Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 24
24 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Þjónustusamninfflir Islenskra getrauna og Islenskrar getspár í burðarliðnum
Franikvæindastjóri Is-
lenskra getrauna hættur
VIÐRÆÐUR stjóma íslenskra
getrauna og íslenskrar getspár,
þess efnis að þjónustusamningur
um að íslensk getspá sjái um rekst-
ur íslenskra getrauna, standa nú
yfir. Sigurður Baldursson, fram-
kvæmdastjóri íslenskra getrauna,
hefur nú látið af störfum og lýsti óá-
nægju með fyrirhugaðan þjónustu-
samning í samtali við Morgunblaðið.
„Ég tel þá hagræðingu sem hugsan-
lega skapast af samningnum ekki
áhættunnar virði.“ Haraldur Har-
aldsson hefur tímabundið tekið við
starfi framkvæmdastjóra, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Eggert Magnússon, stjómarfor-
maður íslenskrar getspár, segir
stefnt að undirritun þjónustusamn-
ings sem fyrst. Hann segir ekki um
ÞRJÚ íslensk fyrirtæki hljóta við-
urkenningu Tryggingamiðstöðv-
arinnar fyrir forvarnir árið 1999
og fór afhending þeirra fram í
fyrsta sinn á fímmtudag. Fyrir-
tækin sem um ræðir eru Slipp-
stöðin á Akureyri, Ömmubakstur
í Kópavogi og Pharmaco í Garða-
bæ. Viðurkenningarnar eru veitt-
ar fyrirtækjum sem þykja hafa
skarað fram úr á sviði forvarna og
öryggismála.
Að sögn Eyjólfs Gunnarssonar,
markaðsfulltrúa hjá Trygginga-
miðstöðinni, er ætlunin að veita
GEIR H. Haarde, fjánnálaráö-
herra, afhjúpaði í gær nýtt
merki Félags viðskiptafræðinga
og hagfræðinga, FVH. Merkið er
hannað af Hany Hadaya, graf-
ískum hönnuði hjá auglýsinga-
stofunni Yddu. Með nýju merki
vill stjóm félagsins endurspegla
nýjar áherslur og framtíðarsýn í
starfí Félags viðskiptafræðinga
við upphaf nýrrar aldar, að því
er fram kemur í tilkynningu frá
FVH.
Kristján Jóhannsson, formað-
ur FVH, kynnti í gær nýja aðild
formlega sameiningu fyrirtækjanna
að ræða, félögin verði áfram sjálf-
stæð en með einn framkvæmda-
stjóra, Bergsvein Sampsted, sem nú
er framkvæmdastjóri Islenskrar
getspár.
Framkvæði hjá ÍSÍ og UMFÍ
íslensk getspá er í eigu Iþrótta-
og Ólympíusambands íslands sem á
46,67% hlut, Öryrkjabandalagið á
40% og Ungmennafélag Islands
13,33%. Islenskar getraunir eru
sjálfseignarstofnun innan íþrótta-
hreyfingarinnar þar sem aðild eiga
ÍSÍ og UMFÍ eins og hjá íslenskri
getspá, auk Knattspyrnusambands
Islands, Iþróttabandalags Reykja-
víkur og Iþróttanefndar ríkisins.
Eggert segir áform um þjónustu-
verðlaunin á hverju ári og er það
von manna að þau verði fyrirtækj-
um hvatning til að leggja rækt við
málefni sem snúa að forvömum og
öryggi. Hann segir vátrygginga-
gjöld fyrirtækja taka mið af þeirri
áhættu sem til staðar er hverju
sinni og því hafí forvarnir áhrif á
iðgjaldagreiðslur. „Starfsmenn
Ti'yggingamiðstöðvarinnar eru í
nánum tengslum við viðskiptafyrir-
tæki og fylgjast reglubundið með
aðbúnaði og öryggismálum fyrir-
tækjanna. Tekið er tillit til fjöl-
margra þátta s.s. brunavarna, inn-
félagsins að Nordisk Civil-
okonomforbund, NCF, og þýð-
ingu þess fyrir viðskipta- og hag-
fræðinga á íslandi. NCF er sam-
starfsvettvangur fyrir systurfé-
lög FVH í Danmörku, Svíþjóð,
Noregi og Finnlandi. Markmið
NCF er að efla samstarf aðildar-
félaganna á sviði viðskipta- og
hagfræða á háskólastigi, rann-
sókna og þróunarstarfs ásamt
hagnýtingar þessara fræða í at-
vinnulífínu. Jafnframt er mikil
áhersla lögð á samstarf um end-
urmenntunarmál.
samning á milli íslenskrar getspár
og Islenskra getrauna að frum-
kvæði ÍSÍ og UMFÍ.
„Markmiðið er að sjálfsögðu að
spara í rekstri," segir Eggert. „Ætl-
unin er að hafa einn framkvæmda-
stjóra og færa starfsemi fyrirtækj-
anna undir sama þak. Þannig næst
veruleg hagkvæmni í rekstrinum.
Getrauna- og happdrættismarkað-
urinn er harður og þetta ætti að
koma báðum félögum vel.“ Eggert
segist ekki hafa orðið var við ólgu
innan íþróttahreyfingarinnar vegna
þessara áforma.
Hagræðing eina markmiðið
Stefán Konráðsson, stjórnarfor-
maður íslenskra getrauna, segir
verulegan sparnað skapast af vænt-
brotavama, vatnstjónavama, þjálf-
unar og aðbúnaðar starfsmanna,
þjófavama o.fl.“
Af þeim þremur fyrirtækjum
sem Tryggingamiðstöðin álítur
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn
hf. hefur keypt um 27% hlutafjár í
Softa ehf. á 22,5 milljónir króna.
Miðað við það er markaðsvirði fé-
lagsins rúmar 83 milljónir króna.
Hluturinn er keyptur af Birni
Inga Pálssyni, Guðmundi Þórðar-
syni, Baldri Baldurssyni og Verk-
fræðistofunni Afl og orka, auk
þess sem gefið var út nýtt hlutafé
í félaginu.
Við kaupin mun Islenski hug-
búnaðarsjóðurinn hf. verða jafn-
stór hluthafi og Hitaveita Suður-
nesja sem verið hefur stærsti hlut-
hafi félagsins um nokkurt skeið.
Softa ehf. hefur einkum beint
kröftum sínum að gerð sérhæfðs
hugbúnaðar á sviði viðhaldsstjórn-
unar fyrir stóriðjur, orkuver og
orkuveitur, DMM.
„Softa ehf. hóf almenna sölu á
hugbúnaðinum á innanlandsmark-
aði á síðasta ári og hefur náð mjög
góðum árangri. Mörg af helstu
stóriðju- og orkufyrirtækjum
anlegum þjónustusamningi á milli
félaganna. „Nú hefur verið sam-
þýkkt að ganga til viðræðna um að
Islensk getspá reki Islenskar get-
raunir samkvæmt þjónustusamn-
ingi. Við viljum ekki sameina fyrir-
tækin heldur er mai’kmiðið meiri
hagræðing varðandi starfsmanna-
hald, tölvuþróun og markaðsmál.“
Stefán segir enga breytingu
væntanlega. „Við erum á erfiðum
markaði og þurfum að leita allra
leiða til að hagræða í rekstrinum.
Veltan hefur minnkað frá blóma-
skeiði þessara fyrirtækja og mark-
miðið með þessu er að auka afkom-
una. Það verður engin breyting á
því hvert hagnaðurinn fer, hann
hefur alltaf farið að mestu leyti út í
hreyfinguna," segir Stefán.
hafa skarað fram úr á þessum
sviðum árið 1999, þá kemur það í
hlut Slippstöðvarinnar á Akureyri
að taka á móti „Varðberginu" sem
eru forvarnaverðlaun ársins.
landsins eru nú viðskiptavinir fé-
lagsins. Þá hefur hugbúnaðurinn
einnig vakið athygli sérfræðinga
erlendis,“ að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Áætlað að skila hagnaði í ár
Hjá Softa ehf. eru nú um 8
stöðugildi. Áætlað er að velta fé-
lagsins á þessu ári verði 40-50
milljónir króna og að reksturinn
skili hagnaði. Félagið hefur þróað
hugbúnaðinn í nánu samstarfi við
Hitaveitu Suðurnesja undanfarin
ár en nú mun áhersla vera lögð á
sölu og markaðssetningu auk þess
að þróa viðbætur við DMM og önn-
ur sérhæfð kerfi fyrir þennan
markað.
Að sögn Bjama Kristjánssonar,
framkvæmdastjóra Softa ehf., mun
íslenski hugbúnaðarsjóðurinn
styrkja félagið aðallega hvað varðar
markaðsþekkingu erlendis. Aftur á
móti hafi ekki vantað fé inn í Softa
heldur þekkingu og sambönd.
Lífeyrissj óður
verzlunar-
manna kaupir
4% í SH
LÍFEYRISSJÓÐUR verzlunar-
manna hefur keypt 4% hlut af
Hraðfrystihúsinu - Gunnvör hf. í
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri lífeyr-
issjóðsins, staðfesti þetta við
Fréttavef Morgunblaðsins í gær.
Hluturinn sem er 60 milljónir að
nafnverði var keyptur á genginu 4,7
eða á 282 milljónir króna.
Hraðfrystihúsið - Gunnvör til-
kynnti Verðbréfaþingi íslands um
söluna á SH-bréfunum á fimmtu-
dag. Þorgeir sagði að ástæða
kaupanna væri trú á að skipulags-
breytingar og kostnaðarniðurskurð-
ur muni skila félaginu ávinningi og
að félagið sé áhugaverður fjárfest-
ingarkostur.
„Það er þó ljóst að félagið hefur
fengið öflugan keppinaut við sam-
einingu SÍF og ÍS. Það mun herða
stjórnendur SH við árarnar en ekki
má gleyma því að SÍF og ÍS eiga
mikið stai’f fyrir höndum við að ná
hagræði og viðunandi íramlegðará-
hrifum úr sameiningunni," sagði
Þorgeir.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna á
nú 4,3% hlut í SH.
Gengi hlutabréfa í SH hækkuðu
um 3,2% á Verðbréfaþingi íslands í
gær en mjög lítil viðskipti voru að
baki hækkuninni. Gengi bréfa í
Hraðfrystihúsinu - Gunnvör hækk-
uðu einnig í gær, eða um 5,6%.
----------------
Samherji
kaupir eigin
bréf
SAMHERJI sendi í gær út tilkynn-
ingu til Verðbréfaþings Islands um
að félagið hefði fjárfest í eigin
hlutabréfum fyrir tæplega 42 millj-
ónir króna að nafnverði. í hálffimm
fréttum Búnaðarbankans í gær er
þess getið að út frá eiginfjárhlut-
falli Samherja, þá sé áhugavert að
velta fyrir sér ástæðu kaupanna.
Nefndai- eru tvær ástæður fyrir
fjárfestingu félagsins á eigin bréf-
um; í fyrsta lagi geti verið að félag-
ið sé að undirbúa sameiningu við
annað sjávarútvegsfyrirtæki sem
telja megi líklegustu skýringuna
þar sem mikil umræða hafi verið
um sameiningar í greininni að und-
anförnu. í öðru lagi geti verið að
stjórnendur Samherja telji að bréf
félagsins séu á undirverði og því
um góðan fjárfestingarkost að
ræða. Ljóst er að eiginfjárhlutfall
félagsins veikist við kaupin.
-------♦-♦-♦----
Nýr forstjóri
Osta- og
smjörsölunnar
MAGNÚS Ólafsson hefur verið ráð-
inn forstjóri Osta- og smjörsölunnar
sf. Núverandi forstjóri, Óskar H.
Gunnarsson, sem gegnt hefur starf-
inu um árabil, lætur af daglegri
stjóm fyrirtækisins hinn 4. mars ár-
ið 2000 þegar Magnús tekur við
starfi forstjóra á aðalfundi félags-
ins. Óskar mun sinna ýmsum sér-
verkefnum fyrir Osta- og smjörsöl-
una út árið 2000.
Magnús Ólafsson fæddist 6. mars
1944. Hann er mjólkurfræðingur að
mennt. Að loknu námi starfaði hann
hjá Mjólkursamlagi KEA á Akur-
eyri og síðan hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur. Eftir það starfaði
hann sem verkstjóri hjá Mjólkur-
samsölunni í Reykjavík þar til hann
tók við starfi framkvæmdastjóra
Emmessíss árið 1980.
Magnús er kvæntur Eddu Arna-
dóttur og eiga þau tvö uppkomin
börn.
Forvarnaverðlaun Tryggingamið-
stöðvarinnar veitt í fyrsta sinn
Þrjú fyrirtæki
skara fram ur
Morgunblaðið/Golli
Þrjú fyrirtæki hlutu viðurkenningu Tryggingamiðstöðvarinnar fyrir for-
vamir árið 1999. Frá vinstri Guðmundur Magnússon frá Pharmaco, Ingi
Bjömsson fulltrúi Slippstöðvarinnar, Haraldur Friðriksson frá Ömmu
bakstri og Gunnar Felixson, forsljóri Tryggingamiðstöðvarinnar.
Nýtt merki FVH
íslenski hugbúnaðarsjóðurinn kaupir
27% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Softa
Markaðsvirði
Softa rúmar
83 milljónir