Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 45
Hví þegja menn?
VIÐ lifum í samfélagi þar sem
allt er metið til fjár og þar sem bók-
staflega allt er falt. Heimurinn er
skilgreindur sem markaðssvæði og
allt lýtur eða er látið lúta svökölluð-
um lögmálum markaðsins. Það er
sama hvar við berum niður. Maður-
inn sjálfur, líkami hans, geta, skoð-
anir og andi er markaðsvætt. Það
sama gildir um aðrar lifandi verur,
dýrin, náttúruna og önnur fyrir-
bæri þessa heims. Ráðandi öfl í
þessu landi sem og í heiminum öll-
um þjóna fyrst og fremst þessari
markaðshyggju. Og jarðvegurinn
hefur verið plægður með hug-
myndafræði auðhyggju og einstak-
lingshyggju. Frelsi mannsins hefur
verið skilgreint og takmarkað við
efnislega velgengni, neyslu og pen-
inga. Lífið hér gengur meira og
minna út á það að eignast hluti,
auka neyslu, græða pening. Amer-
íski draumurinn er alþjóðlegur
draumur í dag og þar af leiðandi
líka íslenski draumurinn. I honum
felst það að „komast á toppinn",
„verða ríkur“ o.s.frv.
Já og það er lítið um andóf gegn
þessum straumi sem raunar er orð-
inn að flóði. En hvað gerist þá? Ur
óvæntustu átt heyrist rödd. Birtir
ekki Morgunblaðið leiðara um dag-
inn sem ber yfirskriftina „Rödd
listarinnar" (sjá Mbl. þ. 7. okt. s.l.).
Og nú er Bleik brugðið. Þar réttir
Morgunblaðið róttækum og félags-
lega þenkjandi lista- og mennta-
mönnum þessarar þjóðar nett
kjaftshögg með því að spyrja hvar
þeir séu og saknar þeirra auðsæi-
lega í samfélagsumræðunni. Og
maður finnur af lestri leiðarans að
þetta er sett fram í einlægni. Það er
rétt að þakka fyrir það sem vel er
gert: húrra fyrir Mogganum og
þessum leiðarahöfundi hans!
Hversvegna þegja
listamenn núna? Eru
ekki listamenn og hafa
alla tíð verið eins og
kanarífuglar í kola-
námum? Næmir, við-
kvæmir, opnir, vakandi
fyrir lífinu í öllum sín-
um myndum og tjá hug
sinn og tilfinningar um
það sem er að gerast -
bæði það sem blasir við
og hitt sem er á hreyf-
ingu undir niðri? Jú,
svo hefur það verið. En
svo virðist sem sé ekki
lengur. Hví? Er ein-
hvern veginn búið að
stinga upp í þá eða
hvað? Er búið að innlima listina
endanlega í markaðsvæðinguna og
þar með talda listamennina? Svarið
Menning
Listin og listamennirn-
ir eru upp til hópa, seg-
ir Sigurður Skúlason,
ofurseld markaðnum
og lögmálum hans.
er já. Listin og listamennirnir eru
upp til hópa (með kannski fáeinum
undantekningum) ofurseldir mark-
aðnum og lögmálum hans. Þeir
ganga kaupum og sölum og eru fal-
ir hæstbjóðanda.
Og satt er það, samfélagið er að
verða æ einsleitara og einsleitara.
Hinn stóri farvegur neyslu og
gróða sogar allt til sín og er orðinn
að beljandi fljóti sem allt drukknar
í. Við lifum líka þá tíma að andófs-
raddir eru kæfðar
strax í fæðingu. Sam-
félagsþróun nútímans
leiðir til samþjöppunar
auðs á æ færri hendur
og um leið samþjöppun
valds, það helst í hend-
ur opinskátt. Fáveldi
og fákeppni eru orð
sem eru notuð æ meir í
okkar daglega tali.
Þeir sem leyfa sér að
gagnrýna kerfið og
forsvarsmenn þess,
valdhafana sjálfa, svo
ekki sé minnst á valdið
sjálft, fá sterk við-
brögð og skilaboð um
það hvemig þeir eigi
að hegða sér. Því markvissari og
sterkari gagnrýni því sterkari við-
brögð. Fyi'ir þó nokkrum árum
komst ein persóna í íslensku út-
varpsleikriti svo að orði: „Fátt hef-
ur jafn bætandi áhrif á lýðinn og að
verða vitni að nokkrum vel heppn-
uðum aftökum." Það þarf ekki
mikla visku tO að sjá og skilja að
samfélag okkar er bælt, menn bæla
tilfinningar sinar og menn bæla
skoðanir sínar. Menn hafa auðvitað
endalausai' hugmyndir og skoðanir
um lífið og tilveruna, en borgar það
sig fyrir þá að vera að flíka þeim?
Þannig spyrja menn sig nú, því
menn gætu fengið bágt fyrir, jafn-
vel verulega bágt.
Hvernig væri að leiðarahöfundur
Morgunblaðsins tæki sig nú til og
tæki fyrir eitt lítið dæmi um þetta
efni og kannaði hvaða afleiðingar
það hafði fyrir manninn sem skrif-
aði smásöguna í Lesbók Morgun-
blaðsins um söluna á Esjunni hér
um árið? Hérmeð skora ég á hann
að gera það í alvöru og birta af-
raksturinn hér á síðum Morgun-
Sigurður
Skúlason
„Ríkari“ vinnustaðir þar
sem hinir eldri starfa einnig
Á 500. stjórnarfundi
Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs sem haldinn
var í byrjun þessa árs
var samþykkt eftirfar-
andi tillaga. í tilefni af
500. stjórnarfundi At-
vinnuleysistrygginga-
sjóðs sem ber upp á
fyrstu dögum árs aldr-
aðra, hefur stjórnin
samþykkt að veita
Landssambandi eldri
borgara fjárstyrk að
upphæð 500 þúsund
krónur í þeim tilgangi
að beita sér fyrir úr-
ræðum til styrktar
stöðu eldra fólks á
vinnumarkaði."
Landssamband eldri borgara hóf
í kjölfar þessarar ákvörðunar
stjórnar Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs undirbúning að ráðstefnu um
málið í samvinnu við Vinnumála-
stofnun sem haldin verður 25. októ-
ber nk. Norræna ráðherranefndin
hefur einnig lagt ráðstefnunni lið
enda munu hana sækja þátttakend-
ur frá öllum Norðurlöndunum.
MFA - Menningar og fræðslusam-
band alþýðu var ráðið til að vinna
að skipulagningu ráðstefnunnar og
gagnasöfnun vegna hennar.
Markmið ráðstefnunnar er að
meta þarfir eldra fólks á vinnu-
markaði, hvernig fyrirtæki, hags-
munasamtök og opinberar stofnan-
ir hafa brugðist við þeim og móta í
kjölfarið tillögur að úrræðum sem
styrkt geta stöðu eldra fólks á
vinnumarkaði. Hér er um mjög
metnaðarfullt markmið að ræða og
því hefur ráðstefnan verið sérstak-
lega vel undirbúin og æskilegt að
hana sæki aðilar sem lagt geta mál-
inu gott lið.
Fyi'irlesarar á ráðstefnunni
verða frá Danmörku og Finnlandi
en þessi lönd hafa með
skipulögðum hætti
reynt að bregðast við
þein-i þróun sem að
neðan er lýst. Páll Pét-
ursson félagsmálaráð-
herra mun á ráðstefn-
unni greina frá stefnu
stjórnvalda og framtíð-
arsýn er varðar mál-
efnið, borgarstjóri
Reykjavíkur, Ingi-
björg Sólrún Gísladótt-
ir, mun fjalla um
breytta tíma í starfs-
mannamálum, fjallað
verður um sjónarhorn
atvinnurekenda til
málsins og stöðu eldra
fólks á vinnumarkaðinum almennt.
Umræða um stöðu eldra fólks á
vinnumarkaði hefur verið mjög
Starfslok
Enn, segir Gissur
Pétursson, er mikil
þörf fyrir eldra fólk á
vinnumarkaði.
áberandi í nágrannalöndunum enda
hafa þau reynt að bregðast við at-
vinnuleysisvandanum þar með því
að lækka stöðugt eftirlaunaaldur-
inn og rýma þannig til á vinnu:
markaðinum fyrir yngra fólki. í
Finnlandi t.a.m. geta einstaklingar
byi’jað á eftirlaunum við 55 ára ald-
ur. Sama þróun hefur verið í Dan-
mörku og Svíþjóð og öðrum Vest-
ur-Evrópulöndum. Þróun mann-
fjölda og aldursdreifing hans sýnir
hins vegar að samfélögin sem hér
um ræðh' geta ekki staðið undh'
svona löngum efth'launaaldri og
ekki er sýnt að þetta sé haldgóð að-
Gissur
Pétursson
ferð í baráttunni við atvinnuleysið.
í Danmörku verða eftir tíu ár 220
þúsund færri yngri og 140 þúsund
fleiri eldri í samfélaginu en nú og
þar er þessi þróun kölluð „tikkandi
eftirlaunasprengjan". Stjórnvöld í
þessum löndum eru nú að reyna að
snúa þessari þróun í eftirlaunamál-
um við og það geta verið afar þung
spor. Dæmi frá Danmörku sýnir
það en þar riðaði ríkisstjórnin til
falls á síðasta ári, vegna þeirrar
ákvörðunar að hækka eftirlauna-
aldur úr 60 í 62 ár.
Góðu heilli hefur þessi þróun
ekki verið jafnhörð hérlendis og
enn er mikil þörf fyrh’ eldra fólk á
vinnumarkaði þó svo að finna megi
fyrir hinni vaxandi æskudýrkun
hér á landi og oft heyrist af dapurri
reynslu fólks sem komið er yfir
miðjan aldur við að finna sér störf.
Það má öllum vera ljóst að þegar
eftirspurn eftir vinnuafli er jafn-
mikil og hún hefur verið hér und-
anfarin þrjú ár er nauðsynlegt að
halda fólki í vinnu svo lengi sem
það getur og hefur áhuga. Fyrir-
ætlanir ríkisstjórnai'innar um
sveigjanleg starfslok eru afar já-
kvætt spor í þessa veru. Þar fyrir
utan er mikilvægt að styrkja það
viðhorf á vinnumarkaði t.d. meðal
forvígismanna fyrirtækja og stofn-
ana að hinir eldri búa yfir gífur-
legri reynslu sem þarf að miðla til
hinna yngri, þeir eru mjög trúir
sínum vinnustað og gera vinnu-
staðina „ríkari" með nærveru sinni
þar.
Það er von okkar að sú umræða
sem stofnað verður til á ráðstefn-
unni um stöðu eldra fólks á vinnu-
markaði verði gagnlegt viðmið í
áframhaldandi vinnu við þetta mik-
ilvæga málefni.
Höfundur er forstjóri
Vinnumálastofnunar.
blaðsins, helst í leiðara. En á með-
an hann hugleiðir málið og kannar
langar mig að biðja Morgunblaðið
að birta eitt kvæði eftir Þorstein
Erlingsson sem heitir Við fossinn
og er ort um síðustu aldamót, en
fellur eins og flís við rass inn í
ástand okkar hér, inn í þjóðmála-
umræðuna um náttúru landsins,
virkjanir, skáldin og gildin o.fl.
Fyrir hundrað árum var uppi skáld
sem þorði að segja sína meiningu
og hafði getu til að binda hana í list-
rænt form. Maður sem unni náttúr-
unni, maður sem unni Islandi, mað-
ur sem var framsýnn, þó hann væri
að sjálfsögðu vændur um íhaldsemi
af peningamönnum landsins þá. Ég
vil gera kvæðið Við fossinn að mín-
um lokaorðum hér, því um leið og
ég tek undir með Þorsteini lýsi ég
eftir kjarki og krafti manna til að
standa upp og segja það sem þeim
býr í brjósti þrátt fyrir ótta um að
hljóta bágt fyrir hjá þeim sem ráða.
Við fossinn endar á þessum tveimur
erindum Þorsteins Érlingssonar.
Þjer finst þá, ef til vill, þeim fari það ver,
um frelsið svo hjartnæmt að tala, -
en eins vinnur haninn til ágætis sjer
sitt óþarfa-hjáverk að gala.
Og meðan þeir yrkja sín ættjarðarljóð,
öll ósköp að hjartanu streyma,
og sæmd vora, fóstuijörð, fossa og þjóð
þeir fá því - en seint til að geyma,
þvi buddunnar lífæð í brjóstinu slær
og blóðtöku hverri’ er þar svarað:
svo óðara’ en vasanum útsogið nær,,
er ámóta’ í hjartanu fjarað.
Og því er nú dýrlega harpan þín hjá
þeim herrum til fiskvirða metin,
sem hafa það fram yfir hundinn að sjá,
að hún verður seld eða jetin;
sem hálofa „guðsneistans” hátignarvald
og heitast um manngöfgi tala,
en átt hefur skriðandi undir sinn fald
hver ambátt, sem gull kann að mala.
Og fóðurlandsást þeirra fyrst um það spyr,
hve fjemikill gripur hún yrði,
því nú selst á þúsundir þetta, sem fyr
var þrjátíu penínga virði.
Höfundur er leikari.
mira
og kynntu þér málið!
Við höfum eitthvað
fyrir þig.
HAFNAHFIHÐI
BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI
Sími: 554 6300 Fax: 554 6303
137 / BIRGIR