Morgunblaðið - 23.10.1999, Qupperneq 72
. 472 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
r. t
HÁSKÓLABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ
Miskannarlauslr
Blygðunarlausir
Kfækjóttir
NOTTING HILL
Sýnd kl. 11.
ALLT UM MÓÐUR MÍNA
Hagatorgi, simí 530 1919
Bandaríski Ijósmyndarinn Nan
Goldin flytur uerkið The Ballad
of Sexual Dependency í sal 2.
Verkið hefur vakið heimsathygli og verið sýnt á mörgum
helstu iistasöfnum og listahátiðum í Evrópu og Bandaríkj-
unum. Hér er um stórviðburð að ræða sem enginn ætti
að láta fram hjá sér fara. Aðeins þessar tvær sýningar.
Stórmynd byggð á sögu Halldórs Laxness
rXCl'RllN
GÓÐA
0(;HÚSIÐ
mvÆi mmBn msáSk
BÍÓHÖIL
FYRIR
990 PUNKTA
FRRDUÍBÍÓ Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905
Sýnd kl. 2.50, 5 og 7. ís. talJHXDQinL
IUJ(( w I l II 5
★ ★★ 1/2
OFE Hausverkur
i \ w
?1 F
★ ★★ ★★★l/2
Rás 2 Kvikmyndir.is
★ ★★★ ★★★ ay-T'
Mbl Dv
Thc VVn 5CH5C
' $->«TTA JnL-ldCARVITM
Kl. 4.40, 6.45, 9 og 11.15. b.i. te. BMDiGnAL
IVSbi
•Igjan
1/2
Kvlkmyndlf.is
msont- t
Kl. 2.30.
ii'l?
Synd kl. 3, 5,7, 9 og 11.
IDY
KI.3, 5, 7,9 og 11.
Kl. 3, 5,7, 9 og 11.
B. i. 10.
Sýnd kl. 9 og
11.20. Síö. sýn.
www.samfilm.is
Danshátíð Dansskóla Jóns Péturs og Köru
Helguðu líf
sitt dansinum
Marcus og Karen Hilton unnu sinn fyrsta
heimsmeistaratitil í samkvæmisdönsum er
þau voru 21 árs. Síðan þá hafa þau bætt
fímmtán í safnið og eru eitt eftirsóttasta
danspar heimsins í dag.
AFMÆLISHÁTÍÐ Dansskóla
Jóns Péturs og Köru er hald-
in í LaugardalshöEinni í dag
og verða Marcus og Karen Hilton
sérlegir gestir hátíðarinnar.
- Þið tUkynntuð í vor að þið væruð
hætt að keppa í dansi, hvað kom til?
„Við vorum komin með nóg,“ seg-
ir Marcus og lítur hlæjandi á
Karen. „Við fórum að hugsa um það
fyrir tveimur árum, þá fannst okkur
við hafa náð þeim árangri sem við
ætluðum okkur,“ bætir hann við.
Karen segir þau hafa slegið heims-
met með titlunum sextán og ákveðið
að láta þar við sitja. „Þá fannst okk-
ur tími til komin að leggja keppnis-
skóna á hilluna."
Lífsins dans
- Þegar þið lítið yfir ferilinn sem
spannar orðið tvo áratugi, eruð þið
sátt?
„Já, alveg tvímælalaust,“ svara
þáu brosandi samtímis. „Dansinn
var aðeins áhugamál hjá okkur í
fyrstu en varð síðan stærri hluti af
lífi okkar en við hefðum nokkum
tímann geta ímyndað okkur,“ segir
★ Karen. „Þetta hefur verið yndisleg-
ur tími, nánast eins og draumur.“
Marcus segir að við upphaf ferils-
ins hafi þau náð mjög góðum ár-
angri en einnig þurft að láta í minni
pokann og það hafi styrkt þau mik-
ið. „Það er dýrmæt reynsla að læra
að tapa,“ segir Karen. „Maður kann
■fcbetur að meta sigrana þegar maður
**hefur tapað áður.“
- Kynnust þið í dansinum?
Já, við þekktumst áður en við
urðum dansfélagar,“ segir Karen.
„Þegar við vorum unglingar vorum
við keppnautar. Það var ekki fyrr
en síðar að við fórum að dansa sam-
an.“
Það er augljóst að Marcus og
Karen em góðir félagar enda segja
þau það algert lykilatriði. „Þegar við
erum ein rífumst við eins og hundur
og köttur," segir Marcus í gríni. „En
í alvöru talað þá eyðum við svo mikl-
um tíma saman að við gætum þetta
ekki nema að vera bestu vinir.“
Karen tekur undir það. „Við erum
saman á eilífum ferðalögum, ekki að-
eins á dansgólfinu. Við gætum ekki
dansað saman ef okkur kæmi illa
saman, það gengi engan veginn upp.“
- Hafíð þið aldrei fundið til leiða
og langað til að hætta að dansa?
„Nei, og þess vegna ákváðum við
að hætta að keppa á þessum tíma-
punkti,“ segir Karen. „Meðan við
erum enn full af keppnisskapi og
höfum gaman af þessu.“
Tími til að hugsa um aðra
- Eg heyri að þið eruð mjög sátt
viðþessa ákvörðun?
„Já, nú getum við slakað aðeins
á,“ segir Marcus. „Þegar maður er
alltaf að keppa verður maður að
reyna stöðugt að bæta sig og það
getur verið taugastrekkjandi að ná
öllu rétt fyrir hverja keppni. Við er-
um mjög sátt við þessa ákvörðun,
sjáum ekki eftir því.“
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Heimsmeistaramir Marcus og Karen Hilton dansa í Laugardalshöllinni í dag.
- En þið munuð halda áfram að
dansa ogsýna dans?
„Svo sannarlega," segir Marcus
og Karen kinkar kolli því til sam-
þykkis. „Við erum sennilega upp-
teknari núna en nokkru sinni."
Karen segir að þegar þau hafi verið
að keppa hafi þau varið miklum
tíma í æfingar fyrir stórar keppnir.
„Þá vorum við svolítið sjálfselsk og
hugsuðum aðeins um það sem við
vorum að gera og hvernig við gæt-
um bætt okkur. Núna höfum við
meiri tíma til að hugsa um aðra,
ferðast og kenna.“
Karen og Marcus byrjuðu bæði að
æfa dans mjög ung og segja það
nauðsynlegt til að ná góðum árangri.
„Eg byrjaði að æfa ballett þegar ég
var fjögurra ára,“ segir Karen. „En
Marcus byrjaði ekki fyrr en átta ára
og þess vegna er ég betri en hann,“
bætir hún við stríðnislega.
- Þið hafíð ferðast mjög víða
vegna dansins.
„Heldur betur,“ segja þau bæði
brosandi. „Og við höfum mjög gam-
an af því, okkur finnst gaman að
vera saman,“ segir Marcus. „Það er
einmitt eitt af því sem gerir dans-
inn heillandi, það eru ferðalögin,"
segir Karen. „Við höfum verið svo
heppin að geta valið hvert við för-
um.“
- Hafíð þið farið á einhvern sér-
staklega framandi og eftirminnileg-
an stað?
„Við fórum t.d. til Zimbabwe og
sýndum í höfuðborginni," segir
Marcus. „Það var skemmtileg
reynsla og dansai-arnir í keppninni
deildu t.d. fötum. Svo þegar kom að
úrslitunum var rifist um hver mætti
vera í hvaða jakka!“
Valsinn skemmtilegastur
- Hver erykkar eftirlætisdans?
„Ætli það sé ekki valsinn," segir
Marcus. „Tónlistin er mjög
skemmtileg og þetta er alltaf fyrsti
dansinn sem keppt er í og þess
vegna er mikilvægt að hann sé góð-
ur.“ Karen er sammála manni sín-
um. „Við erum líklegast þekktust
fyrir að dansa kvikk-stepp en ég
held mest upp á valsinn."
-Eruð þið með einhver sérstök
ráð fyrir unga dansara í dag?
„Það er þrennt sem góður dans-
ari þarf að hafa í huga: Agi, festa og
að gefa sig allan í dansinn," segir
Marcus. „Dansari verður stöðugt að
vilja bæta sig, vera agaður til að það
sem hann geri líti vel út og vilja
sigra af öllu hjarta.“ Karen segir
æfinguna skapa meistarann. „En
fyrst og fremst verður dansari að
hafa gaman af því sem hann er að
gera. Hvort sem hann er að keppa
eða ekki er ánægjan aðalatriðið. Við
höfum yndi af dansinum og höfum
helgað líf okkar honum. Hann hefur
líka gefið okkur mjög mikið og það
er það sem skiptir máli.“
Það bíða eflaust margir dansunn-
endur spenntir eftir að sjá þau
Marcus og Karen líða um gólfið í
Laugardalshöllinni og fyrir þá sem
ekki komast á staðinn er hægt að
fyigjast með danshátíðinni á sjón-
varpsstöðinni Sýn.