Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BREYTINGAR
í EVRÓPU
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra greindi frá því á
Alþingi í fyrradag að á vegum utanríkisráðuneytisins væri
nú verið að vinna að stöðuskýrslu um þróun samrunaferlisins í
Evrópu. Að sögn utanríkisráðherra er stefnt að því að skýrslan
verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs.
Evrópumál hafa ekki sett sterkan svip á stjórnmálaumræðuna
hér á landi síðustu misseri. Fyrir því eru ýmsar ástæður en ekki
síst sú staðreynd að engin knýjandi þörf hefur verið fyrir íslend-
inga að taka afstöðu til þess hvort aðild að Evrópusambandinu
hentaði hagsmunum okkar.
Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið náðu íslend-
ingar að tryggja mikilvægustu hagsmuni sína í samskiptum við
Evrópusambandið, þar á meðal óheftan aðgang sjávarafurða á
markaði í Evrópu. EES-samningurinn hefur raunar haft jákvæð
áhrif á langtum breiðara sviði. Á vettvangi menntamála, menn-
ingar og vísinda hefur Evrópusamstarfíð reynst Islendingum
farsælt. Þrátt fyrir að við höfum ítrekað orðið að taka upp nýja
löggjöf eða breyta ríkjandi lögum til að laga okkur að þróuninni í
Evrópu hefur það enn ekki leitt til alvarlegra pólitískra
árekstra. EES-ferlið hefur í stórum dráttum reynst vel.
Þróunin innan Evrópusambandsins heldur hins vegar stöðugt
áfram og því er nauðsynlegt að Islendingar fylgist vel með því
sem þar á sér stað og taki afstöðu til þess á hverjum tíma hvern-
ig hagsmunum þjóðarinnar er best borgið. Þar ber ekkert að úti-
loka en jafnframt ekki að ganga út frá því sem vísu að einhver
ákveðin þróun sé óumflýjanleg.
I grófum dráttum má segja að fernt muni á næstu árum hafa
rík áhrif á hagsmuni Islands gagnvart Evrópusambandinu.
Þar ber fyrst að nefna evruna, hinn sameiginlega gjaldmiðil
Evrópusambandsins, sem tekin var upp í byrjun þessa árs. Þótt
evran verði ekki að almennum greiðslumiðli í Evrópu fyrr en ár-
ið 2002 hefur hún nú þegar mikil áhrif á viðskipti í álfunni. Þau
áhrif endurspeglast hér á landi enda er vægi gjaldmiðla ESB í
íslensku gengiskörfunni um 60%. Ellefu ríki ESB hafa þegar
gerst aðilar að hinni sameiginlegu peningamálastefnu og búast
má við að fleiri fylgi í kjölfarið, en Bretar, Danir, Svíar og Grikk-
ir standa nú utan evru-samstarfsins. Nýlega greindi danski
Jafnaðarmannaflokkurinn frá því að hann hygðist berjast fyrir
upptöku evrunnar og harðar deilur eiga sér stað um málið í Sví-
þjóð og Bretlandi. Ekki er hægt að útiloka að innan fárra ára
hafí öll ríki ESB tekið upp evruna sem gjaldmiðil. Hinn sameig-
inlegi gjaldmiðill hefur vakið mikla umræðu hér á landi og færa
má rök fyrir því að ekkert annað mál sé jafnlíklegt til að breyta
afstöðu Islendinga til ESB-aðildar.
Breytingar á sviði varnarmála í Evrópu gætu hins vegar
einnig haft veruleg áhrif á íslendinga. Verði Vestur-Evrópusam-
bandið formlega innlimað í ESB og gert að eins konar Evrópu-
stoð NATO-samstarfsins vakna spurningar um stöðu NATO-
ríkja utan ESB á borð við ísland.
I þriðja lagi ber að nefna þá umfangsmiklu stækkun Evrópu-
sambandsins, sem nú stendur fyrir dyrum. Á síðasta ári var
ákveðið að hefja viðræður við sex ríki, Eistland, Tékkland, Pól-
land, Slóveníu, Ungverjaland og Kýpur. Fyrr í vikunni greindi
framkvæmdastjórn ESB frá því að hún hygðist mæla með því við
ráðherraráðið að viðræður yrðu teknar upp við sex ríki til við-
bótar, Lettland, Litháen, Búlgaríu, Rúmeníu, Slóvakíu og Möltu.
Enn er óljóst hver verða afdrif aðildarumsóknar Tyrkja en það
mun væntanlega skýrast á leiðtogafundi ESB í Finnlandi í des-
ember. Aðildarviðræður þessar munu taka mörg ár og leysa
verður úr flóknum vandamálum áður en af aðild flestra þessara
ríkja verður. Flest bendir hins vegar til að innan áratugar muni
aðildarríki ESB verða hátt í þrjátíu. Einu Vestur- og Mið-Evr-
ópuríkin sem ekki eiga nú þegar aðild eða steftia á aðild eru Is-
land, Noregur og Sviss og í síðastnefndu tveimur ríkjunum eiga
sér stað töluverðar umræður um þessi mál. Þetta hlýtur að vera
íslendingum umhugsunarefni.
Loks má nefna að töluverð breyting hefur átt sér stað á hinni
pólitísku umræðu innan Evrópusambandsins. Þær raddir heyr-
ast vart lengur að stefna beri að miðstýrðum Bandaríkjum Evr-
ópu líkt og mikið var til umræðu á síðasta áratug. Hin evrópska
umræða einkennist í auknum mæli af raunsæi og skilningi á því
að bandalag allt að 28 ríkja geti ekki byggst á einsleitni og mið-
stýringu heldur sveigjanleika og fjölbreytni.
f þeim málaflokki sem skiptir íslendinga mestu máli, sjávarút-
vegsmálum, hefur hins vegar engin breyting átt sér stað og hin
sameiginlega sjávarútvegsstefna er jafn óaðgengileg fyrir okkur
og hún var fyrir sjö árum er EES-málin voru til umræðu. Það
breytir hins vegar ekki því að við verðum að fylgjast grannt með
þróuninni í Evrópu. Stöðumatsskýrsla utanríkisráðuneytisins
getur orðið grunnur að upplýstum umræðum um framtíð Islands
í Evrópu við upphaf næstu aldar.
Vátryggingahópurinn Ibex
Motor Policies hjá Lloyd’s
hætti að tryggja bfla hér á
landi um síðustu mánaða-
mót og við hefur tekið nýr vátryggj-
endahópur, Octavian Motor Policies.
Tafir á frágangi á formsatriðum
varðandi skiptin ollu því að lokað var
íyrir sölu á bflatryggingum hjá FIB-
tryggingu í eina viku.
Halldór Sigurðsson, hjá Aiþjóð-
legri miðlun, sem rekur FÍB-trygg-
ingu, gefur þær skýringar á brott-
hvarfi Ibex að hópurinn ætli að ein-
beita sér að heimamarkaði. Hann
segir að tryggingar af þessu tagi
geti skipt um hendur með skömmum
fyrirvara. Gunnar Felixson, forstjóri
Tryggingamiðstöðvarinnar, setur
spumingamerki við ástæður sem
gefnar eru upp fyrir því að Ibex
hættir starfsemi hér á landi.
„Ibex tapaði miklum
fjármunum hér“
Gunnar segir að látið hafí verið að
því liggja að Ibex hætti á markaði
hérlendis af þeirri ástæðu einni að
hópurinn ætli að einbeita sér að
heimamarkaði. í ársskýrslu Ibex sl.
vor er því hins vegar lýst yfir að vá-
tryggjendahópurinn sé þvert á móti
að færa út kvíarnar erlendis. „Það
væri eðlilegt að spyrja hvers vegna
Ibex er að hætta hérlendis ef starf-
semi þeirra hefur skilað svo góðum
árangri hér. Þessir menn hafa aldrei
viðurkennt að það væri nokkuð að
afkomunni í greininni. Við höfum
linnulaust kvartað undanfarin tvö
eða þrjú ár undan henni. Auðvitað
liggur það fyrir að Ibex er að hætta
hér vegna þess að þeir hafa verið að
tapa miklu fjármagni. Er það trú-
verðugt að þeir hætti starfsemi hér
ef vel hefur gengið?“ segir Gunnar.
Hann segir að íslensku trygginga-
félögin hafi orðið fyrir gegndarlausri
tortryggni og ásökunum fyrir ið-
gjaldsákvarðanir sínar. Þau hafi ver-
ið borin röngum sökum. Nær væri
að beina sjónum að þeim erlendu að-
ilum sem koma inn á markaðinn í
þrjú ár, setji þessa mikilvægu trygg-
ingargrein í uppnám og hlaupist
undan merkjum þegar það henti
þeim. Tryggingamiðstöðin ætli hins
vegar að starfa áfram á íslenskum
markaði.
„Það er alveg Ijóst í mínum huga
að bflatryggingar eru reknar með
tapi. Ibex var að taka mun lægri ið-
gjöld en við. Hvernig fer það líka
saman að þeir séu ánægðir með af-
komuna en hætta engu að síður
starfseminni?“ segir Gunnar.
Ekki gott útlit fyrir 1998
Halldór Sigurðsson hjá Alþjóð-
legri miðlun, sem rekur FÍB-trygg-
ingu, segir að þegar Ibex hóf hér
starfsemi í september 1996 hefðu
þeir boðið iðgjöld sem þeir töldu að
dygðu. Um áramótin voru ekki
komnir nema um 900 bflar í trygg-
ingu og ekki hefði þurft nema eitt
stórt tjón til að þurrka út hagnað á
því ári. 1997 hefði ekki verið tap á
ökutækjatryggingum Ibex en um
1998 sé ekki hægt að fullyrða þar
sem ekki sé búið að gera árið upp.
Halldór segir hins vegar að útlitið sé
ekki gott fyrir það ár.
Halldór segir að við Ibex taki hóp-
ur vátryggjenda og Lloyd’s komi
fram fyrir hönd þeirra. „Það er
Lloyd’s sem er skráður hér sem vá-
tryggjandi og hefur alltaf verið frá
upphafi. Lloyd’s vildi koma fram fyr-
ir hönd einstakra vátryggjendahópa
þegar Ibex kom hér inn á markaðinn
1996 en andstaða hjá þáverandi Vá-
tryggingaeftirliti var gegn því,“ seg-
ir Halldór. Hann segir að Vátrygg-
ingaeftirlitið hafi fengið því fram-
gengt að það yrði Ibex Motor
Policies at Lloyd’s sem kæmi fram á
eigendaskiptablöðum og á skráning-
arskírteinum bfla en hvorki Lloyd’s
né FÍB-trygging.
„Nú hefur Lloyd’s farið formlega
fram á það að þeir séu skráðir aðilar
að Aiþjóðlegum bifreiðatryggingum
á íslandi eins og þeir eru skráðir
annars staðar á evrópska efnahags-
svæðinu að sambærilegum félögum
og Fjármálaeftirlitið hefur gefið út
þann úrskurð að þeim sé það heim-
ilt,“ segir Halldór.
Tafir á frágangi á formsatriðum
vegna brotthvarfs Ibex hópsins og
Octavian verður leiðandi
hðpur vátryggjenda
ökutækjatryggingar og hafa áhrif á
starfsemi félagsins og þær skuld-
bindingar sem á félagið kunna að
falla og upplýsa aðildarfélögin um
slíkt. Þess háttar upplýsingum hafí
verið komið á framfæri við alla vá-
ti-yggjendur sem eiga aðild að ABÍ.
„Við fengum sérfræðing til að skoða
hugsanleg áhrif breytinga á skaða-
bótalögum á greiðslu skaðabóta. Að
sjálfsögðu sendum við athugun
þessa sérfræðings til Ibex rétt eins
og til íslensku trygg-
ingafélaganna. Ef við
hefðum ekki gert það
hefðum við bersýni-
lega verið að mismuna
aðildarfélögum okkar,“
segir Sigmar.
Lloyd’s veitt
aðild að ABÍ
Sigmar segir að 30.
september sl. hafi ABÍ
fengið símbréf frá
Lloyd’s of London. Þar
var tilkynnt að Ibex
væri að hætta starf-
semi á sviði ökutækja-
trygginga á íslandi.
Jafnframt var því lýst
yfir að annar vátryggj-
andi innan Lloyd’s
hygðist koma inn á
markaðinn í stað Ibex
en þar sem ekki væri
ljóst hver sá vátryggj-
andi væri gæti Lloyd’s
ekki nefnt hann að svo
stöddu. Jafnframt
óskaði Lloyd’s eftir að-
ild að ABI og bað um
upplýsingar um slíka
aðild.
hálfu ABÍ var
málinu strax komið í
farveg. Fundur var
haldinn í stjórn ABÍ
þann sama dag og
bréfið barst. í bréfi til
Lloyd’s strax daginn
eftir voru umbeðnar upplýsingar
sendar," segir Sigmar.
Hann segir að Lloyd’s sé ekki vá-
tryggjandi heldur samtök vátryggj-
enda, eða svonefndra „syndicates",
eins og tekið væri fram í gögnum
Lloyd’s. Þar með bæri Lloyd’s ekki
ábyrgð á starfsemi einstakra vá-
tryggjenda. Þegar Ibex hóf starf-
semi hér á landi 1996 hefði öllum að-
ilum, jafnt Ibex sem Vátrygginga-
eftirhtinu, forvera núverandi fjár-
málaeftirlits, þótt það hinn eðlilegi
framgangsmáti að vátryggjandinn
sjálfur, þ.e.a.s. Ibex, en ekki samtök-
in Lloyd’s of London, yrði aðih að
ABÍ. Sigmar segir að ABÍ hafi ráðg-
ast við fjármálaeftirlitið um þetta
mál og hafi Lloyd’s verið greint frá
því. Fjármálaráðuneytið tók máhð
upp við bresk stjómvöld.
innkomu nýs vátryggjendahóps ollu
því að lokað var fyrir sölu á bfla-
tryggingum FÍB-tryggingar í eina
viku. Runólfur Olafsson, fram-
kvæmdastjóri FÍB, gagnrýnir fram-
göngu Alþjóðlegar bifreiðatrygging-
ar á íslandi, ABÍ, í þessu máli. Hann
bendir á að ABI sé vistað hjá sam-
keppnisaðilum FIB-tryggingar en
víðast hvar annars staðar séu sam-
bærileg félög vistuð hjá hálfopinber-
um stofnunum. Hann segir að í
stjóm ABÍ sitji for-
svarsmenn samkeppn-
isaðila FIB-trygging-
ar. Runólfur segir
jafnframt að Samband
íslenskra tryggingafé-
laga, SÍT, hafi leynt og
ljóst reynt að leggja
stein í götu fyrirtækis-
ins með því að taka að
sér upplýsingagjöf til
breskra vátryggjenda
um íslenska bifreiða-
tryggingamarkaðinn
og mála hann dekkri
htum en ástæða sé til.
Þetta hafi m.a. leitt til
þess að Ibex hafi
ákveðið að hætta starf-
semi hérlendis.
Hann segir að út frá
samkeppnislögum hafi
hvorki SÍT né ABÍ
með slíkar úttektir að
gera enda séu það fyr-
irtæki á samkeppnis-
markaði sem myndi
þessi samtök. Runólfur
segir að SIT hafi notað
ABI til þess að hafa
áhrif á aðila á sam-
keppnismarkaði. Það
hafí að sjálfsögðu tölu-
vert vægi þegar Al-
þjóðlegar bifreiða-
tryggingar á íslandi
sendi frá sér úttekt af
þessu tagi, „sem
reyndar varð síðar
gmndvöllur að því að íslensku
tryggingafélögin hækkuðu sín ið-
gjöld um 40-50% 1. júní sl. Þetta
leiddi einnig til þess, eftir því sem
við höfum fregnað, að Ibex ákvað að
hætta starfsemi hérlendis og ein-
beita sér að sínum heimamarkaði,“
segir Runólfur.
Hann segir að hækkun iðgjalda
hafi eðlilega valdið félaginu von-
brigðum en á móti komi að það hafi
reynt að bjóða hér upp á valkost þar
sem byðust ódýrari tryggingar. „Við
vitum að samstarfsfélag FIB er enn
sem iyrr að bjóða upp á langódýr-
ustu bflatryggingamar á markaðn-
um. Segja má að það hafi tekist
þrátt fyrir ótrúleg bolabrögð sam-
keppnisaðila á markaði og samtaka
þeima til þess að reyna að brjóta
þessa samkeppni á bak aftur. Þessi
saga öll hefur styrkt þær fullyrðing-
ar sem hafa komið fram nýverið í
ummælum forsætisráðhema og í
leiðara Morgunblaðsins um þann fá-
keppnismarkað sem hér er og hve
htla möguleika íslenskir neytendur
eiga til þess að ná hagstæðasta vöm-
verði á hverjum tíma. Það er því
mikill sigur fyrir félagið í viðleitni
sinni við að halda niðri vátrygginga-
verði hér á landi að búið er að ná
samningum við Lloyd’s um vátrygg-
ingar félagsmanna," segir Runólfur.
Sams konar skipan
ABÍ og erlendis
Sigmar Armannssonj fram-
kvæmdastjóri SÍT og ABI, segir að
samkvæmt lögum sem gilda alstaðar
á Evrópska efnahagssvæðinu er vá-
tryggjendum á sviði lögmæltra öku-
tækjatrygginga skylt, hvort sem
þeim líkar það betur eða vem, að
eiga aðild að sambærilegum samtök-
um og ABÍ. Hlutverk þeirra er að
bera ábyrgð á akstri íslenskra öku-
tækja erlendis, gera upp tjón sem
erlend ökutæki valda hérlendis og
að gera upp tjón sem óþekkt og óvá-
tryggð ökutæki valda hér í umferð-
inni. Hann segir að íslensku vá-
tryggingafélögin hafi enga hags-
muni af því að halda erlendum vá-
tryggjanda á íslenskum markaði ut-
an við ABÍ.
Sigmar segir að stjómir sams
konar samtaka erlendis, t.d. á öllum
Norðurlöndunum, séu skipaðar full-
trúum bifreiðatryggingafélaga eins
og hátti til hér á landi. Jafnframt
falli það undir verksvið ABÍ að halda
utan um lög og reglur sem varða
Ibex hefur hætt tryggingastarfsemi
hérlendis og í þess stað verður Qctavian
leiðandi hópur í bílatryggingum Alþjóðlegr-
------------------------ j---------------
ar miðlunar, sem rekur FIB-tryggingu.
Guðjón Guðmundsson rekur aðdrag-
andann að þessu máli.
Svæðisframkvæmdastjóri alþjóðadeildar Lloyd’s
Ibex kýs ekki að
starfa á Islandi
JAMES Walmsley, svæðisfram-
kvæmdasljóri hjá alþjóðadeild
Lloyd’s Insurance í London, segir
að Lloyd’s hafi haft heimild til vá-
tryggingastarfsemi hér á landi síð-
an 1996, m.ö.o. verið skráður vá-
tryggjandi hér á landi. Ökutækja-
tryggingar Lloyd’s á Islandi hafi
hins vegar verið í nafni Ibex Motor
Policies innan Lloyd’s.
j,Ibex kýs ekki lengur að starfa
á Islandi og annar vátryggjenda-
hópur mun taka við af honum. Við
erum í raun að taka til í stjórnun-
arlegum skilningi með því að því
gera Lloyd’s aðila að Alþjóðlegum
bifreiðatryggingum á Islandi í
stað Ibex. Það hefur í för með sér
að í framtíðinni geta aðrir vá-
tryggjendahópar innan Lloyd’s
bæst í hópinn,“ segir Walmsley.
Walmsley segir að ökutækja-
tryggingar Alþjóðlegrar miðlunar
verði í nafni Octavian vátryggj-
endahópsins hjá Lloyd’s. Hann seg-
ir að þessi háttur sé jafnan hafður
á hjá Lloyd’s. Tryggingasamning-
ar séu ekki gerðir í nafni Lloyd’s.
Walmsley segir að Lloyd’s sé ekki
kunnugt um að fleiri vátryggj-
endahópar hafi lýst yfir áhuga á
því að slást í hópinn með Octavian.
Það sé þó ekki útilokað að það ger-
ist í framtiðinni og þegar og ef það
gerist myndi Lloyd’s upplýsa Fjár-
málacftirlitið á íslandi um það.
Walmsley kvaðst ekki geta upplýst
hvaða ástæður lægju að baki því að
Ibex hættir starfsemi hérlendis.
Hann gfæti heldur ekki tjáð sig um
hvaða augum vátryggjendahópar
innan Lloyd’s litu markað á Islandi
fyrir ökutækjatryggingar.
„Við hjá alþjóðadeild Lloyd’s
sinnum einkum málarekstri sem
lýtur að reglugerðum til að
tryggja að vátryggjendahópar
hafi heimild til að reka sína starf-
semi. Við gerum ekki athuganir á
arðsemi starfseminnar," segir
Walmsley.
Hann sagði að Lloyd’s hefði átt
samskipti við Fjármálaeftirlitið á
Islandi og Alþjóðlegar bifreiða-
tryggingar á Islandi í tengslum við
þetta mál. „Það hefur reynst dálít-
ið erfitt að útskýra nákvæmlega
fyrir málsaðilum ferli málsins en
það hafa þó ekki risið upp af því
mikil vandamál. Þetta er það sem
gerist oft hjá Lloyd’s um allan
heim þegar einn vátryggjendahóp-
ur tekur við af öðrum,“ segir
Walmsley.
Aðspurður hvers vegna íslensk-
um stjórnvöldum hefði verið til-
kynnt að vátryggjendahópurinn
DP Mann tæki við af Ibex hérlend-
is segir Walmsley að augsýnilega
hafi sú staða komið upp, að þegar
fregnir bárust af því að Ibex
hygðist hætta starfseminni, hefðu
aðrir vátryggjendahópar leitað
hófanna á markaði Lloyd’s. DP
Mann hefði sýnt málinu áhuga en
síðan dregið sig í hlé. Fjölmargar
ástæður gætu Iegið að baki
ákvörðun DP Mann.
Sigmar segir að þrátt fyrir að um-
beðin gögn hafi ekki borist fjármála-
eftirlitinu frá Bretlandi hafi ABÍ í
samráði við Fjármálaeftirlitið 6.
október sl. enn tekið upp aðildarmál
Lloyd’s. Ákveðið var á fundi stjórnar
ABI daginn eftir að veita Lloyd’s að-
ild til bráðabirgða og var hún háð
því að kröfum stjórnvalda og form-
skilyrðum íslenskra laga væri full-
nægt en fyrir lá að þau atriði væru
enn ekki frágengin. Jafnframt hafi
Lloyd’s verið beðið um að gefa út yf-
irlýsingu um ábyrgð sína eða hlutað-
eigandi vátiyggjenda á skuldbind-
ingum sínum hér gagnvart ABI.
Gefinn var vikufrestur til þessa. Með
bréfi Lloyd’s 12. október sl. greinir
Lloyd’s frá því að fyrir liggi hvaða
vátryggjandi taki við af Ibex, þ.e.a.s.
Octavian Motor Policies at Lloyd’s.
„Þetta kom öllum mjög á óvart því
fulltrúar Alþjóðlegrar miðlunar höfðu
áður gefíð út þá yfírlýsingu að við
Ibex tæki DP Mann. Lloyd’s bauðst
jafnframt til að gefa út ábyrgðaryfir-
lýsingu vegna þessarar starfsemi þar
tfl línur skýrðust í þessu efni milli
Lloyd’s of London og Octavian Motor
Policies. Síðastliðinn miðvikudag kom
stjóm ABÍ saman og samþykkti þá
lausn sem Lloyd’s stakk upp á. Með
bréfi frá ABÍ til Lloyd’s hefur þetta
íyrirkomulag verið formlega stað-
fest,“ segir Sigmar.
Halldór Sigurðsson hjá Alþjóð-
legri miðlun segir að skýringuna á
því að DP Mann hafi verið nefndur
til sögunnar felast í eðli Lloyd’s
tryggingamarkaðarins. Þessi skipan
hafi þó ekki verið tilkynnt Fjármála-
eftirlitinu. „Það sem er undir
Lloyd’s er afar hreyfanlegt. Þótt DP
Mann hafi ætlað að taka þátt í þessu
fyrir þremur vikum þá hefur það
breyst á þann veg að þeir hafa hætt
við og aðrir tekið við í staðinn. Það
er því ekki að ástæðulausu að
Lloyd’s vill vera í forsvari fyrir
þessa hópa. Ég held ég hafi aðspurð-
ur látið það út úr mér að DP Mann
væri líklegur til að vera með sem
leiðandi „syndicate" en þeir eru nú
hættir við það,“ segir HaÍldór.
Hann segir að það hafi verið ljóst
iyrir þremur vikum að DP Mann
yrði ekki með en Lloyd’s, sem sæk-
ist eftir aðild að Alþjóðlegum bif-
reiðatryggingum, hafi tilkynnt ABI
sl. þriðjudag að leiðandi vátrygg-
ingahópur yrði Octavian.
Sigmar Armannsson segir að ABÍ
hafi lagt sig í framkróka við að leysa
þetta mál með Fjármálaeftirlitinu.
„Lloyd’s hefur beinlínis þakkað þátt
okkar í málinu og ég kannast hvorki
við óánægju þaðan né heldur frá
Ibex. Það er ekki við okkur að
sakast ef í ljós kemur að þeir aðilar
sem hafa átt að ganga frá lögform-
legum kröfum hafa ekki gert það eða
ekki með þeim hætti sem íslenskum
stjómvöldum er þóknanlegt. Það er
ekki heldur við okkar að sakast hafi
aðilar þjófstartað og fengið bágt fyr-
ir það hjá íslenskum stjómvöldum,"
segir Sigmar.
Innra skipulag Lloyd’s
óskýrt í hugum íslendinga
Helgi Þórsson, hjá Fjármálaeftir-
litinu, segir að eftirlitið geri engar
athugasemdir við þátt ABÍ í þessu
máli. Hann segir að í meginatriðum
hafi málið gengið eðlilega íyrir sig.
Þó hafi verið mikill flýtir viðhafður í
málinu öllu sem geri það dálítið sér-
stakt.
„Það fylgir því óvissa að innra
skipulag Lloyd’s er ekki sérstaklega
skýrt í huga íslendinga. Annars veg-
ar þurfti að breyta tilkynningum frá
1996 og þær em á leiðinni og hins
vegar þarf að kljást við spumingar
um hver geti skuldbundið hvem.
Beðið var um skýringar á þessu og
þær em einnig á leiðinni að því ég
best fæ séð,“ segir Helgi.
Helgi segir algengara hjá Lloyd’s
en öðmm að stuðst sé við svokallaða
samtryggingu sem virkar þannig að
vátryggjendur dreifa á sig áhætt-
unni í ákveðnum hlutfollum. Ibex
hafi á hinn bóginn einn staðið að
sinni ábyrgð. „Það sem skiptir
mestu máli í þessu tilviki er að
Lloyd’s tekur að sér að vera í fyrir-
svari fyrir þessa vátryggjendur,
hverjir sem þeir eru, varðandi aðild-
ina að Alþjóðlegum bifreiðatrygg-
ingum á íslandi," segir Helgi.
Munur milli
hverfa í vímu-
efnaneyslu
HVERFASKIPTING áfeng-
is- og vímuefnaneyslu hef-
ur undanfarið verið kynnt
fyrir fulltrúum skóla og
tómstundastarfs í Reykjavik. Niður-
stöður benda til að meiri sveiflur séu í
neyslu milli ára en byggðahverfa.
Rannsóknin Þróun vímuefnaneyslu
íslenskra unglinga var kynnt fyiT í
sumar. Hún var unnin af félagsfræð-
ingunum Ingu Dóra Sigfúsdóttur og
Þóroddi Bjamasyni og er hluti af evr-
ópskri könnun (ESPAD) sem fram-
kvæmd er í 30 löndum og nær til
15-16 ára barna. Á íslandi var það
Áfengis- og vímuvamarráð sem stóð
að rannsókninni. Samstarfsnefnd
Reykjavíkurborgar um afbrota- og
fíkniefnavarnir (SAF) og ýmis sveit-
arfélög hafa í framhaldi látið kanna
áfengis- og vímuefnaneyslu á sínu
svæði.
Náin tengsl við landsmeðaltal
Rannsóknarmiðstöðin Rannsóknir
og greining, sem Inga Dóra starfar
hjá, hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir
skólastjómm, námsráðgjöfum, full-
trúum félagsþjónustunnar, fuUtrúum
ÍTR og fulltrúum foreldra í Reykja-
vík. Er borginni þar skipt upp í fjögur
svæði, vesturbæ/miðbæ, austurbæ,
Breiðholt/Árbæ og Grafarvog.
Niðurstöðumar sýna að ekki em
miklar breytingar á áfengis- og vímu-
efnaneyslu unglinga milli hverfa og að
náin tengsl em við landsmeðaltal.
„Það er sama á hvaða vímuefni við h't-
um, áfengi, reykingar eða sterkari
efni, neyslan virðist svipuð hvar sem
er í borginni,“ segir Inga Dóra og
kveður neyslusveiflur meiri milh ára
en hverfa.
Nokkur munur er þó sjáanlegur
milU hverfa. Landsmeðaltal þeirra
sem neytt höfðu áfengis innan við 30
dögum áður en könnunin var gerð var
43,5%. Sé Reykjavík skoðuð út frá
þeim tölum sést að flestir unghngar í
Breiðholti og Árbæ, eða 49,4%,ýiöfðu
neytt áfengis á þessu tímabUi. Áfeng-
isneyslan var hins vegar minnst í
austurbæ, eða 41,9%.
Þegar Utið er síðan á reykingar
höfðu flestir unglingar í austurbænum
reykt sl. 30 daga fyrir könnunina, eða
32,5% á meðan talan mældist lægst í
Grafarvogi eða 28,8%. Þá höfðu flestir
ungUngar í vesturbæ reykt hass ein-
hvem tímann á ævinni, eða 21,6%, en
fæstir í Breiðholtinu, 18%.
Minni neysla en
undanfarin ár
Inga Dóra segir að fundir með for-
svarsfólki forvamaraðgerða bendi til
að ástæðu þessa mismunar sé ekki
hvað síst að finna í því mismunandi
forvamarstarfi sem fram fer í hverf-
unum. Hún nefnir sem dæmi að lögð
sé meiri áhersla á að vinna gegn reyk-
ingum í sumum hverfum en öðmm.
Mikilvægasta niðurstaða rannsókn-
arinnar er þó, að mati Ingu Dóm, sú
að í fyrsta skipti síðan 1990 hefur
dregið úr neyslu ólöglegra vímuefna,
reykingum og áfengisneyslu meðal
unglinga. „Þessu ber að fagna," segir
Inga Dóra og bendir á að rannsóknir
hafi sýnt tengsl milh neyslu í efstu
bekkjum grunnskóla og neyslu í
framhaldsskólum. Ætla megi því að
Morgunblaðið/Golli
Inga Dóra Sigfúsdóttir segir öfl-
ugt forvarnarstarf nauðsynlegt.
neysla mælist áfram minni hjá þess-
um árgangi unglinga.
Inga Dóra varar þó við að of mikið
sé lesið úr rannsókninni og árangri
forvarnarstarfs á þessu stigi. Hugsan-
legt sé að forvamarstarf undanfar-
inna ára sé nú að skila sér, en hægt
verði að gera sér nákvæmar grein
fyrir stöðu mála þegar niðurstöður
ÉSPAD rannsóknarinnar frá öðmm
löndum berast.
Forvamastarf bæti
félagslegt umhverfi
,Af fyrri rannsóknum okkar getum
við þó dregið þá ályktun að margir
þættir hafi áhrif á vímuefnaneyslu
ungs fólks,“ segir Inga Dóra og nefnir
sem dæmi jafningjahópinn, frístunda-
starf, lífsstíl, tengsl við fjölskyldu og
áhrif skólans.
Fyrri rannsóknir hafi t.d. sýnt að
unglingar sem veija litlum tíma með
foreldram eða forsjáraðilum og ung-
Ungar sem fá h'tið aðhald og eftirlit
heima fyrir séu líklegri til að reykja
og neyta vímuefna en þeir sem veija
meiri tíma með fjölskyldunni og fá
meira aðhald.
Einnig segir Inga Dóra vera sjáan-
leg tengsl milli þátttöku í skóla og
tómstundastarfi. Þeir sem séu utan-
veltu í skóla séu þannig líklegri til að
reykja og neyta vímuefna, á meðan
þeir ungUngar sem taka þátt í íþrótt-
um og öðm skdpulögðu æskulýðsstarfi
séu ólíklegri til að neyta vímuefna en
þeir sem ekki taka þátt í slíku starfi.
Inga Dóra segir því mikilvægt að
efla nærsamfélagið og draga þannig
úr líkum á að einstaklingar séu utan-
veltu. Forvamarstarf þurfi þannig að
beinast að því að bæta félagslegt um-
hverfí ungUnga. Fræðsla um skað- •
semi fíkniefna og formlegt taumhald
skili ekki árangri eitt sér.
„Eigi árangur að nást verða alUr
þessir aðilar að ná saman,“ segir Inga
Dóra og kveður öflugt forvarnarstarf
vera í gangi í mörgum hverfum.
„Annað sem skiptir máli er að hafa
í huga að forvarnarstarf er grasrótar-
starf. Sérfræðingar geta vissulega
miðlað upplýsingum og greitt fyrir að
árangur náist. En þeir sem líklegastir
era til að ná árangri em þeir sem um-
gangast unglinga frá degi til dags,
foreldrar, kennarar og annað skóla-
fólk svo og þeir sem starfa með ung- ^
lingum í tómstundum þeirra.“