Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 1

Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 1
STOFNAÐ 1918 235. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjöldi særist í þjóðernis- átökum Kosovo. AP. FJORIR friðargæsluliðar á vegum NATO særðust í átökum við þús- undir Kosovo-Albana sem reyndu að bijdta sér leið inn í serbneskan hluta smábæjarins Kosovska- Mitrovica í Kosovo í gær. Brú skilur að bæjarhlutana og hefur íbúunum verið meinað að fara milli þeirra af dtta við átök milli þjdðernishdpa. Meira en 20 Kosovo-Aibanar særðust í átökun- um. Upphaf deirðanna má rekja til mdtmælaaðgerða Kosovo-Albana í gærmorgun vegna samgöngu- bannsins. Mikil reiði hefur ríkt meðai þeirra eftir að fjöldagrafir fdrnarlamba Serba fúndust í grennd bæjarins fyrir um mán- uði. Manníjöldinn kallaðist á við Serba sem stdðu hinum megin brúarinnar og hrdpuðu serbnesk vígorð. Friðargæsluliðar áttu fullt í fangi þegar æstur múgurinn gerði tilraunir til að ryðjast yfir brúna og þrátt fyrir að gaddavír hafi verið á henni og friðargæslu- liðar hafi hleypt af viðvörunar- skotum urðu átökin mjög hörð. Að síðustu var beitt táragasi til að dreifa mannfjöldanum. : Búist við Irene yfír Flórída í nótt Key West. Reuters. FELLIBYLURINN Irene olh miklu úrfelli víðast hvar á Flórída í gær en búist var við, að hann kæmi inn yfir landið í nótt. Fór hann yfir Kúbu í fyrrakvöld og olli þá dauða fjögurra manna. Vegir voru víða undir vatni syðst á Flórída og á eyjakeðjunni suður af skaganaum og var fólki á þeim slóðum skipað að yfirgefa heimili sín. Var mikið brim við ströndina og varnargarðar sums staðar að gefa sig. Ekki var þó mikið um annað tjón enda er vind- styrkurinn í bylnum ekki mjög mikill eða um 120 km á klukku- stund. 19 hús hrundu í Havana Hættuástandi var aflýst á Kúbu í gærmorgun en yfirvöld telja, að fjórir menn hafi látist af völdum veðursins. Urðu tveir iyrir raflosti en aðrir tveir drukknuðu. Fór byl- urinn yfir Havana, höfuðborgina, og olli þar miklu öngþveiti. Felldi hann hundruð trjáa og ljósastaura og olli flóðum í þeim borgarhlutum sem lægst liggja. Leiðtogafundur Evrópusambandins Sharif sakaður um að hafa ætlað að ráða Musharraf bana Hætt við að skapa sameiginlegan flóttamannasj óð Tampere. Reuters, AFP. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) ákváðu í gær að falla frá áformum um að skapa sameiginleg- an sjóð til að standa straum af mót- töku flóttamanna í aðildarríkjunum. Verður fremur leitast við að styðja ríki sem skyndilega þurfa að taka á móti miklum fjölda flóttamanna með framlögum af fjárlögum ESB. Petta kom fram í máli Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, á fundi með fréttamönnum í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins funda nú í finnsku borginni Tampere (Tammerfors) í því skyni að freista þess að móta sameiginlega stefnu í dómsmálum og málefnum innflytj- enda og flóttamanna og samræma aðgerðir í baráttunni gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi. Er markmið- ið að ná hliðstæðum árangri á þessu sviði og tekizt hefur með innri mark- aði Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem kallað er til sérstaks leiðtoga- fundar til að fjalla um þennan mála- flokk. „Markmiðið er skýrt, að viðhalda og auka frelsi þeirra [borgara ESB] með því að sjá til þess að hægt sé að njóta þess í öryggi og tryggu réttar- umhverfi," sagði Romano Prodi, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, í ávarpi sínu til þjóðar- og ríkis- stjómaleiðtoga ESB-landanna 15 við upphaf fundarins í gær. Aðildarríki ESB hafa skapað sam- eiginlegt efnahagssvæði innan sinna landamæra. Nú stefna þau að því að móta, fyrir árið 2004, sameiginlega stefnu í málefnum pólitískra flótta- Jacques Chirac, Frakklandsfor- seti, og Martti Ahtisaari, forseti Finnlands við upphaf fundarins. manna, innflytjenda og í dómsmál- um, í því skyni að geta betur varizt sókn ólöglegra innflytjenda inn í sambandið - án þess þó að rýra möguleika fólks, sem raunverulega þarf á hæli að halda, á að leita þess í Evrópu. Samkomulag um nýjar aðildarviðræður I kvöldverðarboði í gærkvöldi gerðu leiðtogarnir með sér sam- komulag til bráðabirgða um að bæta sex nýjum ríkjum í hóp þeirra ríkja sem nú eiga í viðræðum um aðild að ESB. Fyrr í vikunni mælti fram- kvæmdastjóm ESB með því að Lett- landi, Litháen, Slóvakíu, Rúmeníu, Búlgaríu og Möltu verði boðið til að- ildarviðræðna. Bandaríkj amenn boða hertar refsiaðgerðir Islamabad, London. AP, Rcutcr. BANDARIKJAMENN hafa lýst því yfir að þeir muni beita Pakistana refsiaðgerðum vegna valdaráns hersins þar á miðviku- dag. Ráðgjafar Clintons forseta leita nú leiða til að þrýsta á her- stjórnina að endurreisa lýðræði í landinu en þegar eru í gildi við- skiptaþvinganir gegn Pakistan vegna tilrauna stjórnvalda þar með kjamorkuvopn. Bandaríkjamenn hafa þó ekki farið fram á að Nawaz Sharif fái stöðu forsætisráðherra á ný. Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að styrkur sem Bandaríkjamenn höfðu ákveðið að veita Pakistönum til heilbrigðis- mála verði dreginn til baka. Styrk- fjárhæðin nemur 1,7 milijónum bandaríkjadollara, jafnvirði um 120 milljóna íslenskra króna. Her Pakistans hefur hafið rann- sókn á meintum tilraunum Nawaz Sharifs, hins brottvikna forsætis- ráðherra, um að ráða yfirmann hersins, Pervaiz Musharraf, af dögum eða reka hann í útlegð skömmu fyrir valdarán hersins á miðvikudag. Herinn heldur því fram að Sharif hafi komið í veg fyr- ir að flugvél þar sem Musharraf var farþegi hafi fengið að lenda í Pakistan og þannig stefnt lífi hans og annarra farþega í hættu. Atvik- ið átti sér stað á miðvikudag skömmu áður en valdaránið var framið. Sharif forsætisráðherra hafði fyrr um daginn rekið Mush- arraf úr embætti yfirmanns hers- ins en hann var þá staddur á Sri Lanka og á leið í flugvél aftur til Pakistans. Að sögn blaða í Pakist- an átti vélin aðeins eftir eldsneyti til að halda sér á lofti í 10 mínútur þegar hún fékk loks að lenda á flugvellinum í Karachi, í suður- hluta Pakistan. Þá höfðu yfirmenn hersins gripið í taumana og ákveð- ið að taka völdin af ríkisstjóminni. Þegar vélinni var meinað að lenda leitaði flugmaðurinn eftir ráðum Musharrafs, að sögn hers- höfðingjans sjálfs. Hershöfðinginn hafði þá samband við yfirmann hersins í Karachi og skömmu síðar var flugvöllurinn í Karachi her- numinn. Eitt dagblaða í Pakistan segir að lítill hópur hermanna hafí blekkt 300 manna lögreglulið sem statt var á flugvellinum til að af- henda vopn sín með því að segja að flugvöllurinn væri umkringdur. Herstjómin hefur tilkynnt að at- vikið verði rannsakað ofan í kjölinn og ákæmr hugsanlega gefnar út á hendur Sharif fyrmm forsætisráð- herra. Þingforseti bjartsýnn á endur- reisn lýðræðis Musharraf, sem leiðir uppreisn hersins í Pakistan, tiikynnti í gær að hann hefði tekið æðstu stjórn landsins í sínar hendur. Samtímis hóf hann að skipa herforingja í helstu valdastöður í landinu. I yfir- lýsingu snemma morguns í gær lýsti Musharraf yfir neyðarástandi og leysti upp þing landsins. Hermt er að þær aðgerðir hafi bundið enda á vonir manna um að takast mætti að snúa landinu fljótlega aftur til lýðræðislegra stjórnar- hátta. Sendiherra Bandaríkjanna í Pakistan átti í gær viðræður við Musharraf og sagði að þeim lokn- um að hershöfðinginn hefði ekki gefið neinar vísbendingar um að þess væri að vænta að lýðræði yrði endurreist í landinu. Hins vegar lýsti forseti hins uppleysta þings landsins, Illahi Soomro, því yfir að hann væri sannfærður um að takast myndi að koma lýðræði á að nýju. Soomro er staddur á ráð- stefnu samtaka þjóðþinga (IPU) sem nú stendur yfir í Berlín og við- urkenndi að hann hefði áhyggjur af ástandinu í landi sínu en ætlaði samt sem áður að snúa þangað aft- ur að lokinni ráðstefnunni. „Við er- um að halda inn í nýtt árþúsund og ég hélt að atburðir af þessu tagi væm ekki mögulegir nú á dögum, en mér skjátlaðist," sagði þingfor- setinn. Herstjórnin hefur ákveðið að frysta þankainnstæður háttsettra stjórnmálamanna í landinu vegna gruns um skattsvik. Talið er að þessar ráðstafanir séu hluti af áformum herstjórnarinnar að ráð- ast gegn spillingu í landinu. Bretar hafa á sama hátt ákveðið að frysta þróunaraðstoð til Pakist- an en hún nemur um 33 milljónum bandaríkjadala á ári, jafnvirði um 2,4 milljarða íslenskra króna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.