Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 17

Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 17 Fólk •TRAUSTI Valdimarsson varði 1. október sl. doktorsritgerð sína: „Bone in Coeliac Disease" við há- skólann í Linköping í Sví- þjóð. Andmæl- andi var Pekka Collin, dósent við Háskólann í Tampere, Finn- landi. Ritgerðin greinir frá rann- sóknum á beingisnun (osteoporos- is) hjá sjúklingum með garnamein af völdum glútena (coeliac disea- se). Glúten er eggjahvítuefni í korntegundum, aðallega í hveiti, sem t.d. gefur brauðdeigi góða bökunareiginleika. Hjá sjúklingum með glútenóþol veldur glúten í fæðunni bólgu í slímhúð smáþarma og þarmatoturnar skaddast. Þannig verður truflun á eðlilegu frásogi á mörgum vítamínum og steinefnum, m.a. á kalki. Margs kyns einkenni geta skýrst af glút- enóþoli; langvarandi kviðverkir, niðurgangur, megrun, þreyta, slappleiki og jafnvel þunglyndi. Oft eru einkennin svo óljós að mörg ár líða áður en rétt sjúkdómsgreining fæst. Meðferðin felst í að sneiða hjá fæðu sem inniheldur glúten. Við það lagast bólgan í þarmaslím- húðinni og einkennin hverfa. Rannsóknir Trausta hafa sýnt að án meðferðar verður truflun á efnaskiptum kalks og hormóna- jafnvægi í blóði. Af 121 sjúklingi, sem voru 18-86 ára þegar sjúk- dómurinn greindist, höfðu 60 óeðlilega lága beinþéttni (bein- gisnun) fyrir meðferð. Jafnvel sjúklingar með væg einkenni frá meltingarfærum höfðu beingisnun. Þegar meðferð með fæðu án glút- ens var hafin jókst beinþéttnin fljótt og vel og varð eðlileg hjá flestum innan þriggja ára, jafnvel hjá sjúklingum sem voru eldri en 65 ára við sjúkdómsgreiningu. Rannsóknir á 76 sjúklingum með þekkt glútenóþol í 4-14 ár sýndu að þeir sjúklingar sem höfðu verið duglegir að forðast alla fæðu með glúteni voru með eðlilega bein- þéttni meðan þeir sem höfðu verið minna nákvæmir með fæðuvalið voru oftast með beingisnun. Þannig er mjög mikilvægt að allir sjúklingar með glútenóþol fái rétta sjúkdómsgreiningu og með- ferð, ekki aðeins til að bæta sjúk- dómseinkennin, heldur einnig til að minnka hættu á beinbrotum í framtíðinni. Og þegar sjúklingur greinist með beingisnun af óljós- um toga er mikilvægt að rannsaka hvort garnamein af völdum glút- ena geti verið orsökin. Trausti fæddist 1. nóvember 1957, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977, embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1984 og í lyflækningum og meltingarfæra- sjúkdómum í Linköping árið 1992. Hann hefur búið í Svíþjóð við nám og störf síðan 1986 en er nú ný- fluttur heim til Reykjavíkur. Eig- inkona Trausta er Herdís Guðjóns- dóttir, matvælafræðingur og starfsmaður hjá Islenskri erfða- greiningu og eiga þau þrjú börn, Guðjón Karl, Erlu Þórdísi og Árna Guðmund. Móðir Trausta var Erla Þórdís Jónsdóttir, kenn- ari (d. 1987). Faðir hans er Valdi- mar Ólafsson, fyrrverandi flugum- ferðarstjóri. GÓLFEFNABÚÐIN Mikið árval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri Pharmaco, Jóhann Ágúst Sigurðsson, forseti læknadeildar, Páll Skúiason, rektor Háskóla Isiands og Sigurbjörg Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Isaga, skrifa undir samkomulagið. HÁSKÓLI íslands, Pharmaco hf. og ísaga efh./AGA, hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að fyrirtækin fjármagni nýtt starf prófessors í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskólans næstu þrjú ár. Stefnt er að því að staðan tengist starfi forstöðulæknis á Staða prófessors fjár- mögnuð af fyrirtækjum Landspítalanum og er markmið- ið með starfinu að efla rann- sóknir og kennslu í svæfinga- og gjörgæslulækningum. En að mati samningsaðila er slíkt mik- ilvægt fyrir frekari þróun á sviði svæfínga- og gjörgæslu- lækninga sem stefnt er að að verði í hæsta gæðaflokki. Pharmaco og ísaga munu íjár- magna stöðu prófessorsins næstu þrjú árin, en að þeim tíma liðnum mun læknadeild taka á sig kostn- að vegna starfsins. Staða prófessors í svæfinga- og gjörgæslulækningum verður fljótlega auglýst laus til umsókn- ar. Senn gengur veturinn ígarð og þá þarf að hlífa gólfunum og verja gegn vætu. / verslunum okkar fínnurðu ettirtaldar vörur í únali GÚMMÍDREGLAR V ÍOO sm. breiðir V Góð gólfvörn GÚMMÍMOTTUR^ V Þykkar mottur V Notist utanhúss SLABB-MOTTUR V Vatnsgleypandi V Henta vel í anddyri V Feluiitir MOTTUR í IJRVALI V Failegar V Margar stærðir V Margar gerðir SLABB-DREGLAR v/ Fæst í metravís V Fyrir ganga og anddyri 4Stofuteppi 4 Gólfmálning 'ÍBorðstofuteppi 'JParket iDúkar ^eggiamálning _______ ^FIísar I -- --- - ; . SLITSTERKÍR W DREGLAR \ V Falicgir V 80 sm. br. V Fjölbreytt úrval r »\ .... KÓKOSDREGLAR V 80 og 120 sm. br. Allt verö mlðast rlð staðgrelðslu. _ SKIPADREGLAR PLASTDREGLAR V til hlífðar «sgÉ Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950 Grensásvegi 18 s: 581 2444

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.