Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 62

Morgunblaðið - 16.10.1999, Page 62
> 62 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Ljóska Smáfólk Hvað er Þetta er Ég á að svara spurningura Hvað sagðirðu þetta? fjölskyldu- um bræður og systur. um mig? „virðuleg ummæli". m könnun. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ofríki þj óðkirkj unnar Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: EG VIL taka heils hugar undir skrif Oddgeirs Einarssonar, laganema, í Morgunblaðinu 9. okt. um réttar- stöðu þeirra, sem kjósa að standa ut- an trúfélaga. Ég hef nokkrum sinn- um látið óánægju mína í ljós vegna þess misréttis, sem viðgengst í skjóli fáránlegra laga um forréttindi trúfé- laga. Um er að ræða forréttindi þjóð- kirkjunnar gagnvart öllum utan hennar svo og forréttindi viður- kenndra trúarsöfnuða umfram þann hóp, sem stendur utan trúfélaga. Siðfræðistofnun Háskóla íslands er í raun ómagi á framfæri þessa síðast- talda hóps. Þjóðkirkjan fer með meirihlutavald í stjórn Siðfræði- stofnunar HÍ, en ekki virðist það valda siðvitund viðkomandi guð- menna neinum óþægindum, að einmitt þeir skuli til þess kjörnir að ráðstafa skattfé hinna, sem ekki vilja tengjast neins konar „religion“. Eg hef á sl. 5 árum skrifað ýmsum aðilum (starfandi lögfræðingi, menntamálaráðherra, umboðsmanni Alþingis, formanni siðfræðistofnunar HI o.fl.) varðandi þetta mál og fengið nokkuð samhljóða svör, þess efnis að lögin séu ótvíræð, en enginn þeirra hefur lagt í að réttlæta þau. Það er ekki árennilegt að reka mál sem snýst um, hvort lagagrein samrýmist nútímalegum mannréttindaákvæð- um, sem binda hendur löggjafans, og misréttið viðgengst, meðan enginn leggur í dýran og erfiðan málarekst- ur. Þorgeir Þorgeirson rithöfundur og Jón Kristinsson hafa þó báðir lagt í sambærilega hluti og unnið fræki- lega sigra. Þess vegna erum við nú laus við svívirður af öðrum toga, en trúmálin eru íslendingum ekki svo mikilvæg að neinn hafi ennþá lagt á sig að freista baráttuleiðar þeirra Þorgeirs og Jóns. I löndum, þar sem trúmálum var nýlega skapað svigrúm eftir áratuga dvala, er þessum málum sums staðar skipað á annan og vitrænni veg. I Ungverjalandi er jafnrétti fólks t.d. þjónað með því að hver skattgreið- andi úthlutar 1% skattgjalda sinna til þeirrar menningar eða félags- starfsemi, sem hann sjálfur velur. Um þetta las ég í blaðinu, Eventoj (seinna hefti janúarmánaðar 1997), sem gefið er út af þarlendum esper- antistum, og flytur fréttir hvaðanæva að úr heimsbyggðinni. Þar er einnig sagt að í landinu fari fram kynningarátak ýmissa samtaka um lista- og menningartengd mál til að fá velvild skattgreiðenda sér til handa. Þetta mættu þeir hugleiða, sem býsnast nú yfir framlagi ríkis- sjóðs til ákveðinna listgreina. Eftir stendur að félagar nokkurra trúfélaga á íslandi, eins og þjóð- kirkjunnar, bahaítrúar, ásatrúar o.m.fl. fá að ráðstafa hluta skattpen- inga sinna til eigin félagsstarfsemi, en þeir, sem ekki vilja taka sér stöðu í neinum af hinum opinberlega viður- kenndu trúarsöfnuðum á Islandi, mega una því, að tilsvarandi hluta af skattfé þeirra sé ráðstafað af mönn- um, sem hafa frama sinn og/eða framfærslu af því að tilheyra þjóð- kirkjunni (skv. heimasíðu HÍ eru það nú Björn Björnsson prófessor og séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir). Sá hópur manna, sem tekur sér stöðu utan trúfélaga hérlendis, býr sannar- lega við minni mannréttindi en aðrir! JÓN HAPSTEINN JÓNSSON, fyrrv. menntaskólakennari. Þekkir einhver fólkið? Frá Einari Vilhjálmssyni: ÞESSAR myndir eru líklega frá Seyðisfírði og voru teknar einhvem tíma á þriðja áratugnum. Önnur konan á minni myndinni hefur líklega verið kölluð Bogga Valtýs, en það nafn er skrifað aftan á myndina. Kannist einhver við fólkið er sá hinn sami vinsamlega beðinn að hafa samband við undirritaðan í síma 565-7752. EINAR VILH JÁLMSSON, Smáraflöt 10, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.