Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 19
Morgunblaðið/Kristján
Reimuðu á
sig hlaupa-
skóna
NORRÆNA skólahlaupið er haf-
ið að nýju og í vikunni brugðu
nemendur og kennarar Síðuskóla
út af hefðbundnu skólastarfi í
skamma stund og reimuðu á sig
hlaupaskóna. Um 530 nemendur
af um 570 nemendum Síðuskóla
tóku þátt í hlaupinu að þessu
sinni og að auki nokkrir kennar-
ar. Krakkarnir hlupu 2,5 km leið
í nágrenni skólans og fóru mis-
jafnlega hratt yfír, sumir hægt
og aðrir hratt, eins og þessir
ungu drengir sem héldu uppi
góðum hraða eftir Vestursíðu.
Hugsanleg sameining í Eyjafírði
Viðræður þriggja
hreppa hafnar
VIÐRÆÐUR um hugsanlega sam-
einingu Glæsibæjarhrepps, Skriðu-
hrepps og Oxnadalshrepps eru
hafnar en íyrsti fundur fulltrúa
hreppanna var haldinn á dögunum.
Þá sátu tveir áheyrnarfulltrúar frá
Arnarneshreppi fundinn.
Viðræður um sameiningu hrepp-
anna þriggja fóru af stað að frum-
kvæði Glæsibæjarhrepps og sagði
Oddur Gunnarsson oddviti, að
ákveðið hafí verið að halda þeim
áfram. „Við ætlum að kanna þenn-
an möguleika til hlítar og þá hvort
hugsanlegt sé að Arnameshreppur
komi frekar að málinu þegar
lengra líður.“
Oddur sagði menn ekki hafa sett
sér nein tímamörk en að nauðsyn-
legt væri að hraða málinu. Hann
sagði að ef niðurstaðan yrði sú að
stefna að sameiningu kæmi til þess
að leggja hana fyrir íbúana í kosn-
ingu.
Kirkju-
starf
AKUREYRARKIRKJA:
Sunnudagaskóli í Safnaðar-
heimili kl. 11 á morgun,
sunnudag. Messa í kirkjunni
kl. 14, sopi og spjall á eftir þar
sem kirkjugestum gefst kost-
ur á að ræða efni predikunar-
innar. Biblíulestur í Safnaðar-
heimili í umsjá sr. Guðmundar
Guðmundssonar héraðsprests
á mánudag, 25. október, kl.
20. Morgunsöngur kl. 9 á
þriðjudag. Mömmumorgunn í
Safnaðarheimili frá 10 til 12 á
miðvikudag.
GLERÁRKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli Glerárkirkju fer í
heimsókn til Svalbarðseyrar á
morgun, foreldrar hvattir til
að koma með bömunum. Far-
ið verður frá kirkjunni kl.
10.30. Messa í Lögmannshlíð-
arkirkju kl. 14. Kyrrðar- og
tilbeiðslustund í kirkjunni kl.
18.10 á þriðjudag. Hádegis-
samvera frá kl. 12 til 13 á mið-
vikudag, orgelleikur, fyrir-
bænir, altarissakramenti og
léttur málsverður í safnaðar-
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 11 á morg-
un, bæn kl. 16.30, samkoma kl.
17, unglingasamkoma kl. 20
um kvöldið. Heimilasamband
kl. 15 á mánudag. Krakka-
klúbbur kl. 17.30 á fímmtudag
og Ellefu plús kl. 17.30 á
föstudag. Flóamarkaður frá
kl. 10 til 18 á föstudögum.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Bænastund kl. 20 í kvöld,
laugardagskvöld. Sunnudaga-
skóli fjölskyldunnar kl. 11.30
á morgun, kennsla fyrir alla
aldurshópa, Yngvi Rafn
Yngvason kennir. Vakninga-
samkoma kl. 16.30, Kristín
Harðardóttir predikar, fyrir-
bænaþjónusta, barnapössun.
Skrefið og Krakkaskrefið á
þriðjudag kl. 17, krakkaklúbb-
ur kl. 17 á miðvikudag.
Gospelkvöld unga fólksins á
föstudagskvöld. Bænastundir
eru alla morgna kl. 6.30.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa kl. 18 í dag, laugardag,
og kl. 11 á morgun, sunnu-
dag, í kirkjunni við Eyrar-
landsveg 26.
KFUM og K: Almenn sam-
koma kl. 20.30 á morgun,
sunnudag. Kjellrún og Skúli
Svavarsson kristniboðar tala
og sýna myndir frá Kenýa en
þar hafa þau dvalið undanfar-
in tvö ár. Fundur í yngri deild
KFUM og K kl. 17.30 á mánu-
dag fyrir drengi og stúlkur 8
ára og eldri.
SJONARHÆÐ: Sunnu-
dagaskóli í Lundarskóla kl.
13.30 á morgun. Almenn sam-
koma á Sjónarhæð kl. 17
sama dag. Barnafundur kl. 18
á mánudag, allir velkomnir,
sérstaklega Ástirningar.
.Britax bamabílstólamir eru ríkulega búnir þægindum.
Þeir em viðukendir samkvæmt Evrópska gæðastaðlinum, ECE 44.03
...byltingarkennd belti, sem em hert með einu bandtaki.
...festir með sætisólum bílsins.
...þrennskonar hallastillingar, færanlegur höfuðpúði, mjúkur
púði á axlarólum og smellu á Freeway Excel.
...þykkt og sterkt áklæði sem má þvo i þvottavél.
...auka áklæði eru fáanleg.
...Britax bamabílstólamir fást m.a. á eftirfarandi stöðum:
Everest, Olavia og Oliver, Bamaheimur, Varðan,
Húsasmiðjan Reykjavík, Hagkaup Kringlan,
Skeljungsbúðin Keflavík, Shellstöðvamar, Olísstöðvamar.
Britax