Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 28

Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 28
28 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Samningar við Færeyinga um túnfiskveiðar? „Sjálfsagt er að taka slíkt mál til skoðunar“ „PAÐ getur vel hugsazt að Færey- ingar og Islendingar ræði um gagnkvæmar túnfiskveiðiheimildir innan lögsögu beggja landanna. Mér finnst þó rétt að beiðni um slíkt komi frá íslenzkum stjóm- völdum. Þetta hefur áður borið á góma í viðræðum landanna um tvíhliða fiskveiðisamninga í ráð- herratíð Þorsteins Pálssonar og þá vorum við opnir fyrir slíku sam- starfi. Það getur vel verið að þetta mál verði tekið upp í næstu viðræð- um, sem eru áætlaðar í janúar á næsta ári. Ég vil alls ekki vísa hug- myndum sem þessum á bug, enda eigum við betri samvinnu við Is- lendinga á sviði fiskveiða en nokkra aðra þjóð,“ segir Jörgen Góður túr NORSKI línubáturinn Fröya- nes Senior gerði nýlega góðan grálúðutúr í Barentshafið. Hann kom til hafnar með 333 tonn af grálúðu. Var verðmæti aflans um 75 milljónir ís- lenzkra króna, en aflinn er all- ur frystur um borð. Þetta mun vera einhver verðmesti fengur sem norskur línubátur hefur borið að landi. Þrír færeyskir bátar stunda túnfiskveiðar Niclasen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í samtali við Morgun- blaðið. Útgerð túnfiskskipsins Byrs VE hefur viðrað hugmyndir sínar um leyfi til túnfiskveiða innan lögsögu Færeyja, en veiðar þar hafa gengið betur í sumar en innan íslenzku lögsögunnar. Ami Mathiesen, sjáv- arútvegsráðherra, segir að útgerð- in hafi ekki farið þess á leit við ráð- uneytið að liðka fyrir slíku. Hann segir hinsvegar sjálfsagt að taka slíkt mál til skoðunar. Sex bátar innan færeysku lögsógunnar Jörgen Niclasen bendir reyndar á að nú séu þrír færeyskir bátar gerðir út á túnfiskveiðar og auk þess hafi þrír japanskir bátar leyfi til veiða innan lögsögunnar. Bát- amir séu því sex og það sé í meira lagi. Þeir leggi línu sem sé upp í 70 mílna löng og því geti hver sem er séð að plássið íyrir fleiri sé lítið. Þá bendir hann á að aflabrögð hafi farið versnandi innan færeysku lögsögunnar: „í fyrra var veiðin mjög góð, slakari í fyrra og á þessu ári hefur hún ekki verið neitt sérstök. Þrátt fyrir það útiloka ég ekkert um hugsanlegt samstarf og gagn- kvæmar veiðiheimildir á túnfiski. Færeyskar útgerðir hafa ekki ósk- að eftir því að gerður verði gagn- kvæmur túnfiskveiðisamningur við ísland, en ég veit af áhuga Islend- inga og við emm meira en tilbúnir til að ræða þau mál í næstu samn- ingaviðræðum," segir Jörgen Niclasen. Álitamál hvernig standa eigi að styrkveitingu Útgerð Byrs hefur einnig óskað eftir opinbemm stuðningi við til- raunaveiðar sínar á túnfiski, enda em þær mjög kostnaðarsamar og hafa ekki skilað eins miklum ár- angri og vonazt var til. Ámi M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, segir að útgerð Byrs VE hafi ekki sótt formlega um styrk til veið- anna, heldur hafi hún aðeins spurst fyrir um slíkt í ráðuneytinu. Þar hafi menn skoðað þessi mál en ekki fundið neinn sérstakan fiöt á þeim. Þvi sé ekki hægt að halda því fram að styrkveitingu hafi verið hafnað. „Okkur finnst þessar veiðar engu að síður mjög spennandi en það er alltaf álitamál hvort og þá hvernig stjórnvöld eiga að standa að slíkri styrkveitingu.“ Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Stjómendurnir. Egill G. Jónsson, framkvæmdastjóri Nasco, Guð- mundur Hólm, framkvæmdastjóri Bakka og Jónas A. Þ. Jónsson, stjórnarformaður Bakka. Afkastageta rækju- verksmiðju Bakka verið tvöfölduð Bolungarvík. Morgunblaðið MIKLAR endurbætur hafa staðið yfir á rækjuverksmiðju Bakka hf. í Bolungarvík að undanfömu en þær tvöfalda afkastagetu verksmiðjunn- ar og er hráefnisþörf verksmiðunnar eftir þessar breytingar áætluð 10 til 12 þúsund tonn á ári. Nasco ehf. keypti 60% hlut í Bakka hf. í byrjun desember sl. og og tók þá þegar við rekstri fyrirtæk- isins í Bolungarvík. Síðastliðið vor eignaðist Nasco síðan allan annan eignarhlut í Bakka h.f. Þær breytingar sem nú hafa verið gerðar fólust í því að pillunarvélum var fjölgað úr þremur í sex. Þá var bætt við tækjabúnaði sem eykur verulega sjálfvirkni í verksmiðjunni sem kemur fram í því m.a. að þrátt fyrir að afkastageta verksmið-unnar hafi tvöfaldast þá er ekki gert ráð fyrir að bæta þurfi við starfsfólki. Fram að þessu hefur vinna við að þíða og flokka hráefnið farið fram í svo kölluðu Græðishúsi sem er stað- sett annarstaðar í bænum og því nokkurt óhagræði af því fyrirkomu- lagi. Því var lagt í framlwæmdir á neðstu hæðinni í Bakka þar sem þeirri starfsemi var komið fyrir í samræmi við þarfir verksmiðjunnar, þannig að starfsemi sem áður var í tveimur húsum er nú undir sama þaki. Frá því að Nasco ehf tók við rekstri verksmiðjunnar hefur verið stöðug vinnsla ef undan er skilið nokkurra daga stopp meðan verið var að koma viðaukanum í gagnið. Hráefni til verksmiðjunnar kemur að langstærstum hluta af Flæm- ingjagrunni, en þar eru níu skip sem tengjast Nasco með einum eða öðr- um hætti. Þá kaupir Bakki h.f. hrá- efni á mörkuðum, t.d. talsvert magn úr Barentshafi, en einnig hefur verið leitast við að kaupa ferskt hráefni af Islandsmiðum. Afurðir verksmiðjunnar eru að stærstum hluta seldar á Bret- landsmarkað. Eigendur Bakka hafa áform um frekari sjálfvirkni og stækkun verksmiðjunnar. T.d. kemur til greina að fjölga pillunarvélum í 10 til 12 en ákvörðun um það ræðst af af- komu Bakka og ýmsum ytri aðstæð- um, s.s. möguleikum á að tryggja verksmiðjunni nægilegt vatn til vinnslunnar. Vatnsþörf 12 véla verksmiðju er c.a. ein milljón tonn af vatni á ári. Framkvæmdastjóri Bakka h.f. í Bolungarvík er Guðmundur Hólm, fjármálastjóri er Magnús Sigurjóns- son og framleiðslustjóri er Hjördís Sigurðardóttir. Stjómarformaður Bakka hf. er Jónas A. Þ. Jónsson. Naseo ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem er að stærstum hluta í eigu Eg- ils G. Jónssonar og eiginkonu hans og Jónasar A. Þ. Jónssonar. ♦ ♦ ♦ 4 sviptir veiðileyfí FISKISTOFA svipti fjóra báta veiðileyfi í september. Þrjá vegna afla umfram heimildir og einn fyrir að landa framhjá vigt. Þann 30. september var Gullfaxi GK 14 sviptur veiðileyfi og hefur hann fengið það að nýju eftir að aflamar- ksstaða hans var lagfræð. Þá voru Bervík SH 343 og Stella SU 44 sviptar veiðileyfi af sömu sökum sama dag, en báðir bátamir fengu leyfið að nýju 5. október er aflarn- arksstaða þeirra hafði verið lag- færð. Loks var Örlygur KE 111 sviptur leyfi til veiða í i í 12 vikur vegna undanskots á afla frá vigtun á hafnarvog og fyrir ranga tilgrein- ingu afla við vigtun á hafnarvog. mmJ Harðplast- ■/j gluggar og _ _ __ hurðir í allar byggingar! A nilugareynsla án viðhalds! Kjarnagluggar Dalvegi 28 • 200 Kópavogi • Sími 564 4714 • Fax 564 4713

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.