Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 56

Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 56
^6 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KATTASÝNING ALÞJOÐLEGAR KATTA- % SÝNINGAR í KÓPAVOGI Gæðin komu dómurum á óvart Exótísk læða, með bláan feld, gul augu og fýlulegan svip, var valin kynjaköttur á tveimur kattasýningum sem haldnar voru um síðustu helgi. Brynja Tomer virti fyrir sér ólíkar kattategundir á sýningunum og ræddi svo við dómara og nokkra eigendur. Henni sýndust síðhærðir kettir almennt rólegir og værukærir, en snögghærðir ~___kettir skapmeiri fjörkálfar._ ASTÆÐA þess að haldnar eru tvær að- skildar kattasýningar sömu helgina er ein- föld, að sögn Ólafs Njálssonar, formanns Kynjakatta, kattaræktarfélags Islands. „Mikil vinna og kostnaður felst í að setja upp sýningu af þessu tagi og þetta er því hagkvæmara.“ A kattasýn- “'♦ingum skoða viðurkenndir dómar- ar kettina með ræktunarmarkmið viðkomandi tegunda að leiðarljósi. Þyki þeim kettir framúrskarandi fulltrúar tegundar sinnar geta þeir veitt þeim meistarastig, en þrjú meistarastig þarf til að köttur hljóti titilinn íslenskur meistari. A alþjóðlegum sýningum, eins og þeim sem haldnar voru í reiðhöll Gusts um síðustu helgi, hafa dóm- arar ennfremur réttindi til að veita alþjóðleg meistarastig, þyki þeim köttur framúrskarandi á alþjóðleg- an mælikvarða. Fimm alþjóðleg meistarastig þarf til að köttur bæti við sig titlinum alþjóðlegur meist- ari. Köttur getur einnig fengið titla **á borð við Evrópumeistari eða ai- þjóðlegur stórmeistari, en fáir kettir hafa náð svo góðum árangri. Dómarar á sýningunum voru þrír, tveir frá Sviss og einn frá Danmörku. Allir voru þeir sammála um að skipulag sýningarinnar væri til fyrirmyndar og kettirnir í háum gæðaflokki. „Eigendur kattanna eru sérlega vingjarnlegir og margir útlendingar hefðu gott af að koma hingað og sjá hvernig setja á upp skemmtilega sýningu og ekki síst hvemig á að taka þátt í henni,“ seg- ir Eva Wieland Schilla frá Sviss, sem er vararitari Alþjóðasambands kattaræktarfélaga, auk þess að ^vera alþjóðlegur dómari. Kettir með góða skapgerð Eva segir að sér hafi komið þægilega á óvart hversu fallegir kettir voru á sýningunni. „Það er ótrúlegt, sérstaklega í ljósi þess að kattarækt hófst ekki hér fyrr en íyrir um tíu árum. Einnig finnst mér íslensku húskettirnir mjög fal- legir og gaman að sjá svo marga húsketti á sýningu. Kettir á sýn- ingunni eiga það sammerkt að hafa a. góða skapgerð og ég held að það sé ■‘rayrst og fremst vegna þess að þeir fá gott atlæti hjá eigendum sín- um.“ Hún segir að persnesku kett- irnir séu almennt í mjög háum gæðaflokki og einnig hafi komið sér á óvart hversu fallegir Bengal- og Abysiníu-kettirnir voru. „Ég hef engar athugasemdir við kattarækt Islandi, en hvet íslenska rækt- endur til að halda áfram á sömu Abyssiníu-kettir bíða eftir að dómari skoði þá. braut, því þeir em greinilega á réttri leið í ræktun sinni.“ Starfsbróðir Evu, Leslie Van Grebst frá Danmörku, segir að persnesku kettirnir hafi hrifið sig mest, en hann sérhæfir sig í að dæma ketti með síðan og hálfsíðan feld. „Mér þykja norsku skógar- kettimir líka mjög fallegir og ræktun þeirra á réttri braut. Auk góðs skipulags og fallegra katta, kom mér einna mest á óvart hversu rólegir kettirnir vora, en talsvert álag fylgir því íyrir kött að vera á sýningu. Ég ímynda mér að ástæðan sé sú að eigendur þeirra eru mjög afslappaðir." Alfred Wittich frá Sviss hefur réttindi til að dæma ketti af öllum tegundum. Hann segist hafa hrifist mest af norsku skógarköttunum og segir að ræktun þeirra lofi mjög góðu. „íslensku húskettirnir komu mér einnig á óvart og almennt finnst mér kattarækt hér mjög áhugaverð." Aðspurður segir Al- fred að í kattarækt sé stefnt að því að skerpa sérkenni hverrar teg- undar í útliti og skapgerð, auk þess sem mikil áhersla sé lögð á gott heilsufar undaneldisdýra. Vinsæl- ustu kettir í Evrópu um þessar mundir era Maine coon og British shorthair, ekki spurning,“ svarar hann að bragði. Reynir að fækka köttunum Persneska læðan Afródíta of Viking Cats, sem er svokallaður exótískur Persi, er rúmlega tveggja ára og var valinn kynja- köttur á báðum sýningum Kynja- katta, kattaræktarfélags íslands, en þann titil hlýtur sá köttur sem er besti köttur sýningar að mati dómara. Eigandi Afródítu, Helga Fallegasti geldingurinn og jafn- framt best snyrti kötturinn gegnir nafninu Helgi. Hlynsdóttir, ræktar persneska ketti, bæði síðhærða og exótíska. Helga segist eiga nokkra ketti. „Ég hef lengi stefnt að því að fækka þeim niður í þrjá, en ein- hverra hluta vegna fjölgar þeim alltaf. Ég skil ekkert í þessu,“ segir hún og hljómar ekkert sérlega sannfærandi. Hún ber með sér að vera einlægur aðdáandi katta og hafa brennandi áhuga á ræktun þeirra, svo fátt bendir til að köttum hennar fækki í þrjá á næstunni. Afródíta er drjúg með sig, segir Helga. „Hún er samt afar róleg og ljúf, eins og flestir persneskir kett- ir.“ Hún segist alltaf baða hana fyrir sýningar, en segir feldhirðu að öðru leyti hvorki mikla né tíma- freka. Helga flutti inn tvo pers- neska ketti frá Noregi árið 1994, en fyrsta „Persann“ eignaðist hún 1993. „Það er læða sem heitir Þoka Alfred Wittich, dómari, skoðar norskan skógarkött, en hann hreifst mest af þeirri tegund. og er forystukötturinn á heimil- inu.“ Þótt Helga sé hugfangin af persneskum köttum, kveðst hún hrifin af öllum köttum, líka þeim sem ekki era hreinræktaðir. Vel snyrtur og fallegur geldingur Hvítur og feldmikill fressköttur, að nafni PR Af ísafold Ófeigur, var valinn besti geldingur á báðum sýningum Kynjakatta og einnig best snyrti kötturinn. Einhverra hluta vegna gegnir Ófeigur nafninu Helgi, en eigandi hans er Kristín Ki-istjánsdóttir. Hún segir afar mikla vinnu liggja í feldhirðu katt- arins, sérstaklega íýrir sýningar. „Feldurinn er burstaður daglega og öðru hvoru þarf að baða köttinn. Þá er hann þveginn eftir kúnstar- innar reglum með góðu sjampói og feldurinn síðan þurrkaður með hárblásara. Sýningarbað og snyrt- ing fyrir sýningu tekur 3-4 klukku- tíma. Auk þess að þvo feldinn með sjampói er notuð næring og djúpnæring og feldurinn skolaður mjög vel á milli. Einnig þarf að plokka hár ofan af eyrum og klippa feldinn svolítið. Helgi er mjög ró- legur og situr alveg kyrr meðan verið er að snyrta hann.“ Kristín á annan persneskan kött, gulleitan, sem á kattamáli er kall- aður golden Persi. „Þeim semur vel og hefur báðum vegnað mjög vel á kattasýningum gegnum tíð- ina.“ Helgi er íyrsti köttur Kristín- ar og segist hún hafa heillast af honum er hún sá hann sem kett- ling. „Ég hafði ekkert velt því fyrir mér að fá mér kött, en svo sá ég þennan skjannahvíta kettling sem bræddi í mér hjartað." Norski skógarkötturinn CH Norskur skógarköttur, sem varð sigursæll á sýningunum,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.