Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
175 lóðir auglýstar til úthlutunar í Ásahverfí
Bæjarráð hefur
samþykkt nýjar
úthlutunarreglur
Hafnarfjörður
Morgunblaðið/Þorkell
GEIR Gunnar Geirsson, íbúi á Kjalarnesi, segir það sjálf-
sagt öryggismál að lýsa Vesturlandsveginn frá Mosfellsbæ
að Ilvalfjaröargöngum.
Ibúar á Kjalarnesi safna undirskriftum
Vilja lýsa Vest-
urlandsveginn
Kjalarnes
ÍBÚAR Reykjavíkur á Kjal-
arnesi söfnuðu 217 undir-
skriftum, þar sem farið er
fram á að Vesturlandsvegur
verði lýstur frá Mosfellsbæ
og að Hvalfjarðargöngum.
Borgarráð tók málið til um-
fjöllunar í fyrradag og vísaði
því til borgarverkfræðings til
umsagnar.
„Manni fínnst það skjóta
svolítið skökku við að menn
skuli vera að tala um það að
lýsa Hellisheiðina, þegar enn
er ekki búið að lýsa leiðina
heim fyrir íbúa í nyrsta hluta
Reykjavíkur," sagði Geir
Gunnar Geirsson, íbúi á Vallá
og einn af hvatamönnum lýs-
ingar Vesturlandsvegar.
„Það hefur verið talað um
þetta alltof lengi, en því miður
hefur enginn haft bein í nef-
inu til að fylgja málinu eftir.
Það er alveg ljóst að um-
ferð um Vesturlandsveginn
hefur stóraukist síðan Hval-
fjarðargöngin voru opnuð og
það er ekki hægt að bjóða
vegfarendum upp á það að
keyra um þennan veg, sem er
á mjög stórviðrasömu svæði, í
kolniðamyrkri. Það er sjálf-
sagt öryggisatriði að lýsa
veginn."
Áður en borgarráð fjallaði
um málið hafði samstarfsráð
Grafarvogs tekið það til skoð-
unar og beindi það þeim til-
mælum til borgarráðs að mál-
ið færi til umsagnar
Vegagerðarinnar.
I ályktun samstarfsráðsins
voru m.a. lagðir fram undir-
skiáftalistarnir, sem á voru
217 undirskriftir íbúa nyrsta
hluta Reykjavíkur, þ.e. Kjal-
arness.
í ályktuninni sagði m.a.:
„Eftir opnun Hvalfjarðar-
ganga hefur umferð aukist
meira en áætlanir gerðu ráð
fýrir og er nú svo komið að
stóraukin þörf er á lýsingu ör-
yggisins vegna, því óskar
samstarfsráðið eftir því við
borgarráð að teknar verði
upp viðræður við Vegagerð
ríkisins um málið.“
Geir Gunnar sagði að auk
þess að lýsa veginn væri
brýnt að ganga frá sandnám-
um inni í Kollafírði þannig að
þar væri ekki hætta á sand-
foki.
„Þama er skilti, sem varar
ökumenn við sandfoki, en
hvað eiga þeir að gera, er það
ekki á ábyrgð verktakans
sem nýtir námuna að búa
þannig um að ekki sé þar
hætta á sandfoki."
HAFNARFJARÐARBÆR
mun fljótlega á næsta ári út-
hluta 175 lóðum í öðrum
áfanga lóðaúthlutana í Ásl-
andi, en gert er ráð fyrir að
lóðirnar verði auglýstar til út-
hlutunar á sunnudaginn.
Þetta kom fram í samtali
Morgunblaðsins við Halldór
Ámason, framkvæmdastjóra
stjórnsýslu- og framkvæmda-
sviðs Hafnarfjarðarbæjar.
Lóðunum 175 verður öllum
úthlutað til einstaklinga enda
um að ræða lóðir fyrir enbýl-
ishús, raðhús og parhús. Áð
sögn Halldórs verður lóðun-
um úthlutað samkvæmt nýj-
um reglum sem samþykktar
voru í bæjarráði í síðustu
viku. I úthlutun í fyrsta áf-
anga var dregið úr þeim um-
sóknum sem uppfylltu tiltek-
in skilyrði en nú mun
bæjarráð gera tillögu til bæj-
arstjórnar um það hverjir
skuli fá úthlutað lóð.
Sátt um reglurnar
í bæjarráði
Halldór sagði að útdráttur-
inn hefði alls ekki gefist illa,
en að minnihlutinn í bæjar-
ráði hefði verið á móti þeirri
aðferð og því hefði verið
ákveðið að breyta. Hann
sagði að sátt ríkti í bæjarráði
um hinar nýju úthlutunar-
reglur og að það væri ákveð-
inn kostur.
Samkvæmt nýju reglunum
verða umsækjendur m.a. að
leggja fram staðfestingu frá
viðskiptabanka á greiðslu-
getu sinni fyrir fjárfestingu
að fjárhæð 15 milljónir króna
vegna einbýlis, en 11 milljón-
ir vegna par- eða raðhúss. Þá
er þeim gert að tilgreina bús-
etu og atvinnu í Hafnarfirði.
í reglunum segir einnig að
lóðunum sé ekki úhlutað til
sölu og því beri lóðarhafa að
skila lóðinni til Hafnarfjarð-
arbæjar hyggist hann ekki
nýta hana til íbúðar.
Búist við mikilli
ásókn í lóðir
Þegar bæjarráð hefur valið
umsækjendur að jafnmörg-
um lóðum og í framboði eru
verða þeir umsækjendur boð-
aðir til fundar þar sem þeir
draga númer sem segir til um
röð þeirra við lóðarval.
Búist er við mikilli ásókn í
lóðirnar nú líkt og í fyrstu út-
hlutuninni, en þá sóttu t.d.
helmingi fleiri um einbýlis-
húsalóðir en fengu.
Halldór sagði að líklega
yrði fólki gefínn frestur til 1.
febrúar til að sækja um lóðir
og að u.þ.b. mánuði síðar yrði
lóðunum úthlutað. Hann
sagði að lóðirnar yrðu vænt-
anlega ekki byggingarhæfar
fyrr en í júní á næsta ári.
Auk þess að bjóða út 175
lóðir til einstaklinga í þessum
öðrum áfanga er ráðgert að
byggja fjölbýli með 252 íbúð-
um og því er alls gert ráð fyr-
ir 427 íbúðum í þessum áf-
anga.
Bæjarráð Hafnarfjarðar
samþykkti deiliskipulag fyrir
væntanlegt byggingarsvæði í
ágúst síðastliðnum. Deili-
skipulagið tekur til svæðis í
hlíðum Ásfjalls, austan og of-
an við Ástjörn og afmarkast
af Reykjanesbraut að norðan,
hlíðum Ásfjalls og fólkvangs-
mörkum að austan, vestan og
sunnan.
Krakkar á
Kjalarnesi
undirbúa
jólin
Kjalarnes
KIRKJUSTARF fyrir tíu til
tólf ára krakka er orðið
fastur liður í fjölmörgum
söfnuðum.
í haust hófst slíkt starf í
fyrsta sinn í Brautar-
holtssókn á Kjalarnesi og
hittast krakkarnir þar einu
sinni í viku og gera eitthvað
skemmtilegt saman. Farið
er í leiki, sungið/föndrað og
fleira og þegar Morgun-
blaðið leit inn hjá þeim í
gær voru þau að föndra fyr-
ir jólin.
Sr. Kristín Þórunn Tóm-
asdóttir, héraðsprestur í
Kjalarnesprófastsdæmi,
hefur umsjón með starfinu,
ásamt Sveini Bjarka, bróður
sfnum. Kristín Þórunn segir
börnin virkilega áhugasöm
og að gaman sé að vera með
þeim. Þau séu alvcg sér-
staklega lífleg og frjálsleg í
fasi, en jafnframt prúð.
Krakkarnir sátu einbeitt-
ir við jólafóndrið og sögðu
að þeim fyndist skemmti-
legast að búa til jólakort til
að senda öðrum. Þau ætluðu
ýmist að senda mömmu og
pabba, ömmu og afa, vinum
eða skólasystkinum kortin
og var mikil natni lögð í
hvert smáatriði. Skemmti-
Iegast þótti þeim að h'ma
glansandi límmiða og
glimmer á koriin og eins
þótti þeim gaman að nota
klcssuliti og litaðan pappír
sem þau klipptu út í ýmis
form.
Davíð Karl Wiium
og Magnús Már Ein-
arsson voru kátir
við jólaföndrið í
gær. Þeir bjuggu til
falleg jólakort til að
senda fjölskyldu og
vinum, eins og þeir
Jón Ásgeir Þor-
valdsson og Eggert
Kristjánsson sem
sitja þarna hjá
þeim.
Krakkarnir þyrpt-
ust í kringum sr.
Kristínu Þórunni
þar sem hún útdeildi
glansandi límmiðum
og glimmeri til að
skreytajólakortin
með.
Morgunblaðið/Þorkell