Morgunblaðið - 16.10.1999, Side 44
4 44 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Samviska, sannfæring og
siðferðisþrek óskast
PÓLITÍKIN er und-
arleg skepna.
I sumar, þegar ég
var á vappi í Fjöl-
skyldu- og húsdýra-
garðinum í Laugardal
með undirskriftarlista
gegn áformuðum
byggingum og lóðaút-
hlutunum borgaryfir-
valda í austurhluta
dalsins, mætti ég með-
al annarra fyrrverandi
ráðherra og mikils
metnum frammámanni
í íslenskri pólitík.
Hann brosti glaðlega, Stefán
er ég spurði hann Aðalsteinsson
hvort hann vildi ljá
þessu málefni lið og hristi höfuðið.
Eg hélt áfram göngu minni. Þá
sneri hann sér allt í einu við og
kallaði til mín:
„Þótt ég vilji ekki skrifa nafnið
mitt á listann er ég ykkur svo
hjartanlega sammála," brosti enn-
þá glaðlegar en áður og kinkaði til
mín kolli, fullur af bjartsýni og efa-
semdaleysi um eigin dómgreind.
Eg nam staðar og horfði á eftir
honum stika öruggum skrefum á
braut í góða veðrinu og hverfa síð-
an í mannþröngina.
„Bíddu nú við, kallinn minn,“
tautaði ég við sjálfan mig. „Hvað er
að gerast? Hér er eitthvað sem
rímar ekki. Er ég orðinn eitthvað
skrýtinn?" Þessar
hugsanir létu mig ekki
í friði það sem eftir
lifði dags.
Að vera sammála
einhverju, en þora
ekki að viðurkenna
það. Þora samt að við-
urkenna að þora ekki
að standa við sannfær-
ingu sína ... Er þetta
eðlilegt?
I hvaða farvegi eru
hugsanir fólks, sem
greiðir ekki eigin sam-
visku atkvæði sitt,
þegar það fær tæki-
færi til þess? Er póli-
tíkinni um að kenna
eða er þetta almennt íslenskt sið-
ferði í dag? Hvenær breyttist þetta
og hvers vegna?
Þetta litla atvik situr ennþá í
mér og leiðir huga minn að öðru
máli sem upp kom í síðustu viku.
Þar endurspeglast enn „siðferðis-
þrek“ stjórnmálamanna.
Einarður heimilislæknir og borg-
arfulltrúi í Reykjavik, Ólafur F.
Magnússon, berst fyrir umhverfis-
málum, þar á meðal gegn útrým-
ingu náttúruauðæfa landsins. I síð-
ustu viku lagði hann til við Borgar-
ráð Reykjavíkur að það skoraði á
Alþingi að fyrirhuguð virkjun á
Austurlandi færi í umhverfismat,
áður en til framkvæmda kæmi og
Bubbi, Stein-
grímur og ég
í GREIN í Morgun-
blaðinu 14. október
undir yfirskriftinni
„Hjörleifur, Hrafnkell
og ég“ setur höfundur-
inn, Einar Þorsteins-
son fram eftirfarandi:
„... þar sem Ómar er
félagi í hagsmunasam-
tökum gegn umrædd-
um framkvæmdum á
Austurlandi ætti það
ekki að vera hans hlut-
verk að fjalla um þessi
mál í framtíðinni í
fréttatímum Ríkissjón-
varpsins.“ Rökstuðn-
ingur greinarhöfundar
fyrir því að mér undirrituðum sé
vikið frá fréttastörfum um um-
hverfismál er þessi: „Ég veit ekki
Fréttir
Hér eftir sem hingað
til, segir Ómar Ragn-
arsson, mun ég heilsa
því fólki, sem ég þekki,
og jafnvel skiptast á
orðum við það.
betur en sést hafi til Ómars á
stofnfundi einhverrar grasrótar-
hreyfingar nú ekki alls fyrir löngu,
mig minnir einmitt að hann hafi
setið við hliðina á vini sínum Bubba
Morthens." Orðalagið „... ég veit
ekki betur...“, „... mig minnir“... og
„... einhven-ar grasrótarhreyfing-
ar“... bendir ekki til þess að grein-
arhöfundur hafi kynnt sér málið
vel þótt hann segi fyrr í greininni:
_ „... staðreyndirnar hætta samt ekki
að tala sínu máli.“ Ég fór að leita í
huganum að því hvaða hreyfingu
Ómar Ragnarsson
Einar gæti verið að
tala um þar sem
Bubbi Morthens hefði
l£ka verið á staðnum
og þá rifjuðust upp
fyrir mér tvær fréttir
21. febrúar síðastlið-
inn. Þann dag fór ég
fyrst á fréttamanna-
fund þar sem kynnt
var stefna og upplýs-
ingabæklingur ríkis-
stjórnarinnar í há-
lendismálum.
Ég gerði frétt um
það og ræddi við Da-
víð Oddsson og Finn
Ingólfsson. Sama dag
voru stofnuð Umhverfissamtök ís-
lands og ég gerði frétt um það og
ræddi við Vigdísi Finnbogadóttur
og Steingrím Hermannsson. Ég
sat ekki þennan stofnfund og þar
af leiðandi ekki við hliðina á Bubba
Morthens og ég hef ekki gengið í
þessi samtök né nein önnur sam-
bærileg samtök. Ég dokaði hins
vegar við og stóð utan dyra meðan
ég beið þess að ná viðtölunum við
Vigdísi og Steingrím eftir fundinn.
Til samanburðar má geta þess að
ég sat á fréttamannafundi ríkis-
stjórnarinnar áður e_n ég tók viðtöl-
in við ráðherrana. Ég kannast við
að hafa heilsað Bubba Morthens,
Steingrími Hermannssyni, Vigdísi
Finnbogadóttur, Davíð Oddssyni,
Finni Ingólfssyni, Páli Péturssyni,
Guðmundi Bjarnasyni og mörgum
fleirum þennan dag. Ýmist stóð ég
hjá þeim sem ég talaði við eða tyllti
mér niður hjá þeim augnablik, eins
og til dæmis hjá þeim Steingrími
Hermannssyni og Bubba Morthens
áður en umræddur fundur hófst,
og ég mun, hér eftir sem hingað til,
heilsa því fólki sem ég þekki og
jafnvel skiptast á orðum við það.
Höfundur er fréttamaður.
Umhverfismál
Okkur vantar heillyndi
og einlægni, segir Stef-
án Aðalsteinsson, í ís-
lenska pólitík.
náttúruperlunni Eyjabökkum yrði
sökkt í eitt skipti fyrir öll. Hann
gerði þetta í nafni samvisku sinnar
og sannfæringar, þrátt fyrir að
staðlaðar og útþynntar skoðanir
flokkssystkina hans bönnuðu hon-
um það í nafni landsmálapólitíkur-
innar og Landsvirkjunar. Þetta
framtak læknisins olli þvílíku
fjaðrafoki í fjölmiðlum að engin
auglýsing, hversu dýr sem hún er,
hefði betur þjónað umhverfissinn-
um í þessu máli. Flestir vita hvern-
ig tillaga Ólafs var afgreidd. Henni
var vísað frá, þrátt fyrir að borgar-
stjóri í nafni meirihluta R-listans
hefði áður lýst opinberlega yfir
þeirri skoðun að Éyjabakkamálið
ætti að fara í umhverfismat.
Það sem hins vegar stendur upp
úr eftir atkvæðagreiðsluna um frá-
vísun á tillögu Ölafs er, að flestir
atkvæðagreiðendur lýstu yfir full-
um stuðningi við umhverfismat, en
vildu bara ekki greiða þeirri bjarg-
föstu skoðun sinni, samvisku og
sannfæringu atkvæði sitt, að eigin
sögn vegna ótta við að landsbyggð-
arfólk yrði reitt. Nú sitja þeir uppi
með þá skömm að hafa ekki þorað
að greiða eigin skoðunum atkvæði
sitt af ótta við að flokkspólitískur
andstæðingur fengi fjöður í hatt-
inn. Að sjálfsögðu datt engum í
hug reiði landsbyggðarinnar við
orðum borgarstjóra á brúnni
nokkrum vikum fyiT.
Hvað um það. Ólafur á heiður
skilið fyrir að hlusta á sína innri
rödd og bera fram tillögu sína al-
menningi og komandi kynslóðum
til heilla, en í trássi við boð og bönn
þeirra afla sem ekki sjá skóginn
fyrir trjám, rammvilltir í frum-
skógi formsatriðanna. Meinloka
margra stjórnmálamanna, sem
kjörnir eru til skamms tíma í senn
til að þjóna hagsmunum fjöldans,
er sú að láta sér detta í hug að þeir
séu almáttugir og geti því ákvarðað
framtíð alþjóðar þvert ofan í vilja
almennings, sem kaus þá.
Okkur vantar heillyndi og ein-
lægni í íslenska pólitík. Hvort
tveggja hefur Ólafur.
Að lokum vil ég nota þetta tæki-
færi og þakka öllum þeim einstak-
lingum sem skrifuðu undir mót-
mæli við byggingaráform í Laugar-
dal í sumar. Að gefnu tilefni vil ég
taka það fram að 33.858 undir-
skriftir söfnuðust í þeirri baráttu.
Þar af bárust 1.046 andmæli á
Internetinu. Starfsfólki og for-
svarsmönnum fyrirtækja og stofn-
ana sem leyfðu undirskriftarlistun-
um að liggja frammi, svo og öllum
þeim sem gengið hafa í hús eða
safnað undirskriftum á vinnustöð-
um eða á annan hátt, vil ég þakka
sérstaklega.
Lifið heil.
Höfundur er ibúi íSmáfbúðahverfi.
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1027. þáttur
Sælir verið þér, séra minn,
sagði ég við biskupinn.
Aftur á móti ansar hinn:
Pér áttuð að kalla mig herra þinn.
Orðin herra og séra eru merki-
leg. Þau ein karlkynsorða í máli
okkar eru eins í öllum föllum,
hvemig sem á því stendur.
I vísunni hér að ofan kemur
fram að biskupinn hefur talið sig
vantitlaðan með orðinu séra.
Tignarstigafræði, eða rankólógía,
er erfið fræðigrein, og er enginn
harðsnúnari í þess konar lærdómi
en dr. med. Halldór Baldursson,
svo að ég viti. En lítum á virðing-
arorðin. Séra, eða síra (um
presta) á sér fjölda margar hlið-
stæður bæði hérlendis og erlend-
is. Verður það allt rakið til latínu,
frá þeim tíma er aldurinn þótti
virðingar- og vegsaukamerki.
Senatus var öldungaráðið, senect-
us ellin sjálf.
Senex á latínu merkir öldung-
ur, senior eldri. Og þetta lýsing-
arorð hefur orðið ærið frjósamt
með þjóðunum. Stundum er þetta
haft í tignarskyni, stundum er það
bara um venjulegt fólk. Senior,
seniora og seniorita í spönsku er
herra, frú og ungfrú, e.t.v. án
mjög mikillar tignar. I frönsku
rann þetta saman við eignarfor-
nafnið og varð t.d. monsieur, sem
bæði var venjulegt ávarp og nafn-
bót, eða skulum við segja heldri
maður, monsér hjá okkur.
Þá var líka til gerðin signor
komin úr ítölsku, virðulegur titill
heldri manna.
En einna mestum frama náði
þetta hjá Englendingum í orðinu
Sir, og ekki þótti slakt meðal okk-
ar að vera séra. En ekki má
gleyma því að fom íslensk skáld
notuðu orðið sinjórr um konung.
Við eigum ekkert kvenkynsorð
sem samsvari séra, en jafnstætt
orðinu herra, sem nú skal lítillega
athuga, er að sjálfsögðu frú („sú
sem ræður“).
Orðið herra tengist líka ellinni.
Þetta er samstofna ævagömlu
tökuorði harri = konungur, yfir-
boðari, en er náskylt lýsingarorð-
inu hárr = gráhærður. Að hárum
þul/hlæ þú aldregi, segir í Háva-
málum.
Mér leiddist og leiðist enn, þeg-
ar kona er nefnd séra. Mér finnst
karlkynið einhvem veginn límt
við orðið, sbr. í upphafi þessa
þáttar séra minn. En ég verð víst
að hopa með þetta, því að ég hef
fyrir löngu talið sjálfsagt að kona
væri ráðherra.
Konur em auðvitað menn, og
ber því konum, sem sitja á al-
þingi, að sjálfsögðu heitið alþing-
ismaður. Konu í forsetastóli má
svo ávarpa eftir smekk, herra, frú
eða virðulegi forseti.
Áslákur austan kvað:
Græðgin í Guðmundi presti
gekk fram af manni og hesti,
hann át og hann át, -
það var aldrei á lát, -
jafnvel allt heila Veganesti.
★
„Sumt bendir til þess að íslenzk
tunga muni ekki lifa af þá alþjóð-
legu rósturtíma sem við nú lifum,
annað sýnir eindregið að hún
muni hrista af sér þrýstinginn,
hina alþjóðlegu kröfu um eins-
menningu, og halda velli og miðla
samfélagi þjóðanna af því sem við
höfum bezt gert og eigum vænt-
anlega eftir að gera bezt. Marg-
víslegir misbrestir á notkun ís-
lenzkrar tungu benda til hins
fyrra en annað er stórlega upp-
örvandi og sumt með þeim hætti
að fagna ber af alhug. Svo er guði
fyrir að þakka að enn eru til ís-
lenzk skáld og rithöfundar sem
láta sér annt um tunguna, rækta
hana og leita þeirra fagurfræði-
legu leiða í skáldskap sínum sem
hæfa henni og eru í senn sómi
þeirra og hennar, til eru einnig
þeir kennarar - og það er grund-
vallaratriði - sem láta sér annt
um íslenzkuna og leggja stolt sitt
og metnað í að kenna ungu fólki
að tala og skrifa móðurmálið, en á
því er þó oft og einatt mikill mis-
brestur. Sumt af því sem dagblaði
eins og Morgunblaðinu berst í
hendur er á svo hráslagalegri ís-
lenzku að undrun sætir og eiga
þar bæði ungir og gamlir hlut að
máli, en að sjálfsögðu er þetta
ekki prentað óbreytt. En jafn-
framt er ekki óalgengt að heyra
svo hraksmánarlega íslenzku í
ljósvökunum að þeir virðast í
einni hendingu breytast í hryll-
ingsóperu, þegar mestur gállinn
er á mannskapnum. En þegar
þessi veizla stendur sem hæst
verður það stundum til bjargar að
allt, sem sagt er, er með öllu
óskiljanlegt, svo að hrognamálið
fer bæði fyrir ofan garð og neðan.
A það ber að leggja þunga
áherzlu að skólarnir kenni móður-
málið, ekki einungis í íslenzkutím-
um, heldur - og ekki síður - í
kennslu á öðrum tungumálum
eins og frumherjamir gerðu í
Bessastaðaskóla, svo að dæmi séu
nefnd. Það er t.a.m. ekki aðaltil-
gangur enskukennslunnar að
kenna Islendingi ávæning af
ensku til að hann geti fleytt sér
áfram einhvers staðar, heldur til
þess að tungan verði honum auð-
velt tæki, sem hann getur notað í
íslenzku umhverfi sínu.“
(Mbl., Reykjavíkurbréf
18. sept.) 1999.
Umsjónarmaður tekur alveg
sérstaklega undir síðasta atriðið.
Og þessi Bessastaðaháttur var
enn hafður, þegar hann var nem-
andi í M.A. En mér skilst að hjá
mörgum þeim, sem kenna erlend
tungumál, hafi viðhorfið snar-
breyst síðari áratugina.
★
Lítilræði.
1) Orðið „bakbein" hefur heyrst
í fréttum. Ekki finnst það í ís-
lenskum orðabókum. Líklega er
þetta hrá þýðing úr ensku back-
bone sem merkir hryggur, einnig
meginstoð. Stundum er það líka í
ensku notað í yfirfærðri merkingu
= skapfesta, svona eins og þegar
við tölum um að hafa bein í nef-
inu. Mér sýnist að „bakbein" hjá
okkur sé óþarft. Flestir vita að
eftir endilöngu bakinu liggur
hryggur.
2) Mér þykir nauðsynlegt að
bera samsett orð þannig fram, að
hljóðbil verði á samsetningarmót-
um, dæmi Sam-skip, ckki „Sams-
kip“, Is-land, ekki „Issl-and eða
jafnvel „Issl-and, Fá-skrúðsfjörð-
ur, ekki „Fásk-i-úðsfjörður.“
Vilfríður vestan kvað:
Ýraistþann ófróða að henda,
sagði Áslákur sjóklæðabenda,
en þó einna verst
fyrir þriflátan gest
að snæða með öfugum enda.