Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 241. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Forsetakjör í Argentínu ÞÚSUNDIR stuðningsmanna Eduards Duhalde, frambjóðanda Perónistaflokksins í forsetakosn- ingum sem fram fara í Argentínu í dag, sjást hér safnast saman í miðborg Rosario, annarri stærstu borg landsins, til að hlýða á lokakosningaræðu Duhaldes. Fastlega er búizt við að Duhalde bíði lægri hlut fyrir Fernando de la Rua, borgar- stjóra Buenos Aires, sem er frambjóðandi stærsta stjórnar- andstöðuflokksins. ■ Líklegt/29 Margl er enn á huldu um flugskeytaárásina í miðborg Grosní Ósamræmis gætir í málflutningi Rússa Grosní, Helsinki. AP, Reuters. RUSSNESKIR embættismenn urðu í gær tvísaga um hvort Rússar bæru ábyrgð á flugskeytaárásinni á markaðstorg í miðborg Grosní í fyrrakvöld. Snemma í gær sagði talsmaður á vegum rússneska hersins að árásinni hefði verið beint gegn ólöglegri vopnasölu sem fram hefði farið á torginu og stað- hæfði að engir óbreyttir borgarar hefðu skaðazt. „Sérstök aðgerð okkar gjöreyddi vopnamarkaðnum, með öllum þeim vopnum, sprengiefnum og sölumönnum sem þar voru,“ er haft eftir talsmanninum, Alexander Veklich. Hann bætti við að almennir borg- arar væru ekki á ferli svo seint að kvöldi á stað þar sem glæpamönnum og hryðjuverkamönnum væru seld vopn, fólk væri þá heima hjá sér. Á torginu voru aðallega seld mat- væli af ýmsu tagi og aðrar vörur til heimilishalds og torgið var krökkt af fólki þegar árásin varð. Vitað er að á torginu voru einnig seld vopn þar sem vopnaburður er algengur meðal tjetsjneskra karlmanna. Aðrir rússneskir embættismenn neituðu í gær að Rússar hefðu staðið að baki flugskeytaárásinni eftir að forsætisráðherra landsins, Vladimir F’útín, hafði þvertekið fyrir að svo hefði verið. Pútín, sem í gær fundaði með foiystumönnnum Evrópusam- bandsins (ESB) í Helsinki, fullyrti að árásin væri liður í innbyrðis valdabar- áttu milli andstæðra hópa Tjetsjena. Pútín sagði að rússneskar hersveitir hefðu að öllum líkindum staðið fyrir sérstökum aðgerðum á fimmtudag en að þær aðgerðir hefðu ekkert að gera með flugskeytaárásina í Grosní. Bæði varnarmálaráðherra Rúss- lands, Igor Sergejev, og yfirmaður leyniþjónustunnar, Nikolai Patrus- hev, neituðu að þeir hefðu nokkra vitr neskju um hver stæði að baki árásinni. „Við vitum að vopn voru geymd og seld á markaðstorginu í Grosní en hersveitir okkar gerðu ekki árás á borgina á fimmtudagskvöldið,“ hefur Interfax eftir Sergejev. Hvattir til að láta af stríðsrekstri Reuters Maurice Papon handtekinn á flótta í Sviss og framseldur Fluttur strax í franskt fangelsi París. Reuters. MAURICE Papon, fyrrverandi ráð- herra í Frakklandi sem í fyrra var dæmdur fyrir að hafa aðstoðað við að koma frönskum gyðingum í dauðabúðir nazista á stríðsárunum, var handtekinn á hóteli í Sviss í fyrrinótt, er hann hafði verið í tæp- an sólarhring á flótta undan réttvís- inni. Strax í gær var flogið með hann til Frakklands þar sem hann þarf að afplána 10 ára fangelsisdóm fyrir „glæpi gegn mannkyni" sem stað- festur var í fyrradag, er æðsti dóm- stóll Frakklands hafnaði áfrýjunar- beiðni Papons vegna þess að hann mætti ekki til réttarhaldsins. Svissneska lögreglan fann Papon, sem er á nítugasta aldursári, á lúx- ushóteli í skíðabænum Gstaad. Yfir- völd vísuðu honum umsvifalaust úr landi eftir að hann hafði gengizt undir læknisskoðun, sem sýndi að honum væri óhætt að fljúga. Flogið var með hann í þyrlu til Dijon í Frakklandi og þaðan áfram með flugvél til Fresnes-fangelsisins suð- ur af París. „Sviss er enginn griðastaður fyrir menn sem hafa hlotið dóm fyrir glæpi gegn mannkyni," sagði Ruth Metzler, dómsmálaráðherra Sviss, á blaðamannafundi í Bern. „Það er engin þörf á formlegu framsals- ferli,“ sagði hún. Frakkar hæla Svisslendingum Franska stjómin bar í gær lof á snör handtök svissneskra yfirvalda og lagði áherzlu á að frönsk lög- gæzluyfirvöld hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að hafa hendur í hári Papons. Innanríkisráðherrann Jean-Pierre Chevenement benti á að það hefðu v'erið dómstólar en ekki stjórnin sem stóðu fyrir því að Papon fékk að vera frjáls ferða sinna unz áfrýjun dómsins yfir hon- um var tekin fyrir. Papon er eini fyrrverandi hátt- setti embættismaður Vichy-stjóm- arinnar, sem hlotið hefur dóm fyrir að hafa aðstoðað við gyðingaofsókn- ir nazista. Lögmenn hans hafa sagzt munu kæra þá meðferð sem mál hans hlaut fyrir frönskum dómstól- um til Mannréttindadómstóls Evr- ópu í Strassborg. Reuters „Posthotel Rössli“ í Gstaad, þar sem handtaka Papons fór fram. Stríðsrekstur Rússa í Tjetsjníu kom til umræðu á fundi forystu- manna ESB og Pútíns í Helsinki í gær. Á fundinum hvatti Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finn- lands, til þess að Rússar leituðu leiða til að binda enda á átökin. Finnar fara nú með formennsku innan ESB. ESB-leiðtogarnir kröfðust þess einnig að dregið yrði úr umsvifum rússneska hersins annars staðar í Norður-Kákasus og að hjálparsam- tökum yrði leyft að starfa á svæðinu. Þar era nú hundruð þúsunda flótta- manna á vergangi vegna hernaðarins í Tjetsjeníu og Dagestan. ■ Talið að/30 Skammaður fyrir kj ötbannsmótmæli FRANSKUR eigandi rómaðs veitingastaðar á Englandi hefur hlotið skammir franska sendi- ráðsins í Bretlandi fyrir að strika franska rétti út af matseðlinum í mótmælaskyni við að frönsk stjórnvöld skuli þverskallast við að aflétta banni við innflutningi brezks nautakjöts. Philippe Roy, sem rekur veit- ingastaðinn Le Clos du Roy í Bath á Suðvestur-Englandi, sagð- ist steinhissa á bréfi sem við- skiptaskrifstofa sendiráðsins sendi honum. Þar var amast við því að Roy hafði strikað út franska rétti af matseðlinum og boðið upp á brezka rétti í staðinn, í mótmælaskyni við að innflutn- ingur á brezku nautakjöti til Frakklands skyldi ekki hafa verið leyfður aftur, eftir að Evrópusam- bandið aflétti banni sem það setti vegna „kúariðufársins“. Þetta uppátæki Roys hafði vakið nokkra fjölmiðlaathygli. „Þetta er ótrúlegt. Ég ætla að ramma þetta inn,“ hefur franska fréttastofan AFP eftir Roy. „Mér líður eins og óþekkum dreng sem láðist að spyrja mömmu sína hvort hann mætti tjá sig.“ Robert Hue Formanni kommún- ista stefnt París ÁP ROBERT Hue, leiðtoga Kommún- istaflokks Frakklands, hefur verið stefnt fyrir rétt til að svara fyrir ásakanir um að flokkurinn hafi verið flæktur í fjársvikamál, eftir því sem heimildamenn innan franska dóms- kerfisins greindu frá í gær. Rannsóknardómarinn sem gaf út stefnuna, Laurence Vichnievsky, hefur að sögn heimildamannanna verið að rannsaka meint tengsl Kommúnistaflokksins og Compagnie Générale des Eaux, stórfyrirtækis sem undir breyttu rekstrarformi ber nú heitið Vivendi. Hugsanlegt er að hin væntanlegu réttarhöld muni leiða til þess að Lionel Jospin forsætisráðherra sjái sig knúinn til að slíta stjórnarsam- starfinu við kommúnista. Rannsóknin beinist aðallega að þvi hvort rétt sé að Générale des Eaux hafi í upphafi þessa áratugar greitt um 19 milljónir franka, andvirði um 210 milljóna króna, fyi’ir gervirann- sóknarverkefni sem stofnun á vegum Kommúnistaflokksins átti að „vinna“. Þetta fé hafi síðan lent í fjárhirzlum flokksins. Að launum á fyrirtækið að hafa fengið samninga við yfirvöld í borgum og bæjum þar sem kommúnistar vora í stjóm. ---------------------- Sáttatónn sagður í Milosevic Belgrad. AP. SLOBODAN Milosevic, forseti Júgó- slavíu, er viljugur til að leyfa Svart- fellingum að ganga úr sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands án blóðsúthellinga. „Okkur mun aldrei verða fært að leysa þau vandamál sem eru í sam- skiptum Serbíu og Svartfjallalands með valdi,“ sagði Tomislav Nikolic, varaforsætisráðherra Júgóslavíu, í sjónvarpsviðtali. Nikolic viðurkenndi að sambandsstjómin hefði, eins og komið væri, nærri því engu hlutverki að gegna lengur í Svartfjallalandi. Talsmaður Milosevics, Ivica Dacic, tjáði AP að „ríkjasamband Svart- fjallalands og Serbíu [væri] undir borguram Svartfjallalands komið“. Fyrir skemmstu lýsti Milosevic sjálf- ur þessu sama yfir á útifundi. Ríkisstjórn Milos Djukanovics, forseta Svartfjallalands, hefur kraf- izt róttækrar endurskoðunar á skipulagi júgóslavneska sambands- ríkisins. Verði tillögur hennar að veraleika yrði Milosevie sviptur meira eða minna öllum áhrifum á stjórn Svartfjallalands. Áformað er að Svartfellingar gangi til þjóðarat- kvæðis um fullt sjálfstæði hafni Milosevic framkomnum tillögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.