Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 67* FÓLK í FRÉTTUM STEVE ALBINI VANN VIÐ UPPTÖKUR OG HLJÓÐBLÖNDUN Á TÓNLIST ENSÍMIS Gagnkvæm virðing íslenskra tónlistarmanna til sóma Steve Albini hefur tek- ið upp og hljóðblandað tónlist þekktra hljóm- sveita á borð við Nir- vana og Pixies. Hann sagði Sunnu Osk Loga- dóttur hvernig tónlist- armenn hann kann að meta og nefndi íslensku hljómsveitina Ensími sem dæmi. HLJÓMSVEITIN Ensími vinnur að breiðskífu um þessar mundii' og fékk hún Steve Albini, upptöku- stjóra, upptökumann og hljóð- blendil, til að koma hingað til lands og aðstoða við upptökur. Steve sér- hæfir sig í hljóðblöndun og upptöku neðanjarðartónlistar og segist hafa þróað vinnuaðferðir sem skili góð- um árangri á stuttum tíma. „Margir framleiðendur tónlistar og þeir sem hljóðblanda hana hafa mjög skýrar vinnuaðferðir sem hljómsveitir sem þurfa að vinna hratt geta ekki nýtt sér, hvort sem það er vegna tíma- eða peningaskorts," útskýrir Steve. „En mínar aðferðir nýtast slíkum hljómsveitum á áhrifaríkan hátt.“ Steve segist sjálfur hafa verið í hljómsveitum og viti því hvernig tónlistarmenn vilja vinna. „Eg hef unnið við hljóðblöndun í næstum tuttugu ár og komið að mörgum plötum á þeim tíma.“ í annað sinn á íslandi -Hvernig kom samstarf þitt og Ensímis til? „Ég býst við að þeir hafi heyrt plötur sem ég hef unnið að og kunn- að að meta það sem þeir heyrðu," segir Steve og ypptir öxlum kæru- leysislega. ísland er ekki með öllu framandi fyrir Steve því í sumar kom hann hingað með hljómsveit sinni Shellac til að spila á lágmenningarhátíð Reykjavíkur. Það var síðan haft samband við mig og hugmyndin um að vinna með Ensími viðruð. „Ég kann vel við Reykjavík, þetta er frábær borg. Ekki sakaði að upp úr kafinu kom að Ensími er fyrir- taks hljómsveit," segir Steve og hlær. „Svo að það virtist góð hug- mynd að koma hingað aftur.“ Steve heyrði nokkur af eldri lög- um Ensímis áður en hann fór að vinna með þeim en segir nýju tón- listina að vissu leyti einfaldari en áður. „í henni koma fram margar hliðar á persónuleika sveitarinnar.“ Steve dvaldi hérlendis í nokkra daga sem öllum var varið í hljóðveri og segir miklu hafa verið áorkað. ,,Ég hafði ekki hitt strákana áður en ég kom hingað en við vorum fljótir að finna út hvernig best væri að vinna vel þannig að enginn tími færi til spillis." Samkeppnin ekki þrúgandi Það er mjög misjafnt í hverju starf Steves er fólgið hverju sinni. „Ef hljómsveit er búin að útfæra vel þær hugmyndir sem hún hefur og er vel æfð þá getur upptökuhlutinn verið mjög einfaldur. Þannig hefur þetta einmitt verið núna með Ensími. Þannig finnst mér best að vinna.“ -Hefurðu heyrt aðra íslenska tónlist? „Já, ég hef heyrt í nokkrum eldri pönk/rokksveitum og þess vegna var ég mjög spenntur að koma hingað og kynnast tónlistarheimin- um.“ -Og hvernig kemur hann þér fyrir sjónir? Morgunblaðið/Ásdís Steve Albini á heimavelli í Stúdíó Sýrlandi við upptökur plötu Ensímis. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ensími á tónleikunum í Flug- skýli 4 síðastliðið laugardags- kvöld, en þar voru nokkrir út- sendarar erlendra plötuútgáfna að kanna íslenskar sveitir. „Mjög jákvætt. Jafnvel hljóm- sveitir sem spila ólíka tónlist bera virðingu hver fyrir annarri og allir kunna að meta það sem aðrir hafa fram að færa. Það virðist ekki ríkja eins yfirþyrmandi samkeppni hér og víða annars staðar. í Bandaríkj- unum og Bretlandi er tónlist nánast eins og stjórnmál. Fólk er alltaf að gagnrýna hvert annað til að því líði sjálfu betur. Þar ríkir mikill metn- aður, ekki þó metnaður til að gera góða tónlist, heldur vilja tónlistar- mennimir verða vinsælii- og frægir og tónlistin er aðeins aðferð til að ná því marki. Það virðist ekki vera málið héma á Islandi." - Gæti það stafað af því að tónlist er yfirleitt aðeins aukastarf fyrir tónlistarmenn á Islandi? „Ja, það gæti vissulega skipt máli. En fyrir mér er það einmitt eðlilega leiðin. Það er nánast ómögulegt að framfleyta sér á tón- listinni einni saman, hvorki hér á landi né annars staðar. Með þeim hætti er líka hægt að njóta tónlist- arinnar á sama hátt og að njóta þess að fara í veiðiferðir. Þannig held ég að sambandið og lífíð með tónlistinni verði farsælast.“ Neðanjarðariónlistin komin á réttan stað - Hefur þú orðið var við að keppnisandi milli tónlistarmanna hafi aukist síðustu ár? „Mér finnst keppnisandinn hafa minnkað í Bandaríkjunum undan- farin ár. Á tímabilinu 1992-1997 reyndu stór útgáfufyrirtæki að hasla sér völl í neðanjarðartónlist og reyndu að finna tónlistarmenn sem voru vinsælir í þeim geira og gera þá vinsæla meðal almennra tónlistaráheyrenda. Næstum allar slíkar tilraunir mistókust, borguðu sig ekki og því er þetta ekki eins áberandi í dag. Þetta hafði vissu- lega tmflandi áhrif á tónlistarheim- inn en aðeins í þennan stutta tíma. Ég varð var við þessi áhrif á marga tónlistarmenn í kringum mig og um tíma var það mjög óþægilegt. Núna er neðanjarðartónlistin aftur komin á sinn stað, meðal óháðra, smárra útgefenda.“ - Pú vinnur aðallega fyrir lítil út- gáfufyrirtæki? „Venjulega vinn ég fyrir hljóm- sveitirnar sjálfar en ef útgáfufyrir- tæki er með í spilinu er það næstum alltaf smátt fyrirtæki. Þá verða tengslin milli tónlistarmanna og út- gefanda nánari og það er vissulega af því góða. Örsjaldan hef ég unnið fyrir stærri fyrirtæki og yfirleitt hefur það valdið vandræðum þó að tónlistin geti verið mjög góð og starfið með hljómsveitinni gefandi." - Vinnurðu með sömu lista- mönnunum aftur og aftur? „Já, það gerist oft. Ég er svo heppinn að hafa unnið með langlíf- um hljómsveitum í gegnum tíðina. Ef hljómsveitum reynist erfitt að vinna saman í hljóðveri er oft gott fyrir þær að fá mann eins og mig inn í starfið til að auðvelda þeim líf- ið svo að þeir geti einbeitt sér al- gjörlega að tónlistinni." Ferðast til áhugaverðra staða Eftir að vinnunni með Ensími lauk hélt Steve heim til Chicago en næsta verkefni hans er með hol- lenskri hljómsveit sem kallast Ces- ars. Steve hefur ferðast töluvert und- anfarin ár vegna vinnu sinnar en upp á síðkastið hefur hann aðallega unnið í Bandaríkjunum og Kanada. „Þegai' við í Shellac fórum í tón- leikaferðalag reynum við alltaf að finna áhugaverða staði til að spila á. Þannig ferðalög kann ég að meta.“ Það er á döfinni hjá Shellac að fara í tónleikaferð til Ástralíu og jafnvel Nýja-Sjálands en í augna- blikinu eru þeir að vinna að plötu sem verður tilbúin um jólin en óvíst er enn hvenær hún kemur í verslan- ii'. Plata Ensímis kemur hins vegar út fyrir aldamót og verður því vænt- anlega vinsæl í jólapakkana í ár enda úrvals tónlist á ferð að mati Steves Albinis. Óskalög landans Söngtextar Jónasar Ámasonar úrástkæmm leikritum. Flytjendur: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna Sigriður Helgadóttir, Örn Amarson. f kvöld lau. 23/10. Kvöldverður kl. 20. Söngskemmtun kl. 21.30 Æmntýrið um óstina eftir Þorvald Þorsteinsson „...hinir fullorðnu skemmta sérjafnvei ennþá betur en bömiri'. S.H. Mbl. „...bráðskemmtilegt ævintýr... óvanalegt og vandað bamaleikrit.“ LA Dagur. ..hugmyndaauðgi og kímnigáfan kemur áhorfendum í srfellu á óvart..." S.H. Mbl. sun. 24/10 kl. 15 örfá sæti laus sun. 31/10 kl. 15 MIÐAPANTANIR í S. 551 9055 165 milljóna ára dýr á skjáinn OFT hefur verið fundið að vinnubrögðum svonefndra dag- skrárstjóra sjónvarps. Þeir hafa ekki alltaf þótt starfi sínu vaxn- ir. Þess ber þó að gæta að vett- vangurinn, þar sem þeir starfa, er ákaflega hugmyndasnauður. Helstu viðfangsefni leikinna sjónvarpsþátta og kvikmynda í sjónvarpi eru tvenns konar. Annars vegar glæpasögur SJÓNVARPÁ eru af margvíslegu tagi, sem geta orðið ákaflega leiðigjarnar ef oft er á þær horft, enda einfald- ar að gerð. Hins vegar eru sög- ur af ástum kvenna og karla, hálf geldingslegar og frámuna- lega leiðinlegar margar hverjar, þar sem kari og kona eru látin bauka saman í rúmi ef svo viðr- ar, sem aftur leiðir til þess, að hinir peningaóðu framleiðendur færa sig stöðugt upp á skaftið, uns jafnvel Alþingi íslendinga telur sig knúið til að fjalla um „pornóbúllur" frjálsræðisins. Allt stafar þetta af hugmynda- leysi framleiðenda og þeim öm- urlega og í raun fábrotna tilvist- arheimi, sem leikið sjónvarps- efni sprettur úr. Bjánalegar til- raunii' til dii'fsku á sjónvarps- skermi stafa af ókunnugleika ýmiskonar og þeirri bjargfóstu trú að nauðsynlegt sé að vita ekkert um fyrri tíð. Nokkrir há- skólafyrirlestrar um baðstofulíf á nítjándu öld ættu að taka úr hinum nýju hugmyndasmiðum mestu dirfskuna og hrollinn, vegna þess að allt sem þeir koma með var vitað fyrir. Af umtalsverðu sjónvarpsefni nýlegu má nefna þátt í ríkis- kassanum um franska sjómenn við íslandsstrendur í lok nítj- ándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu, sem sýndur var á sunnudagskvöld. Þarna voru sýndar gamlar forvitnilegar myndir, bæði ljósmyndir og kvikmyndir. Þetta er auðvitað partur af sögu okkar, sem hefur varðveist í munnmælum og skrifuðum frásögnum, bæði hér og í Brittany, og hefur Elín Pálmadóttir blaðamaður eink- um gert sér far um að halda til haga ómetanlegum upplýsing- um um frönsku sjómennina. Frakkanna varð einkum vart á Austfjörðum, en á Fáskrúðs- firði komu þeir sér upp aðstöðu, m.a. frönskum spítala (handan fjarðar), sem stendur enn að mig minnir. Franska siglingin hingað til lands og frönsku sjó- mennirnir efndu til vinsamlegra samskipta við landsmenn, eink- um á austanverðu Suðurlandi og Austfjörðum, og Þórbergur lýsir því, að í Suðursveit töluðu menn, m.a. Steinn afi hans, um „falleg strönd“ þegar duggur var að bera upp á sandana. Á mánudags- kvöld sýndi Sýn LAUGARDEGI kvikmyndina -------------------------- Tombstone, en það er heiti á bæ í Arizona. í dag er hann rekinn sem túrista- bær og er i sama horfi og hann var fýrir meira en öld. Þar er fræg rétt, sem stendur enn og heitir „O.K. Corral“, þar sem frægir byssumenn tókust á í Irægum skotbardaga, sem margar kvikmyndir hafa verið gerðar um. Ég kom í þennan bæ haustið 1982 og var leiddur um gamlar krár og síðast í tilbúinn kirkjugarð, þar sem margar hetjur villta vestursins virtust vera grafnar. Garðurinn var í melbrekku og grafirnar merkt- ar með steinai'öð í kringum þær, en snyrtilegur hvítur kross stóð upp úr hverju leiði með nafni einhvers byssubófans. Mér var sagt að engir bófar hvíldu í þessum garði. Þeir væru huslað- ir um allt „vestrið". Garðurinn var gerður íyrir túrista sem streymdu á staðinn. Talið er að dinósárar hafi ver- ið allsráðandi á jörðinni fyrir 165 milljónum ára. Með tölvu- tækni hefur tekist að „endur- lífga“ þessar risaskepnur í kvik- myndum og fyrir sjónvarp. BBC hefur nú lokið við sjónvarpsþætti um dinosára, sem samtals tekur eina sex klukkutíma að sýna. Ákveðið hefur verið að búta þetta niður í tólf hálftíma þætti. Hugmyndin að þessum þáttum er komin frá Spielberg, leik- stjóra sem gerði Jurassic Park. Þessir BBC-þættir ná þó til miklu fleiri afbrigða en Jurassic Park, eiginlega til allra dýra, sem vitað er að voru til fyrir 165 milljónum ára. Sjónvarpsstöðvar í mörgum þjóðlöndum hafa sam- einast undir forustu BBC um gerð þáttanna, sem nú virðist lokið. Vonandi komast þessir þættir að hér í sjónvarpi fyrir fótbolta og golfi áður en langt um líður. Þeir eru taldir til meiri afreka en áður hafa þekkst í gerð sjónvarpsefnis. Indriði G. Þorsteinsson íA[œ-tur^aíinn Smiðjuvegi 14, ‘Kppœvofli, sími 587 6080 Dans- og skemmtistaður í kvöld fögnum við vetri með Hilmari Sverrissyni og Önnu Vilhjálms Opið frá kl. 22—3 Næturgalinn — alltaf lifandi danstónlist fyrir fólk á öllum aldri Tölvur og tækni á Netinu ^mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.