Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 281. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samkomulag Rússlands og Hvíta-Rússlands undirritað Nánari tengsl ríkj- anna en ekki samruni Moskvu. AP, AFP. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Alexander Lukasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, undirrituðu í gær í Kreml samkomulag um nánari póli- tísk tengsl ríkjanna. Samkomulagið felur í sér að sameiginlegar stofnanir sem fyrir eru verða styrktar en ekki er um eiginlegan samruna ríkjanna eða stofnun sambandsríkis að ræða. Samkomulagið byggist á tillögum sem lagðar voru fram í október en voru þá mjög gagnrýndar af Luka- sjenkó sem þótti þær ekki ganga nógu langt. Hann hefur síðan dregið nokkuð í land en gerði þó grein íyrir þeirri afstöðu sinni við undirritunina í gær að hann væri fylgjandi fullum samruna ríkjanna. Jeltsín fagnaði samkomulaginu og sagði að það væri byggt á fullveldi og sjálfstæði þjóð- anna tveggja og ekki beint gegn nein- um, „ekki heldur Clinton Bandaríkja- forseta". Jeltsín, sem las ræðu sína af blaði, týndi þræðinum í miðri ræðu og fylgdi löng þögn á eftir. Spurði hann síðan „er þetta búið“ og kom þá að- stoðarmaður til hjálpar og benti for- setanum á að hann ætti enn eftir að flytja hluta ræðunnar. Hann er einn- ig sagður hafa tvístigið meðan hann flutti ræðuna og að Lukasjenkó hafi komið í veg fyrir að hann dytti með því að styðja við olnboga hans. Talið er að yfirvöld í Moskvu hafi ekki viljað styðja hugmyndir Luka- sjenkós um fullan samruna ríkjanna vegna þess hve efnahagsástand er bágborið í Hvíta-Rússlandi. Engu að síður er í samkomulagi ríkjanna gert ráð fyrir myntsamruna síðar. Margir rússneskir stjómmála- menn eru einnig sagðir vantreysta Lukasjenkó og óttast að hann vilji verða leiðtogi nýs sameinaðs ríkis. Nokkur hundruð manns mótmæltu samkomulaginu á götu í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í gær en óeirðalögregla kom í veg fyrir að mótmælin yllu umferðartruflunum og handtók nokkra mótmælendur. Reuters Lukasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, styður við olnboga Jeltsíns meðan hann flytur ræðu í tilefni af undirritun samkomulagsins. Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hlýðir á. Flugvöllur hertek- inn í Svartfjallalandi Podgorcia. AP. HER Júgóslavíu tók í gær á sitt vald aðalflugvöll Svartfjallalands og stöðvaði allt farþegaflug. Her- bifreiðar tóku sér stöðu á aðal- flugbraut Podgoreia-flugvallar- ins að sögn yfirmanns vallarins af „öryggisástæðum.“ Til stóð að Svartfeliingar fengju yfirstjórn beggja flugvalla landsins í sínar hendur í dag. Hermenn úr Júgóslavíuher sá- ust við vegi sem liggja að flug- vellinum en í gærkvöldi höfðu yf- irmenn hersins ekki gefið neina skýringu á aðgerðunum. Flugvöllurinn hefur bæði þjón- að farþegaflugi og flugher Júgó- slavíu. Flugfélag Svartfellinga, Montenegro Airlines, hefur verið undanþegið lendingarbanni í er- lendum flughöfnum sem sett var á önnur flugfélög sambandsríkis- ins Júgóslavíu eftir átökin í Kosovo. Flugfélag í eigu Serba, Yugoslav Airlines, hefur hins vegar haldið því fram að það eigi Podgorcia-flugvöllinn. Grunnt hefur verið á því góða upp á síðkastið milli sambands- stjórnarinnar í Belgrad og hér- aðsstjórnar Svartfjallalands. Svartfellingar hafa hallað sér æ meir að Vesturlöndum eftir að loftárásum NATO í Kosovo lauk og hefur verið óttast að í odda gæti skorist. Bjartsýni á frið- arsamkomulag Jerúsalem. AP, The Wahsington Post. BILL Clinton Bandaríkjaforseti til- kynnti í gær að friðarviðræður yrðu hafnar milli Israela og Sýrlendinga í Washington í næstu viku. Tilkynn- ing forsetans kom í kjölfar fund- arMadeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, með Assad Sýrlandsforseta í Damaskus fyrr um daginn. Albright sagði eftir fundinn að hann hefði verið mjög gagnlegur og að bjarsýni ríkti á að friðarsam- komulag tækist milli fsraela og Sýrlendinga. Þjóðirnar hafa fonn- lega verið í stríði hvor við aðra allt frá stofnun ísraelsríkis árið 1948. A fréttamannafundi sem Albright hélt með Ehud Barak, forsætisráð- herra ísraels, í Jerúsalem kom fram að ísraelar gætu hugsað sér að skila Sýrlendingum aftur Gólan- hæðum sem þeir hernumdu árið 1967. Barak sagði að „einstakt tækifæri“ hefði skapast til að koma á friði milli þjóðanna. Fyrri friðar- viðræðum ísraela og Sýrlendinga var slitið árið 1996 vegna deilna um hernumdu svæðin. Reynt að fá Palestínumenn að samningaborði Albright, sem er nú á ferð um Mið-Austurlönd til að reyna að öi-va friðarviðleitni á svæðinu, fagnaði í gær þeirri ákvörðun Baraks frá því á þriðjudag að stöðva nýtt landnám gyðinga á svæðum sem Palestínu- menn gera tilkall til. Palestínumenn slitu á mánudag viðræðum við ísra- ela um endanlegan friðarsáttmála þjóðanna vegna óánægju með landnámið. Bundnar eru vonir við að ákvörðun Baraks muni fá Palest- ínumenn aftur að samningaborðinu. Innflutn- ingsbanni ekki aflétt París. AP. YFIRVÖLD í Frakklandi ákváðu í gær að afétta ekki umdeildu innflutningsbanni á bresku nautakjöti vegna þess að enn væri ekki tryggt að ör- uggt væri að neyta þess. Ákvörðunin mun að öllum lík- indum leiða til málsóknar gegn frönskum stjórnvöldum fyrir Evrópudómstólnum í Lúxemborg. Matvæiaeftirlit Frakklands (AFSSA) lagði á mánudag til við stjórnvöld að bannið skyldi ekki afnumið þar sem enn væri hætta á að breskt nauta- kjöt gæti valdið Kreutzfeld- Jakob sjúkdómi í mönnum. Bretar féllust í síðustu viku á að herða eftirlit með fram- leiðslu og dreifingu á bresku nautakjöti en franska mat- vælaeftirlitið telur ekki nóg að gert. Rússar segja óbreytta borgara í Grosní undanþegna afarkostum Hvika ekki frá áformum um allsherjarárás á laugardag Grosní, Moskvu, Genf. AP, AFP, Reuters. RÚSSNESK hernaðaryfirvöld sendu í gær frá sér misvísandi skila- boð um hvað fælist í afarkostum sem þau hafa sett íbúum Grosní, höfuð- borgar Tsjetsjníu. Á mánudag var íbúum borgarinnar gefinn frestur fram á laugardag til að yfirgefa hana en deyja ella í fyrirhugaðri allsherj- arárás rússneska hersins. í gær mátti hins vegar skilja það á rúss- neskum embættismönnum að óbreyttir borgarar væru undan- þegnir skilyrðunum. Talið er að Rússar hafi dregið í land vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem þeir hafa sætt af hálfu ríkja heims vegna afarkostanna. Innanríkisráðherra Rússlands, Vladimir Rushailo, hefur sagt að flóttaleið út úr borginni verði áfram haldið opinni fyrir óbreytta borgara eftir að fresturinn rennur út. Rúss- neskir herforingjar neituðu því jafn- vel í gær að fólki hefði verið gefinn ákveðinn frestur til að yfirgefa borg- ina. Rússar hafa hvatt íbúa Grosní til að forða sér út úr borginni en hafa á sama tíma látið sprengjum rigna yfir hana, sem hefur hindrað fólkið í að komast þaðan. Fáir óbreyttir borg- arar hafa þorað að fara að tilmælun- um vegna ótta við að verða fyrir sprengjum. Segjast hafa tekið Urus Martan Rússar hafa í engu hvikað frá áformum um að hefja allsherjarárás á Grosní á laugardag en segja að árásum þeirra nú sé aðeins beint að tsjetsjneskum uppreisnarmönnum. Talið er að uppreisnarmenn hafist við í kjöllurum húsarústa í borginni ásamt óbreyttum borgurum og því sé nánast ógerlegt fyrir Rússa að forðast mannfall meðal hinna síðar- nefndu. Hörð átök geisuðu í gær í bænum Urus Martan suður af Grosní sem hefur til þessa verið eitt sterkasta vígi uppreisnarmanna. Rússar segj- ast hafa fellt 80 uppreisnarmenn í átökunum og að þeir hafi jafnframt náð bænum á sitt vald. Talið er óvíst að allsherjarárás á Grosní muni skila Rússum tilætluð- um árangri. Uppreisnarmenn eru sagðir hafast við í rammgerðum byrgjum, meðal annars kjarnorku- byrgjum frá Sovéttímanum, þar sem þeir eru óhultir fyrir sprengjuregn- inu. Rússneskir hernaðarsérfræð- ingar sögðu í gær að verið gæti að herinn væri að búa sig undir að nota öflugri vopn í árásunum en hingað til hafa verið notuð. Meðal þeiira séu gassprengjur sem gefi frá sér gufur sem kæfi fólk í neðanjarðarbyrgjum. Að mati sérfræðinga eru tilraunir Rússa til að fá óbreytta borgara til að yfirgefa Grosní undirbúningur að notkun slíkra vopna. MORGUNBLAÐIÐ 9. DESEMBER 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.