Morgunblaðið - 09.12.1999, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Guðrún Ögmundsdóttir og Jóhann Ársælsson, þingmenn Samfylkingar-
innar, fylgjast með umræðum á Alþingi.
Fyrirspurn á Alþingi um kynferðisafbrot gegn börnum
Starf dómstóla
verði kynnt fyrir
almenningi
SÖLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra sagði á Alþingi í gær að
hún teldi þá umræðu, sem fram hefði
farið að undanförnu um kynferðis-
brotamál, gefa tilefni til þess að það
mikilvæga starf sem fram fer í dóm-
stólum landsins verði kynnt betur
fyrir almenningi. Sagði hún jafn-
framt að ef uppi væru hugmyndir um
að setja í lög ákvæði um lágmarks-
refsingar þá kæmi slíkt fyrst og
fremst til álita í málum sem vörðuðu
kynferðisbrot gegn bömum.
Dómsmálaráðherra sagði í svari
við fyrirspum Jóhönnu Sigurðar-
dóttur, þingmanns Samfylkingar, að
hún hefði þegar fært það í tal við
dómstólaráð að hefja kynningu á
starfi dómstóla, auk þess sem hún
hefði vakið máls á þessu á nýaf-
stöðnu dómstólaþingi. „Þess er
nauðsynlegt að gæta að jafnan sé
byggt upp traust almennings á dóm-
stólum,“ sagði ráðherrann.
!
ALÞINGI
Jóhanna hafði gert nýlegan
sýknudóm Hæstaréttar yfir ákærð-
um föður, sem dóttir hafði kært fyrir
grófa kynferðislega misnotkun, að
umtalsefni og spurði hún hvort Sól-
veig teldi ástæðu til sérstaki-a við-
bragða vegna hans. Sagði Jóhanna
dóminn vekja margar spurningar,
einkum varðandi starfsreglur dóm-
stóla og refsiúrræði og meðferð kyn-
ferðisbrotamála almennt í kerfinu.
Fyrirspurn um gerð frummatsskýrslu um álver á Reyðarfírði
Gengið út frá því að endanlegur
framkvæmdaaðili greiði kostnaðinn
FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð-
herra sagði á Alþingi í gær að erfitt
væri að gefa í einni tölu kostnað við
gerð frummatsskýrslu um fyrirhug-
að álver á Reyðarfirði. Gengið væri
hins vegar út frá því að endanlegur
framkvæmdaaðili að byggingu ál-
versins myndi greiða þennan kostn-
að þegar upp væri staðið.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað-
ur Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, hafði borið fram fyrir-
spurn til iðnaðarráðherra um það
hver hefði borið kostnað af gerð
frummatsskýrslu um mat á umhverf-
isáhrifum fyrirhugaðs álvers, sem
kynnt hefði verið í nafni eignarhalds-
félagsins Hrauns ehf. í október síð-
astliðnum. Vildi Kolbrún jafnframt
fá að vita hvað gerð skýrslunnar
hefði kostað.
Sagði Kolbrún liggja fyrir að
Hraun ehf. hygðist ekki hefja gerð
álvers á Reyðarfirði og ekki væri því
hægt að telja það framkvæmdaraðila
að álverinu, þótt hins vegar væri
kveðið á um það í lögum að hann
skyldi annast gerð frummatsskýrsl-
unnar.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra rakti í máli sínu þær rannsókn-
ir sem fram hefðu farið á Hrauni og í
nágrenni Hrauns allt frá 1982. Að
þessum rannsóknum hefðu ýmsir að-
ilar komið, Kísilmálmverksmiðjan
hf., sem ríkið stofnaði 1982, síðar
Markaðsskrifstofa iðnaðarráðuneyt-
isins og Landsvirkjunar og síðan
Verkefnisstjórn STAR (Samstarfs-
nefnd um staðarvalsathuganir iðnað-
arsvæða á Reyðarfirði).
Ráðherrann sagði Hydro Alumin-
ium AS einnig hafa lagt fram fjár-
magn til rannsóknanna síðastliðin 2
ár og því væri ljóst að enginn einn
aðili hefði borið kostnað af gerð
skýrslunnar. Jafnframt væri erfitt
að gefa í einni tölu kostnað við gerð
hennar.
Finnur sagði ennfremur að
frummatsferlinu væri ekki lokið og
því væri ljóst „að kostnaðurinn við
gerð frummatsskýrslunnar verður
mun hærri en áður hefur þekkst í
hliðstæðum dæmum enda svæðið
meira rannsakað". Inni í þessu væri
það fjármagn sem Hydro Aluminium
AS hefði lagt fram til verkefnisins en
framlag þess ætti að sanna vilja þess
til verkefnisins.
Sagði iðnaðarráðherra rétt að geta
þess að gengið væri út frá því að end-
anlegur framkvæmdaraðili að bygg-
ingu álversins myndi greiða þann
kostnað þegar þar að kæmi. „Þegar
upp verður staðið verður því kostn-
aðurinn borinn af framkvæmdarað-
ila en ekki ríkinu," sagði Finnur.
Þörf væri á ítarlegri úttekt á stöðu
þolenda kynferðisbrota, og reyndar
öllu kæruferli í réttar- og dómskerf-
inu frá því kæra berst og úrskurður
dómstóla liggur fyrir.
Einnig kallaði þetta á endurskoð-
un laga um meðferð opinben'a mála,
svo sem varðandi rannsóknaraðferð-
ir, sönnunarkröfur og mat á sönnun-
argögnum þegar kynferðisbrotamál
ættu í hlut.
Sólveig sagði í svari sínu að hún
teldi ekki eðlilegt að hún tjáði sig um
umrætt dómsmál í einstökum atrið-
um enda gilti hér á landi reglan um
þrískiptingu ríkisvalds og dómum
yrði ekki skotið til löggjafarvalds eða
framkvæmdavalds til endurskoðun-
ar.
Rifjaði hún upp að dómsmálaráð-
herra hefði árið 1998 skipað nefnd til
að rannsaka viðurlög við afbrotum.
Sagði Sólveig reyndar almennt talið
rétt að nema úr lögum ákvæði um
lágmarksrefsingar, enda þætti eðli-
legt að eftirláta dómstólum refsima-
tið, auk þess sem fyrirmæli laga um
lágmarksrefsingu gæti í einstaka til-
vikum leitt til ósanngjarnrar niður-
stöðu.
Hins vegar kæmi slíkt fyrst og
fremst til álita í málum er vörðuðu
kynferðisbrot gegn börnum. „Ég tel
rétt að skoðað verði sérstaklega
hvort tilefni sé til breytinga á hegn-
ingarlögunum og mun ég láta kanna
það þegar íyrrgreind rannsókn á við-
urlögum við afbrotum liggur fyrir á
næsta ári,“ sagði dómsmálaráð-
herra.
--------♦ ♦ ♦--------
Nýr þingmaður
Samfylkingar
EINN nýi’ þingmaður tók sæti á Al-
þingi í gær en þá tók Dóra Líndal
Hjartardóttir, varaþingmaður Sam-
fylkingar í Vesturlandskjördæmi,
sæti Gísla S. Einarssonar. Dóra hef-
ur ekki áður tekið sæti á Alþingi og
undirritaði því drengskaparheit, skv.
ákvæðum stjómarskrár.
Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur um rannsóknarhlutverk sitt
Dæmdi gildi rannsókna
og kom með ábendingar
ÁGÚST H. Bjarnason, grasafræð-
ingur, telur að réttmætis hafi ekki
verið gætt í umfjöllun um þátt hans í
grasafræðiathugunum sem byggt er
á í skýrslu Landsvirkjunar um um-
hverfi og umhverfismat Fljótsdals-
virkjunnar. Af þessum sökum segir
hann brýnt að koma nokkrum at-
hugasemdum á framfæri.
Ágúst segir að Landsvirkjun hafi
ráðið sig til skýrslugerðarinnar
sumarið 1998 en vinna hans fólst
annars vegar í athugun á flóru og
gróðri á þremur ráðgerðum lóns-
stæðum sem em í tengslum við fyrir-
hugaða virkjun, við aðkomugöng III
og á Bessastaðaái-melum í Fljótsdal.
Hins vegar hafi honum verið ætlað
að safna saman og gera grein fyrir
grasafræðiathugunum sem fram
hafa farið á öðrum fyrirhuguðum
svæðum Fljótsdalsvirkjunar.
Skýrslu um þessa þætti hafi hann
skilað til Landsvirkunar í mars á
þessu ári.
Hvatt til aukinna
rannsókna
„Landsvirkjun spurði mig aldrei
að því hvort ég væri með eða á móti
Eyjabakkalóni enda kom það þessari
vinnu minni ekkert við,“ segir Ágúst.
„I skýrslunni er engin afstaða tekin
til þess, enda ekki til þess ætlast. Þar
er aftur á móti hvatt til aukinna
rannsókna á flóru og gróðri sem
aldrei getur orðið annað en ávinning-
ur.“
Varðandi seinni þátt skýrslu sinn-
ar, segist Ágúst hafa skoðað flest
gögn sem lúta að flóra og gróðri á
svæðinu. ,Áður en hafist var handa
var farið vandlega yfir þessi gögn.'
Síðan var gengið um svæðið, plöntu-
tegundum safnað eða þær skráðar
og gróðurmælingar gerðar.“
Eftir að Ágúst hafði lokið við að
vinna úr þessum efniviði bar hann
niðurstöður sínar saman við áður
prentuð gögn, alls átta talsins. Elst
þeirra er rannsókn á gróðurfari á
miðhálendinu frá 1945 en yngsta rit
sem Orkustofnun gaf út 1996: Kynn-
isferðir um vatnasvæði Hraunaveitu.
Gróðurfar. Grundvallandi vom rann-
sóknir Hjörleifs Guttormssonar og
Kristbjörns Egilssonar á Eyja-
bakkasvæðinu og á virkjunarsvæð-
inufrá 1977 og 1981.
I skýrslu sinni gerði Ágúst at-
hugasemdir við einstök rit en í yfir-
Uti segir m.a.: „Sé litið sérstaklega til
flóm svæðisins, er óhætt að segja að
hún sé ágætlega þekkt, enda hefur
mjög vel verið að því verki staðið....
Við þessa vinnu er litlu að bæta. Höf-
undur fann reyndar tvær tegundir af
blaðmosum, sem er ekki getið frá
þessu svæði áður.“
Ekkert bendir til sérstöðu
gróðurfélaga á Eyjabökkum
Um gróður á fyrirhuguðu svæði
Eyjabakkalóns segir m.a.: „Megin-
þorri þeirra gróðurlýsinga, sem til
eru af þessu svæði, em almenns eðl-
is. Gróður á fyrirhuguðu svæði Eyja-
bakkalóns er því aðeins þekktur í
stærstu megindráttum, þar sem fáar
eða nær engar nákvæmar athuganir
hafa verið gerðar. Á hinn bóginn hef-
ur ekkert komið fram fí skýrslum
Kristbjörns og Hjörleifs] , sem
bendir til þess, að gróðurfélög á
Eyjabakkasvæðinu hafi sérstöðu, að
því er varðar gerð og tegundasam-
setningu. Að vísu segir það ekki
nema hálfa söguna, því að líta þarf til
ýmissa atriða í umhverfinu, sem
skipt geta miklu máli. Slíkar athug-
anir liggja ekki fyrir nema að tak-
mörkuðu leyti,“ segir í skýrslu
Ágústs.
„Eftir að hafa skoðað niðurstöður
þessara manna, gat ég ekki komið
auga á, að þeir lýsi þar gróðurfélög-
um, sem hvergi sé annars staðar að
finna," segir Ágúst. I þessu sam-
bandi bendir hann á að það sé úrelt
sjónarmið að aðeins skuli vernda
þann gróður sem sé einstakur. „Ef
aðeins á að leggja til gi-undvallar sér-
stæð gróðurfélög og sjaldgæfar teg-
undir þá mætti sökkva 90% hálendis-
ins.“
Þótt hann gagnrýni einstakar
ályktanir í ofangreindum athugun-
um segist Ágúst ekki vita betur en að
allir rannsóknaraðilarnir séu mik-
ilsvirtir náttúrafræðingar.
Hvað varðar gagnrýni um að hann
hafi ekki farið um allt svæðið segir
Ágúst: „Því miður komst ég ekki út í
Eyjar vegna vatnavaxta en fór inn
allt Snæfellsnes og inn undir
Háöldu. Ég hef engar ástæður til að
ætla, að athuganir Kristbjörns Eg- |
ilssonar og Hjörleifs Guttormssonar |
í Eyjum séu vem en á öðrum stöð- J
um.“ En Eyjar eða Þóriseyjar eru *
flæðimýrar sem eru meii’a eða minna
umluktar af jökulánni.
Ágúst áréttar að hans hlutverk
hafi einungis falist í því að draga
saman rannsóknirnai’, dæma gildi
þeirra og koma með ábendingar.
„Það er því ljóst að ég gerði ekki
þessar „ónýtu rannsóknir“, þó að
sumir vilji eigna mér þær,“ segir k
Ágúst og bendir jafnframt á að til I
þessa hafi athuganir starfsmanna I
Náttúrafræðistofnunar íslands og i
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins verið taldar fullgildar við um-
hverfismat.
„í skýrslu minni vík ég að því, að
það sé rangnefni að nota orðið „há-
lendisvin“ um gróður á Eyjabökk-
um, eins og flestum er tamt. Þessu
áttu margir bágt með að kyngja og
töldu mig spilla fyrir málinu með
þessum orðum. Þess í stað benti ég
á, að um sé að ræða óslitið gróður- |
lendi frá sjó inn að Eyjabakkajökli, f
140 km leið, og meðal annars þess
vegna tel ég svæðið einstakt."