Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 70

Morgunblaðið - 23.10.1999, Side 70
0 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Leitar Spielberg ' í smiðju STEVEN Spielberg lýsti því yfir í ráðstefnusal Universal-kvik- myndaversins að hann hefði mikið álit á dogma-reglum dönsku leik- stjóranna Thomasar Vinterbergs og Lars Von Triers og að hann langaði sjálfan til að gera mynd eftir sáttmálanum, að því er fram kemur í nýjasta hefti Newsweek. Fyrsta bandaríska dogma-myndin, Julien donkey-boy, úr smiðju leik- stjórans uppáfyndingasama Har- mony Korine, sem gerði hina um- töluðu Kids og Gummo, var frum- Triers? sýnd vestanhafs í síðustu viku og fjallar hún um geðklofa (skoska leikarann Ewan Bremner), yfir- gangssaman föður (Werner Herzog) og ófríska systur hans (Chloe Sevigny). Þegar hafa þrjár danskar dogma-myndir verið sýnd- ar hérlendis, Veisian, Fávitarnir og Síðasti söngur Mifune. Fjórða myndin verður úr smiðju Kristians Leverings, „The King Is Alive“. Tökur á henni fara fram í Namibíu og fer Jennifer Jason Leigh með aðalhlutverk. Úr Fávitum Triers. Fyrsta ferðin verður vestur á Bolungarvík! Já, ég verð bara heppnarí næst. Þá eru allir Yaris bílarnir komnir á götuna! Nú höfum við hjá Happaþrennunni dregið út þrjá Yaris í sumar. Um leið og við óskum vinnings- höfum til hamingju með bílana sína, og öllum heppnum Happaþrennukaupendum með aðra vinninga, þökkum við fyrir frábærar viðtökur í sumar. Megi heppnin vera með ykkur! MYNDBÖND Rotinn kjarni 8MM______________ Spennumynd ★ ★‘/2 Leikstjóri: Joel Schumacher. Hand- rit: Andrcw Kevin Walker. Kvik- myndataka: Kobcrt Elswit. Aðalhlut- verk: Nicolas Cage og Joaquin Phoenix. (123 mín.) Skífan, október 1999. Bönnuð innan 16 ára. í FIRRTU nútímasamfélagi þar sem kynlíf og ofbeldi eru hversdags- leg söluvara, er ef til vill aðeins eitt efiii sem enn er for- boðið en það er „snuff“ myndin, kvik- mynd þar sem raun- verulegt morð er fest á filmu. I kvikmynd- inni 8MM er þetta viðfangsefni tekið fyr- ir. Joel Schumacher, leikstjóri myndarinn- ar, gerir sér vel grein fyrir áhrifa- mætti hugmyndarinnar um tilveru slíkra kvikmynda og sveipar það dulúð með því að leiða áhorfandann í gegnum undirheima bandaríska klám- iðnaðarins áður en komist er að rotn- um kjamanum. Nicolas Cage er traustur að vanda i hlutverki spæjar- ans sem smám saman tapar áttum á ferð sinni um myrkviði stórborgarinn- ar en Joaquin Phoenix stelur þó sen- unni í hlutverki menningarlegs klám- búllustarfsmanns. I síðari hluta myndarinnar fer þó að halla undan fæti fyrir frásögninni og í lokin fær hástemmd merkingarleit söguhetj- unnar heldur ódýr svör. Heiða Jóhannsdóttir Fyrsti æsi- fréttablaða- maðurinn Winchell (Winchell)_________________ Drama ★★★ Framleiðandi: Stan Wlodkowski. Leikstjóri: Paul Mazursky. Handrits- höfundur: Scott Abbott. Kvikmynda- taka: Robbie Greenberg. Tónlist: Bill Conti. Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Glenne Headley, Paul Giamati, Christopher Plummer, Xander Berkeley. (103 mín.) Bandarikin. Bergvík, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. Blaða- og útvarpsmaðurinn Winchell er umijöllunarefni þessarar myndar, en það má segja að hann hafi verið fyrsti æsifréttamaður sögunnar. Hann lét aldrei segja sér fyrir verkum og hikaði ekki við að tjá skoðanir sín- ar á prenti eða í ræðu. Einnig er lauslega farið í einkalíf Winchels, sem virðist hafa verið nijög kven- samt og glysgjarnt. Stanley Tucci, sem er einn fremsti leikari Bandaríkjanna í dag, fékk Em- my-verðlaunin fyrir túlkun sína á hin- um málglaða blaðamanni. Tucci sýnir gífurlegan kraft og öryggi og er mynd- in þess virði að horfa á út af honum einum. Leikstjórinn Paul Mazursky gerði margar áhrifamiklar myndir á 8. og 9. áratugnum og hann sýnir að hann hefur engu gleymt. Þetta er góð mynd sem gefur einfalda en kröftuga mynd af einum áhrifamesta blaðamanni ald- arinnar. Ottó Geir Borg GÓLFEFNABÚÐIN Mikið úrval fallegra flísa Borgartún 33 • RVK Laufásgata 9 • AK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.