Morgunblaðið - 16.10.1999, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 16.10.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Jóhann G. Jóhannsson situr ekki auðum höndum Á fleygiferð milli tveggja ólíkra heima Morgunblaðið/Golli Jóhann G. Jóhannsson leikur unglinginn Moritz Stiefel í leikritinu Vorið vaknar sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Dóra Ósk Halldórsdóttir hitti Jóhann og spurði hann um unglingsárin og grunsam- lega tíð ferðalög erlendis. LEIKRITIÐ Vorið vaknar var samið í Þýskalandi af Frank Wedekind árið 1891. Það var fyrst frumsýnt árið 1905 og þótti djarft á sínum tíma. Verkið hefur oft verið sýnd og margir telja yrkisefnið það sígilt að þótt unglingar nútímans þyki heldur forframaðri en jafnaldrar jDeirra við síðustu aldarlok geti þeir samt fundið til samkenndar með unglingum leikritsins. „Leikritið fjallar fyrst og fremst um hvatimar og þær hafa ekkert breyst," segir Jóhann og hlær. „Við erum að fjalla um 14 ára unglinga sem búa í þjóðfélagi þar sem upplýs- ing um kynferðismál er afar lítil og öll opinber umræða um þessa hluti er reyrð niður og bæld. Vissulega er umræðan orðin meiri um þessi mál en unglingar eru samt ennþá að kljást við mörg sömu vandamálin og jafn- aldrar þeirra fyrir hundrað árum. Stelpumar byr-ja á blæðingum og strákarnir vakna blautir og ennþá em þau að rífa í hár og berja hvert annað, því þau vita ekkert hvað þau eiga að gera við þessa orku.“ Jóhann segir að þótt vissulega sé þjóðfélag verksins æði ólíkt nútímalífi hafi samt þær þrjár sögur unglinga sem sagðar em í verkinu ýmislegt fram að færa fyrir unglinga í dag. „Þessir þrír unglingar velja ólíkar leiðir til að ráða við hvatir sínar og af- leiðingamar koma í ljós.“ - Nú er Mauritz rnjög hræddur við að falla í skólanum. „Já, hann er það en samt er hann ennþá meira hræddur við að missa ást foreldranna. Hann hugsar sem svo að ef hann falli í skólanum þá muni for- eldramir hætta að elska hann og þá sé ekkert framundan.“ - Hvernig er að setja sig í spor ung- lings í annað sinn? , Ja, það er nú svo stutt síðan ég var unglingur," segir Jóhann léttm- í bragði. „Þetta er svolítið sérstakt að því leyti að verkið er tímalaust þannig að við tölum ekki um að allt sé „steikt“ eða notum slang nútímakrakka. En þetta reyndist okkur sem hóp bara mjög auðvelt. Við lögðum ekki aðalá- hersluna á það að einbh'na á að við værum að túlka 14 ára unglinga held- ur völdum þá leið að láta textann stjóma ferðinni. En auðvitað koma óþohð, stappið og þessir líkamlegu þættir þessara ára inn í túlkunina.“ -Finnst þér ekki mikilvægt að halda tengslum við unglinginn í sjálf- um þér? „Jú, jú,“ segir Jóhann og hlær hálfhlessa á spurningunni. „Jú, þó ekki væri nema vegna minna eigin barna. Maður má ekki gleyma því hvernig maður upplifði þessi ár sjálf- ur. En reyndar voru mín unglingsár mjög ljúf og gengu átakalaust fyrir sig þótt vissulega geri ég mér grein fyrir því að þessum ámm fylgja skjálftar og eldgos.“ - En nú ert þú í fleiri hlutverkum en hlutverki Maurítz og því hefur ver- ið íleygt að þú sért á stöðugu flakki milli landa. „Við lifum í svo hröðu þjóðfélagi að ef maður kann ekki á upplýsinga- tæknina og viðskiptaheiminn sem við lifúm núna í missir maður bara af lest- inni. Og ég vil vera með. Eg er með BA-gráðu frá Bandaríkjunum í leiklist og hef lengi gengið með það í magan- um að bæta við mig einhverju hag- nýtu námi. Því ákvað ég að fara til há- skólans í Exeter í Englands og fara í meistaranám í viðskiptastjómun. - En nú virðist gengi þitt í leikhús- inu það gott að engin þörf sé á hag- nýtu námi sem stendur. „Já, það er rétt og í raun og vem gæti ég ekki gert þetta nema með vel- vild Þórhildar [Þorleifsdóttur] sem ég get samræmt vem mína í leikhúsinu og þetta ársnám mitt í Englandi og á hún miklar þakkir skildar fyrir. En þetta er hennar stefna að reyna að styðja sitt fólk til að fylgja eftir draumum sínum. Og ég er ekkert að hætta í leiklist þótt ég sé að bæta við mig í námi.“ -En hvemig gengur þetta upp að vera í námi í Englandi og leika eitt að- alhlutverkið í Voríð vaknar? „Það á nú bai’a eftir að koma í Ijós. Eins og staðan er núna flýg ég heim til Islands til að leika í sýningunni, en endanleg ákvörðun hefur ekki ennþá verið tekin um hvort ég held áfram að leika Mauritz eða annar verður feng- inn í minn stað.“ Baráttan um athyglina Fréttamennska er stunduð af kappi í báðum sjónvarpsstöðvun- um og í fjölmiðlum yfirleitt, sem vilja láta taka sig alvarlega. Þó verður stundum slík ofkeyrsla í fréttum, einkum á því sviði sem fréttamenn flokka undir pólitík, að fréttastofur eru lengi að ná upp virðingu sinni á eftir. Nú um helg- ina var að sjálfsögðu sagt mikið frá komu Hillary Clinton forsetafníar í Bandaríkjunum hingað. Fór það allt fram samkvæmt til- efiii og reglum, en konan vön mannamótum og þakk- arræðum og svaraði vel þrálátri spurningu okkar: „How Do You Like Iceland?“, en fleira virðumst við ekki eiga vantalað við vini okk- ar erlenda. Síðan kom önnur frétt eins og skrattinn úr sauðarleggn- um og hafði næstum skyggt á Hill- ary hvað snerti alvöruþunga og tímalenjgd. Það var frétt um ein- hvern Arna Þór, sem yfirgaf fimm- tíu manna fund gamalla kommún- ista í Reykjavík er sátu með frjáls- lyndara fólki í svonefndri Samfylk- ingu, til að ná einhverjum áttum í vinstriþokunni. Undrun vakti hvað miklum tíma vai’ varið í frétt af þessu brotthlaupi. Kom þá á dag- inn samkvæmt upplýsingum Mar- grétar Frímannsdóttur, fyrir- svarsmanns Samfylkingarinnar, að nefndm’ Árni Þór hefði hringt í fjölmiðla til að segja þeim að koma fund í fámennisfélagi Alþýðu- bandalagsins, af því hann, sjálft stórmennið, ætlaði að ganga á dyr. Og fréttamenn hlýddu. Þetta er eins og í gamla daga þegar Pétur Hoffmann var í fréttum í grút- alvarlegum blöðum með heims- ábyrgð. Ríkiskassinn bætir sig til muna þessa dagana og virðist í bili a.m.k. kominn yfir verstu íþróttaflækj- urnar, hvort sem það er nú fót- bolti, handbolti eða golf, en svo virtist á tímabili, að allt væri betra en venjuleg dagskrá sem hægt væri að horfa á. Nú er kominn Frasier og Derrick og í síð- SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI ustu viku bættist Þetta helst... hópinn undir stjóm Hildar Helgu Sigurðardóttir og vantar ekkert á gamansemina. Hún hafði með sér m.a. Hallgrím Helgason og vann hann keppnina með glæsibrag ásamt huldukonunni, sem er ekki lengur huldukona heldur ein af bestu leikkonum okkar, svo útlit er fyrir að sæmilega sé séð fyrir lífi þáttarins í vetur. Því miður sá ég ekki nýja þáttinn hans Sigmars B., Eldhús sannleikans. Hann hefrn’ með matargerð að gera og mætti ætla við fyrstu sýn á titlinum, að átt væri við þann sið fyrrum mat- reiðslumanna, að steikja hrossa- kjöt með þeim hætti, að hægt væri að selja réttinn sem nautakjöt. Á laugai’dagskvöld sýndi ríkis- kassinn að nýju þáttinn Stutt í spunann og tókst hann vel. Búið er að skipta um konu sem stjórnanda, en nú stjórna þættinum þau Hjálmar Hjálmarsson og Hera Björk Þórhallsdóttir. Þátturinn er með eilítið öðru sniði en áður og er það vel, en svona til að byrja með saknar maður fyrri kvenstjórn- anda. Á fostudaginn sýndi ríkiskass- inn kvikmyndina Ljúfar stundir, sérkennilega mynd um ævi mafíu- foringjans Sams Giancana, sem tók saman við stúlkuna Phyllis McGuire, sem söng í tríói ásamt tveimur systrum í Las Vegas. Bandaríkjamenn gera sér alltaf mikinn mat úr mafíuforingjum og er engu líkara en einhver annar mafíóso hafi leikstýi-t myndinni, svo mannlega er hún gerð um erki- bófann og morðingjann Giancana. Gamli Joe Kennedy var að vinna að því að sonur hans næði kosingu sem forseti Bandaríkjanna og kemur það fram í myndinni að hann hafi leitað til Giancana um stuðning. Einnig má skilja á myndinni að CLA hafi leitað til Gi- ancana um að drepa Castro. Hann lagði til að vindlar hans yrðu eitr- aðir. En það sérkennilegasta við þennan Giancana var, að hann komst í fjölmiðla vegna þráláts orðróms um kvennafar Kennedys forseta. Átti Giancana að hafa út- vegað honum konur og var ein þeirra nafngreind, en hún hafði áð- ur verið hjákona Giancana. Allt er þetta liðið og ný kvennaför stór- menna tekin við. Sá varð endir mafíósans Giancana, að honum var boðið í mat af öðrum mafíósa, sem í miðri steik tók upp skammbyssu og skaut gestinn oní steikina. Sá er endir illþýðis. Indriði G. Þorseinsson LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 67c 9{œ.turga[inn Dans- og skemmtistaður — alltaf lifandi tónlist í kvöld leika Léttir sprettir ^ Opið frá kl. 22—3 — sími 587 6080 Stórdansleikur með hljómsveitinni Upplyftingu í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld, laugardaginn 16. október. Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir. Illllll leikurfyrirdansi frákL 22.00 íkvöld. Söngvarar: Sigrún Eva Ármannsdóttir og Reynir Guðmundsson Radisson S4S SAGA HOTEL REYKjAVÍK HAGATORGI f dag kl. 16.00 Miðasala við innganginn - Sími 530 1919 SINFÓNÍAN Létt og leikandi tónlist úr hringiðu leikhússins. Hin evrópska óperetta og söngleikurinn ameríski eiga ýmislegt sameiginlegt, svo sem lífsgleði og ótrúlegt safn af skemmtilegum lögum. Flutt verða brot úr verkum eftir Stolz, Suppé, Rodgers, Kern, Gershwin og fleiri. Hljómsveítarstjóri: Bernharður Wilkinson Einsöngvarar: Bergþór Pálsson Hanna Dóra Sturludóttir Háskólabíó v/Hagatorg Simi 562 2255 www.sinfonia.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.