Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 51
MINNINGAR
Þú reyndist góður vinur í raun
þegar á móti blés hjá félögum þín-
um. Þá var það hlýtt viðmót þitt og
hvatningarorð sem gáfu okkur orku
á ný til þess að takast á við við-
fangsefni líðandi stundar.
Það er mikil gæfa að fá að vera
samferða persónum á lífsleiðinni,
sem eru jafn kraftmiklar og gefandi
og þú varst og það ber að þakka.
Kveðjustundin kom skyndilega
og það er erfitt að trúa því að
hvellandi hlátur þinn sé nú þagnað-
ur. Við kveðjum þig með söknuði og
trega en minningin lifir um
skemmtilegar og eftirminnilegar
samverustundir.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Stefaníu, Hákoni Óla, Dóru
Fjólu og fjölskyldum þeiiTa.
Anna Lína og Brynjar.
Lokið er leik - bertan búin,
strembin undir það síðasta en varist
til hins ýtrasta þrátt fyrir veik spil á
hendi.
„Það veldur ekki úrslitum hvort
menn hafa á hendi léleg spil eða góð
heldur hvemig spilað er úr þeim,“
sagði Guðmundur Hákonarson eitt
sinn er rætt var um spil og spila-
mennsku.
Sjálfur gat hann þar trútt um tal-
að eftir langa setu við spilaborð þar
sem á ýmsu valt, slemmur sagðar,
doblað og redoblað og sigur vannst
á stundum en menn „fóru líka dán“.
Þá sögu þekkti Guðmundur Hákon-
arson af eigin raun og þekkist víðar
en í spilum.
Þegar Guðmundur var á fyrsta
ári missti hann móður sína, Ólöfu
Kristjánsdóttur. Ólst því upp í
Kvíabekk á Húsavík hjá móðurfor-
eldrum sínum, hjónunum Kristjáni
Jónssyni og Hólmfríði Friðfinns-
dóttur, þar sem þröng voru húsa-
kynni. Guðmundur naut mikils ást-
ríkis hjá afa sínum og ömmu svo og
móðursystkinum sínum Sigurfjólu
og Friðfinni sem einnig áttu heimili
í Kvíabekk. Faðir Guðmundar var
oft langdvölum að heiman við sjó-
sókn og störf annars staðar, eftir-
sóttur í skiprúm sökum dugnaðar
og atorku.
Snemma tók Guðmundur til
hendi sem önnur börn og unglingar
á Húsavík. Var átta sumur í sveit á
Langavatni í Aðaldal hjá þrem
systkinum sem þar bjuggu. Margar
sögur hafði hann að segja af vinum
sínum Alla á Langavatni og dvöl
sinni þar. Minnisstætt var honum
og skellihló er hann sagði frá komu
Jónasar frá Hriflu að Langavatni til
að hitta vin sinn Alla, framsóknar-
mann og dyggan stuðningsmann
Jónasar. Er Jónas kom auga á Guð-
mund gekk hann til hans, klappaði á
koll honum og sagði: „Blessaður
framsóknarkollurinn." Ekki virðist
sú handaryfirlagning hafa breytt
miklu um stefnu Guðmundar í þeim
málum enda þá orðinn harður krati.
Þegar hann eltist fór hann á ver-
tíð suður með sjó. Stundaði bygg-
ingavinnu á Húsavík nokkur sumur.
Snemma var hann eftirsóttur til
vinnu, kappsamur og duglegur,
ósérhlífinn, glaðbeittur að hverju
sem hann gekk, óvílsamur og hafði
til að bera glaða lund og létta, ómet-
anlegt á hverjum vinnustað. Guð-
mundur tranaði sér ekki fram en
var treyst, vinsæll og vinmargur,
vildi vel gera og til hans var mjög
leitað enda hjálpsamur og gi-eiðvik-
inn.
Snemma gerðist hann áhugasam-
ur um stjórnmál og skipaði sér í
raðir Alþýðuflokksmanna og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum í þágu
flokksins. Flutti tíðum lögeggjan á
fundum. Erfði ekki brýnur við and-
stæðinga í stjórnmálum þótt stund-
um væri hart barist. Hann var
manna ólíklegastur að þykkjast við
eða fara í fýlu, yrði hann undir í
leik. Slíkt var honum fjarri skapi.
Samtakamáttur var honum ofarlega
í hug, þegar hrinda þurfti fram mál-
um, vissi af langri reynslu að .öll
sundrung er vatn á myllu andstæð-
ingsins.
Þegar að kosningum dró færðist
Guðmundur allajafna í aukana og
ekki grunlaust um að hann hafi
stundum haft nokkurt gaman af
orrahríðum. Hann var um fjölda ára
einn af máttarstólpum Aiþýðu-
flokksins á Húsavík.
Guðmundur var eins og áður seg-
ir röskur til vinnu og gekk til verks
án vafninga. Allmörg ár var hann
framkvæmdastjóri Saumastofunnar
Prýði á Húsavík. Þar gekk hann í
flest störf ef á þurfti að halda þótt
ekki fengist hann.þó við saumaskap.
Guðmundur Hákonarson var einn af
snjöllustu bridsspilurum Húsvík-
inga um langt árabil. Snemma hóf
hann þann leik og iðkaði til hins síð-
asta. Hlaut marga sigra á þeim
vettvangi. Þar sem annars staðar
var hann kappsamur, drenglyndur
og vel metinn, leiðbeindi oft ungum
spilamönnum sem nutu leikni hans
og reynslu. Félagar hans fyrr á ár-
um minnast Guðmundar er hann sat
við spilaborð með blik í augum og
bros á vör, hvort sem hann hafði á
hendi hund eða hátromp og sagði
við félaga sína er hann litaðist um:
„Komdu í gær“ og vissi enginn
hvort hann var að blása til sóknar
eða vamar.
Síðustu ár var Guðmundur oft
sárþjáður af sjúkdómi sem margan
hefur leikið illa. Hann kvartaði ekki,
mætti til funda, tók til máls, fylgdist
gi-annt með hvað var að gerast í
þjóðfélaginu, iðkaði brids og tók
þátt í keppni. Um langt árabil hitti
hann á hverjum laugardagsmorgni
nokkra félaga sína úr ýmsum
stjórnmálaflokkum á Hótel Húsavík
þar sem málin voru rædd yfir kaffi-
sopa.
Viku fyrir andlát sitt sat Guð-
mundur við spil með félögum sínum.
Laugardaginn 9. okt. ók dóttir hans
honum til Akureyrar þar sem hann
vitjaði konu sinnar sem þar dvaldi á
sjúkrahúsi eftir læknisaðgerð.
Sunnudaginn 10. okt. kl. 11 að
kveldi var Guðmundur fluttur á
sjúkrahúsið á Húsavík. Þar dvaldi
hann um nóttina á stofu með spila-
félaga sínum til margra ára. Saman
höfðu þeir unnið marga eftirminni-
lega sigra við spilaborðið. Þeir rifj-
uðu upp spil sín frá mánudeginum
áður og sitthvað fleira frá fyrri
spiladögum. Um klukkan sex um
morguninn var Guðmundur fluttur
til Akureyrar þar sem hann lést
skömmu fyrir hádegi. Bertunni var
lokið þar sem reynt hafði verið að
spila úr eftir bestu getu.
Margur saknar nú góðs vinar og
félaga.
Stefaníu Halldórsdóttur, Hákoni
Ola, Dóru Fjólu og nánustu ættingj-
um Guðmundar Hákonarsonar er
hér vottuð samúð.
Siguijón Jóhannesson.
Það blöktu fánar í hálfa stöng á
Húsavík mánudaginn 11. október sl.
Það var Agúst á skrifstofum verka-
lýðsfélaganna á Húsavík, sem bar
mér þær sorgarfréttir að vinur okk-
ar Gvendur Hákonar hefði verið að
deyja. Mig setti hljóðan. Nú yrði
ekki framar knúið dyra hjá mér og
Guðmundur Hákonarson stæði
kankvís í dyrunum, ákafur í að taka
stutta og snarpa umræðu um póli-
tíkina. Þeirra stunda mun ég sakna.
Guðmundur Hákonarson var
Húsvíkingur í húð og hár. Mara-
maður af þeirri stóru fjölskyldu
jafnaðai-manna sem löngum hefur
sett sterkan svip sinn á það samfé-
lag sem lifað er hér við flóann, undir
lágu fjalli og Kinnarfjöllin tignar-
myndin fyrh- handan.
Þó kynni okkar Guðmundar hafi
náð hámarki á síðustu árum þá man
ég hann vel sem athafnamann við
síldarsöltun hjá Höfðaveri hf. og
síðar sem framkvæmdastjóra
saumastofunnar Prýði hf. Auk
þessa gegndi hann mörgum trúnað-
arstörfum fyrir samfélag sitt, sat
m.a. í bæjarstjóm fyrir Alþýðim.
flokkinn hér á Húsavík í 12 ár ojp-
var lengi stjómarmaður í Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur.
Guðmundur var þannig virkur og
skyldurækinn í uppbyggingu síns
kæra heimabæjar og góður þegn.
Hann var áhugamaður og kapps-
maður hvort heldur var um brids,
íþróttir eða pólitík og það var
einmitt í pólitíkinni sem leiðir okkar
lágu mest saman. Að undirbúningi
þess að samfylkja jafnaðarmönnum
hér á Húsavík unnum við Guðmund-
ur saman. I það starf lagði hann sig
óskiptur þótt á þeim tíma glímdi
hann við erfiðan sjúkdóm.
Uppskei’an var sigur sem í mín-
um huga helgaðist af því hve Guð-
mundur og hans mörgu félagar
gengu heilir til verks. Niðurstaðan á
Húsavík vakti athygli á landsvísu.
Næsta skref var baráttan fyrir Al-
þingiskosningar og enn var Guð-
mundur mættur til starfa og áhuga-
samur sem aldrei fyrr. Þar var hann
stoð og stytta, gat í senn verið já-
kvæður og gagnrýninn, gaf ábend-
ingar og tók undir góð ráð og lagði
mikið af mörkum til baráttunnar af
þein-i hógværð sem aðeins getur
uppskorið virðingu.
Það var gott að kynnast manni
eins og Guðmundi og eiga hann að-C
félaga og vini. í minningu hans
höldum við ótrauð áfram að settu
marki.
Um leið og Samfylkingarfólk
þakkar honum óbilandi stuðning við
að láta draum okkar rætast er fjöl-
skyldu hans, Stefaníu, Hákoni og
Dóru Fjólu, tengdabömunum og
barnabömum og ástvinum öllum
sendar samúðarkveðjur. Megi al-
góður Guð styrkja þau á sorgar-
stundu.
Örlygur Hnefill Jónsson.
SIGURBJÖRG
ÞORLEIFSDÓTTIR
+ Sigurbjörg Þor-
leifsdóttir
fæddist á Karls-
skála við Reyðar-
fjörð 10. júlí 1906.
Hún lést 4. október
síðastliðinn. Sigur-
björg var dóttir
hjónanna Margrét-
ar Þorsteinsdóttur,
f. 25. júlí 1874, d.
29. júlí 1949, og
Þorleifs Stefáns-
sonar útvegsbónda,
f. 13. september
1875, d. 1918.
Systkini: Tvíbura-
bróðir Sigurður, f. 10. júlí
1906, d. 1926; Þórir, f. 18. nóv-
ember 1908, látinn; Páll, f. 13.
febrúar 1910, búsettur í Hafn-
arfirði; Stefán, f. 27. september
1911, búsettur í Kópavogi; Ei-
ríkur, f. 23. maí 1913, látinn,
og Magnús, f. 19. september
1914, látinn.
Sigurbjörg giftist Jóni Kr.
Tómassyni árið 1926. Þau áttu
saman tvo syni: 1) Þorleifur, f.
13. ágúst 1927, d. 10. mars
1981, eftirlifandi sambýliskona
hans er Britha Huseby, búsett í
Hún amma mín er dáin, haldreip-
ið mitt mestanpart lífs míns. Hún
tók mig að sér þegar ég var eins og
hálfs árs og pabbi og mamma höfðu
slitið samvistir, svo að segja má að
hún hafi verið móðir mín, þó að ekki
hafi hún fætt mig, þá ól hún mig
upp og kom mér til manns eins og
sagt er. Hún var óþreytandi að
segja mér sögur úr bemsku sinni á
Karlskála við Reyðarfjörð en hún
ólst upp á Kömbum sem voru þar í
túnfætinum. Oft þegar ég var lítil
og átti að fara að sofa var ég ekki
tilbúin til þess og sagði þá gjarnan:
„Amma, viltu segja mér sögu af því,
þegar þú varst lítil?“ Það brást
ekki, sagan kom, það var alltaf af
nógu að taka. Það var greinilega
Hafnarfirði. 2) Vil-
berg Sigurður, f.
17. ágúst 1929, bú-
settur í Hafnarfirði,
hann á tvö börn
með Jóhönnu Ög-
mundsdóttur, fyrri
sambýliskonu sinni,
þau Sigrúnu, f. 8.
apríl 1953, og Grét-
ar, f. 15. júní 1954,
þau slitu samvistir
og með annarri
sambýliskonu sinni,
Jensu Nikulásdótt-
ur, á hann fjögur
börn, þau Pétur
Daníel, f. 2. júní 1959, Jónu
Björgu, f. 10. ágúst 1960, Þröst,
f. 23. október 1965, og Soffíu, f.
4. september 1970, en þau slitu
einnig samvistir.
Árið 1942 giftist Sigurbjörg
Jóni Ásgeirssyni, nú látinn, þau
skildu árið 1948. Árið 1962 gift-
ist hún Markúsi Jónssyni, f. 13.
ágpíst 1906, d. 29. apríl 1992.
Hún átti átta langömmubörn og
þrjú langalangömmubörn.
Utför Sigurbjargar var gerð
frá Fossvogskapellu 13. októ-
ber.
mikið líf og fjör á bæjunum þeim,
enda mannmargt mjög. Hún unni
staðnum alla tíð og sagði svo vel frá
að hann stóð manni lifandi fyrir
hugskotssjónum,
I upphafi voru systkinin sjö, hún
eina stelpan og sex bræður, þar til
tvíburabróðir hennar Sigurður
drukknaði 19 ára gamall. Það var
ekki eina áfallið sem henti þau systk-
inin í bemsku því að faðir þeirra
drukknaði þegar amma var 12 ára.
Hún amma mín elskaði líka tón-
list og spilaði á orgel sér og öðrum
til gamans. Hún saumaði fyrir fólk
og fljótlega kenndi hún mér hand-
bragðið og um 10 ára aldur var ég
farin að aðstoða hana við handsaum,
að falda kjóla og þess háttar.
Hún var glaðlynd og hafði ríka
kímnigáfu og hló dátt og innilega ef
svo bar undir. Hún hafði ekki bara
gaman af tónlist, ljóðlist stóð henni
einnig hjarta nærri og hún setti sam-
an ótal vísur. Eitt uppáhaldskvæðið
hennar var þetta eftir Pál Ólafsson
sem líka var Austfirðingur:
Tíminn mínar treinir ævistundir.
Likt sem kemba er teygð við tein
treinir hún mér sérhvert mein,
Skyldi hann eftir eiga mig að hespa og spóla
og rekja mína lífsins leið,
láta í höfóld, draga í skeið?
Skyldi hann eftir eiga mig að slíta, hnýta,
skammel troða, skeið að slá,
skjóta þráðum til og frá?
Skyldi hann eftir eiga mig að þæfa,
síðan úr mér sauma fat,
síðast slíta á mig gat?
Skyldi hann eftir eiga mig að bæta?
Það get ég ekki giskað á
engamall held ég verði þá.
Hún amma kenndi mér mikið af
vísum og ljóðum og stundum
kváðumst við á á kvöldin ef ekki var
annað við að vera eða einhverjir
gestir í heimsókn.
Hjá ömmu var jafnan mjög gest-
kvæmt og það var hennar líf og yndi
að taka á móti fólki, hún var mjög
félagslynd og gestrisin. Það leið
varla sá dagur að ekki kæmi einn
eða fleiri í kaffisopa og pönnukökur,
annaðhvort nágrannar eða lengra
að komnir.
Stærsta áfall ömmu var, þegar
hún fór að missa sjónina. 72 ára
greindist hún með gláku og þegar
hún var 80 ára sá hún vart mun
dags og nætur. Þessi kona sem lifði
fyrir að lesa, að sauma föt og aðrar
hannyrðir var nánast niðurbrotin
þegar hún gat ekki lengur sinnt
þessum áhugamálum sínum og 1992
þegar maðurinn hennai- hann Mark-
ús dó, lá leiðin á elliheimili vegna
blindunnar. Fyrst á Ás í Hveragerði
í nokkra mánuði, en svo á Sólvang í
Hafnarfirði, en þangað vildi hún
fara, því að bestu árum ævi sinnar
hafði hún eytt í Hafnarfirði. Bræður
hennar Páll og Magnús og ída kona
hans komu til hennar mjög reglu-
lega og hún var mjög sæl með það.
Eg heimsótti hana líka eins oft og
ég gat, þar til ég fór að vinna er-
lendis fyrir rúmu ári, þá tóku dætur
mínar við.
Ömmu sá ég síðast í maí sl. þegar
ég var heima í stuttu fríi. Ég minn-
ist hennar sem sterks persónuleika,
mjög sjálfstæðrar konu sem ekki
var upp á aðra komin. Hún var alla
tíð mjög stolt af sínum nánustu.
Ég bið góðan guð að geyma þig,
amma mín, og veit að nú ertu á
betri stað og hittir þá sem þú
elskaðir mest.
Elsku amma mín, minning þín er
svo sterk, en þó svo blíð. Ég minnist
þín og alls sem þú gafst mér um alla
tíð.
Blessuð sé minning þín.
Sigrún Vilbergsdóttir.
Elsku amma mín, ég kveð þig í
síðasta sinn í dag og þakka fyrir all-
ar stundirnar sem við áttum. Þú
kenndir mér svo margt, bænimar
mínar og að spila. Margar stundim-
ar áttum við í stofunni, að spila
kasínu og marías, ef afi nennti að
vera með var tekinn manni. Mínar
bestu æskuminningar em úr litla
húsinu í Bláskógum 1.
Guð geymi þig amma mín.
Nú leggégaugun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Sigurbjörg Lára Svavarsdóttir.
Elsku amma mín, hér er lítið vers
til þín:
0, Jesús, séu orðin þín
andláts síðasta huggun mín.
Sál minni verði þá sælan vís
með sjálfum þér í Paradís.
(H. Pétursson)
Hvíl í friði.
Sylvía Svavarsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinai’höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við bii-tingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttii-
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur i veg fyrir tvíverkn-
að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali
eru nefndar DOS-textaski-ár. Þá era ritvinnslukerfm Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.