Morgunblaðið - 16.10.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 16.10.1999, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirmyndin í íslenskri náttúru Morgunblaðið/Sverrir Dawid Schowalder hönnuður Nanoq. BANDARÍSKI arkitekt- inn Dawid Schowalder var fenginn til að hanna útivistarverslunina Na- noq. Schowalder leitaði út í islenska náttúru eftir hugmyndum að hönnun verslunarinnar. „Ég ferðaðist svolítið um Island fyrir um ári,“ segir Schowalder, sem starfar við Arrowstreet arkitektastofuna í Boston, en hann skoðaði sig m.a. um fyrir norðan og leit þar á nokkra veiðikofa. Það var í þeirri ferð sem hug- myndin að ánni sem rennur í gegnum búðina kviknaði. „Ég sá þar tvær ólíkar árgerðir. Tærar bergvatnsár og úfnar, mjólkurlit- ar jökulár. Það er fyrri árgerðin sem hlykkjast um verslunina," segir Schowalder. Áin sem rennur í gegnum versl- unina byggist á þeirri algengu hugmynd að láta beina línu leiða viðskiptavini í gegnum stærri verslanir. í þessu tiifelli hlykkjast linan þó um í formi íslenskrar bergvatnsár með grýtta bakka. Schowalder segir bláan lit lofts verslunarinar ekki síður eiga sér samstæðu í íslenskri náttúru en ána. Liturinn tákni einfaldlega himininn. „Mér finnst litur himins- ins á Islandi ólíkur þeim lit sem ég sé annars staðar. Þetta er kannski af því eyjan er svo norðarlega, en ég sá þennan bláa lit hér um bil alls staðar þar sem ég fór.“ Afslöppun hluti útiveru Þá á bókasafnið og arineldurinn sér einnig hliðstæðu í veiðikofun- um sem Schowalder sá á ferðum sínum. En að hans mati á að líta á undirbúning útiveru og afslöppun- ina á eftir sem hluta af útivistinni. Klifurveggurinn sem staðsettur er milli tveggja rúllustiga í Kr- inglunni er einnig hönnun Schowalders. Vegginn má nota til klifurs, enda beið fjöldi barna eft- ir að fá að prófa hann á opnunar- daginn. Schowalder segir hug- myndina að klifurveggnum einnig komna frá íslandi, en kveikjuna sé að finna í basaltklettamyndun- um. „Það átti að setja gosbrunn milli rúllustiganna, en forráða- mönnum Kringlunnar leist vel á hugmynd mina og því fær klifur- veggurinn að teygja sig upp að veitingastöðunum." Nanoq er fyrsta útivistarversl- unin sem Schowalder hannar. Enda segist hann yfirleitt taka að sér verkefni sem hann hafi ekki unnið við áður. Þannig vinni hann líka stöðugt að einhveiju nýju og nái að forðast endurtekningar. Schowalder viðurkennir þó að leitast jafnan við að flytja efni úr umhverfinu inn í hönnun sína. Hann segir þetta þó e.t.v. meira áberandi í tilfelli Nanoq en oft áð- ur. „Ef ég væri að hanna aðra tegund verslunar myndi ég leita að annars konar samsvörun." Lokafrágangur verslunarinnar hefur verið skemmtilegur að mati Schowalders sem segir iðnaðar- mennina hafa verið ánægða og brosandi þrátt fyrir langan vinnu- dag. Schowalder sjálfur segist ekki síður vera ánægður með end- anlegan frágang verslunarinnar. „Það ánægjulegasta er þó að sjá fólk ganga hér um með bros á vör. Það gengur inn í verslunina og andiit þess lýsist upp. Þetta minnir mig á jólin, nema nú er það ég sem er jólasveinninn." Jón Kjartansson bóndi á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal vill selja jörðina Blikur á lofti og útlitið dökkt „ÉG ER að kanna stöðuna og hvemig viðbrögðin verða,“ segir Jón Kjartansson, bóndi á Stóra- Kroppi í Reykholtsdal í Borgar- firði, en hann hefur auglýst jörð sína til sölu. „Mér finnst ýmsar blikur á lofti og útlitið dökkt auk þess sem ekkert bamanna er til- búið til að taka við búinu.“ Jón flutti alkominn að Stóra- Kroppi í sumar eftir að niðurstaða fékkst í deilunni um lagningu Borgarfjarðarbrautar og sagði hann að síðan hefðu forsendur breyst. „Þetta er svo sem ekki endanleg ákvörðun og kannski ekki endanlegt en við eram að kanna okkar stöðu,“ sagði hann. „Mér finnst ýmsar blikur á lofti og útlitið dökkt í þessum geira. Það sem hefur breyst á ársgrund- velli er að ekkert framboð er af greiðslumarki í mjólk. Mjólkurbú- in slást um allt sem er til sölu þannig að þeir sem eru að reyna að stækka við sig eiga enga mögu- leika á að kepppa við þau. Ég veit dæmi um jarðir sem hafa verið tO sölu á Suðurlandi, þar sem af- urðastöðvarnar hafa haft fram- kvæði að því að bjóða í kvótann. Það er því ekki einu sinni þannig að ef ungt fólk hefði áhuga á að kaupa kvótann þá er það ekki hægt vegna yfirboða á greiðslu- marki. Ég er svartsýnn á að það breytist á allra næstu misseram og mér sýnist að þær áætlanir, sem við höfðum um að byggja nýtt fjós og auka verulega við framleiðsluréttinn muni reynast erfiðar.“ Jón sagði að yrði jörðin seld þá myndi framleiðsluréttur og allt sem henni fylgdi fylgja með í kaupunum. Jón sagði að dedan um Borgar- fjarðarbraut hefði einnig sín áhrif. „Við höfum þurft að þola 01- vígar dedur í fímm ár og þó svo það mál hafi fengið farsælan endi þá tekur það sinn toll að berjast við stofnun eins og Vegagerðina áram saman um lífsviðurværi sitt,“ sagði hann. „Þá er það með okkur eins og marga aðra bændur að við höfum engan td að taka við af okkur.“ Sagði hann að ómál- efnaleg umræða um stöðu þeirra í sveitinni vegna lagningar Borgar- fjarðarbrautar hefði leitt td þess að bömin væra flutt úr landi. Jón sagði það alvarlegt ef ríkis- fyrirtæki kæmust upp með að eig- in frumkvæði að leggja veg sem gerði búskapinn ókleifan og erfið- an. „Sú innansveitarkrónika sem á eftir fylgdi gerði það að verkum að okkar börn urðu þessu ger- samlega fráhverf," sagði hann. „Ég vann lengi í Sviss og bömin okkar eiga sínar rætur þar þannig að þau ákváðu að flytja þangað al- farið. Þá spyr maður sjálfan sig að því á tímamótum í lífinu hvort rétt sé að ráðast í stórfellda upp- byggingu vitandi það að eftir 10 ár þegar yngri kynslóðin ætti að taka við þá er hún ekki fyrir hendi.“ Sigraði í vegamálinu „Ég er þeirrar skoðunar að Is- lendingar ættu að velta því fyrir sér í framtíðinni hvernig bregðast skuli við þegar framtíðarmenn kaupa eyðijörð eins og við og byggja hana upp og gera að stærsta búi sveitarfélagsins," sagði hann. „Það er alltaf þessi árátta í landanum að berja allt niður sem stendur upp úr meðal- mennskunni. Það virðist vera mjög ríkt í samfélögum eins og hér. Ég neita því ekki að ég vann stóran sigur í þessu vegamáli. Það hefur engum bónda á Islandi tek- ist hingað td að stöðva yfirgang Vegagerðarinnar. Mér finnst ég gjalda þess í vissum stofnunum í Reykjavík og að ákveðnir aðdar hafi ákveðið að leggja stein í götu mína. Þá veltir maður því fyrir sér hvort þetta sé þess virði. Mér finnst ég geta metið hvernig Is- lendingar standa að svona málum eftir 18 ára búsetu erlendis. Þetta er svona öfundarbrölt og annar- legar hvatir sem brjótast fram þegar einhver reynir að gera bet- ur. Það er staðreynd að búið á Stóra-Kroppi hefur verið nyt- hæsta búið í sveitarfélaginu. Við höfum fengið viðurkenningu fyrir afurðir og kynbætur. Allt svona virðist fara illa í vissa nágranna, sem reyna að koma höggi á mann með einhverjum hætti.“ Hreint land sérstaða Jón sagðist hafa verið þeirrar skoðunar þegar hann hóf búskap á Islandi að landið hefði sérstöðu. Það væri hreint land, landrými væri nóg, loftið tært auk annarra skilyrða sem aðrar þjóðir öfund- uðu okkur af í matvælafram- leiðslu. „Ég taldi alltaf að við hefðum öll ytri skdyrði td að gera vel en mér finnst að stjórnvöld og þá sérstaklega bændaforastan hafi sýnt fádæma skammsýni," sagði hann. „Bændaforastan á Is- landi er gersamlega bitlaus í sínu starfi og ég hef ekki orðið var við neina tilraun af hálfu þeirra sam- taka til þess að bæta bág kjör bænda. Þar er vissulega þörf á mikilli breytingu.“ Ramminn um blóm- legt félagsstarf Islendinga í Höfn Félagsstarfíð blómstrar í Jónshúsi eins og Sigrún Davíðsdóttir heyrði er hún ræddi við Jón Runólfsson, nýskipaðan umsjónarmann hússins. „ÞAÐ kom mér gleðdega á óvart að sjá hve það er mikið félagslíf hér í Jónshúsi," segir Jón Runólfsson, en hann tók við í haust sem umsjónarmaður Jónshúss á 0stervoldgade 12 í Kaupmannahöfn. Karl Sæmundsen kaup- maður gaf Alþingi húsið á sínum tíma og það er því Alþingi sem fer með stjórn þess. Jón segir það hlutverk sitt að hafa umsjón með eignum Alþingis og með fræðimannsí- búðinni í Sankti Pálsgötu, „og ég hef mikinn áhuga á að styðja við félagsstarfsemina í hús- inu og efla hana. Ef ég gæti stuðlað að meira lífi í húsinu væri það gott hlutverk." Félagsheimili íslendinga í Kaupmannahöfn Hér áður fyrr var reynt að reka Jónshús sem kaffi- og samkomuhús, þar sem seldar voru veitingar. Undanfarið hefur ekki verið grandvöllur til þess og um leið verið óljóst hvemig best væri að haga rekstri hússins. Á þessu umbrotaskeiði í sögu hússins spruttu auk þess upp háværar dedur, en nú er smám saman að komast ný mynd á rekstur hússins. Eins og er stefnir húsið í að vera það sem Jón kallar félagsheimili íslendinga í Kaup- mannahöfn „og það gegnir ekki síður mikil- vægu hlutverki en félagsheimdi í sveitarfélög- um á íslandi, góð félagsheimdi heima hýsa gjaman hvers konar menningarstarfsemi, bókasafn og jafnvel annars konar söfn eins og Jónshús," bendir hann á og segist þess full- viss að húsið sé meira notað en almennt gerist um félagsheimili í byggðum af sambærdegri stærð heima fyrir. Jón leggur jafnframt áherslu á að bæði hann og hússtjórnin séu op- in fyrir nýjum hugmyndum og hvetur því alla, sem luma á hugmyndum um starfsemi í hús- inu að hafa samband. Sjálfur hefur Jón lengi haft áhuga á húsinu. Hann lærði innanhúshönnun og byggingar- tækni í Danmörku á sínúm tíma, hefur búið þar tvívegis og þá komið að starfseminni í Jónshúsi. Hann hefur unnið ráðgjafarstörf á sínu sviði, einkum við hönnun og rekstur íþróttamannvirkja og var formaður íþrótta- bandalags Akraness, þar sem hann bjó. „Það var kominn tími tíl að breyta td,“ segir Jón um aðdraganda þess að hann sótti um húsið, „bömin farin að heiman og við hjónin gátum mjög vel hugsað okkur að búa aftur í Dan- mörku um hríð.“ Mikill áhuga á Jónshúsi „Það er athyglisvert hve margir sýna hús- inu áhuga,“ segir Jón og bætir því við að þó Jónshús. hann sé aðeins búinn að vera þar skamma hríð hafi hann þegar fundið þennan áhuga. Auk þess sem hússtjómin er áhugasöm um viðgang hússins segist Jón finna mikinn áhuga meðal íslendinga, ekki aðeins þeirra sem búsettir era í Höfn heldur einnig meðal landa sem eiga leið um. Eins og er er húsið opið á þriðjudögum kl. 16-20, á laugardögum kl. 15-18 og á sunnu- dögum kl. 15-17. Á laugardögum hafa menn meðal annars komið saman til að horfa á pnska fótboltann, en annars liggja íslensku blöðin frammi og hægt er að fá kaffi. Á fyrstu hæð hússins er samkomusalur með góðu eld- húsi, en þar er einnig lítið fundarherbergi og skrifstofa umsjónarmanns hússins. Á annarri hæð er bókasafnið, sem gegnir miklu hlutverki fyrir íslendinga búsetta í Höfn. Það er opið á þriðjudögum kl. 18-20 og á sunnudögum kl. 15-17. Jón minnir á að bókagjafir séu vel þegnar, svo þeir sem vdja losa sig við íslenskar bækur vita hvar þær koma að notum. Á þessari haeð er einnig skrifstofa Stúdentafélagsins og Islendingafé- lagsins. Á þriðju hæð era minningarstofur um Jón Sigurðsson og þær segist Jón hafa ánægju af að sýna. „Það hefur komið mér á óvart hve margir koma hér við td að skoða stofumar,“ bætir hann við. Þeir sem áhuga hafa á að koma utan opnunartíma geta haft samband við hann. Þar era líka skrifstofa safnaðarins og sr. Birgis Ásgeirssonar. Á fjórðu hæð er svo íbúð umsjónarmanns. Fræðimenn í fræði- mannsíbúðinni í Sankti Pálsgötu eiga mögu- leika á starfsaðstöðu í húsinu. Almennt segir Jón húsið vera í góðu ásigkomulagi. Sam- komusalurinn var málaður í sumar, gólfin slípuð og lökkuð og þar era komin ný, íslensk húsgögn. Þá standa fyrir dyram talsverðar viðhaldsaðgerðir utanhúss. Góður grundvöllur fyrir gott starf „Það er einmitt spennandi við Jónshús að húsið skuli vera í Höfn, því það eiga svo marg- ir Islendingar leið hér um,“ bendir Jón á. Fe- lögin í húsinu reyna af fremsta megni að fá listamenn og aðra sem eiga leið um borgina og hafa eitthvað fram að færa til að koma fram. „Og þá er kostur að hafa húsnæðið fyrir hendi því það er einmitt oft á því sem sam- komuhald meðal íslendinga annars staðar strandar,“ segir Jón. I húsinu starfar íslenskur skóli, kvennakór og kirkjukór æfa þar og halda uppi félags- starfsemi. Kvennakórinn og söfnuðurinn hafa skipst á að vera með kaffi á sunnudögum og það hefur verið vel sótt. Það er því engin deyfð yfir húsinu og mikill áhugi að nýta þetta góða hús til góðra starfa. Jónshús, 0stervoldgade 12, sími + 45 3313 79 97. Umsjónarmaður er við alla virka morgna nema mánudagsmorgna kl. 8-9 og á þriðjudögum kl. 16-20. Netfangið er: jons- hus@mail.tele.dk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.