Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 55

Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 GUÐRUN BJARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR + Guðrún Bjarn- heiður Gísia- dóttir fæddist í Vesturholtum í Þykkvabæ 6. sept- ember 1906. Hún lést á Dvalarheimil- inu Garðvangi í Garði 14. október siðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Gísii Bjarna- son, bóndi í Vestur- hoitum, f. 17.6. 1863 í Háfshjáleigu í Djúpárhreppi, d. 6.8. 1936, og Jónína Margrét Ólafsdóttir, húsfreyja í Vesturholtum, f. 5.11. 1873 í Hávarðarkoti í Asahreppi í Rangárvallasýslu, d. 5.7. 1943. Systkini Guðrúnar voru: Rakel Agústa, Ijósmóðir í Keflavík, f. 24.8. 1897, d. 27.6. 1983; Ólöf, húsfreyja í Hafnarfirði, f. 13.7. 1898, d. 27.2. 1969; Ólöf Sesselja, f. 9.5. 1900, d. 31.8. 1903; Guðrún, f. 8.5. 1902, d. 2.4. 1905; Bjarnheiður, f. 30.5. 1903, d. 25.3. 1905; Ólafur, verkstjóri í Keflavík, f. 25.7. 1904, d. 5.3. 1989; Gísli, ali- fuglaræktandi í Keflavík, f. 5.9. 1908, d. 11.10. 1994; Krist- ján, veitingamaður í Reykjavík, f. 26.9. 1910, d. 17.8. 1990; Sesselja, húsfreyja í Reykjavík, f. 6.11. 1912; og Bjarni Júlí- us, lögregluvarðstjóri í Keflavík, f.10.7. 1915. Hinn 21. maí 1934 giftist Guðrún, Stein- dóri Péturssyni, út- gerðarmanni í Kefla- vík, f. á Ytri-Bægisá í Eyjafirði 31.12. 1905, d. 19.8. 1975. Guðrún og Steindór hjuggu mestallan búskap sinn á Austurgötu 16 í Keflavík. For- eldrar Steindórs voru þau hjónin Fanney Þorsteinsdóttir, f. 21.9. 1875 á Skipalóni í Glæsibæjar- hreppi í Eyjafirði, d. 4.7. 1981, og Pétur Magnússon, f. 19.2. 1883 í Saurbæ í Skriðuhreppi í Eyjafirði, d. 8.6. 1920. Börn Guð- rúnar og Steindórs voru: 1) Gíslína Guðrún, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 5.5. 1936. Eiginmaður hennar er William Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinsta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut frá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Eg man frá bernsku mildi kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín, þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér ðrlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinstu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (J.K.) Astkær amma mín, Guðrún Bjamheiður Gísladóttir, verður jai-ðsungin í dag og mig langar að minnast hennai' með nokkrum orð- um. Ég sem barn og allt fram á full- orðinsár sótti alltaf mikið til ömmu Gunnu. Það var hennar hlýja viðmót og væntumþykja sem laðaði mig alltaf að henni. Amma var mjög þakklát fyrir allt sem henni var veitt og reyndi að miðla þeirri reynslu til mín. Hún kenndi mér að vera þakklát fyrir hluti sem ég taldi vera sjálfsagða eins og að geta lesið bækur eða gengið í skóla. Amma var alltaf létt í lund þrátt fyrir aukið mótlæti og sagði oft að skapið hennar hefði komið henni í gegnum margar erfiðar stundir. Amma fékk að finna fyrir áfóllum um ævina er hún missti sjónina smátt og smátt og heyrnina, en sama hvað bjátaði á fannst henni að allir ættu meira bágt en hún. Hún setti alltaf sjálfa sig í annað sæti en sína nánustu í það fyrsta. Aðfangadagskvöld með ömmu verða mér alltaf kær. Amma felldi alltaf gleðitár er hún hlustaði á út- varpsmessuna og lagið Heims um ból var sungið því að lagið minnti hana alltaf á börnin hennar. Amma hafði heilbrigða lífsskoð- un, sterka samkennd og mikinn kærleik. Ef ég næði bara að tileinka mér helming af hennar dyggðum myndi ég verða ánægð. Amma var mjög sátt við lífshlaup sitt og hafði lengi verið tilbúin að sofna svefnin- um langa. Ég tel það forréttindi mikil að hafa fengið að kynnast henni. Ég vil þakka af alhug starfs- stúlkum Garðvangs fyrir hlýja og góða umönnun. Elsku amma mín, minning þín lif- ir björt í hjarta okkar sem eftir stöndum um ókomna tíð. Guð blessi þig og vemdi á nýjum slóðum. Þín skrudda alltaf, María. Gleði er fyrsta orðið sem kemur í huga okkar þegar við hugsum til ömmu. Amma var mjög lífsglöð kona og það var alltaf gaman að heimsækja hana. Við minnumst hennar gjaman þar sem við komum í heimsókn til hennar á Hringbraut- ina þar sem hún hellti upp á kaffi á gamla mátann og það var sko besta kaffið sem hægt var að fá. Það var svo alvöru bakkelsi með; lummur, jólakökur og pönnukökur. Þetta bakaði hún allt saman sjálf. Þessu hélt amma til streitu hátt í níræðis- aldur en hún var staðráðin í að halda heimili eins lengi og hún gæti. Alltaf fannst ömmu gaman að taka á móti gestum og í kringum hana vai' oft mikið fjör og líflegar samræður í gangi. Þegar best lét sló hún á læri sér til að leggja áherslu á hluti og hló síðan dátt á eftir. Það var alveg einstakt hvað amma hafði létta lund og jafnvel þótt sjónin væri nær alveg horfin og heymin orðin léleg tókst henni alltaf að vera jákvæð og það var einkennandi hversu þakklát hún var. Fólkið sem annaðist hana á sjúkrastofnunum síðustu árin talaði sérstaklega um þakklæti hennar og kunni vel að meta það. Margar góðar minningar koma í hugann og við systumar emm stolt- ar af því að hafa átt svo góða ömmu sem svo mörgum þótti vænt um. Amma sagði alltaf að hún yrði allra kerlinga elst og það kom svo sann- arlega á daginn en hún varð hvorki meira né minna en 93 ára gömul. Nú er hún hjá Guði og eins og ein langömmustelpan hennar sagði: „Þá er hún loksins búin að hitta mann- inn sinn aftur.“ Okkur líður vel með það og, elsku amma, hvíl þú í friði. Agnes Ósk, Fanney Petra og fris Helma Ómarsdætur. Það voru mér þungbær tíðindi að heyra að ástkær amma mín hefði látist. Jafnvel þótt maður hafi reynt að búa sig sem best undir hið óum- ílýjanlega skilur hún eftir mikið tómarúm í hjarta mínu, sem og ef- laust hjá öllum þeim er hana þekktu og vissu hvílík gæðamanneskja hún var. En það er huggun harmi gegn að hún hefur fengið hvfld frá heilsu- leysi og er komin til endurfunda við afa minn. Ég átti því láni að fagna að búa W. Farnsworth, f. 23.10. 1930. Börn þeirra eru Viktor, f. 11.2. 1960; Elísabeth, f. 13.4. 1961, og Linda, f. 21.1. 1965. 2) Fanney Petra, húsfreyja í Bandarfkjunum, f. 26.3. 1938, d. 13.8. 1969. Eiginmaður hennar er Richard T. Sims. Barn þeirra er Raymond, f. 4.11. 1965. 3). María, húsfreyja í Bandaríkjunum, f. 27.2. 1940. Eiginmaður hennar er Norman Weiner, f. 19.4. 1930. Börn þeirra eru Andrea, f. 19.8. 1959; Karen, f. 10.1. 1961, og Jon, f. 17.9. 1968. 4). Ómar, flugvirki í Keflavík, f. 20.3. 1942. Eiginkona hans er Guð- laug Jóhannsdóttir, f. 15.11. 1944. Börn þeirra eru Agnes, f. 26.6. 1967; Fanney, f. 9.10. 1970, og íris, f. 3.5. 1972. 5). Ragnheiður, verslunarmaður í Kerflavík, f. 5.10. 1943. Börn hennar eru Steindór, f. 12.5. 1970, og María f. 20.5. 1980. 6). Jón Axel, skrifstofumaður í Keflavík, f. 19.9. 1950. Eigin- kona hans er Brynja Sigfús- dóttir, f. 12.9. 1955. Synir þeirra eru Vilhjálmur, f. 15.4. 1984, og Eiríkur, f. 4.9. 1990. 7). Guðrún Dóra, f. 12.9. 1959. Eiginmaður hennar er Pete Cabrera, f. 29.3. 1959. Sonur Guðrúnar Dóru er Davíð, f. 29.3. 1977. Barnabarnbörn Guðrúnar og Steindórs eru 12. Utför Guðrúnar Bjarnheiðar Gísladóttur fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. heima hjá ömmu minni og afa fyrstu fimm ár ævi minnar og eftir á að byggja á ég þeim sjálfsagt mikið að þakka fyrir að hafa innrætt mér þau góðu lífsgildi og reglur sem þau lifðu eftir. Þó að tími sá sem ég fékk að njóta með afa mínum hafi verið alltof stuttur tel ég þann tíma sem ég gat eytt með ömmu ómetanlegan og ég mun að eflífu vera þakklátur fyrir þann tíma. Það eru margar minningamar sem koma upp í huga minn frá sam- vistum mínum við ömmu mína. Ég var yfirleitt heima hjá henni eftir að skóladeginum lauk og þangað tfl mamma kom heim úr vinnunni og eftir að hún hafði hlýtt mér yfir heimalærdóminn var alltaf gott að geta spjallað við hana um hvað sem manni lá á hjarta. Jafnvel þó að maður talaði við hana tímunum saman um fótbolta hlustaði hún alltaf með athygli og reyndi að gefa manni góð ráð og hvatti mann til dáða. Maður gat alltaf stólað á ömmu ef eitthvað bjátaði á og ekki var til það vandamál sem amma gat ekki leyst með einhverjum hætti. Ég er til dæmis ansi hræddur um að ekki hefði ég fengið góðar ein- kunnir í saumatímunum ef hún hefði ekki staðið yfir og sýnt mér handbrögðin, því ekki tók hún í mál að gera fyrir mig vinnuna því að ég hefði ekkert lært af því sagði hún mér alltaf. Hin síðari ár var það ómetanlegt að fá að hafa hana heima hjá okkur um jólin og hlusta á hana syngja Heims um ból með jólamessunni í útvarpinu og fylgjast með henni fórna höndum og fussa og sveia yf- ir því hvað hún fékk mikið af gjöf- um. Henni fannst sem hún gæti ekki endurgoldið hlýhuginn sem fylgdi gjöfunum en sannleikurinn var sá að hún hafði gefið öllum þeim sem næstir henni voru þá ómetanlegu gjöf að hafa fengið að njóta ástar hennar og hlýhugar í svo mörg ár. Elsku amma mín, ég veit að þú varst orðin þreytt og þráðir hvfldina en það hefði samt verið gott að fá að hafa þig hjá okkur aðeins lengur. Minningin um þig og allt það sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér situr eftir og mun fylgja mér um alla tíð. Þinn dóttursonur Steindór Bjarni. Elsku Guðrún amma, nú ertu komin til himna og við vitum að þú ert glöð þar. Það var gaman að koma og heimsækja þig á Garð- vangi og þú sagðir alltaf þegar við komum: „Þama koma skruddumar mínar.“ Við kveðjum þig og þökkum þér fyrir þann stutta tíma sem við áttum saman. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. J. frá Presthólum.) Þínar langömmustelpur, Guðlaug Anna, Helen Maria og Edda Gerður. Okkur barnabörn Guðrúnar Gísladóttur, sem emm búsett í Bandaríkjunum, langar til að minn- ast ömmu okkar með nokkrum orð- um. Þótt við höfum ekki haft mörg tækifæri til þess að heimsækja ömmu okkar á Islandi þá eru þær stundir og minningar okkur dýr- mætar. Islenskan hjá okkur bamabörn- unum var kannski ekki sem best en skilningurinn var alltaf til staðar á milli okkar og ömmu. Eina enska orðið sem amma kunni var „um- brella“ og það orð vekur alltaf upp gamlar og góðar minningar um ömmu. Okkur hlýnar öllum um hjartarætumar þegar við minnust allra góðu stundanna í eldhúsinu hjá ömmu okkar á Austurgötu 16 þegar við fengum alltaf góðar pönnukökm- og kleinur. Reyndar varstu alltaf á þönum og naust þess að stjana við okkur. Amma naut þess alltaf að hafa margt fólk í kringum sig og við minnumst hennar ætíð í góðu skapi, hlæjandi og skellandi á lær sér. Elsku amma, allar góðu minning- amar um þig munu fylgja okkur alla ævi. Þú varst ætíð okkar stoð og stytta. Við eigum eftir að sakna þín sárt en vissan um það að þú sért á betri stað lætur okkur líða betur. Andrea, Viktor, Karen, Elísabet, Linda, Jón, Raymond og Davíð. Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? (M. Joch.) Þessi orð þjóðskáldsins Matthías- ar koma fyrst fram í huga minn, er Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wor- dPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ég hugsa til Guðrúnar Gísladóttur sem nú hefir endað sína æviför. Hún reyndist mér jafnan sem móðir á meðan leiðir okkar lágu saman. Það var á sólbjörtum júlídegi sum^ arið 1952. Við vorum algerlegí* ókunnug, höfðum aldrei sést, þegar eiginmaður hennar, Steindór Pét- ursson frændi minn, leiddi mig inn á heimili sitt að aflokinni guðsþjón- ustu í Keflavflmrkirkju, sem ég flutti þá vegna umsóknar minnar um Keflavíkurprestakall. Þeim móttökum, sem ég fékk hjá húsmóðurinni, gleymi ég aldrei. í fyrstu vorum við sjálfsagt dauð- feimin hvort við annað. En ekki hafði ég dvalið lengi á heimili þeirra hjóna þegar mér var ljóst, að Guð- rún Gísladóttir var bæði góð qp^ mikilhæf kona. Er þar skemmst frá að segja, að þau hjónin opnuðu heimili sitt fyrir mér og hjá þeim dvaldi ég þangað til kosning og vígsla var afstaðin og mánuðum saman eftir það var heimili mitt í stofunni þeirra að Austurgötu 11. Kynni okkar Guðrúnar þróuðust fljótt í gagnkvæma vináttu, sem var mér ósegjanlega mikils virði og ég fæ aldrei þakkað svo sem vert væri. Hún var mér sem besta móðir. Þær minningar, sem ég á í barmi geymd- ar frá dvöl minni á heimili hennar og allri okkar samleið upp frá því í meira en tvo áratugi, eru meðal feg- urstu og björtustu ljósgeislanna, sem lifa í minningunni frá liðinni tíð— Þær minningar verða ekki tíund- aðar hér. En þakklæti mitt fyrir all- ar þær stundir, sem við áttum sam- an, alla þá gleði og gæfu, sem hún veitti inn í líf mitt, fyrir góðhug hennar og umhyggju í minn garð verðður ekki með orðum tjáð. Hún var einstök. Hjartahlý og hjarta- hrein, göfug og góð. Ég sé hana fyr- ir mér, þar sem hún brosir sínu bjarta móðurbrosi, sem á upp- sprettu sína í hlýju móðurhjarta. Ég man það líka hve yndislee. móðir hún var bömunum sínumrt Þar áttu þau öll jafnan hlut að máli. Þau áttu öll sitt stóra rúm í kær- leikshjarta hennar. Eiginmaður Guðrúnar, hann Steindór frændi minn og vinur, fékk einnig í ríkum mæli að njóta þess hvílík gæfa það er að eiga góðan lífsförunaut sér við hlið. Heimili þeirra var aðlaðandi, hlýtt og notalegt og bar þess ótví- rætt vitni, að þar skipaði kærleikur- inn æðsta sætið. Það fór ekki milli mála, að þar stóð við stýrið húsmóð- ir, eiginkona og móðir, sem þessi orð skáldsins gætu vel átt við: Henni var heimilið dýrmætt, því helgaði hún líf sitt í kærleika og trú. *»• Innilegar samúðarkveðjur send- um við hjónin bömunum öllum og öðmm ástvinum Guðrúnar Gísla- dóttur. Guð blessi bjarta minningu góðr- ar og göfugrar móður. Björn Jónsson, Akranesi. 3lómetbúSir\ v/ Possvogskipkjugapð Sími: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson, útfararstjón útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is7 „

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.