Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.10.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN Um meinta lækningu á samkynhneigo 1 KJOLFARIÐ á skrifum á síðum blaðs- ins um samkynhneigð, og þá fyrst og fremst um aðgang samkyn- hneigðra að þjónustu ríkisstofnunar þeirrar er hefur með stjórnar- skrárbundna ríkistrú landsmanna að gera, diafa fylgt greinar þar sem höfundum hefur verið mikið í mun að ræða orsakir samkyn- hneigðar og einnig um meinta „lækningu“ til handa samkynhneigð- um. Nokkrar rang- færslur hafa komið þar fram sem undirritaður telur sér skylt að svara. Því hefur verið haldið fram að engar rannsóknir liggi fyrir um að samkynhneigð sé meðfædd. Slíkar rannsóknir eru reyndar til þótt ef- ast hafi verið um réttmæti þeirra niðurstaðna sem þar koma fram. Meðal annars er um að ræða rann- '.póknir sem sýna mun á stærð ein- stakra hluta heilans hjá samkyn- hneigðum og gagnkynhneigðum! Tekið skal fram að engar óyggjandi niðurstöður hafa fengist sem sýna fram á að samkynhneigð sé annað- hvort áunnin eða ásköpuð, því at- huganir á áhrifum uppeldisað- stæðna eða annarra umhverfisþátta á tilurð samkyn- hneigðar hafa ekki leitt í ljós neinar viðunandi niðurstöður. Kannanir meðal sam- kynhneigðra (þeirra sem komið hafa úr fel- um) sýna að viðkom- andi telja sig flestir hafa áttað sig á því frekar snemma á ungl- ingsárum eða jafnvel fyrr að með þeim bærðust tilfinningar til einstaklinga af sama kyni. Slíkar upp- götvanir virðast ekki tengdar því hversu fljótt viðkomandi koma úr felum og þora að játa eiginleika sína fyrir nánasta um- hverfi sínu. Margir samkynhneigð- ir reyna að falla inn í heim hinna gagnkynhneigðu með því að stofna til sambands við einstakling af gagnstæðu kyni og bæla tilfinning- ar sínar langt fram eftir aldri, því samfélagið býður einfaldlega ekki ennþá upp á þau sjálfsögðu mann- réttindi að fólk geti lifað venjulegu lífi í fullkomnu öryggi og sátt við umhverfi sitt óháð kynhneigð. Aðr- ir koma aldrei úr felum, heldur bera þá vitneskju ævilangt með sér sem sitt einkamál, í tilheyrandi vanlíðan, að hafa aldrei getað veitt sínum heitustu og sönnustu tilfinn- ingum útrás. Hér er um að ræða þann aðferðafræðilega vanda að taka úrtak úr þýði sem að stærst- um hluta er í felum. Engin rann- Kynhneigð Kynhneigð snýst ein- faldlega ekki um tísku- bylgju, segir Matthías Matthíasson, og því ekki unnt að snúa neinum til samkynhneigðar eða gagnkynhneigðar. sókn er möguleg á því hvort sam- kynhneigð er meðfædd eða ekki á meðan einungis lítill hluti hóps samkynhneigðra er sýnilegur. Réttmæti slíkra mælinga getur vart verið mikið. Draga má í efa þá staðhæfingu mína að einhverjir samkynhneigðir séu í felum ennþá, en sé miðað við nokkrar þær kann- anir sem gerðar hafa verið, m.a. könnun Alfreðs Kinseys í Banda- ríkjunum á kynhegðun karlmanna (og síðar könnun sama aðila á kyn- hegðun kvenna), sem og aðrar sam- bærilegar kannanir, og síðan tekin millitala úr þeim þá er ljóst að sam- kynhneigðir eru um 10% mannkyns (svo fremi sem unnt er að álykta um allt mannkyn út frá kynhegðun vesturlandabúa). Látum 10%liggja milli hluta og notum nokkru lægri hlutfallstölu, s.s. þá tölu sem Ólafur Þ. Stephensen notar í ágætri Matthías Matthíasson rabbgrein sinni í Lesbók Morgun- blaðsins hinn 4. september sl., en sú grein kom umræðunni, einmitt af stað. Hlutfall það sem Ólafur notar er 5% og það þýðir að á Islandi eru um 14 þúsund samkynhneigðir ein- staklingar. Það er nokkuð öruggt að frekar stór hluti þeirra er ennþá í felum. Sú staðhæfing að „margir hafi losnað undan samkynhneigð“ er hins vegar ekki byggð á könnunum, enda engar til sem renna stoðum undir þann skilning. Fram að þessu hefur ekki þurft „lækningu" eða kraftaverk til að koma fólki í felur. Aðstæður samkynhneigðra í sam- félaginu hafa dugað fyllilega. Vill undirritaður minna á í þessu sam- hengi að samkynhneigð er ekki skilgreind sem sjúkdómur og að engin viðurkennd lækning er til, enda gerist þess ekki þörf. Banda- rísku geðlæknasamtökin námu samkynhneigð af lista sínum yfir geðsjúkdóma árið 1973, einfaldlega fyrir þær sakir að samkynhneigð kemur á engann hátt í veg fyrir að viðkomandi einstaklingar geti lifað venjulegu og innihaldsríku lífi, svo fremi sem samfélagið sé í stakk búið að sætta sig við fjölbreytileika einstaklinga innan þess. Af þessum sökum hefur meginþorri sálfræð- inga og geðlækna ekki gefið sig út fyrir að stunda slíkar „lækningar“, enda er sú skoðun almenn innan fræðanna að þau snúist um vísinda- leg og fagleg vinnubrögð^ en ekki kreddur eða kraftaverk. I Banda- ríkjunum er reyndar unnt að finna sjálfstyrkingarhópa fyrrverandi „læknaðra", þ.e. þeirra sem hafa orðið fyrir svokallaðri „lækningu" og komist að því að um enga slíka var að ræða heldur leið til þess að þurfa ekki að glíma við þann sjálfs- myndarvanda sem oft getur fylgt því að takast á við eigin kynhneigð og fordóma samfélagsins á sama tíma. Ýmsum verður tíðrætt um „lífs- stfl“ eða „lífsmáta" lesbía og homma og er þá mögulega átt við að samkynhneigð sé val þess fólks sem hana „stundar“ og þurfi því einfaldlega að fara í kyngreiningu sbr. litgreiningu til þess að víkja frá villu síns vegar og hætta að bera til- finningar til einstaklinga af sama kyni. Kynhneigð snýst einfaldlega ekki um tískubylgju og því ekki unnt að snúa neinum til samkyn- heigðar eða gagnkynhneigðar. Samkynhneigðir búa við jafn fjöl- breyttar lífsskoðanir og lífsmynst- ur og aðrir, enda er það einungis kynhneigðin sem er sameiginlegt einkenni. Þar sem einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum um að þeir sem ritað hafa jákvætt um málefni samkyn- hneigðra í dagblöð að undanförnu séu að reyna að hefta tjáningar- og jafnvel skoðanafrelsi vill undirrit- aður minna á þessi atriði: Að sjálf- sögðu er öllum frjálst að tjá skoð- anir sínar, en ljóst er að öllum réttindum fylgja ábyrgð og skyld- ur, hvort heldur sem það er réttur til tjáningar eða gjörða. Lesbíur, hommar og tvíkynhneigðir eiga sama rétt og aðrir hópar á því að ekki séu notuð smánandi eða hæð- andi orð um hópinn eða einstakl- inga innan hans. Um það meginat- riði hefur gagnrýnin á framkominn málflutning snúist, auk þess sem haldið hefur verið uppi gagnrýni á þá röksemdafærslu að mannrétt- indi eigi að ráðast af túlkunum á heilagri ritningu. En eftir stendur að orðum fylgir ábyrgð. Höfundur er formaður Samtakanna ’78 ogmeð BA-prófí sálfræði. herbalife.is Stimpilklukkukerfi SKERFISÞRGUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Húsgögn, ljós og gjafavörur < ai rj > i- '3 Munið brúðargjafalistann MORKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641 Gamlar kreddur kirkjunnar SVOLITIÐ hefur verið ritað og rætt um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar und- anfarið og sýnist sitt hverjum. Eftirtektar- verðast við þessa um- ræðu er þó það að ekk- ert hefur heyrst frá biskupsstofu eða þjóðkirlqunni sem slíkri. Hvað er að? Er það, sem ég hef hér að segja frá virkilega stóru sannindin á bak við hugmyndafræði þjóðkirkjunnar? Er til of mikils ætlast að þjóðkirkjan, sem æðsta andlega yfirvald landsins láti heyra í sér og viðri skoðanir sínar tæpitungulaust og á málefnalegan hátt? Eða ætlar þjóðkirkjan bara að þegja þunnu hljóði og ríghalda í Ragnar Ragnarsson rGinknnnrn Sérver&lun með silkitré & Ailkiblóm Laueaveai 6e. Laugavegi 63, Vitattígtmegin »ímt 551 2040 skoðanir löngu látinna „miskristinna“ manna, sem þó höfðu ekki minnstu hugmynd um evangelísk-lúterska kirkju, hvað þá, að mér virðist, kærleiksboð- skap Jesú Krists. Vor andlegi leiðtogi, formaður heilagrar kirkju, herra Karl, með Guðs náð biskup yfir Islandi, stattu nú upp og verðu trú vora. Trúna sem við flest hér á landi höfum látið skírast til og berum hvað mesta virðingu fyrir. Trúna sem landsins hörðustu heiðingjar leita til þegar allt annað bregst. Trúna sem ALDREI bregst okkur. Trúna sem þú hefur svarið að verja. Trúna okkar allra. Andstyggð kirkjunnar þjóna á samkynhneigð hefur nefnilega akk- úrat ekkert með Biblíuna að gera þegar grannt er skoðað. Þetta er trúlega allt löngu látnum „mis- kristnum" mönnum að kenna. Því hefur ekki þjóðkirkjan sýnt sóma sinn í því að upplýsa okkur um þó ekki væri nema örítið brot úr ævi nokkura þessara „miskristnu“ manna? Þeir eru þó höfundar þeirr- ar andstyggðar sem þjónar þjóð- kirkju Islendinga, enn í dag, hafa á samkynhneigð. Það læðist stundum að manni sá óskemmtilegi grunur hvort þeir séu virkilega einnig máttarstólpar siðfræði kristinnar kirkju enn þann dag í dag. Við því VERÐUR þjóðin að fá svar. Kirkj- an getur ekld þagað lengur. Nú skulum skoða nokkra af þess- um „miskristnu" mönnum og við byijum á Fílóni (Philo Judæus 20 f.k. - 50 e.k.), heimspekingi frá Al- exandríu. Hann vildi, að sjálfsögðu, hegna samkynhneigðum með dauðadómi og viti menn, það varð síðan afstaða klerkastéttarinnar eftir þetta. Hann var meðal fyrstu „kristinna" manna til þess beinlínis að tengja frásögnina um eyðingu Sódómu og Gómorru við samkyn- hneigð. I Biblíunni er hins vegai’ ekkert minnst á kynhneigð yfir höf- uð í þessari sögu, heldur er talað um hórdóm og ógestrisni. Hvaða sama- semmerki er milli þess og samkyn- hneigðar? Þá leit Fflón á líkamann sem fangelsi andans og mælti með umskurði því það taldi hann minnka ánægju samlífis til muna. Hann lét ekki þar við sitja þessi góði maður. Ætli hann sé ekki líka einn af upp- hafsmönnum kynjamisréttis kirkj- unnar. Hann bar ógnarhatur til kvenna þar sem fall aldingarðsins Edens var þeim að kenna og fyrir það hefur kvenþjóðin þurft að líða í 2000 ár. 2000 ár! Kærleiksboðskap- ur kirkjunnar tekur engan enda. Skrif Fílóns höfðu gífurleg áhrif á þróun kristinnar hugmyndafræði Samkynhneigð Hér leita ég til kirkjunnar, segir Ragn- -----------------7------ ar Ragnarsson. Eg þarf á skýrum svörum að halda. og eru einn af hinum stóru áhrifa- völdum í kristinni siðfræði. Svo var það hann Klemenz (Titus Flavius CÍemens 150-215), þeirra tíma kiistinfræðikennari, ef svo má að orði komast, og siðferðisbetrun- arpostuli í Alexandríu. Hann hefur löngum verið nefndur „ein mesta vitsmunavera frumkristninnar". Eins og svo margir í þá daga var Klemez litli fæddur „heiðinn“ en snúið til kristni nokkru fyrir tvítugt. Sá var heldur ekkert að skafa af því. Samkynhneigð dugði honum ekki þótt hún væri allra verst. Nei, hann fordæmdi alla kynlífshegðan manna og kvenna og tilburði þar um, hvort heldur var sjálfsfróun eða samlífi og hann kunni öll heitin, sama hver at- höfnin var. Hann sagði klæðnað og allt útlit, göngulag, hárgreiðslu og jafnvel augnaráð samkynhneigðra sakfella þá og fordæma sjálfkrafa. Þá taldi hann meira að segja að sæði væri maðurinn í frummynd sinni og að sóa því í annað en að auka kyn sitt jafngilti mannsmorði. Snemma byrjaði það og er víða í fullu gildi ennþá. Þá var það heilagur Jóhannes (John Chrysostom 347-407) erki- biskup af Konstantínópel. Hann sagði samkynhneigð vera „alvarleg- ustu plaguna... nýjan og óþolandi glæp“. I predikunum hans var sam- kynhneigð sögð, og takið eftir því að hann verður að vera meiri en for- verarnir, enn verri en mannsmorð. Hann taldi meira að segja sítt hár túlka spillingu og hvatti foreldra til að klippa hár sona sinna. Þessi kyn- lausi maður var heldur ekkert fyrir konur gefinn. Enda þurfti ekki að skerða hár þeirra. Þær voru aftur á móti „nauðsynleg illska, eðlileg freisting, eftirsóknai*verð óham- ingja, banvænn unaður, vondur skapnaður". Karlinn sagði meira að segja að lesbíur væru snökt um verri en hommar en samkynhneigð átti í þá daga aðallega við karlmenn. Og nú kemur gullmoli sem hefur verið hluti af boðuðum siðum krist- innar kirkju, bæði kaþóskri og lút- erskri allt til dagsins í dag: Þessi heilagi maður fordæmdi líka dans, því dans æsti upp ómannlegar til- finningar. Og hann sagði leikhús, meðal annars, af hinu illa því það túlkaði undifrerli, rógburð og guð- last og þar á ofan afvegaleiddi leik- húsið annars siðprúðustu menn. Þá vitum við það, ástæðan fyrir því að ekki má dansa á páskum er fundin. Þarf ég að minnast á fleiri? Hvað með heilagan Ágústínus (354^430). Hann var að eigin sögn haldinn óseðjandi kynlífsþorsta. Hann tók reyndar ekki kristna trá fyrr en 33 ára gamall. Og hvað gerði hann? Jú, hann sór eið að skírlífi! Predikaði meira að segja að kynlíf hjóna væri syndsamlegt því það hefði í för með sér losta og héldi við hringiðu blygðunar mannsins, sem byrjaði hjá Adam og Evu. Hér læt ég staðar numið. Ég ætla ekki að skrifa um gömlu páfana, ekki um hór. Höfundur er framkvæmdasíjóri Samtakanna ’78.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.