Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.10.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 59 FRÉTTIR — Grænt og gómsætt flytur GRÆNT og gómsætt ehf. hefur flutt starfsemi sína á Dalveg 24, Kópavogi. Eigendur eru sem fyrr þær Júlía Sigurðardóttir og Fríða Sophía Böðvarsdóttir. Þær stofnuðu fyrirtækið 1. júlí Fyrsti lands- fundur YG FYRSTI reglulegi landsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs verður haldinn dagana 22.-24. október nk. á Fosshótel KEA, Akureyri. Fundurinn hefst með sérstakri setningarhátíð í Borgarbíói þar sem flutt verða ávörp og boðið upp á menningaratriði auk setningar- ræðu formanns ílokksins. Setning- arhátíðin er öllum opin. Að öðru leyti fer fundurinn fram á Fosshótr eli KEA. Fundurinn er haldinn á Akureyri að þessu sinni í samræmi við þá stefnu sem flokksstjóm hef- ur mótað að halda landsfundi og aðra stærri atburði á vegum hreyf- ingarinnar til skiptis í ólíkum lands- hlutum, segir í fréttatilkynningu. Sérstakur gestur fundarins verður Hogni Hoydal, þingmaður færeyska Þjóðveldisflokksins og ráðherra sjálfstæðismála í fær- eysku landsstjóminni. Mun hann flytja erindi og svara fyrirspurnum milli kl. 13.30 og 15 á laugardag á Hótel KEA. Aðgangur er öllum heimill. Rúmlega eitthundrað fulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum og er hann opinn öllum félögum í Vinstrihreyfingunni - grænu fram- boði, segir ennfremur. Fyrir landsfundinum munu liggja fjölmörg verkefni svo sem lagabreytingar, bráðabirgðaupp- gjör vegna kosningabaráttunnar og rekstrar flokksins, afgreiðsla stjómmálaályktunar og kosning nýrrar stjórnar. Gömul þjóðleið á Suðurnesjum gengin FERÐAFÉLAG íslands efnir á sunnudagin 17. október til göngu- ferðar um gamla þjóðleið, Hvals- nesveg milli Keflavíkur og Hvals- nes í samvinnu við Suðurnesja- menn. Leiðin liggur um Miðnes- heiði milli Keflavíkur og Mela- bergs, en gengið verður áfram að Hvalsneskirkju og hún skoðuð í lok göngunnar, sem áætað er að taki 4-5 klst. Allir eru velkomnir og er brott- för í ferðina kl. 10:30 frá BSÍ, aust- anmegin, og Mörkinni 6, en rútan stansar við kirkjug. Hafnarfirði og Kaffi Duus Keflavík. í nágrenni Hvalsnes eru Básendar, sem var einn stærsti kaupstaður einokunarverslunar- innar, en eftir Básendaflóðið 1799 lagðist hann í eyði og fluttist versl- unin til Keflavíkur. Ferðafélagið hefur minnt á Básendaflóðið í 1994 og ráku veitingastofuna í Tæknigarði í fimm ár en fluttu á Dalveginn í ágúst sl. Grænt og gómsætt sérhæfir sig í fram- leiðslu á grænmetisréttum. Afgreiðslutími er frá kl. 7-15. nokkmm ferðum á árinu, en ekki gefst þó tími til að fara að Básend- um í þessari ferð. Veglegur í versl- unarsögu Keflavíkur er þáttur Duus-ættarinnar sem þar ríkti 1848-1920 og standa enn hús í Keflavík sem minna á það skeið, segir í fréttatilkynningu. Leikfélag Mosfellssveitar Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir LEIKFÉLAG Mosfellssveitar framsýnir leikritið Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson í Bæjarleikhús- inu í Mosfellsbæ í dag, laugardag, kl. 17. Leikritið er byggt á sögu Rudiard Kipling, tónlist og texti semur Ólafur Haukur og er upp- færsla þessi í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Leikgerðin er frábrugðin fyrri leikgerðum þar sem Valgeir samdi ný lög við texta Ólafs Hauks ásamt því að semja nýtt lokalag og texta við það. Leikritið er fjölskylduleikrit og margar persónur fylla það lífi svo sem kötturinn sem leikinn er af Unni Lárasardóttur. Leikrit var valið til að fara á leiklistarhátíð í Uddevalla í Svíþjóð sl. vor. Næsta sýning verður á morgun, sunnudag, kl. 15. Danskeppnin í Brentwood Náðu aftur þriðja sæti JÓNATAN Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir, Gull- toppi, náðu aftur þriðja sætinu í flokki 11 ára og yngri í sígildum samkvæmisdönsum í danskeppn- inni sem haldin er í Brentwood á Englandi. Þau höfðu áður náð þriðja sætinu á þriðjudag í suður- amerískum dönsum. Afhenti trúnaðar- bréf HELGI Ágústsson sendiherra afhenti 7. október Valdas Adamkus, forseta Litháen, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands í Litháen með aðsetur í Kaupmannahöfn. Kristalsdagar í Elliðaárdal! Orkuveitan, í samvinnu vib Reykjavík, menningarborg Evrópu árib 2000, stendurfyrir kristalsdögum í Ellibaárdal um helgina og aftur 5. og 6. nóvember. Dagskráin verbur ab hluta helgub samstarfi menningarborga Evrópu þar sem töfrakristallinn KIDE verbur í brennidepli. Laugardagur 16. október • Gönguferb um Ellibaárdal Máttur töfrakristalsins KIDE kannabur. Lagt af stab frá gömlu rafstöbinni kl. 14 og 15.30. • Leibsögn: Helgi M. Sigurbsson sagnfræbingur, einn höfunda bókarinnar Ellibaárdalur- land og saga. • Létt hressing fyrir þátttakendur í lok göngunnar. HKNNINCARBOBfl ■VNAPU ARIO 2000 Leggbu lófa á töfrablettinn Auglit mitt og snertu, sjábu og hlustabu. Hugsanir þínar Ljósib íaugum okkar Sunnudagur 17. október kl. 14-17. Komdu og sjábu hvab er ab gerast í öbrum menningarborgum Evrópu - á sama tíma! „Hvab sérbu í kristalnum?" Nýstárleg teiknisamkeppni hefst kl.14 og stendur yfir til 3. nóv. en þá rennurskila- fresturinn út. Þátttakendur geta unnib ab myndunum á stabnum, þar sem öll teikni- gögn eru fyrir hendi, en einnig heima. Clæsileg verblaun, mebal annars tölva og Dreamcast leikjatölva, verba veitt fyrir fimm bestu myndirnar. Á dagskrá verbur mebal annars: • Töfratívolí • Víkingarnir koma • Landsbjörg kynnir björgunarbúnab ® Solla stirba og Halla hrekkjusvín verba á svœbinu • Flugdrekasýning á vegum Breibabliks • Bein útsending á Gull 90.9 og Létt 96.7 ® Blöbrur • Tónlist, grín og gaman • Veitingar Drífbu alla fjölskylduna í dalinn og njótib útivistar, haustlita og frábœrrar skemmtunar. Orkuveita Dagskráin fer fram a& hluta í stóru upphitu&u tjaldi. Reykjavíkur Xétt 96,7 TÖtíHÍvOlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.