Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 31

Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 31 ERLENT Arvissir skógareldar í Bandaríkjunum með allra versta móti í sumar og valda mikilli eyðileggingu Sviðin jörð og húsarústir Skógareldar hafa logað í Kaliforníu í allt sumar og hættan er fjarri því að vera liðin hjá. Fjöldi íbúðarhúsa hefur brunnið til kaldra kola, þúsundir slökkviliðsmanna eru að störfum dag og nótt og þykkur reykjarmökkur liggur yfir stórum svæðum, svo fólk er varað við að vera meira úti við en nauðsyn krefur. I grein Ragnhildar Sverrisdóttur kemur fram að þetta ár er eitt hið versta í manna minnum. Sjaldan hafa árvissir eldarnir valdið annarri eins eyðileggingu. Reykjarmökkur af völdum skógarelda hylur skýjakljúfa í San Fransisco fyrr í vikunni. TÓLF hundruð slökkviliðs- menn berjast við skógar- elda á einum stað, hálft þriðja þúsund á öðrum. Þúsundir slökkviliðsmanna til við- bótar eru að störfum vítt og breitt um Kalifomíu, þótt norðurhluti rík- isins hafí orðið sérstaklega illa úti síðustu daga. Skógareldarnir hafa verið ein- staklega erfiðir viðureignar þetta árið. I júlí börðust sautján hundruð manns við elda norðvestur af Los Angeles, þar sem um 10 þúsund ekr- ur skógar eyddust. í ágúst var áætl- að að eldurinn hefði farið yfir sam- tals 200 þúsund ekrar í Kaliforníu, Nevada og Oregon. í september var lýst yfir neyðarástandi í fjórum sýsl- um Kalifomíu, Butte, Plumas, Shasta og Tuolomne. Þá höfðu skóg- areldar eytt yfir 100 þúsund ekram lands í þessum sýslum á einni viku og rúmlega 30 hús brannið til kaldra kola. Eldar blossuðu þá aftur upp sunnar í ríkinu, norðaustur af Los Angeles, eyddu 65 þúsund ekram, gjöreyðilögðu 52 íbúðarhús og 19 önnur mannvirki. Tvö þúsund manns flúðu heimili sín Þegar loks fór að hilla undir að ósköpunum linnti fór enn að loga í norðurhluta ríkisins. Laugardaginn 16. október vora aðstæður allar hin- ar verstu, gróður var skrælnaður af þurrki og sífellt bætti í vindinn. Það þurfti því lítið til að kveikja elda, líkt og í september, þegar neistaflug frá járnbretti, sem dróst aftan í bíl, olli gífuriegum skaða. Eldingar, sem Ijósta trjátoppa, eiga líka sök á fjöl- mörgum branum þetta árið og í fimmtán tilvikum granar yfirvöld að brennuvargar hafi verið á ferð. Við þessar aðstæður verður hver að gæta vel að sér. Tvívegis hefur blaðamaður orðið vitni að því þegar rannar við hraðbrautina fuðraðu skyndilega upp, að öllum líkindum vegna þess að einhver kastaði log- andi sígarettu út um bílgluggann. Og skógai-eldarnir blossuðu enn upp. I þetta sinn var annaðhvort neista vegna skammhlaups í rafali eða glæðum frá varðeldi um að kenna, að því er yfirvöld segja. Tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín og mátti stundum ekki tæpara standa þegar eldurinn æddi yfir allt sem fyrir varð. Sjálfboðaliðar þeystu á mótorhjólum á milli húsa, skipuðu fólki að grípa það nauðsynlegasta með sér og hafa sig á brott. Á þessu svæði í norðurhluta ríkisins er nokk- uð strjálbýlt, þarna eru smábæir og einstaka hús kúrir inn á milli trjánna. Ibúarnir fá ekki rönd við reist þegar logarnir nálgast. Á 20 klukkustundum, frá morgni laugar- dagsins 16. október til sunnudagsins 17. október, fór eldurinn rúma 27 kílómetra í suðurátt. Eldar blossuðu líka upp vestar og eyddu 42 þúsund ekram á sólarhring. Ailir íbúarnir hafa sloppið hingað til, en stundum hefur það staðið naumt. Kona nokkur beið aðstoðar slökkviliðs, en þegar eldurinn nálg- aðist og enginn birtist hélt hún af stað gangandi til að leita hjálpar fyr- ir börn sín þrjú og eiginmann, sem er bundinn hjólastól. Hún þurfti að vaða eld, í orðsins fyllstu merkingu, og brenndist illa á fótleggjum, hand- leggjum og í andliti, en náði að gera vart við sig og slökkviliðsmenn björguðu fjölskyldunni þegar logarnir vora farnir að sleikja vegg- ina. Hús þeirra er núna rústir einar, líkt og um eitt hundrað heimili önn- ur. Fjárhagslegt tjón vegna þessara hamfara er líklega hátt í hálfur milljarður ki-óna. I þessari síðustu atlögu skógar- eldanna hefur einn látið lífið, kona sem var sjálfboðaliði við slökkvistarf varð undir einni bifreiða slökkviliðs- ins. Níu hundrað félagar hennar börðust áfram við eldana og reyndu að ryðja landræmu svo eldurinn næði ekki að breiðast meira út. Yfir þeim sveimuðu þyrlur og flugvélar, sem slepptu vatni og slökkvidufti yf- ir eldana. Reykj armökkur yfir stóru svæði Á þriðjudag var mesta hættan lið- in hjá og slökkviliðsmenn höfðu náð að hemja eldinn, þótt enn logaði víða. Vindinn hafði lægt, sem auð- veldaði þeim baráttuna, en lognið hefur það í för með sér að þykkur reykjarmökkur liggur yfir öllu. í höfuðborg ríkisins, Sacramento, um 60 kílómetra suður af mestu eldun- um, var skyggnið í byrjun vikunnar í mesta lagi um 2-3 kílómetrar. Sumir ganga um með grímur til að verjast reyknum og nær eldsvæðunum er börnum haldið inni vegna svælunn- ar. Þetta sumar og haust hefur verið með allra versta móti. I október er alltaf hætta á skógareldum í norður- hluta Kaliforníu, þegar gróður er mjög þurr eftir sumarið, það hvessir gjarnan og eldingar leika um himin- inn, - og tijátoppana. Fyrir átta ár- um, í október 1991, létu 25 lífið í svokölluðum Oakland Hills-brana, sem eyddi að auki þrjú þúsund heimilum og olli rúmlega 100 millj- arða króna tjóni. Kalifornía hefur að vísu ekki orðið verst úti í ár, heldur nágrannaríkið Nevada. Neyðarástandi var lýst yfir í fimm sýslum ríkisins vegna skóg- arelda sem blossuðu upp vegna eld- inga í byrjun ágúst og lögðu 1,5 milljónir ekra í eyði. Alls hafa um 5 miHjónir ekra orðið skógareldum að bráð í Bandaríkjunum það sem af er árinu, en það er tvöfalt meira en að meðaltali undanfarin tíu ár. Stund milli stríða í norðurhluta Kaliforníu er stund milli stríða, þótt slökkviliðsmenn eigi enn mikla vinnu eftir við að slökkva allar glæður. Fólk er farið að snúa heim, þótt þar sé lítið að finna nema branarústir. Rauði krossinn og aðrar hjálparstofnanir rétta hjálparhönd. Þeir sem vora svo lánsamir að húsin þeirra sluppu taka sér frí úr vinnu til að hjálpa ná- grönnum sínum að reisa ný hús og aðrir hafa lánað bláókunnugu fólki hjólhýsi sín og húsbíla, svo allir eigi vísan næturstað. Veitingastaðir bjóða fórnarlömbum skógareldanna og örþreyttum slökkviliðsmönnum ókeypis máltíðir. Samhjálpin lætur ekki að sér hæða á stundum sem þessum. ©GIACOIIIIM Hitastýrður ofnloki • Lofthitastýrður • Með innri stillingu • Vökvanemi • Læsing á rofastilli HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is ■ ' c BH tölvuskóli suðurnesja Hafnargötu 34 • 230 Keflavík Sími: 421 4025 fyrir kröfuharða Sex kvölda námskeið í notkun EXCEL á sviði viðskipta og fjármála Möguleiki er að fara í verkefni eftir óskum þátttakenda Kennari er Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Softa ehf. og höfundur Excel kennslubóka Tölvuskóla Suðurnesja. Fjarvinnsla um Hetið Kynning á HOT Office margverðlaunuðum hugbúnaði sem gerir þér kleift að vinna á skrifstofu þinni, hvar sem þú ert staddur í veröldinni Nánari upplýsingar og skráning I er á skrifstofu skólans og á heimasíðu skólans www.tss.is ■ _____________________________

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.