Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Næst á dagskrá Allt er þegar búið að spila í kynning- unum; bestu brandarana, kjarnmestu tilsvörin, fallegustu mörkin, frægustu andlitin... inu sinni kunni fólk dagskrá sjónvarps- ins utanbókar. Klukkan átta voru fréttir, þá veður, auglýsingar, dagskrá kvöldsins og því næst Löður. Eða Dýrling- urinn, ef það var þriðjudagur. Sjónvarpsstöðin var ein og út- varpið var Utvarp Reykjavík. Allt var svo dýrlega einfalt. Nú er sem kunnugt er öldin önnur í landinu því ekki verður þverfótað fyrir sjónvarpsrásum og útvarpsstöðvum sem linnu- laust dæla hávaða og myndflóði yfir landið og miðin og eira eng- um - jafnvel ekki þeim sem leit- ast við að grípa fyrir augu og eyru þegar VIÐHORF sfoyUan læt‘ ------ ur sem verst. Eftir Sigurbjörgu Allt er orðið Þrastardóttur svo ári flókið Að þessum orðum sögðum er rétt að ítreka að pistli þessum er ekki beint gegn frjálsri fjölmiðlun, fjölgun útvarpsstöðva eða þenslustefnu sjónvarpsrása. Það væri of seint 7 í rassinn gripið. Erindið er hins vegar að fara nokkrum orðum um það sem helst tætir taugarn- ar og rænir mann gleðinni yfir því að vera neytandi í frumskógi nútímafjölmiðlunar. Erindið er að skammast yfir öllum þeim takmarkalausa tíma sem ljós- vakamiðlarnir sóa í að eltast við skottið á sjálfum sér og hafa neytendur að fíflum. Einu sinni, þegar allt var svo dýrlega einfalt, var fólki treyst til þess að lesa sjónvarpsdag- skrána í dagblöðunum eða hlýða á hana af vörum þulunnar sem birtist á skjánum eftir auglýs- ingar. Svo hófust dagskrárlið- irnir möglunarlaust. í dag er því hins vegar þannig háttað - þar sem allt er orðið svo ári flókið - að nauðsynlegt þykir að troða dásemdum dagskrárinnar alveg niður í kok hlustenda og áhorf- enda. Stór hluti útsendingartím- ans á hverri stöð fer í að hamra á sérstöðu hennar og ítreka hin óviðjafnanlegu augnablik sem eru annaðhvort væntanleg í dag- skránni eða nýliðin hjá: „... í þættinum heyrðum við í...“, „... eftir auglýsingar er komið að ...“, „... á morgun hefur göngu sína ...“ og „næsta klukkutímann spila hljómsveitimar..." Þannig éta ljósvakamiðlamir upp útsendingartímann með um- fjöllun um það sem þeir ættu með réttu að vera að nota tím- ann í. Og eins og það nægi ekki að segja frá yfirvofandi dag- skrárliðum, færist stöðugt í vöxt að leiknir séu úr þeim valdir kaflar. Á fjörmikilli útvarpsstöð hefst hinn óþreytandi dagskrár- liður „30 mínútna FM-tónlist“ á því að spiluð era fimm sekúndna brot úr lögum sem í kjölfarið heyrast í fullri lengd. Á sjálfsör- uggri sjónvarpsstöð fer vaxandi hluti útsendingartímans í að margspila brot úr þáttum sem verða á dagskránni komandi kvöld. Á kvikmyndarás era send út bestu atriðin úr skástu mynd- unum sem væntanlegar eru, þegar stund gefst milli stríða. Á nokkrum dægurfljúgandi út- varpsstöðvum er stefnuskrá r| plötusnúða reglulega ítrekuð með slitrum úr þeim lögum sem bera uppi tónlistarúrvalið þann daginn. Á gamalgróinni frétta- stofu og annarri til er jafnvel farið að slíta einstakar fréttir í sundur með því að senda út myndbrot eða viðtalshluta með eftirfarandi skýringu: „Við segj- um nánar frá atburðinum síðar í fréttatímanum." Þannig reynir hver ljósvaka- miðill fyrir sig að egna tilheyr- endur til fylgis. Þeir eiga að ær- ast úr tiihlökkun yfir þvi sem koma skal og helst að fá sam- viskubit yfir því sem þeir misstu af. Þeir eiga undanbragðalaust að hafa augað á skjánum og eyrað límt við útvarpsviðtækið. Álls staðar. Alltaf. Þannig er ör- uggt að viðkomandi stöð komi vel út í næstu fjölmiðlakönnun og ef áhorf og hlustun mælast í vaxandi prósentum er tryggt að auglýsendur munu banka upp á í sama hlutfalli. Þannig er til- ganginum náð. Enginn spyr hins vegar um gæði dagskrárinnar sem boðið er uppá. Það er ekki einu sinni spurt hvort og þá hvenær stöðin bjóði yfir höfuð upp á dagskrár- liði sem staðið geta undir nafni. Þegar tíminn fer í að endurtaka auglýsingar um þátíð og framtíð verður líðandi augnablik nefni- lega iðulega útundan - dag- skrárliðirnir sjálfir víkja fyrir völdum köflum. Þegar heillegir liðir era svo loks sendir út í fullri lengd er vaxandi hætta á að þeir missi marks því flestum finnst þeir hafa séð og heyrt efnið áður. Allt er þegar búið að spila í kynningunum; bestu brandar- ana, kjammestu tilsvörin, falleg- ustu mörkin, frægustu andlitin - eftir því hvort um er að ræða gamanmyndir, viðtöl, íþrótta- þætti eða verðlaunaafhendingar. Þegar við bætast auglýsingar og mærðarsöngvar um kostunarað- ila er fátt orðið um fína drætti á öldum ijósvakans. Heilsteypt dagskrá þykir augljóslega ekki lengur boðlegt vopn í baráttunni um tíma og athygli heytenda. Frekar er gripið tíl þess ráðs að draga þá á asnaeyranum kvöld eftir kvöld, lokka þá að tækjun- um með blóðugum bútum, freista þeirra með því að sýna ekki allt strax. Og neytendur elta. En það er ekki af undirgefni einni saman sem þeir festa augun á skjánum og líma eyran við viðtækin. Þeir elta ólar við dagskrána af ein- skærri óskhyggju - í von um að hitta á heilan dagskrárlið. Þeir fylgjast með í þeirri veiku von að innan um brotin og endur- tekningarnar og auglýsingarnar og kynningarnar finnist þáttur með inngangi, inntaki og niður- stöðu, frétt sem hefur upphaf og endi, kvikmynd sem hægt er að njóta til fullnustu. Viðleitnin útheimtir langar setur undir síbyljunni. Ef neyt- endur mættu ráða fyndist þeim hins vegar duga að hlýða á upp- talningu þulunnar einu sinni á kvöldi. Þeir myndu vilja fá að fletta áfram af sjálfsdáðum upp á dagskrárkynningum í blöðun- um. Þeir þurfa ekki stöðugt að láta mata sig og áreita. Þeir era - skrambinn hafi það - ekki fífl. Hornréttur heimur, af sýningu Hjartar Marteinssonar. List í svartholi MYMPLIST Listasalurinn Man SKÚLPTÚR HJÖRTUR MARTEINSSON Sýningin er opin á verslunartíma og stendur til 17. október. NÝR og allstór listasalur hefur verið opnaður við Skólavörðustíg og fyrstur sýnir þar Hjörtur Marteins- son skúlptúra undir yfirskriftinni „Myrkurþö". Þar er um að ræða verk úr viði, flest unnin í svokallað- ar MDF-plötur, mörg skorin út í ótrúlega fínleg rótarmynstur. Hug- myndaumhverfi sýningarinnar er stjamgeimurinn og skoðun hans og það mætti jafnvel lýsa verkunum á sýningunni sem tilraunum til eins konar huglægrar og listfengrar stjamfræði. „Leyndardómar vísindanna" er titill á einu stærsta verkinu á sýn- ingunni þar sem tijádrambum hef- ur verið raðað á gólfið í óreglulegan sporbaug um gamla saumavélar- tösku úr tré. Saumavélartöskur birtast líka í verkinu „Ferðatöskur Vilhjálms Ockhams" sem stillt er upp líkt og gegn leyndardóminum því það var Ockham sem þegar á fjórtándu öld varaði menn við því að gera ráð fyrir einhverju utan reynslusviðs síns til þess eins að skýra það sem þeir skildu ekki inn- an þess. Hann var rödd skynsem- innar við lok miðaldanna og boðaði nýjan skilning. Sýning Hjartar er langt frá því að vera þyngslaleg eða erfið þótt þar sé tekið á stóram og þungum við- fangsefnum, stjörnuþokum og svartholum. Þvert á móti blandar Hjörtur auðveldlega saman formi og frásögn, og víða er húmorinn sterkur, til dæmis í „Sköp vísinda“ og sérstaklega í verkinu „Landslag úti í geimnum (sýnishom af gervi- hnattamyndum)“ þar sem nokkram kringlóttum flatkökum er raðað upp hlið við hlið og þær líta alveg eins út og Ijósmyndir af yfirborði einhverr- ar framandi stjömu. Þannig mynd- ar sýningin góða hugmyndalega heild, en hvert verk fær líka að njóta sín á eigin forsendum. Fjögur af fimmtán verkum á sýn- ingunni sýna svarthol, þessi leynd- ardómsfullu og ósýnUegu göt þar sem veröldin gleypir sjálfa sig, sjálft rúmið afmyndast og jafnvel ljósið sleppur ekki undan. En sýn Hjartar er ekki eins svört og lýsingar vís- indamannanna og hér birtist kannski hið móralska inntak sýning- arinnar: Inni í miðju síðasta svart- holsins í myndröðinni situr UtUl Ijós kímangi, skorinn í við. Jafnvel innst í myrkrinu bíður nýtt upphaf. Jón Proppé „Hinn gullni strengur sleginn var“ iiíMivr fslenska óperan ÓPERUTÓNLEIKAR Flutt voru atriði úr óperum. Flytj- endur voru: Elín Ósk Óskarsdóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir, Kol- beinn Jón Ketilsson og Kór íslensku óperunnar. Kórstjóri Garðar Cortes. Píanóleikarar Gerrit Schuil og Claudio Rizzi. Fimmtudaginn 14. október. KONSERTAR þar sem flutt era einstök atriði úr óperaverkum hafa ávallt notið vinsælda og sl. fimmtu- dagskvöld var slegið upp í eina slíka veislu í Islensku óperanni. Fyrsta óperaatriðið var Ah, se in- tomo, úr Orfeusi og Evridísi eftir Gluck og söng kór íslensku óper- unnar þennan fallega kórþátt mjög vel. Rannveig Friða söng þar næst hinn fagra sorgarsöng Orfeusar, Che faro senza Euridice, og með þessum tveimur atriðum var sá gullni strengur sleginn, er átti eftir að hljóma alla tónleikana. Mozart var næst á eftir Gluck, fyrst tvö söngatriði úr Cosi fan tutte, Come scoglio, er Elín Ósk söng af glæsi- brag, og dúett Fiordiligi og Dora- bellu, er þær sungu saman Elín Ósk og Rannveig Fríða, með við- eigandi glettni, og síðan aría Sesto, Parto, ma tu ben mio, úr fyrsta þætti óperannar La Clemenza di Tito, er Rannveig söng, og skilaði hún rósamynstri aríunnar frábær- lega vel en Rannveig Fríða og Elín Ósk skiptust á við Kolbein Jón Ketilsson að flytja söngatriðin. Kolbeinn söng aríu Max, Durch die Walder, upphafsaríuna úr Töfra- skyttunum eftir Weber, og túlkaði mjög sterkt og af glæsibrag það dramatíksa, sem óperan varð fræg fyrir, en þetta verk markaði upp- haf rómantískrar óperagerðar. Síð- ustu verkefnin fyrir hlé voru eftir Bizet, íyrst afburðafagur kór úr Perluköfuranum, sem Óperakór- inn, undir stjóm Garðars Cortes, söng á hrífandi máta. í framhaldi af því söng Kolbeinn blómaríuna úr Carmen sérlega innilega og Rann- veig lauk Bizet-þættinum með hin- um skemmtilega Habanera-söng úr Carmen, með hvellhljómandi innskotum Óperukórsins. Báðar ariumar Durch die Wálder og La fleur vora sérlega vel sungnar af Kolbeini, bæði er varðar yfirveg- aða tækni og sterka túlkun og röddin er einnig að blómstra með Helgireitir ella í Galleríi Fold Erlingur Jón Valgarðsson (elli) við eitt verkið af sýningunni Helgur staður í Galieríi Fold. ERLINGUR Jón Valgarðs- son (elli) opnar sýningu í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14, í dag, laugardag, kl. 15. Sýningin nefnist Helgur staður. Um sýninguna segir elli: „Jörðin er helgur stað- ur. Ekki aðeins er hún heimili okkar heldur einnig uppspretta alls lífs. Þess vegna er mér eiginlegt að mála náttúrana og þannig votta ég henni virðingu mína. í málverkunum skapa ég mér litla helgireiti, griðastað, sem ég get leitað til, látið hugann reika og vonandi leyft öðram að njóta.“ Erlingur Jón Valgarðsson stund- aði listnám við Myndlistaskólann á Akureyri, hjá Rafael Lopoes í Fal- um í Svíþjóð og við Haraldsboskol- an á sama stað. Erlingur er búsett- ur á Akureyri og hefur haldið nokkrar einkasýningar þar og tekið þátt í samsýningum. Gallerí Fold er opið daglega kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga kl. 14-17. Sýningunni lýkur 7. nóvember. Gallerí Fold, Kringlunni Brian Pilkington og Gunnar Karlsson sýna um þessar mundir í sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á annarri hæð. Brian Pilkington sýnir nýjar vatnslita- myndir og Gunnar Karlsson verk á neðri hæð byggingarinnar. Sýning hans er í tilefni af stækkun Kringl- unnar. glæsilegum hætti. Eftir hlé söng Óperakórinn Vedi, le fosche, úr II trovatore eftir Verdi, af sérstökum glæsibrag og Elín Ósk aríu Leonora, D’amor sull’ ali rosee, úr fyrstu senu fjórða þáttar, og síðan Miserere, með sín- um frægu stefjum „Quel son, queele preci“ og „Ah che la morte ognorra", en síðamefnda stefið söng Ketill af glæsibrag. Þetta söngatriði var frábærlega sungið af Elínu Ósk, sem lætur vel að túlka sterkar tilfinningar í söng sínum. í aríu (og rondo) Óskubusku, Naqui ala’fano, úr samnefndri ópera eftir Rossini, sýndi Rannveig Fríða raddleikni sína í mjög erfiðum flúr- söng, sem var sérgrein Rossinis. Kolbeinn söng aríu Gabriels, Sento awampar, úr öðrum þætti Simon Boccanegra, eftir Verdi, á áhrifa- mikinn máta og Elín Ósk hélt svo áfram með Verdi og söng aríu Le- onora, Pace, pace úr fjórða þætti La forza del destino, og má segja að söngur Elínar Óskar hafi þama risið hæst. Rannveig Fríða lauk við hluta Verdis á efnisskránni og söng 0 don fatale, úr fjórða þætti óper- unnar Don Carlos, og var það hennar stóra á þessum tónleikum. Kolbeinn sýndi og sitt besta í hinni undurfögra aríu E lucevan le stelle úr þriðja þætti Toscu eftir Puccini. Tónleikunum lauk með tveimur at- riðum úr Cavalleria rasticana, fyrst söng Santuzzu, Voi lo sapete, er Elín Ósk söng með „bravúr", og síðan kórþættinum Regia coeli, sem Elín Ósk og Rannveig Fríða tóku þátt í að flytja með kórnum og var þetta eitt af áhrifamestu atrið- um tónleikanna. Líklega hefur Óperakórinn, undir stjóm Garðars Cortes, ekki oft verið betri. í heild vora þetta frábærir og áhrifamiklir tónleikar, og var sér- lega skemmtilegt að heyra ein- söngvarana, Rannveigu Fríðu, Elínu Ósk og Kolbein Jón, sýna sitt besta og víst, að sú ópera væri vel mönnuð, er hefði slíka ágætis söngvara í hlutverkum. Sérstak- lega var athyglisvert að heyra Kol- bein Jón, sem hefur ekki mikið komið fram hér heima, en hann er sannarlega orðinn frábær söngv- ari, sem vel má fá að sýna sig hér heima meira en verið hefur. Undir- leikarar vora Claudio Rizzi, er lék með óperakómum, og Gerrit Schuil, er lék með einsöngvuran- um, og var leikur þeirra beggja hinn glæsilegasti. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.