Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 35
Ekki til bóta
að snýta sér
Reuters Health
OYGGJANDI merki þess að
maður er kominn með kvef
er stíflað nef og nefrennsli.
Þá er gott að grípa til
vasaklútsins og snýta
sér hraustlega. En nú
bendir ýmislegt til þess að
það sé ekki að öllu leyti hollt
að snýta sér því samkvæmt
nýrri rannsókn getur það valdið
því að bakteríur og veirur komast í
holrúmin eða sínusana í höfðinu.
Rannsóknin var kynnt nú í mánuðin-
um á ráðstefnu í San Francisco í
Bandaríkjunum en þar var fjallað
um lyf gegn örverum og krabba-
meini.
Segja rannsakendurnir að æski-
legt sé að fólk verði sér sem
fyrst úti um lyf til að minnka
slímframleiðslu í nefínu
það fær kvef. Með
geti það minnkað
líkurnar á því að
kvefið fari út í
sínusana.
Dr. Joseph 0.
Hendley, sem
starfar við Virg-
iniu-háskóla, og
samstarfsmenn
hans báru þrýst-
inginn í neflioli
fjögurra heil-
brigðra einstak-
linga í þann
mund sem
þeir snýttu
sér sam-
an við
þrýst-
inginn
sem mynd-
ast þegar
þeir hóstuðu
og hnerruðu.
Með því vildu þeir sjá
hvort þessar aðgerðir
þrýstu slími úr nefinu
og yfír í sínusana.
Þrýstingur í sínusun-
um þegar mennirnir
hnerruðu eða hóstuðu
mældist 6 til 8 mm Hg
en tífaldaðist þegar þeir
Morgunblaðið/Sverrir
Rannsakendurnir mæla frekar
með því að kvefað fólk noti
nefúða sem minnkar nefrennsli
en að það snýti sér.
snýttu sér og varð 70-80 mm Hg, að
því er Hendley segir.
Snýta sér 45 sinnum á dag
Rannsakendumir athuguðu einnig
vökva með svipað seigjustig og
nefslím og komust að raun um að
ólíklegt er að slím þrýstist yfír í
sínusana við þann þrýsting sem
verður við hósta og hnerra. Það
reyndist aftur á móti vel mögulegt
við þrýstinginn sem verður þegar
maður snýtir sér.
Rannsakendumir sprautuðu
einnig sértöku litarefni í nefkok tíu
heilbrigðra sjálfboðaliða, sem síðan
hóstuðu, hnermðu eða snýttu sér. Að
þvi loknu voru teknar sneiðmyndir af
þeim. Sínusar þeirra þriggja sem
hóstuðu vom litarefnislausir og það
sama mátti segja um þá þrjá sem
hnerruðu. Aftur á móti „fannst litar-
efni í sínusum allra þeirra fjögurra,
sem snýttu sér“, segir Hendley.
Aðferðir sem minnka slímfram-
leiðslu í nefinu meðan á kvefi stend-
ur „era æskilegar", er haft eftir
rannsakendunum, „ekki einvörðungu
til að draga úr einkennum kvefsins
heldur einnig vegna þess að þær
gætu komið í veg fyrir að kvefið
breiðist út og í sínusana."
Hendley og félagar hans benda á
að samkvæmt niðurstöðum annarrar
rannsóknar snýtir kvefaður maður
sér u.þ.b. 45 sinnum á dag fyrstu
þrjá dagana eftir að hann smitast.
Jarðarber
eru bæði
bragðgóð
og holl.
GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR
KETILL
MORKINNI 3 • SIMI 588 0640
Kanaríveisla
í haust
trá kr. 48.655
Heimsferðir selja nú síðustu sætin til Kanaríeyja
hinn 21. nóvember, en ferðin hinn 20. október er
uppseld. Kanaríeyjar era tvfmælalaust vinsælasti vetrar-
áfangastaður fslendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni
fyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðr-
ar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verð-
ur með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að
tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu.
Verð kr. 48.655
21. nóvember, m.v. hjón með 2 böm á
Tanife, 3 vikur.
Verð kr. 59*990
21. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife,
3 vikur
Brottför
20. okt. - uppselt
21. nóv. - 21 nótt
Gististaðir Heimsferða
• Roque Nublo
• Los Volcanes
• Paraiso Maspalomas
• Tanife
Austurstræti 17, 2. hæð,
sími 562 4600.
www.heimsferdir.is
Síðustu sætin
i haust
er sjálfið?
SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Sálarlíf
skýra sjálfsmynd, sbr. merkingin
á orðinu sjálf hér að ofan.
Annar starfsháttur er stjórn á
hvatalífinu, að vinna þannig úr
hinni frumstæðu orku að það sam-
rýmist siðaboðorðum samfélags-
ins. Temja verður geðshræringar
eins og reiði og ást og setja þær í
þann búning sem aðstæður á
hverjum stað og tíma viðurkenna
og leyfa.
Þriðji starfshátturinn er geð-
tengsl við annað fólk. Geðtengsl
þroskast smám saman, aðallega
fyrir samband barnsins við for-
eldra sína. I þessum samskiptum
þroskast tilfinningalíf barnsins og
það lærir að vera bæði gefandi og
þiggjandi í tilfiningalegum tengsl-
um við annað fólk.
Fjórði starfsháttur sjálfsins er
hugsun. I fyrstu er hugsunin órök-
ræn og tekur ekki tillit til hins ytri
veruleika. Þetta er hugsun þaðsins
sem stjómast eingöngu af frum-
stæðum hvötum. Með þroska
sjálfsins fer bamið að taka tillit til
hins hlutbundna veraleika og
hugsunin verður rökræn.
í fimmta lagi eru varnarhætt-
irnir sem eru til þess að hafa hem-
il á frumstæðum hvötum og
kenndum sem leita útrásar og
valda einstaklingnum kvíða. Al-
gengasti varnarhátturinn er bæl-
ing, sem þrýstir kenndinni niður í
dulvitundina, gleymir henni. Allir
beita vamarháttunum í meira eða
minna mæli, en ofnotkun þeirra
leiðir til innri spennu, sem fær út-
rás í einkennum hugsýkinnar.
Að lokum er samhæfingarstarf-
semi sjálfsins, sem eins og nafnið
gefur til kynna samræmir starfs-
hættina og er nokkurs konar
framkvæmdastjóri sjálfsins. St-
arfshættirnir vinna þá saman sem
ein heild og birtast í persónuleika
mannsins.
A meðan sjálfið er vanþroska og
hefur ekki náð að beisla hin fram-
stæðu öfl lýsir það í grófum drátt-
um sálarlífi ungra barna. Síðar á
ævinni getur þroskað sjálf hins
vegar brotnað niður. Það er eins
og virkjunin bresti og óbeisluð
náttúruöflin flæði fram á ný. Þetta
gerist í alvarlegri geðveiki (psy-
kosis), og starfshættir sjálfsins
taka aftur á sig þá mynd sem sjá
má hjá ungum börnum. Tengsl
sjúklingsins við veruleikann rofna,
hann gerir ekki lengur greinar-
mun á ímyndunum og veruleika,
sem kemur fram í ranghugmynd-
um og ofskynjunum. Sjálfsmynd
hans verður óljós. Hann missir
stjóm á hvötum sínum og löngun-
um. Geðtengsl við annað fólk
rofna, þannig að hann hverfur inn
í sjálfan sig. Hugsunin verður
órökræn og hættir að taka mið af
hinum ytri veraleika. Varnarhætt-
imir verða óvirkir.
Kenning sálkönnunar um kerfi
sálarlífsins er hugsmíð eða hug-
myndakerfi, byggt á athugunum
og reynslu Freuds og síðari tíma
sálkönnuða á fólki, ekki síst sjúk-
lingum í meðferð. Hún byggist
ekki nema að takmörkuðu leyti á
vísindalegum rannsóknum og til-
raunum. Sem kenning er hún
hvorki rétt eða röng, en hún gerir
þeim, sem styðjast við hana í
starfi sínu, kost á að skoða marg-
slunginn mannshugann í skiljan-
legu heildarsamhengi.
•Lesendur Morgunblaðsins geta
spurt sálfræðinginn um það sem
þeim liggur á hjarta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
milli klukkan 10 og 17 í sfma
5691100 og bréfum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Enn-
fremur símbréf merkt: Gylfi Ás-
mundsson, Fax: 5601720.
Heilræði viku 4/
Hvað er
Appelsínuhúð birtist sem margar litlar
dældir (húðinni, á lærum, upphandleggj-
um og maga, alveg óviðkomandi þyngdar-
ástandi eða aldri. Fíngerðir vefir liggja
á ysta fitulagi vöðvans og ef þeir hreinsa
sig ekki reglulega, safnast fyrir úrgangs-
efni sem harðna og mynda appelsínuhúð.
lil að losna við appelsínuhúð verður m.a.
að örva blóðrásina (leikfimi, burstar, krem
og olíur), drekka vatnslosandi te og
forðast mjög saltan og kryddaðan mat.
Leitið frekari ráða hjá lyfjafrœðingum okkar.
Lyf&heilsa