Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogxnn, til vinstri, ásamt Tómasi Knútssyni við hluta „fengsins" á bryggjunni í Vogum. Þá höfðu þau fundið sláttuvél, nokkra rafgeyma, rafsuðuvél og gildr- ur. Síðar fundust fleiri rafgeymar, reiðhjól og akkeri svo eitthvað sé nefnt. Sveitarstj órinn kafaði í hreinsunarátaki Keflavík - „Köfun hefur lengi ver- ið áhugamál en ég hef því miður ekki haft þann tíma sem ég gjarn- an vildi til að sinna þessu áhuga- máli,“ sagði Jóhanna Reynisdótt- ir, sveitarstjóri í Vogum, sem tók virkan þátt í að hreinsa til í höfn- inni í Vogum nýverið. Það er „Blái herinn", sem er nemendur í Sportköfunarskóla Is- lands í Keflavík undir stjórn Tó- masar Knútssonar kafara, sem stóð að hreinsuninni. Þeir hafa að undanfömu staðið að hreinsun á Suðumesjum og að þessu sinni lá leiðin í Vogana. Jóhanna sagði að sér skiidist að draslið sem fannst í höfninni væri ekki mikið í samanburði við aðrar hafnir á svæðinu, en eigi að síður væri það óveijandi að fólk æki út á bryggju til að kasta msli í höfn- ina og benti á ruslagáma sem stóðu á hafnarsvæðinu. Tómas Knútsson sagði að það væri með ólíkindum hveiju fólk fleygði í sjóinn og til marks um ós- vífni íþessum efnum sagði hann að nýlega hefðu þeir verið að taka til við höfnina í Garði og þar hefði verið bílhlass af gleri í höfninni. Einhver hefði verið að gleija hjá sér og gert sér síðan lítið fyrir og kastað gamla glerinu í höfnina. V ottunarstofan Tún flutt frá Vík í Mýrdal VOTTUNARSTOFAN Tún ehf. hefur flutt starfsemi sína frá Vík í Mýrdal til Reykjavíkur. Gunnar A. Gunnarsson framkvæmdastjóri segir að ein af ástæðunum fyrir flutninginum sé sú að það bakland sem forráðamenn stofunnar vonuð- ust á sínum tíma til að væri að myndast í sveitinni hafði ekki verið eins og traust og efni stóðu tO. „Vottunarstofan Tún var stofnuð upp úr þróunarverkefninu Lífrænt samfélag sem var starfrækt á ár- unum 1993-1995 í Mýrdalshreppi. Við ákváðum að staðsetja stofuna í sveitinni í þeirri von að við myndum fá öflugt bakland fyrir lífræna framleiðslu í sveitinni. Reyndar undirritaði sveitarstjómin viljayf- irlýsingu um að standa á baki líf- rænni ræktun en þeirri viljaryflr- lýsingu var ekki fylgt eftir og því var okkur ekki lengur stætt að vera með starfsemina í sveitinni. Það er ákveðinn fómarkostnaður íyrir fyrirtæki eins og okkur að vera staðsett á landsbyggðinni. Eins og málum var háttað var ekki réttlæt- anlegt lengur að greiða þann kostn- að. Þessi ákvörðun um flutning fyr- irtækisins er tekin með hagsmuni þess, viðskiptavina og lífrænnar framleiðslu í huga.“ Stærsti framleiðandi lífrænna afurðu á landinu farinn Að sögn Gunnars stefndu menn á það á sínum tíma að í Mýrdals- hreppi yrði til öflugt lífrænt samfé- lag en þær vonir hafa bmgðist. „Þegar þróunarverkefnið hófst hafði fimmtungur bænda tekið skref í átt að lífrænni ræktun. Þessi byijun lofaði mjög góðu og stuttu eftir að vottunarstofan var stofnuð fengu fímm bændur vottun fyrir framleiðslu sína. Þetta lofaði mjög góðu og við vonuðum að fleiri myndu fylgja kjölfarið þannig að þetta yrði ákjósanleg staðsetning íyrir vottunarstofuna. Þetta hefur ekki ræst og sem dæmi um það flutti stærsti lífræni framleiða- ndinn á landinu af svæðinu fyrir stuttu. I dag era þrír bændur sem stunda lífræna ræktun starfandi enn í sveitinni.“ Gunnar furðar sig á því að nú þegar flest sveitarfélög berjast í bökkum við halda í fólk að Mýrdals- hreppur skuli ekki hafa gert meira fyrir þá nýsköpun sem felst í líf- rænni framleiðslu. V egaframkvæmdum á Tjörnesi lokið VEGAFRAMKVÆMDUM á Tjörnesi, austan Húsavíkur, frá Héðinshöfða að Hringveri, lauk í vikunni. Það var Klæðning ehf. í Garðabæ sem hafði verkið með höndum en um var að ræða upp- byggingu á 5,6 km kafla. Nú er því komið bundið slitlag á vegarkafl- ann frá Húsavík að Hringveri, um 10 km leið. Framkvæmdir hófust í byrjun júlí og samkvæmt útboði átti þeim að vera lokið 1. september sl. Sig- urður Oddsson deildarstjóri fram- kvæmda hjá Vegagerðinni á Akur- eyri sagði að nokkur dráttur hefði orðið á verkinu, bæði vegna meira efnismagns, auk þess sem sérpan- tað efni í ræsi skilaði sér seint er- lendis frá. Alls fóru um 130 þúsund rúm- metrar af efni í fyllingar og fláa- fleyga og í efra og neðra burðarlag fóru um 30.000 rúmmetrar af efni. Lokið var við að leggja klæðingu á þennan vegarkafla sl. þriðjudag. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á um 65 milljónir króna en Klæðning bauðst til að vinna verkið fyrir um 44 milljónir króna, eða um 68% af kostnaðar- áætlun. Þá er að sögn Sigurðar ver- ið að endurbyggja og lagfæra Hóls- fjallaveg, frá Grímsstöðum á Fjöllum niður að Dettifossi. „Markmiðið með þeim fram- kvæmdum er að gera ferðafólki og öðram fært að komast að Dettifossi fyrr á vorin.“ Morgunblaðið/Bjami Aðalgeirsson Starfsmenn Klæðningar ehf. leggja síðustu hönd á verkið á Tjörnesi. Sparisjóðurinn í Keflavík Skráning skuldabréfa Víkjandi skuldabréf Sparisjóðsins í Keflavík, 2. flokkur 1998. á Verðbréfaþing íslands. Verðbréfaþing (slands hefur ákveðið að taka skuldabréf Sparisjóðsins í Keflavík. 2. flokk 1998, á skrá þingsins. Bréfin verða skráð fimmtudaginn 28. október nk. Skuldabréfin greiðast í einu lagi 10. september 2008. bera 6,70% fasta vexti og eru bundin vísitölu neysluverðs. Skuldabréfin eru víkjandi og innkallanleg. Skráningarlýsingu er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar. Kaupþingi hf. Þar er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni. KAUPÞING Ármúli 13A • 108 Reykjavík Sími 5151500 • Fax 5151509 Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni www.kaupthing.is Kennarar þinga um nýja aðal- námskrá Hvolsvelli - Skólar í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum héldu sam- eiginlegan starfsdag hinn 20. október. Hittust allir kennarar skólanna, um 100 manns, á Hvols- velli og hlýddu á kynningu á nýju aðalnámskránni fyrir hádegi en seinni hluta dagsins vora haldnar málstofur í Hvolsskóla þar sem umræður og kynningar vora á hinum ýmsu námsskrám. Sesselja Snævarr og Guðni 01- geirsson, deildarsérfræðingar hjá menntamálaráðuneytinu, kynntu helstu áherslur og breytingar á námsskrám en Svanhildur K. Sverrisdóttir og Jóna Björg Sætr- an kennarar kynntu og stjómuðu umræðum um íslensku og erlend tungumál en Meyvant Þórólfsson kennsluráðgjafi kynnti m.a. nýtt námsefni í stærðfræði. Kennarar létu vel af því að fá kynningu á nýju aðalnámskránni Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Helena Pálsdóttir, kennari í Skógaskóla, og Hrund Gauta- dóttir, Grunnskólanum A-Landeyjum, skoða námski'á í ís- Iensku. en hún gekk í gildi íyrr á þessu ári. Margir hafa nú þegar tekið upp kennslu eftir henni en skól- amir hafa tveggja ára aðlögunar- tíma að námsskránni. A fundinum kom fram að margir kennarar ótt- ast að samræmdu prófin verði ekki í samræmi við nýjar áherslur í námsskrá og einnig að vegna mikillar áherslu á notkun tölva og upplýsingatækni í nánast öllum námsgreinum grunnskólans sé mikil og knýjandi þörf á endur- menntun kennara á því sviði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.