Morgunblaðið - 16.10.1999, Síða 70

Morgunblaðið - 16.10.1999, Síða 70
^70 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ EG Skrifstofubúnaður ehf. Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901 Blöndunartæki Rafeindastýrt, snertifrítt blöndunartæki. Hentar sérlega vel fyrir matvælaiðnað, læknastofur, veitingastaði o.fl. Einnig fyrir heimili. Geberit - Svissnesk gæði T€HGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Simi: 564 1088 • Fax: 564 1089 Fást i bygginga vöru verslunum um iand allt KISS með óvænta uppákomu á Gauknum Rándýrið gengur laust UNGAROKKKLÚBBURINN Rándýrið er samansafn af „sveittum rokkurum“ sem fá útrás fyrir villidýrið í sér nokkrum sinnum á ári og á næstunni heldur félagsskapurinn upp á fimm ára af- mæli. Þeir tóku forskot á sæluna síðastliðinn miðvikudag þegar sveit- irnar The Iron Maidens og Kiss tróðu upp á Gauknum. Vakti athygli að stífmálaðir meðlimir Kossins fóru hamförum, bæði í tali og fram- komu. Fremst í flokki fór stjarnan, eða í það minnsta maðurinn með stjömuna, Paul Stanley, og er Vil- hjálmur Goði einkar góður vinur hans. Blaðamaður sló á þráðinn til hans. „Ertu að taka þetta upp,“ seg- ir Vilhjálmur. „Ég vil ekkert segja um þetta opinberlega," flýtir hann sér að bæta við. Vakning þungarokksins Eftir stutt samtal sem algjör lejmd hvílir yfír fellst hann á að segja aðeins frá aðdraganda kvölds- ins. „Ég og Sveinn Þórir Geirsson leikari hittumst fyrir nokkrum ár- um og fórum að ræða um Kiss,“ segir Vilhjálmur. „Okkur fannst frábær hugmynd að halda Kiss- kvöld hérlendis og eftir þó nokkra tilburði í þá áttina datt það upp fyr- ir vegna kostnaðar, annríkis og skorts á staðfestu. Það var því kær- komið þegar Undirtónar og Rán- dýrið höfðu samband við okkur og hvöttu okkur til þess að taka þátt í þessari rokkvakningu, - enda alltof mikið af einhæfu poppi sem tröllríð- ur samfélaginu." Tilefnið kom þegar efnt var til for- sýningar á kvikmynd sem Kiss fram- leiddi og fjallar um fjóra stráka á leið á Kiss-tónleika árið 1978. „Þetta er algjör strákamynd sem okkur fannst stórskemmtileg," segir Vilhjálmur sem ákvað að kýla á Kiss-tónleika í kjölfarið. „Kiss er náttúrlega besta leiðin til þess að vekja athygli á Kiss,“ segir hann. „Þú ferð ekki að mynda stemmningu fyrir Kiss og hafa ekkert Kiss. Það væri eins og að selja snúða án þess að hafa snúða.“ Vitum hvernig þeir hugsa Vilhjálmur Goði segist þekkja best til Pauls Stanleys af meðlimum Kiss. „Ég get sungið svipað og hann þegar bærilega liggur á,“ segir hann kæruleysislega. „Sveinn Þórir er sálufélagi Ace Érahley og Berg- ur Geirsson vinur minn þekkir Gene Simmons vel og nær við hann góðu andlegu sambandi. Gene er svona maður sem sýnir stundum smávegis af tungunni en undir niðri liðast tunguferlíki sem er beintengt við skrambann sjálfan. Svo þekkjum við líka trommuleikarana Peter Chris og Eric Carr. Hannes vinur minn, sem er trymbill Dead Sea Gekk vel þrátt fyrir byrjendabrag „Við höfum ekki áður farið saman í skipulagða ferð í keilu en vel getur verið að einhverjir hafí farið upp á eigin spýtur." Bæði blindir og sjónskertir tóku þátt og segir Rúnar, sem sjálfur er sjónskertur, að vel hafi gengið að spila. „Blindir sem spila keilu fá að- stoð og eru leiddir að brautinni með kúluna en síðan verða þeir að sveifla henni í átt að brautinni eins og aðrir keiluspilarar.“ Rúnar segir keilu blindra í Bandaríkjunum vera þekkta og að hún sé sjálfsagt einnig spiluð í öðr- um löndum. „Ailir sem tóku þátt voru mjög ánægðir. Sjálfum gekk mér vel en þó nokkur byrjenda- bragur var á þessu hjá mér,“ segir hann og hlær. „Við eigum eflaust eftir að endurtaka þetta aftur og ég vil endilega koma á framfæri þakk- læti til hennar Guðnýjar í Keiluhöll- inni, það var svo vel að þessu stað- ið.“ TÓMSTUNDANEFND Blindrafé- lagsins skipulagði í samstarfi við Keiluhöllina í Öskjuhlíð ferð í keilu á fimmtudaginn og tóku um tíu fé- lagsmenn þátt í henni. Rúnar Hall- dórsson var meðal þeirra og segir ferðina hafa tekist vel í alla staði. GoodLife W 0 M A N Nýi dömuilmurinn Áhorfendur voru vel með á þungarokksnótunum. Apple, þekkir vel tii þeirra. Þannig að við í vinahópnum þekkjum þessa menn og vitum hvemig þeir hugsa.“ Að sögn Vilhjálms á hljómsveit eins og Kiss heima á mörg þúsund manna tónleikum en er samt alltaf til í að gera undantekningar til að komast í gömlu góðu klúbbastemmninguna. ,Á fyrstu tónleikum sem þeir héldu leigðu þeir risasal, limmósínu og síðasti aurinn fór í bensínið á glæsivagn- inn. Þeir máluðu sig og höfðu ekki einu sinni efni á hreinsikremi. En þetta skilaði sér í því að allir héldu að þeir væru frægir og þeir hafa eiginlega verið frægir síðan.“ Enn að jafna sig... Aðspurður um hvenær megi vænta næstu heimsóknar frá Kiss segir Vilhjálmur að þeir séu enn að jafna sig eftir Islandsferðina. „Paul Stanley er nefnilega með ofnæmi fyrir hitaveituvatni. Þeir fóru í Bláa lónið og hárið á þeim varð svo hart að þeir voru alveg í rusli. En það lagaði geðheilsuna svolítið þegar þeir fóru í vélsleðaferð á Mýrdals- jökul með gellum aftaná sem voru í bikiníi. Þannig að þeir lifa í minn- ingunni um góða rokktónleika og fá- klæddar konur og eiga sjálfsagt eft- ir að koma aftur. Ég held þeir hafi verið að spá í að spila einu sinni i nóvember, einu sinni í desember og einu sinni í janúar. Þeir hringja bara - í mesta lagi með þriggja daga fyrirvara - og svo verður bara flogið hingað á einkaþotunni." En af hverju eru þeir að mála sig? „Þetta er bara leikhúspæling," segir Vilhjálmur Goði viss í sinni sök. „Tónleikar eru þegar allt kemur til alls skemmtanabransi eins og leik- hús. Gene Simmons minnir mig t.d. á ævafoma japanska leikhúshefð og menn hljóta að vera að gera eitthvað rétt þegar þeir halda velli í mörg þúsund ár. Skýrar persónur sem breytast ekkert. Höfða sterklega til fólks. Svo er ákveðin dulúðleiki yfir þessu; að bera alltaf sömu andlitin, - þráum við ekki öll ódauðleika?" Morgunblaðið/Sverrir Rúnar Halldórsson hafði gaman af keilunni og félagar hans einnig. Guðlaugur Eysteinsson sýndi góða takta með kúluna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.