Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögreglan um umfjöllun í kjölfar mannsláts í Espigerði 4 Lögreglunni aðeins kunnugt um eitt atvik við fjölbýlishúsið LÖGREGLAN í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjöl- miðla vegna umfjöllunar um atvik sem upp kom á fostudag þegar öldruð kona fannst látin á heimili sínu í Espigerði 4. I yfirlýsingunni tekur lögreglan undir þau sjónarmið dómsmálar- áðherra sem fram komu í fyrir- spurnartíma á Alþingi hinn 6. des- ember þar sem fjallað var almennt um stöðu lögreglunnar í landinu og sérstaklega þann vanda sem blasir við hér á landi vegna aukinnar fíkniefnaneyslu og afbrota henni tengdum. Lög- reglunni þykir mjög miður að í Dagblaðinu Degi í gærmorgun hafi orð ráðherra verið slitin úr sínu rétta samhengi og yfirfærð á það einstaka mál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar vegna þess hörmulega atviks er átti sér stað í Espigerði 4. í svörum ráð- herra á Alþingi var hvergi vikið að umræddu máli. Telur lögreglan að ekkert í fréttatilkynningu lög- reglunnar hafi gefið tilefni til þeirra útúrsnúninga sem er að finna í frétt Dags. Misskilningur hjá viðmæl- anda sjónvarpsstöðvanna Lögreglan telur þá að misskiln- ings hafi gætt hjá viðmælanda sjónvarpsstöðvanna í fyrrakvöld þar sem rætt var við einn íbúa fjölbýlishússins í Espigerði 4. Vai- þar gefið í skyn að einhverjir þeir atburðir hefðu nýlega átt sér stað, sem áttu að gefa lögreglunni til- efni til aðgerða og jafnframt látið að því liggja að með því hafi mátt koma í veg fyrir það voðaverk sem unnið var. Lögreglunni er hins vegar aðeins kunnugt um eitt til- vik sem varðar Espigerði 4 og tengist hinum grunaða. Það atvik eitt og sér gaf lögreglu ekki tilefni til sérstakra aðgerða, hvorki at- burðurinn sjálfur né það að hinn grunaði hlaut í árslok 1998 refsi- dóm, sem var skilorðsbundinn að hluta, en málið sett í rannsókn með hefðbundnum hætti. Hinn grunaði hefur þegar afplánað þann hluta dómsins sem var óskil- orðsbundinn. Þá er rétt að upp- lýsa að dómari metur hvort um skilorðsrof er að ræða eða ekki og því ekki á færi lögreglunnar að taka menn úr umferð og færa til afplánunar vegna ætlaðs skilorðs- rofs. Meðferð lögreglunnar á um- ræddu máli var fullkomlega eðli- leg og ekkert í því gat gefið lög- reglunni tilefni til þess að ætla að það væri fyrirboði þess alvarlega atburðar sem síðar varð. 65,9 milljóna gróði af vegabréfaútgáfu TEKJUR ríkissjóðs af útgáfu vega- bréfa frá janúar til október á þessu ári námu 120,9 milljónum króna en útgjöldin vegna þessa voru á sama tíma 55 milljónir króna. Hagnaður var því 65,9 milljónir króna. Um 23,3 m.kr. af tekjunum eru vegna hraða- fgreiðslu, þ.e. þegar umsækjandi fær vegabréf innan 10 daga frá því hann skilar inn umsókn. Þetta kemur fram í svari Sólveig- ar Pétursdóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Guðmundar Árna Ste- fánssonar, þingmanns Samfylking- arinnar, á Alþingi. I svari dómsmálaráðherra kemur fram að með útgjöldunum sé talinn stofnkostnaður við útgáfu nýrra vegabréfa en áætlað sé að kostnaður verði að jafnaði 22-26 milljónir króna áári. Gróði af ökuskírteinum í svari ráðherrans kemur einnig fram að tekjur ríkissjóðs af útgáfu ökuskírteina námu 65,95 milljónum króna fyrstu 10 mánuði ársins en út- gjöld af útgáfunni voru 15,3 milljónir króna. Samkvæmt því hagnaðist rík- issjóður um 50,65 milljónir króna af útgáfu ökuskírteina á tímabilinu. Þá kemur fram að tekjur ríkis- sjóðs af prófgjaldi fyrir ökupróf voru samtals 30,3 milljónir króna á árinu 1998 en útlagður kostnaður vegna ökunámsdeildar Umferðarráðs sama ár var 42 milljónir króna og tapið því 11,7 milljónir króna. Fiskar OG FISKVEIÐAR Fyrir atvinnumenn sem áhugafólk Umfangsmesta handbók um fiska og fiskveiðar sem komið hefur út á íslensku. Lýst er um það biL 300 tegundum, fæðu þeirra og Lífsháttum og er öllum fiskum við ísland gerð sérstök skil. Mál og menninglWj malogmenning.is I jyj I Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Morgunblaðið/Golli Osman Haziri kennir börnum flóttamanna og var ásamt löndum sinum við jólaföndur í Vitanum. Samfagna fólki af öðrum trúarbrögðum JÓLIN eru hátíð kristinna manna ekki miíslima. I Hafnarfírði tóku Kosovo-Albanamir sem þar eru bú- settir þó þátt í jólaföndri í félags- miðstöð Hafnarfjarðar, Vitanum. Fyrir marga var þetta í fyrsta skipti sem þeir tóku þátt í jólafóndri sem tíðkast ekki meðal Kosovo- Albana. Almenns áhuga gætti þó meðal fólksins sem var tilbúið að prófa eitthvað nýtt. „Það er gaman að föndra svona,“ segir Osman Haziri og Lindita Óttarsson, íslenskukenn- ari hópsins, túlkar það sem fer á milli hans og blaðamanns. Haziri kennir börnum flótta- mannanna f Hafnarfirði albönsku. Hann bætir við að þetta sé í fyrsta skipti sem hann og fleiri karlmann- anna föndri, en það geri karlmenn úti almennt ekki. „Það er kannski ekki föndrið sjálft," heldur Haziri áfram og segir hugmyndina að fólk hittist, ræði málin og búi til eitthvað fallegt ekki skipta minna máli. Viðurkenning á öðrum trúarbrögðum Kosovo-Albanarnir í Hafnarfirði eru að upplifa sfn fyrstu jól á Islandi og segir Haziri skreytigleðina hér ólíkt meiri en í Kosovo. Hann segir taumlausan jólafögnuður íslendinga þó vera jákvæðan. Þótt jólin séu ekki hátið múslfma segir Haziri það hafa verið venju múslíma og ka- þólskra í Kosovo að samfagna trúar- hátfðum annarra. Múslímar tækju þannig að þátt í hátíðarhöldunum kaþólskra að vissu marki og öfugt og með því móti viðurkenndi fólk önnur trúarbrögð en sín. Tungumálaörðugleika segir Haziri þó gera Kosovo-Albönunum erfitt um vik með að samgleðjast ná- grönnum sfnum hér eins og þeir myndu gera úti. „Nágrannar, sem eru allir fslendingar, halda jólin há- tíðleg og ég veit ekki alveg hvernig við eigum að bregðast við gagnvart þeim,“ segir Haziri. „Hvernig óskar maður þeim til dæmis til hamingju með hátfðina og fagnar þeim til samlætis?" Börnin fljót að aðlagast Kosovo-Albanarnir 25 sem búsett- ir eru í Hafnarfirði mæta í fslensk- unám í Vitanum á hverjum morgni. Börnin sjö læra málið hins vegar í skólanum og eru þau að sögn Haziri fljót að ná valdi á fslenskunni, sem og að aðlagast þjóðfélaginu. Al- bönsku læra þau sfðan hjá Haziri svo þau viðhaldi móðurmálinu. „Það þarf að halda við albönskunni hjá þeim og það er frábært að þetta skuli vera gert,“ segir Haziri. „Sex ára börn myndu aldrei læra al- bönsku ef þeim væri ekki kennd hún í skólanum." Haziri hefur dvalið á íslandi í sjö mánuði. Hann segist ánægður með dvölina á íslandi og sig langi til að dvelja hér áfram. Fjölskyldutengsl í Kosovo eru hins vegar mjög sterk og því togar það í fjölskylduna að sonur Haziris, sem dvelur í Sviss, hefur hug á að halda aftur til Kos- ovo. Astandið í Kosovo er hins vegar ekki með besta móti þessa stundina að sögn Haziris. „Fólk er búið að vera kúgað lengi, þannig að það er erfitt að vera frjáls. Það er erfitt að vita hvað á að gera,“ segir Haziri og kveður ójafnvægið skiljanlegt við þessar kringumstæður. Hann segist hins vegar hræddur við að fólk mis- kilji frelsið eða sé ekki nógu þolin- mótt. Ekki sé hægt að breyta þjóðfé- laginu í einni svipan. „Þetta hefur kannski ekki gengið jafn hratt fyrir sig og vesturveldin hugsuðu, þetta tekur tíma og það er erfitt að vera frjáls. Það er langt í að ástandið verði gott úti og það á eftir að líða töluverður tími þar til hlutirnir verða eins og best verður á kosið.“ Dagvistarvandinn í leikskolum Reykjavíkur Enn vantar í 50 stöðugildi Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hélt fund um dagvistar- vandann í Reykjavík. ENN vantar starfsfólk í 50 stöðug- ildi á leikskólum Reykjavíkurborgar og á einum leikskólanna með I6V2 stöðugildi hafa 17 nýir starfsmenn verið ráðnir í vetur. Þetta kom m.a. fram á fundi sem Hvöt, félag sjálf- stæðiskvenna í Reykjavík, hélt. Elísabet Gisladóttir, formaður Foreldrafélags leikskólabarna í Reykjavík, sagði að innra starf leik- skólanna hefði verið gott en í haust hefði sigið verulega á ógæfuhliðina vegna manneklu. Nefndi hún sem dæmi að á einum leikskóla með 16Í4 stöðugildi hefðu 17 nýir starfsmenn verið ráðnir það sem af er vetri. Slík hefði veruleg áhrif á bömin og for- eldra þeirra. Sagði hún að til þessa hefðu foreldrar stutt kjarabaráttu leikskólakennara en nýlega boðuð hækkun leikskólagjalda þýddi að foreldrar þyrftu að endurmeta af- stöðu sína ef niðurstaðan leiddi til 50% hækkunar á leikskólagjöldum. Áhersla á önnur rekstrarform Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði að samstaða væri um að leysa þyrfti vanda leikskólanna en til þess þyrfti að horfast í augu við vandann, víkka sjóndeildarhringinn, auka fjöl- breytni og leggja aukna áherslu á önnur rekstrarform. „Eg hef fengið óvenjulega sterk viðbrögð frá for- eldrum sem eru í vandræðum,“ sagði hann. Kristín Blöndal, borgarfulltrúi Reykjavíkurlista og formaður leik- skólaráðs, sagði að einungis einn leikskóli borgarinnar af 72 hefði neyðst til að skerða þjónustuna, aðr- ir væru með fulla starfsemi. „Að vísu hafa enn ekki alveg öll börn verið tekin inn í skólann," sagði hún. „Okkur hefur sem betur fer miðað áfram en þó vantar enn í 50 stöðu- gildi sem er vissulega allt of mikið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.