Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 44
LISTIR 44 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Borgarbdkasafn Reykjavíkur 100 ár afmælis Málfríðar Einarsdóttur minnst PESS verður minnst á Borgar- bókasafni Reykjavíkur í Þingholts- stræti 29A í dag, laugardag, eru 100 ár liðin frá fæðingu Málfríðar Einarsdóttur frá Munaðamesi. Að- alsafn Borgarbókasafns Reykja- víkur hefur fengið lánuð sýnishom af „strammaskáldskap" Málfríðar, sem em púðar og önnur útsaums- verk og verða þau til sýnis í sýning- arskáp safnsins. Ymis fróðleikur um líf og skáldskap Málfríðar mun hanga uppi á veggjum safnsins og bókum hennar verður stillt út. Málfríður Einarsdóttir fæddist í Munaðarnesi 23. október árið 1899. Hún brautskráðist frá Kennara- skóla Islands 1921. Framsamið og þýtt efni eftir hana, sögur og ljóð, vora flutt í Ríkisútvarpinu og birt í tímaritum frá því á síðari hluta sjötta áratugarins en fyrsta bók hennar, Samastaður í tilveranni, kom ekki út fyrr en árið 1977, þeg- ar Málfríður var hátt á áttræðis- aldri. Útgefnar bækur Málfríðar era sex talsins, sú síðasta gefín út að henni látinni, og innihalda þær bæði sjálfsævisöguleg skrif og skáldskap. Auk ljóða birti Málfríð- ur greinar í blöðum og tímaritum Málfríður Einarsdóttir um árabil, einnig þýðingar, meðal þeirra nokkrar barnabækur og skáldsaga Pár Lagerkvists, Dverg- urinn. Málfríður hlaut viðurkenningu frá menntamálaráðuneytinu árið 1978 og úr Rithöfundasjóði Ríkis- útvarpsins 1982. Málfríður lést í Reykjavík þann 25. október 1983. Frá sýningu Hafsteins Austmanns. Sýningu Hafsteins Austmanns á Kjarvalsstöðum að ljúka Ræðir við gesti um verk sín HAFSTEINN Austmann listmál- ari verður viðstaddur á lokadögum sýningar sinnar á Kjarvalsstöðum nú um helgina og til viðtals fyrir áhugasama gesti. Raunar segist hann ekki geta útskýrt myndimar sínar, sé hann spurður. „Því miður skil ég þær ekki,“ segir hann og bætir við að fólk verði að skilja þær sínum eigin skilningi. Hefði hann haft boðskap fram að færa hefði hann skrifað skáldsögu í stað þess að mála. Hugleiðsla um list SARA Bjömsdóttir myndlistar- kona opnar sýningu í versluninni Nælon og jarðarber, Hverfísgötu 39, í kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Yfirskrift sýningarinnar er Hug- leiðsla um list og stendur hún til 8. nóvember. “Tónleikum af- lýst í Salnum TÓNLEIKUM Guðnýjar Guðmundsdóttur og Gerrits Schuil, Fiðla og píanó í Tíbrá, sem vera áttu í Salnum á mánudagskvöld, er »aflýst af óviðráðanlegum orsökum. Á sýningunni, sem hefur staðið í tæpa tvo mánuði, era rösklega 50 verk, málverk og vatnslitamyndir, unnin á síðastliðnum fímmtán ár- um. Nú þegar hefur á sjötta þúsund manns heimsótt sýninguna, að sögn Hafsteins, og telur hann það býsna góða aðsókn. Þegar hafa allmörg verk selst, mun fleiri en venjulega, segir hann. Sýningu á verkum Patricks Huse og sýningunni „Borgarhluti verður til“ á Kjarvalsstöðum lýkur einnig nú á sunnudag. Hefðbundin leiðsögn er um sýn- ingamar á sunnudag^ kl. 16 auk þess sem Pétur H. Armannsson, deildarstjóri byggingarlistardeild- ar safnins, mun íjalla sérstaklega um byggingarlistarsýninguna. Opið er á Kjarvalsstöðum alla daga kl. 10-18. Eftir þetta sýningatímabil verð- ur austursal Kjarvalsstaða lokað. Fyrir dyrum standa viðamiklar lag- færingar á salnum og undirbúning- ur veglegrar sýningar á verkum Kjarvals sem opnuð verður í lok janúar árið 2000. Listasafn ASI _ Örverka- og þemasýningu FÍM, Úr djúpinu, í Listasafni ASI lýkur á sunnudag. 37 listamenn taka þátt í þessari sýningu, sem er opin kl. 14- 18. Þá lýkur sýningu Péturs Behrens í Stöðlakoti á sunnudag. Galleríið er opið daglega kl. 14-18. Svarthvítagaldur TONLIST Háskolabítí KVIKMYNDA- TÓNLEIKAR Charlie Chaplin: Borgarljós. Þögul kvikmynd með hljómsveiterundir- leik. Sinfóníuhljómsveit Islands u. stj. Franks Strobels. Fimmtudaginn 21. október kl. 20. ÞAÐ er tímanna tákn ef kalla má kvikmyndasýninguna í Háskólabíói á föstudagskvöldið fágætan atburð. Einkum ef horft er til flutningsmáta þögulla kvikmynda á fyrstu áratug- um aldarinnar, áður en talmyndin hóf innreið sína (Djasssöngvarinn með A1 Jolson í aðalhlutverki) laust fyrir 1930. Þá þótti nefnilega ekki tiltökumál að vera með allt að 50-60 manna hljómsveit til undirleiks á hverri sýningu í stærstu „kvik- myndaleikhúsum" erlendis, þó að hér á landi hafí stakur píanóleikari að líkindum verið látinn duga, þeg- ar landar Bíó-Petersens lögðu hljóð að þögulli atburðarrás hvíta tjalds- ins. Hvað tíðkaðist hér áður fyrr í þeim efnum er annars varla mörg- um kunnugt, og hefði ekki verið óviðeigandi að láta fylgja einhvern fróðleik þar að lútandi á staka laus- blaðinu sem útbýtt var við inngang- inn, úr því að málkunnugir aðiljar stóðu að uppákomunni, þ.e.a.s. Kvikmyndasjóður og -safn Islands; að þessu sinni með stuðningi Germ- aníu. Hitt kom ei heldur fram sem maður frétti á skotspónum, að álík- ar uppfærslur þögulla kvikmynda hafi á seinni áram átt verulegri end- KÓR Snælandsskóla heldur tón- leika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í dag, laugardag, kl. 16. Tónieikarnir eru útgáfutón- leikar vegna geislaplötu sem kór- inn vann að síðastliðið vor og _ kemur út um þessar mundir. A plötunni, sem nefnist „Fagur er Fossvogsdalur", eru 19 lög, bæði innlend og erlend. Nafn plötunn- ar er úr texta sem Sigurbjörn Einarsson biskup samdi fyrir skólann og barnabam hans, Mist Þorkelsdóttir, gerði lag við. Á tónleikunum verður einnig flutt verk sem Mist samdi við ljóð afa síns, Afmælisósk, í tilefni 25 ára afmælis skólans. Tónleikar- nir eru hluti af afmælishaldi urreisn að fagna, sérstaklega í Þýzkalandi. Hið margskammaða flaggskip ís- lenzkra hljómlistarhúsa, Háskóla- bíó, sem þrátt fyrir vanþekkingar- glöp ónefnds brezks plötugagnrýnanda hefur hingað til ekki þótt burðugt til tónlistarflutn- ings, sýndi í þessu tilviki fram á ótvíræðan kost: bíó með sviðspláss fyrir sinfóníuhljómsveit! Hvað sem segja má um afleitan hljómburð sal- arins, þá verður samt að viður- kenna, að til þess konar flutnings er kvikmyndahúsið í sérflokki, því óvíða kemst annar eins fjöldi hljóð- færaleikara fyrir í bíósölum okkar tíma. Það mátti því segja, að sjaldan hafi dagskrárefni verið betur í hús komið en þetta kvöld. Borgarljós (1931) var ekki síðasta þögla kvikmynd meistara Chaplins, því burtséð frá heyranlegu söng- atriði í lokin var Nútíminn (1936) einnig með þeim formerkjum. Sagt er að sjálfhafni alþýðuskemmtarinn brezki hafí verið vandlátur á hljóm- gæði, sem vora ekki upp á marga fiska í fyrstu talmyndunum, og þess vegna kosið að halda þöglu línunni fram eftir 4. áratug. Hitt er þó jafn- víst, að honum stóð ekki á sama um hvers konar tónlist fylgdi myndum hans úr hlaði, enda lét hann festa nótum hugmyndir sínar um hljóm- sveitarandirleik, þótt ekki væri sjálfur fær um nánari útfærslu. Kom hér enn að einum af vankönt- um tónleikaskrár, sem lét þess í engu getið hverjir lögðu lokahönd á plóg; ekki frekar en þegar útvarps- þulir afgreiða höfundamál með klausunni „lagið er erlent". En þó að tónlistarmenntun Chaplins kunni að hafa verið tak- skólans á þessum timamótum. Með kórnum á plötunni leika Kristinn Örn Kristinsson píanó, Lilja Hjaltadóttir fíðla, Martial Nardeau flauta og Lóa Björk Jó- elsdóttir píanó. Kórinn hefur fengið boð um að taka þátt í menningarhátíð í Nor- folk í Bandarikjunum i apríl á næsta ári. Hátíð þessi, sem nefnd er Alparósarhátíð, er haldin á hverju ári og hafa Islendingar verið tilnefndir heiðursþjóð há- tíðarinnar að þessu sinni, m.a. vegna 1000 ára afmælis landa- funda Leifs Eiríkssonar. Stjórnandi Kórs Snælan- dsskóla er Heiðrún Hákonardótt- ir. mörkuð, voru hugmyndir hans um tónlist við kvikmyndir árangursrík- ar. Löngu fyrir tilkomu hljóðrásar gerði hann sér skýra grein fyrir sér- hæfðu þjónustuhlutverki kvik- myndatónlistar, þar sem hnitmiðuð tímasetning, látlaus undirstrikun og leiðistefjatækni skipta meira máli en heilstætt form. Og spuming er hvort tónlist Chaplins verði bet- ur fram sett en einmitt eins og heyra mátti þetta kvöld, með lifandi leik undir árvökulli handleiðslu stjómanda, sem sérhæft hefur sig í því að endurvekja töfra þögla skeiðsins í rauntíma. Er óhætt að segja, að fyrir atburð sem þennan hafí Sinfóníuhljómsveitm tæpast getað fengið hæfari mann til leið- sagnar en þýzka stjórnandann Frank Strobel. Nánast hvert ein- asta „kjú“ steinsmall við það sem fór fram á tjaldinu, jafnt á rólegum augnablikum sem á fullri ferð, eins og í hnefaleiksatriðinu kostulega, sem nær væri að kalla ballett en box. Hin 70 ára gamla svarthvíta saga Chaplins um samskipti litla flæk- ingins við drykkfellda milljónamær- inginn og umkomulausu blindu stúlkuna öðlaðist bókstaflega nýtt líf þetta kvöld í mögnuðu jafnvægi milli allt að trúðslegrar kómedíu og skáldlegs undirtóns. Upplifun við- staddra var satt að segja engu lík, og samkennd manns með persónum og atburðum gömlu gamanmyndar- innar gekk göldram næst - nema nákvæm spilamennska hljómsveit- arinnar og næmt tímaskyn stjórn- andans hafí eitthvað haft um málið að segja. Ríkarður Ö. Pálsson Verk Hörpu Björnsdóttur í Listasalnum Man á Skóla- vörðustíg. Harpa Björns- dóttir sýn- ir hvað htin sá HARPA Bjömsdóttir opnar sýn- ingu í Listasalnum Man Skóla- vörðustíg 14 í dag kl. 14. Á sýning- unni eru vatnslitamyndir sem era unnar á síðustu áram. í fréttatilkynningu segir: „Myndimar eru sjónrænt endur- varp úr umhverfi og upplifun lista- mannsins. Allt sem við sjáum verður eign okkar í sjónrænum skilningi og við getum tekið þá sýn fram hvenær sem við viljum, um- breytt henni, smíðað hana í hvert það form sem við viljum. Hinn sjónræni eignarréttur er miklu meira virði en hinn efnislegi eign- arréttur, því hann lifir með ein- staklingnum allt til æviloka. Lista- maðurinn leikur sér með þessa eign sína sem hann grípur úr um- hverfi sínu, skoðar margbreytileik hennar, og á einhverjum tíma- punkti segir hann „sjáið hvað ég sá“.“ Harpa Björnsdóttir lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1982 úr nýlistadeild. Hún hefur dvalist á vinnustofum í Frakklandi, Finnlandi, Danmörku, á Italíu, Irlandi, Spáni og Bali. Þessi sýning í Man er 20. einka- sýning Hörpu. Sýningin er opin á verslunar- tíma og stendur til 7. nóvember. Morgunblaðið/Ásdís Kór Snælandsskóla fylgir nýútkominni plötu sinni eftir með tónleikum í Salnum í dag. Kór Snælands- skóla kynnir nýja geislaplötu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.