Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + HaIIa Tulinius (skírð Kristín Halldóra) fæddist að Næfranesi í Dýrafirði 17. oktd- ber 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli 21. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Guð- mundsson, skip- Jí stjóri og bóndi á Næfranesi, og kona hans, Guðmunda Kristjana Bene- diktsdóttir. Systkini Höllu: Ólöf Benedikta; Guð- mundur Þ.; Sigurður; Guðbjörg; Ragnheiður og Björn, sem öll eru látin, eftir lifa Valgerður búsett í Hafnarfirði og Gunnar í Reykjavík. Elsku amma Halla. Nú ertu farin frá okkur og ósjálfrátt fer maður að hugsa um all- ar þær yndislegu stundir sem við átt- Halla giftist 18.6. 1938 Carli Daníel Tulinius, útgerðar- manni og síðar bæj- arverkstjóra á Akur- eyri, f. 12.3. 1905, d. 25.11. 1968. Synirnir eru: 1) Hörður, f. 12.4. 1936, d. 21.8. 1989, kona hans Erna Alfreðsdóttir. 2) Otto, f. 18.3. 1939, kona hans Agnes Svavarsdóttir, 3) Guðmundur Þórar- inn, f. 19.8. 1944, hans kona Elke Han- sen. Barnabörn Höllu eru 13 og langömmubörnin 23. Utför HöIIu Tulinius verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. um saman. En við vitum að þar sem þú ert núna líður þér vel. I hvert sinn sem við komum til þín þegar við vorum litlir, sastu með handavinnuna þína og sáum við það á brosi þínu hvað þú varst glöð að sjá okkur. Það brást heldur ekki að alltaf áttirðu eitthvað gott handa okkur og er okkur þá efst í huga brenndi brjóstsykurinn sem var í miklu uppá- haldi hjá okkur. Árin liðu og alltaf var jafn gott að koma til þín en svo kom sá tími að við fluttum báðir suð- ur með fjölskyldum okkar sem varð til þess að við höfðum ekki færi á að hitta þig eins oft og áður. Samt sem áður voru samverustundirnar alltaf jafn góðar og munu þær lifa í minn- ingunni. Að lokum eftir langan, þungan dag, er leið þín 511. Þú sest á stein við veginn, og horfir skyggnum augum yfir sviðið, eitt andartak. (Steinn Steinarr.) Amma, við þökkum þér allt það góða sem þú gafst okkur og kveðjum þig með söknuði. Otto Karl, Hlynur og fjölskyldur. Elsku amma. Nú ert þú farin. Þrátt fyrir að ég hef verið mér með- vitandi um að lífsdögum þínum yrði brátt lokið er erfitt að átta sig á því að þú ert ekki lengur hjá okkur. Eg veit að þú hefur það betra núna þar sem veikindi þín gerðu þér erfitt fyr- ir að undanförnu. Ég sakna þín mikið en ég veit að afi hefur tekið á móti þér. Þar sem ég hef búið í Svíþjóð í nokkur ár áttum við bara stuttar stundir saman síðustu árin þegar ég og fjölskyldan mín vorum í fríum heima. I minningu minni lifa þvi helst allar góðu stundirnar sem ég átti með þér á uppvaxtarárum mínum. Margar vísurnar og þulurnar kenndir þú mér. Ég man þegar við bökuðum saman, helst rúgkexið góða. Ég fékk að gera allt eins og þú. Eg var alltaf stolt þegar ég bauð upp á kökurnar. Alltaf varst þú með ein- hverja handavinnu í gangi og ég smitaðist af áhuga þínum. Þú hjálp- aðir mér að útbúa dúkkuföt og ég fmn alltaf fyrir nálægð þinni þegar ég sit með handavinnuna mína. Vandvirkni var þér eiginleg og ég hef aldrei skilið hvernig þú fórst að því að fá öll spor svo nákvæmlega jöfn, sama hvort það var prjón eða saum- ar. Allt lék í höndum þér. Oft sátum við og spjölluðum. Þú tengdir hið liðna nútíma mínum. Þú sagðir mér frá æskuárum þínum, frá lífinu og fólkinu á Næfranesi við Dýrafjörð. Saga Tuliniusarættarinnar var líka vnsælt umræðuefni hjá okkur. I sum- ar áttum við góðar spjallstundir. Ég hugsaði mikið um hve stóran þátt þú átt í mótun minni. Kristín litla, komdu hér meá kalda fíngur þína. Eg skal bráðum bjóða þér báða lófa mína. (Sveinbjöm Egilsson.) Þessa vísu kenndir þú mér snemma og er þetta mín uppáhalds vísa. Kannski vegna þess að hún seg- ir mikið um samband okkar? Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Ki-ist- ínarnafnið er líka okkar beggja þrátt fyrir að þú notaðir það ekki. Elsku amma. Ég ber þér bestu kveðjur frá manninum mínum, hon- um Ingva, og börnunum okkar, Ag- nesi Yolöndu, Önnu Nidiu og Otto Fernando. Takk fyrir allt. Þín Halla Kristín. Elsku amma, þú hefur nú fengið hvíldina sem þú beiðst svo lengi eftir, þín verður sárt saknað en þú lifir í góðri minningu hjá okkur sem eftir erum. Mikið fannst mér gott að koma til þín upp í Víðilundinn og fá mér sítrónute og spjalla. Það var margt rætt og oft hlógum við mikið, vænst þótti mér um þegar þú sagðir mér að ég væri besti vinur þinn en sárast var þegar þú gast ekki gert handavinn- una lengur út af veikindum þínum. Allt sem þú prjónaðir, heklaðir, saumaðir eða hvað sem þú tókst þér fyrir hendur var meistaraverk og allt gert af mikilli gleði og ánægju. Síðustu jól áttum við saman, ég náði í þig í Víðilundinn og áttum ég og stelpurnar mínar yndislegt kvöld með þér. Ég veit að þér líður vel núna umvafin kærleik og hlýju, hjá afa sem beið svo lengi eftir þér. Elsku amma, takk fyrir alla sam- veruna og að vera vinur minn, ég sakna þín sáran. Þótt ég komist ekki til þín veit ég að þú lítur inn til mín. Ef vér lifum, lifum vér drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eda deyjum, þá erum vér drottins. (Róm. 14.8.) Stórt knús Þórey Tulinius (Tóta). t Móðir okkar og tengdamóðir, HERDÍS SIGTRYGGSDÓTTIR, lést á sjúkrahúsinu á Húsavík fimmtudaginn 23. september sl. Jarðarförin fer fram frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 2. október kl. 14.00. Hreiðar Karlsson, Jónína Árný Hallgrímsdóttir, Helga Karlsdóttir, Þórir Páll Guðjónsson. t Þökkum sýnda samúð við fráfall og útför VALDIMARS BJARNASONAR frá Þórshöfn. Svava Davíðsdóttir, Þorbjörg, Hildur, Theódóra, Magnea, Rebekka, Þórhildur Bjarnadætur og fjölskyldur HALLA TULINIUS ATVINNUAUG LV 5INGA Akureyrarbær Síðuskóli á Akureyri Kennara vantar vegna forfalla. ,Vegna forfalla vantar íslenskukennara í fulla stöðu í unglingadeildirfá 15. nóvember næst- komandi. Æskilegt er að viðkomandi hafi kennaramenntun. Launakjör eru samkvæmt samningi Launa- nefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands íslands. Síðuskóli er heildstæður, einsetinn grunnskóli með 1.—10. bekk og er fjöldi nemenda nú 564. Upplýsingar veita Ólafur B. Thoroddsen skóla- stjóri eða SigríðurÁsa Harðardóttir, aðstoðar- skólastjóri í síma 462 2588 Umsóknum skal skilað í upplýsingaand- dyri í Geislagötu 9 á umsóknareyðublöd- A um sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 15. október. Sölumaður fasteigna Óskum eftir a& ráða sölumann á trausta fasteigna- sölu í Reykjavík. Góð vinnuaðstaða. Verður að hafa bíl til umráða og hafa reynslu af tölvunotkun. Reynsla æskileg, þó ekki skilyrði. Umsóknum sé skilað á auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudaginn 5. okt. n.k. merkt: "salal" Smiðir — verkamenn Okkur vantar smiði og verkamenn í ýmis verk- efni, bæði inni og úti. Vinnustaður er Borga- og Staðahverfi í Grafarvogi. -Hjpplýsingar í síma 861 6797 eða 892 3797. TSH byggingaverktakar. Blaðbera vantar í Ármúla, Reykjavík. Upplýsingar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. V^Lyf&heilsa Þurfum að bæta við okkur hressu og lífsglöðu starfsfólki í verslun okkar í Kringlunni. Ef þú hefur þekkingu, reynslu eða áhuga á snyrtivörum og heilsuvörum og einhverja reynslu af tölvuvinnslu hvetjum við þig að skila inn umsókn í verslun okkar: Lyf & heilsa, Kringlunni 1. hæð, 103 Reykjavík, fyrir 7. október nk. Rafvirkjar óskast Mikil og fjölbreytt vinna. Góð laun fyrir rétta menn. Allar upplýsingar gefa Guðmundur í síma 893 4023 og Ingólfur í síma 863 3416. Rafverkstæði I.B. ehf., Reykjanesbæ. Blaðbera vantar í Byggðahverfi, Hafnarfirði. T Upplýsingar í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa i Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. P E R L A N Starfsfólk óskast Starfsfólk óskast í uppvask og ræstingu. Bæði fullt starf og hlutastarf. Upplýsingar í síma 562 0200, Lilja Ólafsdóttir. Iðnaðarstörf Óskum að ráða strax trausta starfsmenn til starfa í plastiðnaði. Góð laun í boði. Upplýsingar í síma 698 6744 frá kl. 8—16. Byggðaverk ehf. Óskum eftir að ráða verkamenn og einnig vanan kranamann. Upplýsingar í síma 894 7081, Guðmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.