Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Samruni og stækkun fyrirtækja
kallar á stærri bankaeiningar
Gagnalausnir Símans
og Nýherji semja
Umboðssala
á gagna-
flutnings-
þjónustu
GAGNALAUSNIR Símans og
Nýherji skrifuðu nýverið undir
umboðssölusamning, sem felur í
sér að Nýherji annast sölu á
Frame Relay-tengingum við
ATM-net Landssímans. Með
samningum sem þessum vill
Landssíminn efla tengsl sín við
ráðgefandi fyrirtæki á sviði
gagnafjarskipta og leita hagræð-
ingar í sölu á Frame Relay-gagna-
flutningsþjónustu.
Gagnalausnir Símans tryggja
öryggi í umferðinni
Að halda utan um margvísleg
gögn og tryggja öryggi þeirra
verður sífellt mikilvægara í starf-
semi fyrirtækja. Umferð upplýs-
inga verður stöðugt hraðari með
fullkomnari gagnafjarskiptum og
því er nauðsynlegt að hafa
gagnaflæðið í traustum höndum, að
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu.
Gagnalausnir Símans sjá um
þróun og markaðssetningu lausna
á sviði gagnafjarskipta og veita
trausta þjónustu og ráðgjöf varð-
andi gagnaflutning og miðlun upp-
lýsinga um Intemetið. Meðal
þeirra lausna sem Gagnalausnir
Símans bjóða upp á eru fjölþjón-
ustutengingar í gegnum ATM-net
Landssímans sem bjóða upp á ör-
uggan flutning á öllum þekktum
fjarskiptamátum mynda, tals og
gagna.
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð-
herra segir að samruni IS og SIF
beini sjónum manna vafalítið að því
að bankaeiningar þurfi að stækka
svo þær geti þjónað íslenskum fyr-
irtækjum, því eftir því sem fyrir-
tækin verði stærri verði litlar
bankastofnanir í vaxandi erfiðleik-
um með að þjóna þeim vegna auk-
inna krafna um eiginfjárhlutfall
bankanna.
„Gerist ekkert í endurskipulagn-
ingu, hagræðingu og stækkun ein-
inga á íslenskum fjármagnsmarkaði
verða íslenskir bankar í vaxandi
erfiðleikum með að þjóna íslensk-
um fyrirtækjum. Markmiðið hlýtur
að vera það að bankarnir geti þjón-
að fyrirtækjunum á samkeppnis-
hæfu verði miðað við bankastofnan-
ir í löndunum I kringum okkur, en
við ætlum _að skapa fólki og fyrir-
tækjum á Islandi sambærileg skil-
yrði hvað þetta snertir," sagði
Finnur.
Halldór J. Ki-istjánsson, banka-
stjóri Landsbanka Islands, segir að
samruni og aukin umsvif fyrirtækja
sé eitt af því sem kalli á stækkun
bankaeininganna til þess að þær
geti verið í stakk búnar til að veita
fyrirtækjunum þá heildarfjáimála-
þjónustu sem þankarnir kjósa að
veita og fyrirtækin óska eftir. Hann
segir að sameining stærstu banka-
eininga hér á landi myndi leiða til
þess að hægt væri að veita þessa
þjónustu.
„Það er því ekki einungis af hag-
ræðingarástæðum sem skynsam-
legt er að sjá hér sameiningu stærri
bankaeininganna heldur líka vegna
þess að fjármálafyrirtæki þurfa að
fylgja eftir í stærð þegar fyrirtækin
eru að stækka með auknum umsvif-
um og samruna," sagði Halldór í
samtali við Morgunblaðið.
Verið að herða reglur um
stærð einstakra skuldbindinga
Hann benti á að verið væri að
herða þær almennu reglur sem
gilda um stærð einstakra skuld-
bindinga lánastofnana, en núna eru
þær reglur í gildi að fjármálastofn-
un má ekki veita lán til einstaks lög-
aðila fyrir hærri fjárhæð en sem
nemur 40% af eigin fé stofnunarinn-
ar.
„Stærstu fjármálastofnanimar
hér eru með eigið fé á bilinu 9 til 10
milljarðar króna, þannig að hámark
lánafyrirgreiðslu sem þær geta ver-
ið með til einstaks aðOa er á bilinu
3,5-4 milljarðar. Endanlega reglan
verður sú að þessi fjárhæð verði
25% af eigin fé. Þetta er að gerast í
áföngum. Um næstu áramót á þessi
tala að vera komin í 35%, í árslok
árið 2000 í 30% og í árslok 2001 í
25%. Þetta minnkar enn heildarlán-
veitingar sem hver einstakur banki
getur veitt til fyrirtækja, og ef við
reiknum með að eigið fé stærstu
lánastofnana hér á landi verði að
hámarki 12 milljarðar að öllu
óbreyttu árið 2001, þá er heddarum-
fang útlána tO einstaks fyrirtækis
komið niður í þrjá milljarða. Eftir
því sem fyrirtækin stækka hér á
landi er ljóst að lánsfjárþörf ein-
staks fyrirtækis getur verið aU-
miklu hærri en þessi fjárhæð, og
eftir því sem þessar reglur verða
hertar á næstu árum er það enn
brýnna að hér verði tO stærri ein-
ingar sem geti veitt stærstu fyrir-
tækjunum heildarþjónustu," sagði
Halldór.
Hann sagði að vissulega hefðu
stórfyrirtæki aðgang að fjármagni
með öðrum hætti en hjá lánastofn-
unu, t.d. með því að fara beint á
markað með skuldabréfaútboð.
Hins vegar væru það mörg fyrir-
tæki sem kjósa að heUdarfjármála-
þjónustan væri veitt af einum aðOa.
„Það hefur til dæmis verið mjög
ríkur þáttur í starfi Landsbankans
að við höfum viljað veita viðskipta-
vinum okkar heildarfjármálaþjón-
ustu, hvort sem það eru fyrirtæki
eða einstaklingar sem eiga í hlut.
Við teljum það tO mildls hagræðis
fyrir þá að vera í sterku sambandi
við einn banka sem getur þá tekið
fljótt á þeirra málum bæði þegar vel
gengur og eins þegar illa gengur.
Flest af okkar stærstu viðskiptafyr-
irtækjum hafa einnig lagt á þetta
mikla áherslu.“
Halldór sagði þessa þróun vera
mjög áberandi í Evrópu allri og
upptaka evrunnar hefði kallað á það
STJÓRN SH samþykkti á fundi sín-
um í gær að veita forstjóra félags-
ins heimild til að ganga frá samn-
ingum við Seandsea
AB um kaup á 20%
hlut í fyrirtækinu. I
tilkynningu til VÞI
um kaupin kemur
fram að með þeim
renni SH enn fleiri
stoðum undir hrá-
efnisöflun fyrir
markaðskerfi sitt
og öðlist tengsl við
mikilvæg útgerðarsvæði þar sem
íslensk fýrirtæki hafi hingað til
ekki náð umtalsverðum árangri.
FBA Ráðgjöf hf. hafði milligöngu
um þessi viðskipti.
Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor-
maður SH, sagði í samtali við
Morgunblaðið að kaup á hlutnum í
Scandsea AB þýddi það að SH
fengi aukið magn inn í sölukerfi fé-
lagsins og aukna breidd, en það
hefði sóst eftir því að ná meiri fiski
ofan úr Barentshafi og úr Kyrra-
hafinu, en Scandsea-samsteypan
hefur sérhæft sig í fjármögnun,
stjórnun og sölu frá skipum sem
stunda veiðar víða um heim, eink-
um í rússneskri efnahagslögsögu.
Eigin fiskiskip samsteypunnar eru
5, en skip samningsbundin henni
eru á þriðja tug. Samtals eiga um
40.000 tonn af fiski og fiskafurðum
uppruna í verkefnum Scandsea-
samsteypunnar, einkum bolfiskur.
Scandsea er sænskt fyrirtæki,
stofnað fyrir 10 árum og í tilkynn-
ingu SH kemur fram að stjórnend-
ur þess hafi áratuga reynslu af við-
skiptum við Rússland, en félagið
hóf starfsemi sína með kaupum og
að stórfyrirtækin í Evrópu gætu
verið með einn viðskiptabanka á
öllu evrusvæðinu.
„Upptaka evrunnar hefur líka
haft þau áhrif að stórfyrirtæki í
Evrópu hafa beint viðskiptum sín-
um meira til einstakra fjármála-
stofnana fyrir álfuna alla og það
hefur auðvitað kallað á þá stækkun
eininga sem við höfum séð eiga sér
stað í Evrópu. Þetta hefur ein-
kennst af því að allra stærstu ein-
ingarnar hafa verið að sameinast í
enn öflugri einingar. Þetta sjáum
við líka í Skandinavíu og sama
þróunin mun eiga sér stað hér á
landi. Hins vegar er það að sjálf-
sögðu aukin hagræðing og lækkun
rekstrarkostnaðar sem er megin
ávinningurinn af samruna og sú
bætta samkeppnisstaða og þjón-
usta sem af slíkri stækkun eininga
leiðir,“ sagði Halldór J. Kristjáns-
son.
sölu á hráefni þaðan. Síðan hefur
fyi-irtækið víkkað út starfsvið sitt
og hefur í tengslum við aðalstarf-
semi sína þróað
aðra þjónustu við
sjávarútveg, m.a. á
sviði olíudreifingar
á miðum. Höfuð-
stöðvar fyrirtækis-
ins eru í Helsing-
borg en það hefur
einnig starfsstöðv-
ar í Reykjavík,
Murmansk, Vladi-
vostok, Tallin, Klaipeda í Litháen,
Halifax og Seattle.
Stefnt að skráningu á VÞÍ
Sjófryst vara hefur á síðustu ár-
um orðið æ stærri hluti af afurðum
Scandsea-samsteypunnar. Til að
byggja upp þekkingu á sviði sjó-
frystingar gekk Scandsea árið
1997 til samstarfs við Fiskafurðir
hf. á Islandi, sem hefur m.a. sér-
hæft sig í verkefnastjórnun og
fjármögnun á veiðum og vinnslu
utan fslands. Saman stofnuðu
Scandsea og Fiskafurðir fyrirtæk-
ið Fiskafurðir - títgerð sem nú er
orðið hluti af Scandsea-samsteyp-
unni.
Reynsla Scandsea af samstarfinu
á íslandi varð til þess að stjórnend-
ur fyrirtækisins ákváðu að leita
eftir enn frekari samvinnu við ís-
lensk fyrirtæki. Þær umleitanir
leiddu til þess að SH hefur nú
ákveðið að gerast hluthafi í fyrir-
tækinu. Jafnframt er stefnt að því
að skrá Scandsea á Verðbréfaþingi
Islands, en að sögn Róberts Guð-
finnssonar eru engar tímasetning-
ar ákveðnar í því sambandi.
^Snertibanki
SPARISJOÐSINS
Snertibankinn er heiti á nýjum þjónustu- og upplýsingamiðli
sem SPRON og Sparisjóður Hafnarfjarðar hafa tekið í notkun.
Þar getur þú sinnt mörgu af því sem gjaldkerar og
þjónustufulltrúar gera í dag og framkvæmt aðgerðir með
því einu að snerta skjáinn þar sem við á.
Eg nota Snertibankann
-einfalt og engar biðraðir
í Snertibankanum getur þú:
• Verið í beinu tal- og myndsambandi
við þjónusturáðgjafa
• Greitt gíró- og greiðsluseðla
• Millifært
• Séð yfirlit og stöðu reikninga
• Fengið upplýsingar um gengi og
verðbréfaviðskipti
• Leitað í þjóðskrá
&
SPARISJÓÐUR REYKJA VÍKUR OB NÁERENNIS
sphs
SPARlSjÓÐUR
HAFNARFJARÐAR
FJÖLPOSTUR
99.500 heimili
10.500 fyrirtæki
| %agþ y \ Jp fe % - r« - ít \ í
<5<jV
PÓSTURINN
www.postur.is/fjolpostur
SH kaupir 20% hlut í
sænska fyrirtækinu
Scandsea AB