Morgunblaðið - 09.12.1999, Page 2

Morgunblaðið - 09.12.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Umferðar- ljósin þrifin JÓLALJÓSIN lýsa upp skammdeg- ið á aðventunni en umferðarljósin vísa vegfarendum til vegar aílan ársins hring. Borgarstarfsmenn líta eftir vitunum og passa að það logi á perunni. Salmonell- usýking' í rénun SALMONELLUSÝKING á Bjólu I í Rangárvallasýslu er í rénun. Á bæ í næsta hreppi greindist þó nýlega salmonellusýking í tveimur hrossum og einni kind, sem höfð var í sama húsi. Annar hesturinn hefur nú drepist úr sýkingunni en ekki eru talin tengsl milli þessara tilfella, að því er segir í fréttatilkynningu frá emb- ætti yfirdýralæknis. Salmonellusýk- ing greindist á Bjólu í lok nóvember. Sextán kýr og nokkrir ungkálfar hafa drepist í kjölfarið og segir Sig- urður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, að talið sé að ástandið á Bjólu sé nú að færast í eðlilegt horf. Sjúkdómseinkenni séu ekki lengur áberandi, kýrnar á batavegi og flestar farnar að éta eðlilega. Morgunblaðið/Kristinn Félag um hótel á Seyðis- firði stofnað á morgun BYGGÐASTOFNUN hefur veitt Seyðfirðingum vilyrði fyrir 100 millj- óna króna láni vegna fyrirhugaðrar byggingar 36 herbergja 1.400 fer- metra hótels í bænum. Á morgun verður haldinn stofnfundur hlutafé- lags um byggingu og rekstur hótels- ins og tekur hlutafélagið við störfum undirbúningshóps, sem unnið hefur að málinu undanfarið. Ólafur H. Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, á sæti í undirbúnings- hópnum og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að undirbúningshóp- urinn hefði gengist fyrir samkeppni tveggja arkitekta um hönnun og yrði afstaða tekin til teikninga á fundin- um á morgun, auk þess sem það kæmi til kasta hins nýja félags að annast um hlutafjárútboð og sækja um einhverja þeirra þriggja lóða sem helst koma til greina í bænum. Seyðisfjarðarbær hefur lagt 2,5 m.kr. í undirbúningskostnað vegna málsins, með skilyrði um að því fé yrði breytt í hlutafé ef af stofnun fé- lags verður. Ólafur sagði engar aðr- ar ákvarðanir teknar um hlutafjár- framlög af hálfu bæjarins en hlutafé verður safnað meðal bæjarbúa og aðila utan bæjarins. Hótelkeðjur koma ekki að málinu á þessu stigi, en til þeirra kann að verða leitað á síð- ari stigum. 17.000 ferðamenn á ári Áætlaður byggingarkostnaður er 170-180 milljónir króna. Auk lánslof- orðsins frá Byggðastofnun er hug- myndin að fjármagna framkvæmdir með hlutafé. Verið er að vinna að við- skiptaáætlun vegna rekstrarins. Áformað er að hótelið verði risið í maí 2001. Spurður um ástæður þess að Seyðfirðingar vilja byggja hótel sagði Ólafur að gistiaðstaða í bænum væri af skornum skammti og gamal- dags. Mikill straumur ferðamanna er til bæjarins, fyrst og fremst í tengslum við rekstur ferjunnar Nor- rænu. „Hingað koma 17.000 ferða- menn á ári,“ sagði Ólafur, „og á mið- vikudögum, daginn fyrir ferjudag, eru öll gistirými, sem hægt er að nýta, troðfull. Ef ekki er hægt að reka hótel hér þá veit ég ekki hvar það er hægt.“ Auk 36 herbergja er áformað að í hótelinu verði veitingasalur og bar en ekki verður lögð áhersla á fundar- sali. „Við erum mjög vel sett með fundarsali í félagsheimilinu," sagði Ólafur. Talið er að hótelið muni skapa a.m.k. 6-8 störf yfir sumarmánuðina. Einnig er litið til þess að yfir vetrar- mánuðina megi nýta hótelið ef til þess kemur að rýma þurfi hús í bæn- um vegna snjóflóðahættu, sem sjald- an hefur gerst á Seyðisfirði, og gera rýminguna þannig léttbærari. Ólafur sagði vonir standa til að með hótelinu kæmist Seyðisfjörður á kortið hvað varðaði ráðstefnumark- aðinn, ekki síður en Egilsstaðir, enda ekki nema 20 mínútna akstur á Egilsstaðaflugvöll. Þá muni bærinn njóta góðs af markaðssetningu Eg- ilsstaðaflugvallar sem millilanda- flugvallar en nýstofnað félag vinnur nú að því verkefni. Þúsund umsóknir vegna 204 íbúða í Grafarholti Hæstu tilboð meira en þrefalt lágmarksboð HÆSTU tilboð í byggingarrétt á lóðum í nýju íbúahverfi í Grafarholti eru meira en þrefalt það lágmarks- verð, sem upp var gefið í útboði. Frestur til að sækja um og bjóða í byggingarrétt rann út á þriðjudag. í fyrsta úthlutunaráfanga var um að ræða mismunandi húsagerðir með samtals 204 íbúðum. Þá bárust 475 umsóknir um 21 einbýlishúsalóð en eftir er að yfirfara þær umsóknir. Hins vegar liggja fyrir upplýsing- ar um tilboð í aðrar húsagerðir en einbýlishús. Tilboð í byggingarrétt 28 húsa í Grafarholti voru opnuð 7. desember á skrifstofu borgarverk- fræðings að viðstöddum bjóðendum. Boðið var í byggingarrétt 111 íbúða í fjölbýlishúsum, 32 íbúða í raðhúsum, 12 íbúða í keðjuhúsum og 28 íbúða í tvíbýlishúsum. Samtals bárust 533 tilboð í þennan bygging- arrétt. í byggingarrétt 30 íbúða í fjölbýli við Maríubaug 125-143 bárust 25 til- boð. Lágmarksboð samkvæmt skil- málum var 15,9 milljónir króna. Hæsta boð sem barst var 46,9 millj- ónir króna, 295% af lágmarksverði. Tilboðið var frá Guðleifi Sigurðssyni byggingarmeistara. 25 tilboð bárust í 15 íbúðir í fjöl- býli við Kristnibraut 14-22. Lág- marksboð var 7,95 milljónir en hæsta tilboð var 22,8 milljónir króna, eða 287% af lágmarkstilboði og var einnig frá Guðleifi Sigurðssyni. 115 íbúðir í fjölbýli við Maríubaug 87-93 bauð Viðar J. Scheving 27,15 milljónir króna, sem er 342% af lágmarkstilboði en það var 7,950 m.kr. í 6 raðhús við Ólafsgeisla 1-11 var lágmarksboð 9,9 milljónir króna. Hæsta boð sem barst hljóðaði upp á 20,2 milljónir króna, eða 204% af lágmarkstilboði. Tilboðið átti Járn- bending ehf. Viðar J. Scheving bauð 25,65 millj- ónir króna í fimm keðjuhúsaíbúðir við Maríubaug 115-123. Lágmarks- boð var 7,95 milljónir og var þetta hæsta boð því 323% af lágmarksboði. Eftir er að yfirfara umsóknir um einbýlishúsalóðir en 475 umsóknir bárust um 21 einbýlishúsalóð. Að lokinni yfirferð verður dregið úr til- boðum að viðstöddum fulltrúa sýslu- manns og fá þeir, sem eiga tilboð sem dregin verða út, svokallað val- númer. Verður þeim tilkynnt um það og fá þeir að velja sér lóð í þeirri röð, sem valnúmer þeirra segir til um. Val lóða fer fram miðvikudaginn 16. desember 1999 kl. 16:00 á 5. hæð í Skúlatúni 2. Valréttur fellur niður mæti þeir sem fá valnúmer eða umboðsmenn þeirra ekki við það tækifæri. Næsti úthlutunaráfangi í Grafar- holti verður boðinn í janúar nk. og verður það auglýst nánar síðar. Þá kemur ný ferja í gagnið árið 2002 sem leysir Norrænu af hólmi. Sú verður 30.000 lestir og fremur skemmtiferðaskip en ferja. ------♦ ♦ ♦--- Formaður bankaráðs Islandsbanka Forysta um að viðræður komist af stað KRISTJÁN Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka, segir mis- skilnings gæta þegar rætt sé um að Islandsbanki verði í forystu komi til sameiningar íslandsbanka og Landsbanka Islands. „Ég hef talað um að íslandsbanki hefði forystu um að þessar viðræður kæmust af stað. Að sjálfsögðu mæta menn til slíkra viðræðna á jafnréttisgrundvelli. Við munum aldrei ákveða eitthvað fyrir Landsbankann. Það gerir Lands- bankinn sjálfur vegna þess að hann sér sínum hag betur borgið í sam- starfi við íslandsbanka. Mér finnst ummæli Finns Ingólfssonar í Morg- unblaðinu þó benda til þess að vilji sé til þess að slíkar viðræður fari fram. Það er þá í fyrsta skipti sem það kemur beint fram að það verði látið á það reyna að sameina þessa tvo banka sem yrði eigendum þeirra og viðskiptavinum til mikils hags og framþróunar í íslensku bankakerfi," segir Kristján. -♦ ♦ ♦ Slysi ekki afstýrt RÚMLEGA tvítug kona var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær af ákæru fyrir hegningar- og umferð- arlagabrot með þvi að hafa ekið bif- reið of hratt og án nægjanlegrar að- gæslu við slæm veður- og akst- ursskilyrði vestan við Litlu kaffi- stofuna í febrúar með þeim af- leiðingum að hún ók aftan á kyrrstæða bifreið sem kastaðist á aðra kyrrstæða bifreið. Ökumaður þeirrar bifreiðar varð á milli bifreið- anna og slasaðist mikið. I niðurstöðu dómsins kom fram að við það yrði að miða við að ákærða hafi ekki haft tök á því að afstýra slysinu með því að beygja fram hjá bifreiðinni sem hún ók aftan á. Ekki þótti dóminum sannað að ákærða hefði ekið bifreiðinni án nægjanlegrar aðgæslu og of hratt miðað við þær aðstæður sem voru fyrir hendi, en ákærða sagðist hafa ekið á 70 km hraða á klukkustund áður en hún ók inn í hríðarbyl þar sem bifreiðirnar voru kyrrstæðar á veginum. Sérblöð í dag 11^ 3!»» Viðskiptablað Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf Með Morg- unblaðinu í dag fylgir tímarit íþrótta og ólympíusam- bands ís- lands, íþróttablaðið Kristín Rós og Geir íþróttamenn ársins hjá fötluðum / B1 Titilvörn hjá Erni Arnarsyni á EM í sundi í Lissabon / B3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.