Morgunblaðið - 16.10.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.10.1999, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háþróaður körfubíil afhentur Slökkviliði Reykjavíkur Rjúpnaveiðin fer vel af stað Eykur öryggi og afköst NÝR körfubíll bættist í flota Slökkviliðs Reykjavíkur í gær, þegar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri afhenti Hrólfí Jónssyni slökkviliðsstjóra háþróaðan körfubíl, sem leysir af hólmi rúmlega þrítugan körfubíl í eigu slökkviliðsins. Nýi körfubíllinn er búinn 320 hestafla vél og getur karfa hans borið allt að íjóra slökkviliðs- menn í einu, en stigann á bfln- um er hægt að draga út um 32 metra. Að sögn Hrólfs Jónssonar er ljóst að með tilkomu nýja bflsins sé um mikla framför að ræða í starfí Slökkviliðs Reykjavíkur enda muni afköst og öryggi við eldvamastörf aukast til muna. „Bfllinn er allur tölvustýrður og er mjög fljótlegt að reisa stiga hans í hæstu stöðu. Auk þess sem hann er mjög öflugt björgunartæki er bfllinn búinn vatnslögnum þannig að einnig er unnt að nota hann til slökkvi- starfa,“ sagði Hrólfur. Bfllinn er hannaður sam- kvæmt ströngustu gæða- og ör- yggiskröfum og kostar um 35 milljónir króna að meðtalinni þjálfun starfsmanna, Morgunblaðið/Júlíus Opið hús verður hjá Slökkviliði Reykjavíkur á morgun milli kl. 14 og 17 og er þá bæði hægt að skoða nýja körfubflinn og annan búnað liðs- ins. Einnig verða veitingar í boði. Hóparnir náðu 3 til 124 rjúpum RJÚPNAVEIÐIN virðist fara vel af stað, að minnsta kosti norðanlands og austan, en fyrsti veiðidagurinn var í gær. Hópar sem Morgunblaðið hafði fréttir af í gærkvöldi fengu allt frá þremur og upp í 124 rjúpur. Þá bárust fréttir af þekktum rjúpna- skyttum sem fengu 50 til 70 rjúpur hver. Agætis veður var til rjúpnaveiða í gær, sums staðar var þó nokkuð hvasst þannig að rjúpan kúrði og flaug snöggt í burtu. Snjólétt er á helstu ijúpnaveiðisvæðum. „Veður er hagstætt mönnum en ekki rjúp- um,“ sagði heimildarmaður frétta- ritara Morgunblaðsins á Húsavík. Töluvert er um að skotveiðimenn af höfuðborgarsvæðinu hafí lagt land undir fót og láti til sín taka norðan- lands og austan og á Fljótsdalshér- aði voru fjórir Bretar sem komu gagngert til landsins til að veiða rjúpu. Meira af dósum en ijúpu Rjúpnaskyttur voru fengsælar sums staðar í Austur-Húnavatns- sýslu, samkvæmt upplýsingum fréttaritara. Fjórir menn skutu sam- tals 60 fugla í Sauðadalnum og tveir veiddu saman 40 rjúpur í Spákonu- felli. Mikil umferð var á Auðkúlu- heiði og þai- sást meira af tómum jógúrtdósum en rjúpu, að sögn heimildarmanns. Veiði var misjöfn í Suður-Þingeyj- arsýslu, allt frá þremur og upp í 124 j á bfl, eftir því sem fréttaritari komst j næst, en í hverjum bíl eru yfirleitt tveii- til fjórir veiðimenn. Einn af þekktain skotveiðimönnum, Jónas Hallgrímsson á Húsavík, veiddi 67 rjúpur í gær og var þó ekki að nema hluta dags. Fjórir Bretar fengu samtals 30 rjúpur á Hallormsstaðahálsi í gær en þeir komu gagngert til rjúpnaveiða. Voru þeir ánægðir með árangurinn að sögn Þórhalls Borgarssonar leið- sögumanns. Þórhallur vissi um þrjá j menn sem fengið höfðu samtals sex rjúpur og Seyðfírðing sem var einn á ferð og náði 56 fuglum. ---------------- Rigningin af hinu góða MIÐLUNARFORÐI lóna Lands- f virkjunar á hálendi íslands er nokk- uð minni en á sama tíma í fyrra, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upp- lýsingafulltrúa Landsvirkjunar, en þó er enn of snemmt að segja til um hvernig ástandið verður í vetur. Rigningar á hálendinu síðustu daga eru ekki enn farnar að skila sér í auknu rennsli en ef áfram heldur að rigna batnar staðan á | næstu dögum, segir Þorsteinn Þriðjungur berklaveikra hérlendis útlendingar Fjöldi 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Fjöldi berklatilfella á Islandi árin 1975 til 1998 94 48 47 46 47 I" I íslendingar m Útlendingar 26 27 32 28 !P® 'iBi B3j 20 18 16 1975-1977-1979-1981-1983-1985-1987-1989-1991-1993-1995-1997- ‘76 ‘78 ‘80 ‘82 ‘84 ‘86 ‘88 ‘90 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 BERKLATILFELLI hér á landi eru um 15 á ári og þar af hefur síð- ustu árin um þriðjungur tilfella ver- ið meðal þeirra sem eru nýfluttir til landsins, að sögn Þorsteins Blöndal, yfirlæknis á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. Þeir sem sækja um dvalar- eða atvinnuleyfi á Islandi verða að framvísa heilbrigðisvott- orði ef þeir koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins en ferðamenn geta hins vegar dvalið í þrjá mánuði án vottorðs. Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir á Heilsuvemd- arstöð, óttast ekki að lyfþolnir berklar nái að skjóta rótum. Varðandi berklaþáttinn í læknis- skoðuninni er gert svonefnt berkla- próf. Ekki er tekin lungnamynd nema hjá þeim sem era jákvæðir á prófinu. Þegar hætt var að berklaprófa skólaböm hér á landi 1995 var hálft til eitt prómill bama á aldrinum 7-16 ára jákvætt. Tveir milljarðar af sex milljörðum íbúa reynast jákvæðir á berldaprófi eða einn þriðji hluti mannkyns. Þorsteinn segir svipað hlutfall útlendinga sem koma til landsins hafa jákvætt próf. Þeir sem eru með útkomu í berklaprófinu fara í röntgenmyndatöku. Myndin leiðir í Ijós hvort um virka lungnaberkla er að ræða og sé svo eru gefin lyf og gerðar vissar ráðstafanir. Við eðli- lega mynd er gengið frá heilbrigðis- vottorði fyrir viðkomandi. Berklasjúkdómurinn hefur tvær myndir, annars vegar án einkenna og hefur slíkur einstaklingur tekið bakteríuna en enginn virkur sjúk- dómur er í gangi og hann er ekki smitandi. Hin myndin er hjá þeim sem hefur tekið bakteríuna og sjúk- dómurinn er virkur, til dæmis með hósta og slímuppgangi. Þeir sem era berklaveikir hósta og mynda með hóstanum fíngerða svifkjarna sem bakteríurnar svífa um í. Svif- kjamar geta haldist í loftinu jafnvel dögum saman og bakterían er harð- ger og getur lifað að minnsta kosti jafnlengi. Lyfþolnir berklar munu berast til landsins Þorsteinn segú- að tilfelli af lyf- þolnum berklum muni berast til Is- lands en hann telur ólíklegt að þeir nái að breiðast út. Berklatilfelli hér á landi era í kringum 15 á ári. Fyrir 10-20 árum var undantekning að út- lendingur væri í þessum hópi. Þor- steinn segir að nú sé þetta breytt og síðustu árin hafi um þriðjungur til- fellanna verið meðal nýrra Islend- inga. „Staða berklavama raskast ekki ef við vitum hvar áherslurnar eiga að liggja,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að Svíar, Norðmenn og fs- lendingar hafi tekið vel á þessum málum en Danir hafi á vissan hátt skellt skollaeyram við þessum vanda. Niðurstaðan er sú að berkla- tUfellum hefur fjölgað veralega í Danmörku á sama tíma og dregið hefur úr þeim í Svíþjóð, Noregi og á íslandi. En Danir hafa ekki lagt áherslu á að skoða innflytjendur. Skuldir þróunarrfkja A Island greiðir 200 milljónir ÁÆTLAÐ er að hlutur fslands í HlPC-átakinu sem felst í niðurfell- f ingu skulda fátækustu ríkja heims verði um það bil 200 milljónir kr. en ákveðið hefur verið að tillögu Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra að ísland taki beinan þátt í fjármögnun verkefnisins. Með yfirlýsingu íslendinga uin beina þátttöku er orðið ljóst að öll Norðurlöndin standa að átakinu. Kom þetta fram á fundi þróunar- málaráðherra Norðurlanda sem haldinn var á Hótel Sögu í fyrradag. í Ráðherrarnir vora einhuga i stuðningi sínum við átakið og fögn- uðu því að aðstoð við þróunarríki nyti meiri og vaxandi stuðnings. Að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu utanríkisráðuneytisins voru þeir bjartsýnir á að þjóðum heims tækist að fjármagna HlPC-verkefn- ið og lögðu í því sambandi áherslu á það fbrdæmi sem Norðurlöndin | gæfu með sinni þátttöku. Þau hafa öll afráðið að standa skil á sínum J hlut og vel það. Á fundinum kom einnig fram að Norðurlöndin ráðgera að auka fram- lög sín til þróunarmála á næstu ár- um, enda þótt þau hafi um árabil verið í farai'broddi á því sviði. Sérblöð í dag ÁLAUGARDÖGUM T 1h LlöDöii Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is _____c_____
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.