Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓMBER 1999 21
LANDIÐ
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
íbúðarhúsið á Ytri-Kárastöðum, fyrir og eftir íkveikju.
Slökkviliðið
brennir hús
Hvammstanga - Slökkviliðsmenn á
Hvammstanga hafa fengið tvö sér-
stök verkefni nú á haustdögum. Það
felst í að brenna gömul bæjarhús á
jörðum, sem löngu eru komnar í
eyði. Annars vegar var brennt íbúð-
arhús á Ytri-Kárastöðum, skammt
norðan Hvammstanga og hins vegar
íbúðarhús á Bjargarstöðum í
Austm-árdal.
Slökkviliðið notaði sér þessa hús-
bruna til að skapa aðstæður til að
æfa björgun úr brennandi húsum.
Að sögn slökkviliðsstjórans, Skúla
Guðbjömssonar, var þetta tilvalið til
vettvangsæfínga, en er einnig eyðing
á aflögðum mannvirkjum, sem oft og
tíðum skapa hættu af foki og hruni.
Gamansamir héraðsbúar tala reynd-
ar nú um slökkviliðið sem brunalið,
með tilliti til nýrra verkefna.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
Grunnur lagður að nýjum skála við Húsavfk eystri.
Nýr skáli rís við
Húsavík eystri
Egilsstaðir - Ferðafélag Fljótsdals-
héraðs hefur hafið byggingu á fjalla-
skála í Húsavík eystri. Skálinn er
smíðaður eftir sömu fyrirmynd og
fjallaskálinn í Breiðuvík við Borgar-
fjörð eystri og er um 54 fm að flatar-
máli með svefnlofti og getur hýst 33
manns.
Stefnt er að því að hann verði tek-
inn í notkun næsta sumar. Með til-
komu þessa skála verður hvergi
lengra en ein dagleið á milli skála á
leiðinni frá Borgarfirði eystri til
Seyðisfjarðar. Það eru félagar í
Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs sem
reisa skálann sjálfir.
Gili, Kjalarnesi,
s. 566 8963/892 3091
MARGT SJALDSEÐRA HLUTA
1
GOTT URVAL
BORDSTOFUHÚSGAGNA
Eitthvert besta úrval landsins
af vönduðum gömlum dönskum
húsgögnum og antikhúsgögnum
Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00
Ath. einunqis ekta hlutir 0g þri. og fimkvöld kl. 20.30-22.30
eða eftir nánara samkomulagi. Ólafur.
TRJk\AOL 'TJ&
TAKTU ÞATT
í LYGUNUM
OG ÞÚ KEMST
AÐ SANNLEIKANUM
l""i
Rauðara
STtA*«0l5£
mbl.is
FRUMSYND IDAG, FOSTUDAGINN 1. OKTOBER
DOTTIR FORINGJANS
DAUÐINN VAR EKKI ÞAD VERSTA SEM HENTI HANA...