Morgunblaðið - 16.10.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 16.10.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN SIGURÐSSON + Björn Sigurðs- son fæddist á Ósi í Skagahreppi 26. aprfl 1913. Hann andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 5. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurð- ur Jónsson, bóndi, og Sigurbjörg Jóns- dóttir. Björn var næstelstur í hópi átta systkina. Af þeim eru þrjú á lífi. Þau eru Guðrún, sem dvelur á elliheimilinu á Sauðárkróki, og Lára og Ást- valdur, sem eru búsett í ReyWavík. Fjölskyldan fluttist frá Osi að Mánaskál í Laxárdal um 1918. Sigurbjörg, móðir Björns, lést af barnsburði árið 1922. Eftir lát hennar annaðist Guðrún, móðir Sigurbjargar, barnauppeldið, en tvö yngstu börnin voru send annað. Eiginkona Björns var Elísa- bet S. Frímannsdóttur frá Jaðri á Skagaströnd, f. 16.6. 1913, d. 1.9. 1990. Börn þeirra eru Ijögur og öll bú- sett á Skagaströnd. Þau eru: 1) Sigurður, f. 1942, trésmiður, kvæntist Margréti Haraldsdóttur, þau skildu. 2) Hallbjörn, f. 1945, rafvirkjameist- ari, eiginkona hans er Guðný Sigurðar- dóttir, bankastarfs- maður. 3) Guðmund- ur, f. 1949, gröfumað- ur. Eiginkona hans er Þórunn Bernódus- dóttir leikskólakenn- ari. 4) Kristín, verkakona, f. 1951. Eiginmaður hennar er Ágúst Jónsson, lagermaður. Alls eru barnabörn Björns þrettán og barnabarnabörnin fimm. Að auki áttu Björn og Elísabet eina fóst- urdóttur, Engilráð Guðmunds- dóttur, f. 1936, sem búsett er í Hafnarfirði og starfar sem ritari á St. Jósefsspítala. Hún var gift Jóni Guðmundssyni. Þau skildu. Þau áttu tvo syni sem báðir eru látnir. Ungur fluttist Björn til Kefla- Elsku tengdapabbi. En eitt er það sem aldrei deyr, aldrei, minningin um þig. Einhvers staðar að, líklega úr dægurlagi, koma mér þessi orð í hug, þegar ég reyni að kveðja þig og þakka þér samfylgdina í rúm þijátíu ár. - Þrjátíu ár. - Mér finnst ekki vera svo langt síðan þú, kíminn með glettni í augum, horfðir inn í bíl son- ar þíns, þar sem við sátum, fjórar kvennaskólastelpur, ég í framsæt- inu, horfðir á okkur til skiptis, at- hugull, hugsaðir málið, leist síðan beint á mig, smástríðni í svipnum leyndi sér ekki: „Ja, hann er ekki al- deilis kvenmannslaus drengurinn,“ - ekkert meira - ekkert minna. Þetta voru okkar fyrstu kynni og bæði mundum við þetta litla en þó stóra atvik, síðast í vor var það rifjað upp, hlýtt og gott. Okkar kynni hafa ver- ið ljúf. Þú varst aldrei orðmargur, lést frekar verkin tala, þúsund þjala smiðurinn á Jaðri, sem allt lék í höndum. - Höndum, sem smíðuðu fallega gripi, - báta - struku borðin, ekki máttu vera misfellur - leiddu smáar hendur - klöppuðu á litla kolla - hlúðu að gróðri - vinnandi höndum. Þær voru styrkar, svolítið freknóttar, hugur þinn var styrkur - frjór - umfram allt opinn - þó veik- indi síðustu ára settu sitt mark á þig, áttirðu gnægð hugmynda, tókst á móti tækninni með gleði, notaðir fjarstýringuna óspart, talaðir um tölvur eins og þær hefðu alltaf verið til. Fiskeldi, skógrækt, útgerð svo margt og svo margt hugsaðir þú, sagðir frá, fékkst fólk til að hlusta og hrífast með. En nú er hugur og hönd í hvíld, meira gerir þú ekki hér hjá okkur, en efalaust hefur nú við endurfundi, styrk og svolítið freknótt hönd strokið Betu sinni milt um vanga, hún tekið því fagn- andi. Par þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín tengdadóttir, Guðný. Elsku afi, ég sendi þér mína hinstu kveðju í dag, þetta ljóð: Ég sakna þín svo heitt að svíður hjarta mitt, sálin þín var þreytt og gaf upp iífið sitt. Þú áttir ævi bjarta og dvaldir lengi hér, átt stað í mínu hjarta þar hlýjast ávallt er. Er sorgir mínar sefast fá og sárin græða sig, í huga minn mun safnast þrá og minningar um þig. Hvíldu í friði, elsku vinur. Þín Birna. Þeim fækkai- gömlu Skagstrend- ingunum sem settu svip sinn á bæ- inn þegar maður var að alast upp. Það er auðvitað eðlileg framvinda,en einhvern veginn verður ásýnd Skagastrandar ekki söm á eftir. Það koma ný andlit en hugsun manns leitar áfram til þeirra gömlu og söknuður situr í hjartanu. Nú er einn merkm- samborgari fallinn að velli, eftir mikið ævistarf og langa eljusögu. Bjöm Sigurðsson frá Mánaskál var fæddur 26. apríl 1913 og varð hann skjótt sjálfbjarga með flest, - á þeim tímum var tvennt til í málum, að duga eða drepast. Björn einsetti sér snemma að duga og braust hann fram til góðra bjargálna þó ekki væri mulið undir hann í neinu. Móður sína missti hann níu ára gamall og má nærri geta að sá missir hefur verið sár. Hygg ég að þar hafi treginn varað alla tíð í sonar- hjartanu. Bjöm fluttist ungur maður út í Höfðakaupstað, eins og Skaga- strönd var oftast nefnd þá, því ekki vom föng á því fyrir hann að setjast að á Mánaskál. Þar stóð faðir hans lengi fyrir búi og síðar Torfi bróðir hans. Ef til vill hefur blundað í Birni löngun til að verða bóndi, ég veit það ekki, en ég er viss um það að þar hefði hann staðið vel í sinni stöðu, því maðurinn var þannig gerður að hann skilaði öllu frá sér með prýði. Á Skagaströnd kynntist Björn mikilli ágætiskonu, Elísabetu Frímanns- dóttur, sem var heimasæta á Jaðri hjá foreldmm sínum Frímanni Finnssyni og Kristínu Pálsdóttur. Gengu þau í hjónaband og er óhætt að fullyrða að það skref hafi verið báðum til heilla. Björn var traustur maður og Elísabet að eðlisfari afar skyldurækin og trú í smáu og stóm. Þau hjónin byggðu sér hús handan hlaðs við æskuheimili Elísabetar og var það nefnt Jaðar. Þar var heimili þeirra alla tíð, þar ólust upp börn þeirra, þrír synir og ein dóttir og era þau öll búsett á Skagaströnd. Mikil vinna einkenndi líf þeirra Bjössa og Betu alla tíð, þau horfðu aldrei í það hvað mikinn tíma tók að sinna ýmsu kvabbi því bæði vora hjálpsöm og greiðvikin í besta máta. Bjössi Máni, eins og hann var oft- ast nefndur, var annálaður verk- snillingur og var sama að hverju hann gekk. Hann smíðaði jafnt úr járni og tré og allt verklag hans var með eindæmum traust og gott. Oft kom hann hlutum í lag þar sem aðrir höfðu gengið frá og gefist upp. En Bjössi gafst ekki upp, það var ekki MINNINGAR víkur og vann um tíma í Skipa- smíðastöðinni þar. Síðar settist hann á skólabekk og Iærði til vélsfjóra. Hann kom aftur norð- ur að námi loknu og settist að á Skagaströnd. Hann starfaði fyrst sem vélsljóri í frystihúsinu og síðar á vélaverkstæði Sfldar- verksmiðju ríkisins á Skaga- strönd í tæp þijátíu ár. Hann vann lengst af við alls kyns járnsmíði og vélavörslu bæði til sjós og iands. Auk þeirra starfa sem fyrr er getið vann hann talsvert lengi hjá Karli Bernd- sen í Skipasmíðastöð Guðmund- ar Lárussonar ásamt lausa- mennsku ýmiss konar. Björn var mikill völundur, bæði á járn ojg tré og afar fær vélvirki. Ahugamál hans voru fyrst og fremst landgræðsla, skógrækt ogjfiskeldi. f ágúst árið 1990 fékk Björn heilablæðingu sem olli því að hann var bundinn hjólastól upp frá því. Hann bjó á dvalarheim- ili aldraðra, Sæborg á Skaga- strönd frá 1991 til 1996, að hann fékk hjartaáfall. Upp frá því bjó hann á Héraðshælinu á Blönduósi. títför Björns verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Höskulds- staðakirkjugarði. hans háttur, heilastarfsemin fór á fullt og verkið var unnið þai’, í höfð- inu, áður en hendurnar tóku til starfa. Þeir sem unnið hafa með Bjössa Mána þekkja margar slíkar sögur og þær segja sitt um þennan mann sem var ekki hár í loftinu en þeim mun stærri að innviðum til. Margt sem Bjössi gerði á sínum bú- skaparáram var þess eðlis, að ég held að fáir eða engir hefðu farið þar í hans spor. Hugurinn var stór og vandamálin vora til þess að leysa þau - og þau vora leyst! Úrræðaleysi var nokkuð sem Bjössi þekkti ekki, hugkvæmnin var örugg og útsjónar- semin frábær, verkhyggnina mátti bóka sem arfgengan öndvegiskost. Menn vissu því til fulls að það var mikill mergur í Bjössa Mána og aldrei brást hann neinu því sem hon- um var trúað til. Það vora ekki til svik í þeim manni. Þótt kali björk og brotni reyr og björtum fækki vonum, Bjössa Mána muna þeir menn sem kynntust honum. (Kristján Hjartarson) Mér þótti afar vænt um það að Bjössi bað mig að vera meðal lík- manna við útför Guðmundar Pálsson- ar frá Karlsminni 1976. Þá fann ég glöggt hvemig Bjössi leit á það að ég kom nokkuð oft til öldungsins sem átti skjól til fjölda ára hjá honum og Betu systurdóttur sinni. Bjössi var það ræktarsamur sjálfur að hann kunni manna best að meta ræktar- semi. Hann var sjálfum sér sam- kvæmur í því sem öðra, heilsteyptur og traustur til hinstu stundar. Slíkir menn sem hann era hetjur hvers- dagsh'fsins, sannir í eðli og anda. Undir það síðasta var Bjössi orð- inn ellimæddur nokkuð og víst er að hann kveið ekki vistaskiptum. Hann vissi hvar hvílurúmið var og að fóst- urjörðin beið hans við gömlu sókn- arkirkjuna hans á Höskuldsstöðum. Þar við hlið ástkæn-ar eiginkonu og í hljóðu samfélagi foreldra, systkina, sveitunga og vina, sá hann kvíðalaus fram á kyrrð og ró. Hvfldin er þeim velkomin sem mikið hafa unnið og gamli maðurinn frá Jaðri hefur skilað sínu lífsverki með miklum sóma. Hann mun ekki gleymast þeim sem kynntust hon- um. Allir gamlir samstarfsmenn munu minnast hans með hlýju. í hugum þeirra mun geymast dugnað- ur hans, fágæt ósérhlífni og inngróin hjálpsemi. Sannir Skagstrendingar munu því heiðra minningu Bjössa Mána meðan rækt er lögð við starfs- legar dyggðir og mannkosti. Ég kveð Björn Sigurðsson frá Jaðri með einlægri virðingu og þökk fyrir góð kynni og votta börnum hans og öðram ástvinum samúð mína vegna fráfalls hans. Rúnar Kristjánsson. LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 HERMANN PÁLSSON + Hermann Páls- son, fv. sjómað- ur og bflsljóri var fæddur í Vest- mannaeyjum 23. janúar 1926. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja að morgni 12. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Páll Gunn- laugsson, f. 11. júní 1895, d. 24. janúar 1930 og Ingveldur Pálsdóttir, f. 28. maí 1900, d. 18. nóvember 1958. Systir Her- manns var Símonía Valgerður Pálsdóttir, f. 6. febrúar 1925, d. 25. febrúar 1978. Hermann kvæntist 24. desember 1960 eftirlifandi _ eiginkonu sinni Margréti Ólafsdóttur, f. 11. desember 1930 og bjuggu þau allan sinn búskap í Vestmanna- eyjum. Börn þeirra eru 1) Ólaf- ur, f. 1. október 1961, kvæntur Maríu J. Ammendrup. Synir þeirra eru Páll, f. 9. aprfl 1987 og Ólaf- ur, f. 8. nóvember 1996. Þau eru bú- sett í Garðabæ. 2) Ingveldur, f. 26. janúar 1964, sam- býlismaður Sigurð- ur M. Jónsson. Syn- ir Ingveldar eru Arnór og Daníel Sigurðssynir, fædd- ir 2. ágúst 1988. Þau eru búsett í Reykjavík. 3) Guð- björg, f. 4. febrúar 1967, sambýlismað- ur Bela von Hoffmann. Þau búa í Gautaborg. Hermann stundaði sjó um 31 árs skeið, fyrst sem háseti og síðar sem stýrimaður á ýmsum bátum frá Vestmannaeyjum, en var vörubflstjóri hjá ísfélagi Vestmannaeyja frá 1974-1996. títför Hermanns Pálssonar fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Látinn er í Vestmannaeyjum ást- kær tengdafaðir minn, Hermann Pálsson. Aðeins er um mánuður síð- an tengdaforeldrar mínir komu til Reykjavíkur til að vera viðstödd út- för bróður míns. Engan grunaði þá hvað í vændum var og hversu skjótt veður skipuðust í lofti. Hermann fæddist í Sjávarborg í Vestmannaeyjum 23. janúar 1926, sonur hjónanna Ingveldar Páls- dóttur frá Kerlingardal í Mýrdal og Páls Gunnlaugssonar frá Uppsalakoti í Svarfaðardal. Ungu hjónin fengu ekki lengi að vera samvistum því Páll fórst með vél- bátnum Ara frá Vestmannaeyjum árið 1930, þegar Hermann var að- eins fjögurra ára gamall og systir hans Símonía rúmu ári eldri. Tekið var til þess ráðs að senda drenginn í vist í Kerlingardal til móðurbróð- ur síns, Andrésar Pálssonar, og Ástu konu hans og var hann þar til 10 ára aldurs er hann var sendur í skóla í Eyjum. Hann fór þó austur í Mýrdal á hverju vori til 16 ára ald- urs. Sæmdarhjónin í Kerlingardal gengu Hermanni nánast í foreldra- stað og hélt hann góðu sambandi við þau og fjölskyldu þeirra alla tíð síðan. Hermann fór á vertíð í fyrsta sinn aðeins sautján ára gamall á Gull- toppi VE. Hann var síðan á gamla Isleifi og ísleifi öðram. Hann var í 10 ár á Erlingi II og III, en var lengst af með Boga í Laufási á Stíg- anda VE. Hann lauk stýrimanns- prófi frá Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum 1959. Hermann kvæntist tengdamóður minni, Margréti Ólafsdóttur, í Vest- mannaeyjum 24. desember 1960, en Margrét er dóttir hjónanna Ólafs Sigurðssonar frá Butra í Fljótshlíð og Ingibjargar Tómasdóttur frá Barkarstöðum í sömu sveit. Börn Hermanns og Margrétar eru Ólaf- ur, tæknifræðingur hjá VSÓ-Ráð- gjöf, Ingveldur, fulltrúi í Sparisjóði vélstjóra, og Guðbjörg, hárgreiðslu- meistari í Gautaborg. Tengdaforeldrar mínir voru sér- lega samhent og bjuggu börnum sínum öruggt og gott heimili að Vallargötu 16. Þau tóku inn á heim- ili sitt Ingveldi móður Hermanns síðustu árin sem hún lifði og síðar Ingibjörgu móður Margrétar með- an hún hafði fótavist. Hermann hætti sjómennsku 1974 og keyrði vörubíl hjá ísfélaginu næstu 22 árin. Hann lét af störfum rúmlega sjötugur og það er huggun harmi gegn að hann fékk tækifæri til að sinna áhugamálum sínum síð- ustu árin þó að sá tími hafi því mið- ur orðið allt of skammur. Tengda- faðir minn bar þess merki að hafa unnið lengi til sjós. Hann var kvikur í hreyfingum, vaknaði fyrir allar aldir á morgnana og fylgdist grannt með veðurfregnum. Hann bjó einnig yfir þeim eiginleika að geta fengið sér kríu að sjómannasið. Vinnutíminn var langur hjá honum-:. alla tíð, einnig eftir að hann fór að vinna í landi. Oft var mæting á bryggju snemma að morgni og komið heim seint um kvöld. Ekki leika margir það eftir að vinna svo langan vinnudag áram saman, komnir yfir miðjan aldur. Og ekki vora margir veikindadagamir á starfsævinni. Hermann var hag- leiksmaður, hann hélt húsinu á Vall- argötunni vel við og var vel liðtæk- ur við smíðar og bflaviðgerðir. Þegar ég hitti tengdaforeldra mína í fyrsta sinn var ég taugaóstyrk* eins og gengur við slík tækifæri. Ég komst þó fljótlega að því að þar fóra einstök öndvegishjón sem tóku mér opnum örmum. Góð vinátta tókst með þeim og foreldram mínum og var haldin hátíð á Háaleitisbrautinni þegar Vallargötuhjónin komu til Reykjavíkur. Þau festu kaup á íbúð í Hraunbænum íyrir nokkram áram og komu oftar upp á land í seinni tíð til að hitta böm, bamaböm og aðra ættingja. Hermann hafði marga þá mann- kosti sem sjaldgæfastir og verð- mætastir era. Hann var sannarlega vandaður maður, góðhjartaður, trygglyndur, skapgóður og hógvær. Hann hallmælti engum og reyndtí’ ávallt að finna jákvæða hlið á vandamálum. Hann sýndi vel sálar- styrk sinn og æðraleysi þegar hon- um var tjáð fyrir nokkram dögum að hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi. Það er erfitt að finna huggunar- orð á stundum sem þessum, þegar ástvinur er skyndilega kallaður á braut. Þegar frá líða stundir er þó hægt að hugga sig við að Hermann var sáttur við lífið og taldi sig mik- inn gæfumann. Ég kveð tengdaföður minn með miklum söknuði og þakka honum samfylgdina. María J. Ammendrup. . , Formáli miimingar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.