meira á Stórhöfða, þá
var það mest. IBV, já vel á minnst,
þeir voru alltaf bestir bæði í hand-
knattleik og knattspyrnu, jafnvel þó
þeh- töpuðu, þá voru þeir betri. Það
var bara þessi dökkklæddi á miðjunni
sem þú óskaðir að hefði aðeins betri
sjón, og í versta falli heði hann getað
dæmt aðeins öðruvísi. Týr var líka
betri en Þór, en Þórarar voru samt
ágætii', en þeir voru bara ekki eins
góðir og Týrarar. Já, hugrenningar
þínar voru einatt á þessa lund og þú
varst skemmtilega jákvæður sem
gerði nálægð við þig þannig, að þér
varð vel til vina og létt að gera þér til
hæfís. Þitt andlega gleðiríki endur-
speglast í afkomendum þínum sem
syrgja þig nú, um leið og þeir friðast í
hjarta sínu vegna þess að þú kvaddir
eins og þú hafðir sjálfur óskað. Þú
varst hetja til hinsta dags og erfiðri
þrautagöngu er lokið. Hafðu þökk
fyrir samfylgd í þrjátíu ár._
Þorberg Ólafsson.
Bátur líður út um Eyjasund,
enn er vor um höf og land.
Syngur blærinn einn um aftansund,
aldan niðar blítt við sand.
Hvað er betra en vera ungur og ör,
eigavonirogæskufjör,
geta sungið, lifað leikið sér,
létt í spori hvar sem er.
(Jón Sigurðsson)
„Okkar maður er farinn." Þannig
hljóðuðu orð frænda míns og tippfé-
laga, Þórðar, er hann tilkynnti mér
lát Dóra Ben. Við frændurnir þrír
höfum komið saman í hádeginu á
laugardögum, heima hjá Dóra, und-
anfarin ár og tippað á ensku leikina.
Oftar en ekki var mikið fjör þegar
mönnum samdi ekki um á hvaða leiki
skyldi veðjað og var „klúðrari" síð-
ustu viku heldur betur látinn heyra
það.
Dóri hafði frábæran húmor og
var mjög hress andlega, þrátt fyrir
mikla líkamlega fötlun. Hann hafði
Þórey, húsmóðir í Vestmanna-
eyjum, f. 11.3. 1952, gift Einari
Sigurðssyni, f. 1957, sjómanni
frá Reykjavík. Barn þeirra Sig-
urður Einar, f. 1981. Frá fyrra
hjónabandi á Ólöf Þórey þau
Halldóru Jennýju, f. 1969, og
Ásgeir Guðmund, f. 1972,
Hilmarsbörn Ásgeirssonar, f.
1948. Barn Halldóru Jennýjar
er Jón Ólafur Gústafsson, f.
1990. Barn Ásgeirs Guðmund-
ar er Þórey Anna, f. 1997. 3)
Eyja Þorsteina, starfsmaður
leikskóla, f. 10.6. 1954, gift
Finnboga Halldórssyni vél-
stjóra, f. 27.1. 1952. Börn
þeirra eru Fjóla, f. 1980, og
Fanney, f. 1988. Fyrir hjóna-
band átti Eyja Þorsteina son-
inn Halldór Jón Sævarsson, f.
1971, kvæntur Lilju Ólafsdótt-
ur. Tvíburasynir þeirra eru
Finnbogi og Ólafur Diðrik, f.
1997, fyrir átti Halldór Jón
soninn Sævar Vilberg, f. 1992.
títför Halldórs Jóns Jónsson-
ar fer fram frá Landakirkju í
Vestmannaeyjum í dag og hefst
athöfnin klukkan 16.
sem ungur maður unnið við að
tjarga lest í bát þar sem loftræsting
var lítil sem engin. Svo mikið var
kappið að þegar líða tók á daginn
var Dóri dreginn upp úr lestinni
hálf meðvitundarlaus og lá hann
fárveikur næstu daga. Afleiðing
þessarar eitrunar varð sú að Dóri
lamaðist smátt og smátt og var und-
ir það síðasta einungis með mátt frá
brjósti og uppúr. Síðustu árin þurfti
m.a. að snúa honum þrisvar til fjór-
um sinnum á nóttu, en spyrði maður
hvernig hann hefði það, var svarið
ávallt á þá lund að honum liði vel, á
meðan kollurinn væri í lagi væri
engin ástæða til að kvarta. A meðan
heilsan leyfði var Dóri alltaf ein-
staklega hjálpsamur og liðlegur.
Mér er minnisstætt hve Ijúflega
hann brást ætíð við beiðni okkar
peyjanna um að keyra brennudóti á
milli staða í „þá gömlu góðu daga“.
Þá var hann einnig óspar á góð ráð
varðandi vaktafyrirkomulag síðustu
næturnar fyrir gamlársdag, og
veitti ekki af þar sem austur- og
vesturbæjarvillingarnir biðu eftir
tækifæri til að klófesta eitthvað af
okkar drasli. Dóri Ben. hafði ávallt
sterka skoðun á málefnum líðandi
stundar. Við unnum saman í
íþróttamiðstöð okkar Eyjamanna í
tæp tuttugu ár, og er mér minnis-
stætt hve lunkinn hann var að ná
upp skemmtilegu þrasi og kröftug-
um kappræðum við gesti, sem
gjarnan kíktu í kaffi að afloknu
sundi. Ég hef fyrir satt, að aðsókn
að lauginni hafi dottið niður eftir að
Dóri lét af störfum, það vantaði ein-
faldlega fjörið.
Dóri fylgdist vel með á íþrótta-
sviðinu og hafði þar, eins og allsstað-
ar, ákveðna skoðun á hlutunum.
Hann var harður „pool-ai-i“ og var
draumurinn að skella sér á leik til
Liverpool, þegar okkur frændum
tækist að tippa rétt einhverja vik-
una, draumur sem til stóð að láta
rætast með einhverjum ráðum. Já,
okkar maður er farinn. Genginn er
af velli góður maður, sem háði erfið-
an leik, en kláraði sitt með reisn.
Við Hrefna sendum eiginkonu
Dóra, dætrum og þeirra fjölskyldum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um góðan dreng lifir.
Snorri Þ. Rútsson.
Móðurbróðir okkar Halldór Jóns-
son eða Dóri Ben, eins og hann var
alltaf kallaður, lést sl. sunnudag.
Margs er að minnast og fyrstu minn-
ingar okkar um Dóra frænda tengj-
ast Sæfaxa, bátnum sem hann gerði
út í samvinnu með föður sínum og
mági. Dóri var vélstjóri um borð
þangað til hann þurfti að fara í land
sökum heilsubrests. Eftir það sá
hann um bókhaldið og reksturinn í
landi svo sómi var að og með það að
leiðarljósi að skulda engum neitt.
Ættaróðalið Búrfell var oft vett-
vangur fjölskyldufunda, þar sem
systkinin frá Búrfelli ásamt fjöl-
skyldum þeirra hittust yfir kaffibolla
hjá Jóni Ben afa og ÓIu ömmu. Og
auðvitað var aðal umi'æðuefnið fiskirí
og sjómennska. Það hlýtur að hafa
verið mikið áfall hjá manni á besta
aldri að þurfa að hverfa frá ævistarfi
sínu og vera bundinn hjólastól mik-
inn hluta ævi sinnar. En hann Dóri
Ben hafði nú ekki hátt um það. Það
var aldrei neitt að honum, hann hafði
frekar áhyggjur að öðrum en sjálfum
sér. Efst í huga hans var umhyggja
gagnvart sínum nánustu, velferð
þeirra skipti hann öllu máli.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Dóra frænda samfylgdina. Það er
hverjum manni lærdómsríkt að hafa
þekkt slíkan mann sem aldrei kvart-
aði yfir örlögum sínum heldur hafði
glaðlyndið í fyrirrúmi, sama hvað
gekk á. Við erum þakklát fyrir sam-
verustundirnar með honum í sumar,
á ættarmótinu og 75 ára afmæli
Höllu, þær stundir gefa okkur mikið
í minningunni nú.
Elsku Halla, Magga Óla, Eyja og
RANNVEIG
INGIBJÖRG
SIG URVALDADÓTTIR
+ Rannveig Ingi-
björg Sigur-
valdadóttir fæddist
á Eldjárnsstöðum í
Blöndudal 11. febr-
úar 1928. Hún lést í
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 24. september
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðlaug
Hallgrímsdóttir
ættuð frá Víðivöll-
um í Fnjóskadal og
Sigurvaldi Óli Jós-
efsson ættaður frá
Enniskoti í Víðidal.
Rannveig var yngst barna
þeirra hjóna, en systkini hennar
voru: Sigurlaug Jósefína, f.
13.11. 1914, d. 21.1. 1986; Jósef,
f. 13.4. 1916; Hallgrímur, f. 6.4.
1917, d. 6.6. 1993; Jórunn Anna,
f. 16.12. 1920; Ingimar, f. 26.9.
Rannveig ólst upp í stórum
systkinahópi, við almenn sveita-
störf. Ung að aldri fór Rannveig í
vist, fyrst fyrir norðan, síðan lá
leiðin til Reykjavíkur þar sem hún
var í vist og svo norður aftur, þar
sem hún vann við síldarsöltun í
nokkur sumur. Síðan vann hún við
almenn fiskvinnslustörf eða til árs-
ins 1986, en þá fór heilsan að bila.
1922, d. 11.4. 1976;
Georg, f. 18.11.
1924, d. 13.3. 1990;
Þorsteinn, f. 18.11.
1924; Guðrún, f.
6.11. 1925; Aðal-
björg Signý, f. 18.2.
1927.
Árið 1959 hóf
Rannveig sambúð
með Jóni Vídalín
Karlssyni bifvéla-
virkja, f. 3. febrúar
1928 á Efranesi í
Skagafirði. Foreldr-
ar hans voru Ing-
unn Valdís Júlíus-
dóttir húsmóðir og Karl Frið-
riksson brúarsmiður. Rann-
veigu og Jóni varð ekki barna
auðið.
títför Rannveigar fer fram
frá Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Síðustu árin átti Rannveig við van-
heilsu að stríða sem um síðir vann
bug á hennar lífsskeiði. Rannveig
var hvers manns hugljúfi og var
ávallt reiðubúin að rétta öðrum
hjálparhönd er á þurfti að halda.
Það var ávallt gott að koma til
Rannveigar og Jóns, alltaf heitt á
könnunni og öllum tekið opnum
örmum. Rannveig var einstaklega
fjöldskyldur, missir ykkar er mikill.
Úmhyggja ykkar og dugnaður gegn-
um árin hefur verið einstakur. Við
systurnar ásamt fjölskyldum vottum
ykkur okkar innilegustu samúð.
Minningin um góðan mann lifir.
Kristín, Erna, ÓJöf Jóna
og fjölskyldur.
I dag kveðjum við vin okkar til
margra ára, Halldór Jónsson, út-
gerðarmann.
Manni bárust ótrúlegai- fréttir á
sunnudagsmorgun þegar okkur var
tjáð að Dóri Ben vinur okkar væri
látinn. Manni varð brugðið, hvernig
gat svona hress maður kvatt svo
skjótt.
Fyrstu kynni okkar af Dóra og
fjölskyldu voru þegar þau fluttu á
neðri hæðina hjá okkur á Ásavegin-
um. Það var hlýja og vinsemd sem
fylgdi þessum nýju nágrönnum. og
þessum manni sem bundinn var
hjólastól sín síðustu ár.
Alltaf var gott að líta á neðri hæð-
ina til þeirra hjóna og Bergs og ekki
vantaði gestrisnina á þeim bænum,
ævinlega tekið á móti manni sem
kaffi og kökum og alltaf var hægt að
spjalla, hvort sem það var um fót-
boltann, bátaflotann eða hvað annað
sem markvert var að gerast.
Dóri stundaði útgerð stóran hluta
starfsferils síns. Hann átti bátinn
Sæfaxa sem hann gerði út ásamt
mági sínum. Sú útgerð gekk í alla
staði mjög vel enda unnu þeir mágar
í frábæru samstarfí, og var gaman
að sjá hve miklir vinir þeir voru.
Lffið hefur ekki alltaf verið dans á
rósum hjá þeim hjónum, því fyrir um
fjörutíu árum veiktist Dóri af sjúk-
dómi sem Ieiddi hann til lömunar og
varð hann bundinn við hjólastól. Þrátt
fyrir slfkt reiðarslag skorti hann
aldrei þá léttu lund sem einkenndi
hann. Þeirri léttu lund var ekki síst
hægt að þakka Höllu sem hjálpaði
honum með sínu einstaka jafnaðar-
geði og stóð sem klettur við hliðina á
honum. Ein hans aðalskemmtun er
hann vann í sundhöllinni var að
skammast í fastagestum, til að fá
blóðið á hreyfingu hjá þeim, enda
höfðu allir gaman af þessu hjá honum.
Hans aðaláhugamál var fótboltinn,
enda var oft á tíðum erfitt að ná
sambandi við hann þar sem hann var
límdur við skjáinn, þegar ýmiskonar
íþróttir voru á dagskrá. Hans uppá-
haldslið voru IBV og Liverpool.
Með söknuði í hjarta kveðjum við
kæran vin og vottum Höllu og fjöl-
skyldu hennar dýpstu samúð.
Borgþór (Boggi), Svana, Yngvi
og Olafur Jóhann (Óli Jói).
barngóð og áttu systkinaböm
hennai- alltaf greiða leið að hennar
góða hjarta.
Eftirlifandi systkini hennai' færa
henni beztu þakkir fyrir samveru-
stundir liðinna ára.
Elsku Rannveig, nú er þinni
þrautagöngu lokið. Hægt og hljótt
kvaddir þú þennan heim, eins og þú
hafðir í honum lifað á hljóðlátan og
hugljúfan hátt. Máttir ekkert aumt
sjá eða á aðra hallað, nema reyna
um að bæta. Við geymum í minning-
unni liðnar samverustundir með
ykkur Jóni og biðjum algóðan Guð
að annast þig og umfaðma.
Beztu þakkir frá okkur hjónum
og Jósef Má fyrii- okkar góðu sam-
verustundir. Elsku Jón, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og megi
Guð fylgja þér um ókomin ár.
Hvað er hel?
ðllum líkn, sem lifa vel,
engill, sem til lífsins leiðir,
Ijósmóðir, sem hvílu breiðir.
Sólbros, er birta él,
heitir hel.
Þögla gröf,
þiggðu duftið, þína gjöf.
Annað er hér ekki að trega,
andinn fer á munarvega,
þekkir ekki þína töf,
þögla gröf.
Eilíft líf, -
ver oss huggun, vörn og hlíf,
líf í oss, svo ávallt eygjum
æðra lífíð, þó að deyjum.
Hvað er allt, þá endar kífi
Eilíft líf.
(Matth. Joch.)
Guðleif, Jón Már og Jósef Már.