Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. DBSEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Nýtt Stjörnu- snakk IÐNMARK hefur hafið framleiðslu á tveimur nýjum tegundum af Stjörnusnakki, Stjörnu Partý mixi með papriku og Stjörnu Partý mixi með salt- &pipar. Eru 170 g í pokunum. Partý Mix er nýj- ung á snakk- markaði í Evrópu vegna þess að vélamar sem móta snakkið gefa mun betra bit í snakkið sem gerir það léttara og stökkara. Hráefnið kemur frá General Mills í Bandaríkjunum og er Iðnmark fyrsta fyrirtækið í Evrópu sem setur fjórar mismun- andi tegundir í hvern poka þ.e. skrúfur, flautur, franskar og hringi. Köku- botnar INNES hefur hafið sölu á tveimur tegundum af kökubotnum frá Keebler. Um er að ræða venjulega kökubotna, 170 g og súkkulaði- kökubotna 170 g. „Wesson Short- ening* feiti“ INNES ehf. hef- ur sett á markað „Wesson Shor- tening“ feiti, 1,36 kg dós. Feitin hefur ekki verið fáanleg síðan í ársbyrjun 1998. Feitin hentar í allan bakstur, þó sérstaklega í kleinubakstur og til djúpsteikingar. Sony rafhlöður SONY Nordic A/S hefur samið við Tæknival hf. um einkarétt á dreif- ingu á Sony-rafhlöðum en þær hafa ekki verið áður til sölu á Islandi. Sala á rafhlöðunum er þegar hafin í verslunum Tæknivals og BT en um er að ræða bæði „lithium“- og „alkaline“-rafhlöður. I fréttatilkynningu frá Tæknivali hf. kemur fram að Sony-rafhlöður eru framleiddar í öllum hefðbundn- um tegundum og stærðum. Sér- stakt söluátak er fyrirhugað í BT- verslunum í desembermánuði til kynningar á Sony-rafhlöðum. ingar áhyggjur af aukakíléum yfír hátíðarnar Fat Binder er 100% náttúrulegt fæðubótarefni sem bindur sig við fitu í meltingarveginum og hindrarað líkaminn nýti sérhana. Fitan sem þannig er bundin skilst út úr Kkamanum en meltist ekki og þú grennist. Fæst í flestum apótekum á landinu. WorlúClass PHARMANUTRIENTS" ÞREKRAUN EHF. FELLSMÚLA 24, SÍMI: 553 5000 jmx. Umbúðirnar líkar en ekki sami framleiðandi NYLEGA var farið að selja nýjar vörur, sem eru algengar í bakstur fyrir jólin, í verslunum sem kaupa inn hjá Aðföngum, innkaupafyrir- tæki Baugs. Utlit umræddra vara þykir minna á útlit annarra vara af sömu tegund sem fyrir eru á markaðn- um.. Smjörlíki er nú fáanlegt í mjög áþekkum umbúðum og Ljóma smjörlíki. Þá er hægt að fá 3 plötur af suðu- súkkulaði í pakka og umbúðimar eru ekki ólíkar pakkningum suðu- súkkulaðiþrennu Nóa-Síríus. Þegar að er gáð er súkkulaðið framleitt af Góu-Lindu. Að sögn Lárusar Isfeld, markað- sfulltrúa hjá Aðföngum, framleiða Kjamavörur smjörlíkið sem um ræðir. Þegar hann er spurður hvers- vegna umbúðirnar séu hafðar áþekkar öðrum þekktum vöru- merkjum sem fyrir eru á markaðn- um segLr hann að þótt magnið sé það sama í súkkulaðipökkunum sem um ræðir séu umbúðirnar alls ekki líkar. Hann segir aftur á móti að smjör- líkisumbúðir séu mjög einsleitar og bendir á að flestir noti gyllta eða silfurlitaða filmu og að hönnunar- möguleikar séu takmarkaðir þar sem erfitt sé að setja myndskreyt- 1,|()M;\ vftiimír, gmiörlífci Morgunblaðið/Ami Sæberg Báðar pakkningarnar innihalda þrjár 100 g súkkulaðiplötur. ingar á filmuna. Lár- us segir að því séu smj örlíkisumbúðirn- ar áþekkar öðrum umbúðum sem eru í þessum flokki. „Markmið okkar var að búa til fallegar umbúðir sem falla inn í þennan vöru- flokk. Þetta eru ódýrari vörur en þær sem eru sam- bærilegar og leið- andi á markaðnum og ég hvet neytend- ur til að gera saman- burð á verði og gæð- um.“ Verksmiðjunúmer afmáð af Kitchenaid hrærivélum og blöndurum Brot á samkeppnislögum VERKSMIÐJUNÚMER á Kitch- enaid hrærivélum og blöndurum hafa verið afmáð af vélum sem seld- ar hafa verið í versluninni ELKO um skamma hríð. Að sögn Einars Long, verslunar- stjóra ELKO, uppgötvaðist þetta ekki fyrr en í síðustu viku en haft hefur verið samband við heild- salann sem vörurnar voru keyptar af og hann krafinn skýringar á því hvers vegna númerin vanti. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvaðan vörurnar eru fengnar á þessari stundu. „Það er ekkert ólöglegt við þessar vörur og þær eru með CE- Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Hvað eru mörg dagblöð gefm út á franska málsvæðinu? www.tunga.is merkingum. Við viljum hins vegar fá að vita hvaðan heildsalinn kaupir þessar vörur og skýringar á því hvers vegna hann kaupir þær án verksmiðjunúmeranna." Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sagðist hafa leitað eftir skýringum á þessu hjá ELKO. „Þarna er verið að fjar- lægja mikilvægar neytendaupplýs- ingar, og því er um að ræða brot á samkeppnislögum. Verksmiðju- númer eru höfð á vörunni svo fram- leiðandinn geti haft eftirlit með henni, t.a.m. efþörf er á að innkalla gallaða vöru. I þessu tilviki hafa þau verið fjarlægð þvert á vilja framleiðandans og gegn hagsmun- um neytenda. Ég hlýt því að krefj- ast þess að gefnar verði skýringar og vörurnar teknar úr sölu.“ Gerðist eftir að skipt var um innflytjanda Einar segir að nýlega hafi við- skiptin verið færð milli innflytj- enda, Kitchenaid-vélamar hafi áð- ur verið keyptar í gegn um BYKO og þá hafi verið í lagi með þær. „Hins vegar fengum við betra verð- tilboð í gegn um ákveðinn heildsala og ákváðum að prófa það, en þá komu þær án númera." Einar Farestveit hf. hefur um- boð fyrir Kitchenaid vörur á Islandi en að sögn Einars Long í ELKO var reynt að stofna til viðskipta við þá um sölu vörunnar í ELKO án ár- angurs. „Fyrstu mánuðina eftir að ELKO tók til starfa óskuðum við eftir viðskiptum við Einar Farest- veit á Kitchenaid vörum en þeim var hafnað og því þurftum við að leita annarra leiða til þess að geta boðið þessar vörur á lægra verði eins og aðrar vörur í versluninni." Arthur Farestveit, fram- kvæmdastjóri Einars Farestveit hf., segir að það séu kröfur frá Kitchenaid að vörur þeirra séu ekki seldar í verslunum þar sem verð á sömu vöru getur verið breytilegt frá degi til dags og það sé fyrst og fremst ástæðan fyrir því að Einar Farestveit hf. hafi ekki viljað eiga viðskipti við ELKO. .aSiíiÉL,, 4W HÖRPUÚTf Stekkjarholti 8 - 10 • 300 Sími 431 2860 www.horpuutgafan.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.