Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 4

Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 4
4 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Melaskóli er nú einsetinn eftir að viðbótarhúsnæði skólans hefur verið tekið í notkun Nýbygging reist í stað stækkunar NYBYGGING Melaskóla var formlega tekin í notkun í gær. Þar með er skólinn orðinn einsetinn, en í skólanum eru nú um 580 börn í 1. til 7. bekk. Ákveðið var í upphafí að hreyfa ekki við eldri húsbyggingu skólans og því stendur nýja bygg- ingin sér á skólalóðinni og tengist gamla húsinu með undirgangi. Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt nýja hússins, segir að gamli Melaskólinn sé ein merkileg- asta bygging síns tíma og því hafi ekki þótt rétt að hrófla við húsinu, heldur byggja nýtt á skólalóðinni. Ragna Ólafsdóttir skólastjóri segii’ að ákveðið óhagræði fylgi því aíð nýbyggingin standi sér, en ségir hana að öðru leyti vel hepþnaðal Hún segir einsetninguna breyta miklu og hafa jákvæð áhrif á skóla- starfið. Undirbúningur að byggingu skólans hófst um mitt árið 1997 og í fyrrahaust voru teknar í notkun fimm kennslustofur. Húsnæðið var síðan allt tekið í notkun í síðasta mánuði. I nýbyggingunni eru 12 heimastofur, raungreinastofa, tvær sérkennslustofur, aðstaða fyrir kennara og hópvinnu- og tóm- stundarými ásamt tengigangi við eldra húsið. Alls er húsið 1.470 fer- metrar og áætlaður kostnaður við bygginguna er um 230 milljónir. Mikil ögrun að hanna nýja húsið Farin var sú leið að reisa ný- byggingu á skólalóðinni í stað þess að stækka eldra húsnæði Melaskóla. Ögmundur Skarphéð- insson arkitekt sagði í samtali við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið í upphafi að fara þá leið til að hrófla ekki við stíl eldra húss- ins. Við hönnun hússins lá síðan til grundvallar virðing fyrir gamla húsinu en jafnframt var reynt að skapa byggingu sem gæti staðið fyrir sig sjálf. Hann segir að eldri bygging Melaskóla hafi löngum verið talin ein merkilegasta bygg- ing síns tíma og staðið sig vel sem skólahús. Það hafi verið vandað vel til þess í upphafi og svo virðist sem nemendur Melaskóla hafi tengst byggingunni sterkum hug- renningatengslum. Ögmundur segir að það verði spennandi að vita hver viðbrögðin verði gagn- vart nýja húsinu þegar fram líða stundir. Annar útgangspunktur í þessari hönnun, að sögn Ögmundar, var að hverfið er byggt á gömlu skipulagi frá þvi um 1940. Gamli Melaskólinn er bogadreginn og radíuspunktur hans er í miðju Hagatorginu. Nýja byggingin fylgir sömu skipulags- hugmynd og var í gangi fyrir tæp- lega 60 árum, sem er frekar óvana- legt í grónu hverfi. Ögmundur segir að því haft iylgt mikil ögnm að hanna þetta nýja hús. „Það seinasta sem við vifdum lenda f var'Áð hanna einhyers, kpn- ■" ar kópíu af 'gamla húsinu. Re.vnt var að láta. nýbygginguna hálda. sjálfstæði sínu gagnvart . .gamla húsinu en-samt sem áður’áS vh-ða það sem best þykir þar.“ Hann segir að skiptar skoðanir hafi verið um það hvort byggja ætti nýtt hús. Það sé hins vegar ánægjulegt að sjá hve íbúar í hverfinu hafi tekið þessum fram- kvæmdum vel. Fólki hafi í upphafi litist misjafnlega á að fá nýbygg- ingu inn í mitt hverfið, en viðbrögð íbúanna meðan á framkvæmdum stóð hafi verið ákveðin meðmæli með því að þetta hafi nú ekki verið röng ákvörðun í upphafi. „En hvort vel hafi til tekist kemur ekki í ljós fyrr en farið verður að nota húsið og eini raunhæfi mælikvarðinn er sá hvort þetta verður gott skólahús eða ekki. Það skiptir mestu máli,“ segir Ögmundur. Einsetning hefur jákvæð áhrif á skólastarfíð Ragna Ólafsdóttir skólastjóri segir að nemendum hafi heldur fækkað undanfarin ár þrátt fyrir að fæðingartölur í hverfinu hafi bent til að heldur ætti að fjölga. Hún segir að mörg forskólabörn séu jafnan í hverfinu, en þau skili sér ekki inn í Melaskólann. Marg- ir foreldrar ungra barna búa á stúdentagörðunum og flytja brott eftir að námi lýkur. Einnig virðist sem fólk byrji búskap í litlum íbúðum í hverfinu og fari síðan í stærri íbúðir í nýrri hverfum. Ragna telur að þetta sé hluti af skýringunni, en í dag er því til- tölulega rúmt um nemendur í skólanum. Eftir er þó að gera MANADARIiVIS Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Sfðumúla 7 • Sími 510 2500 Rrixm 2.720,- Loksins komin aftur Guð hins smáa kom út í fyrra og seldist upp á svipstundu. „Sagan er listavet samin ...þrungin spennu sem fyllir lesandann þvílíku óþoli að hann getur ekki hætt að lesa." Sigrfður Albertsdóttir, DV FORLAGIÐ Morgunblaðið/Golli Olafur Hérsisson, Anna Margrét Hauksdóttir og Ögmundur Skarphéðinsson sáu um hönnun á nýbyggingu Melaskólans. Morgunblaðið/Golli Ragna Ólafsdóttir skólastjóri heldur á lofti lyklunum að nýbyggingu Melaskóla sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti henni skömmu áður. Morgunblaðið/Ásdís Hjálmtýr Daregard og Tinna Ólafsdóttir eru nemendur í 5. bekk B í Melaskóla. Tinna hefur alltaf verið í Melaskóla og flutti í nýja stofu í haust. Henni líst vel á nýju stofuna og segir að þar sé gott pláss. Hjálrn- týr var í skóla í Svtþjóð í fyrravetur og segir nýju bygginguna vera flottari en skólinn sem hann kom úr, enda hafi hann verið miklu eldri. bréytingar ínnanhúss í eldri bygg- ingunni og fækka stofum. Veruleg fjölgun nemenda á næstu árum gæti því leitt til þess að skólinn lenti í húsnæðisvandræðum, segir Ragna. Við einsetninguna lengist skóla- dagur nemenda. Nú mæta nem- endur kl. 8.30 og eru búnir á milli hálftvö og tvö. Ragna segir að ein- setning breyti miklu fyrir skóla- starfíð. Það sé betra að byrja dag- inn á skipulagðri vinnu strax á morgnana og eiga þá frekar laus- an tíma seinni partinn. Það sé reyndar meira álag á morgnana en á móti komi að meira næði sé eftir skólatíma. í heildina séð er einsetningin því jákvæð að mati Rögnu. Hún segir að starfsfólki og nemendum líki vel við nýju bygg- inguna og að þar séu stórar og rúmgóðar stofur. „Ég heyri ekki annað hjá nemendum og kennur- um en að þetta sé allt mjög gott mál.“ Ragna segir að nokkurt óhag- ræði fylgi því skipulagslega fyrir skólastarfið að nýbyggingin standi sér. „Mér finnst svolítið löng leið þarna út og finn það í mínu eigin tilviki að ég hef minna af eldri krökkunum að segja en áður, því mín skrifstofa er hér í eldri bygg- ingunni. Þá er það sjálfgefið að maður er meira hér,“ segir Ragna. Hún segir þó að elstu bekkirnir, 10-12 ára börnin, fái svolítið meira pláss fyrir sig í nýja húsinu, því yngstu börnin verða í eldra hús- inu. Frímínúturnar eru líka tví- skiptar vegna fjöldans og vegna þess hve lóðin er lítil. „En ég er ánægð með bygging- una og finnst hún í raun og veru falleg. Nokkuð sérstök en falleg- Og miðað við aðstæður finnst mér hafa tekist vel til með hönnun á byggingunni," segir Ragna. Fjöldi málstofa á Hugvísindaþingi Háskóla íslands sem lýkur í dag Umræða um list- form smá- sögunnar HUGVÍSINDAÞINGI Hugvísinda- stofnunnar lýkur í dag, en á þinginu er efnt til fjölda málstofa og fyrir- lestra þar sem margvísleg málefni eru rædd. A dagskrá þingsins í gær var m.a. umræða um Vestur-íslendinga og íslenska menningu, farvegi nútíma- væðingar á Islandi og bændamenn- ingu nýaldar. A dagskrá þingsins í dag eru m.a.: KI. 9.30-11.00 listform smásög- unnar, heimspeki með bömum og sannleikur í fræðunum. Kl. 11.30- 13.00 erfðavísindi og mannskilning- ur, nútímaljóðlist; afdrif módem- ismans og hvað er nafnfræði? Kl. 14.00-15.30 verða fyrirlestrar um hugvísindi frá ólíkum sjónarhorn- um. Kl. 16.00-17.00 er á dagskrá málstofunnar virðing á þjóðveldis- öld, táknfræði og miðaldasaga og bókmenntir og þjóðemisstefna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.