Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 31
Evrópustoðin sögð vera fyrirburi
Skortir jafnt þjálfað
lið sem tæknibúnað
Eitt af mikilvægustu málum leiðtogafundar
ESB í Helsinki í vikunni verða tillögur um
sérstakan varnarviðbúnað sambandsins.
Umdeilt er hve raunhæfar þær eru.
Reuters.
NATO-herlið í Kosovo. Þar var næstum eingöngu notast við banda-
rískan herbúnað.
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins,
ESB, munu ræða ýmis mikilvæg má-
lefni á fundi sínum í Helsinki á föstu-
dag og laugardag. Eitt af þeim bi-ýn-
ustu er ákvörðun um að bjóða nýjum
iikjum að hefja aðildarviðræður,
annað er viðskiptadeilur við Banda-
ríkin, ágreiningur er um tillögur þar
sem gert er ráð fyrir að aðildarríkin
15 taki upp fjármagnstekjuskatt. En
Ijóst er að öryggis- og varnarmál
verða ofarlega á baugi og líklegt að
teknar verði tímamótaákvarðanir í
þeim efnum.
Utanríkisráðherrar sambandsins
komu sér saman um tillögur þar sem
segir að Atlantshafsbandalagið, NA-
TO, verði „áfram grundvöllur sam-
eiginlegra varna ríkja bandalagsins"
en jafnframt sé nauðsynlegt að koma
á fót „nýjum pólitískum og hemaðar-
legum stofnunum“ er geri Evrópu-
löndunum kleift að efna til hernaðar-
aðgerða undir forystu ESB þegar
bregðast þurfi við alþjóðlegum
vanda. Einnig er sagt í tillögunum að
sérstaka áherslu beri að leggja á
getu til að bregðast hratt við hættu-
ástandi, liðsaíli Evrópustoðarinnar
svonefndu á að geta verið reiðubúinn
á 60 dögum.
Oft hefur verið vitnað í þau um-
mæli evrópsks embættismanns að
NATO hefði á sínum tíma verið
stofnað til að „halda Rússum úti,
Bandaríkjamönnum inni og Þjóð-
verjum niðri“. Ekki skal fullyrt að
markmið NATO hafi breyst en nú
hyggjast leiðtogar ESB reyna að
móta stefnu sem taki mið af breytt-
um tímum og þá ekki síst
óánægjunni með ósjálfstæði/van-
mátt Evrópuríkjanna gagnvart
Bandaríkjunum í öryggis- og varnar-
málum.
Hættan á klofningi
Sumir óttast að niðurstaðan geti
smám saman orðið klofningur milli
Evrópu og Bandaríkjanna. Danir
hafa þegar hafnað allri þátttöku í
sérstöku varnarsamstarfi ESB og
segja ekki koma til mála að þeir taki
þátt í neins konar fyrirbyggjandi að-
gerðum eða slökkviliðsstarfi utan
skilgi-einds varnarsvæðis NATO
nema það verði undir yfirstjórn
NATO.
Bandaríkjamenn hafa lengi knúið
Reynt að
bjarga fóstri
látinnar konu
Gyon. AP.
LÆKNAR á sjúkrahúsi á
Norður-Spáni eru að reyna að
halda lífi í ófullburða fóstri þótt
konan, sem með það gengur,
hafi verið læknisfræðilega látin
í þrjár vikur.
Konan liggur á Cabuenes-
sjúkrahúsinu í Gijon og vonast
læknarnir til, að unnt verði að
halda fóstrinu á lífi í sjö vikur
en að þeim tíma liðnum á bam-
ið, 33 vikna gamalt, að geta lif-
að.
I spænska blaðinu E1 Mundo
sagði, að súrefni væri dælt ofan
í lungu konunnar og hjartslætti
haldið við með lyfjum. Ekki
hefur verið upplýst hver konan
er en sagt er, að það hafi verið
hennar síðasta ósk, að barninu
yrði bjargað.
á um að Evrópulöndin axli meiri
byrðai' í varnarsamstarfi vestrænna
ríkja en líst nú ekki alls kostar á blik-
una. Þeii' vilja að NATO verði sem
fyrr undirstaðan, óttast að verði búin
til Evrópustoð sem sniðin sé eftir
bandalaginu hljóti að verða mikið um
rándýran tvíverknað og kryt.
„Þeir eiga erfitt með að gera upp
hug sinn,“ sagði embættismaður hjá
NATO í samtali viðMorgunblaðið.
„Annars vegar vilja þeir og þá ekki
síst þingið í Washington að Evrópu-
menn borgi hærra hlutfall en nú af
kostnaðinum við vamir Vesturlanda
en hins vegar eru þeir ekkert á því að
það sé hagsmunum þeirra sem stór-
veldis hagstætt að Evrópuríkin verði
fullfær um eigin varnir. Þeir vilja
hæfilegt sjálfstæði, vilja hafa áfram
síðasta orðið.“
Strobe Talbott, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hefur viðr-
að áhyggjurnar í Washington. „Við
viljum ekki að Evrópustoðin komist
á legg innan vébanda NATO en vaxi
síðan út úr bandalaginu," sagði hann
á ráðstefnu í London í haust.
Bretar og Frakkar kynntu nýlega
tillögur um að sett yrði á laggirnar
lið 50 til 60 þúsund manna vel vopn-
aðra hermanna sem hægt væri að
grípa til vegna sérstakra hernaðar-
aðgerða á vegum Evrópulanda.
Einnig yrðu til ráðstöfunar um 300-
500 flugvélar og um 15 herskip.
Hugmyndin er að ESB breyti
Vestur-Evrópusambandinu, VES, í
sverð og skjöld sambandsins, sjálf-
stæða stofnun er geti tekið að sér
verkefni sem ekki sé líklegt að
Bandaríkjamenn vilji annast en
verði samt nátengt NATO. Vandinn
er sá að sum ríkjanna sem tengjast
VES, þ.á m. ísland, eiga ekki aðild
að Evrópusambandinu, önnur eru í
sambandinu en ekki NATO og þá
kemur sá vandi að ríki utan NATO
fengju meiri áhrif á varnarmálast-
efnu Evrópu en stofnríki eins og t.d.
ísland. Flækjur af þessu tagi geta
reynst torleystar.
Hugmyndin um að eyrnamerkja
og skipuleggja sérstakan liðsafla er
sinni fyrst og fremst varnarhags-
munum Evrópu var kynnt á sínum
tíma að því er virtist án samráðs við
önnur Evrópuríki. Síðar hafa þó
Þjóðverjar og Italir tekið undir en
Elite-keppnin
16 ára
aldursmark
London. The Daily Telegraph.
JOHN Casablancas, stjórnarfor-
maður Elite, stærstu fyrirsætuskrif-
stofu í heimi, vill að atvinnugreinin
setji þá reglu að stúlkur undir 16 ára
aldri gegni ekki hlutverki fyrirsætu.
Casablancas baðst afsökunar á
„algerlega óviðeigandi" framferði
tveggja háttsettra manna hjá fyrir-
tækinu, sem uppvíst varð um er
BBC gerði heimildarmynd um grein-
ina. Kom í ljós að bamungar stúlkur
hafa verið dregnar á tálar, þeim gef-
in fíkniefni og gerð tilboð um greiðsl-
ur fyrir kynlíf.
Casablancas mælir einnig með því
að engin stúlka undir 18 ára aldri sé
send til starfa erlendis án fylgdar
fullorðins úr fjölskyldunni.
Gerald Marie, yfinnaður Evrópu-
skrifstofu Elite, og Xavier Moreau,
framkvæmdastjóri fyrirsætukeppni
Elite, hafa nú báðir sagt af sér í
kjölfar heimildarmyndarinnar.
hinir síðai'nefndu hafa samt, eins og
Bretar, lagt eindregna áherslu á að
ekki sé ætlunin að fjarlægjast
Bandaríkjamenn.
Franskt samsæri?
Heyi'st hafa þær raddir í Banda-
ríkjunum að hugmyndin um
evrópskan her sé runnin undan rifj-
um Frakka sem lengi hafa reynt að
sporna við bandarískum áhrifum í
Evrópu og hafa meðal annars átt erf-
itt með að sætta sig við að banda-
rískir hershöfðingjar gegndu emb-
ætti yfirmanns herafla bandalagsins.
A sjöunda áratugnum drógu Frakk-
ar her sinn undan yfirherstjórn NA-
TO. En tortryggnin er ekki aðeins
þeim megin hafsins. Evrópskir
stjórnmálamenn hafa sagt að áætl-
anir Bandaríkjamanna um nýtt
gagnflaugakerfi séu merki um að
þeir hyggist taka upp einangrunar-
stefnu í varnarmálum og láta
Evrópu lönd og leið.
„Mér er ljóst að sumir eru með
svona vangaveltur en þeir hafa rangt
fyrir sér,“ segir Robertson lávarður,
framkvæmdastjóri NATO.
Aðumefndur og ónafngreindur
embættismaður hjá NATO reyndi
ekki að leyna hneykslun sinni á því
að frumkvæði þeirra Tony Blairs,
forsætisráðherra Bretlands, og
Jacques Chiracs, forseta Frakk-
lands, hefði verið illa undirbúið.
„Þetta er í mínum augum ekkert
annað en dæmigerður belgingur
manna sem ekki hafa velt því fyrir
sér hvað mikið skortir á að Evrópur-
íkin geti staðið á eigin fótum án að-
stoðar Bandaríkjamanna."
Vanbúnaður Evrópumanna til að
annast sjálfir aðgerðir er beinast að
því að kæfa átök í fæðingunni eða
setja árásaraðila stólinn fyrir dymar
er svo augljós að margir setja nú
spurningarmerki við áformin sem
rædd verða.
Þetta kom glöggt í ljós í Kosovo-
deilunni. Lönd ESB hafa samanlagt
um tvær milljónir manna undir
vopnum en aðeins lítill hluti þessa
liðsafla er þjálfað og bardagahæft
fólk.
Öflugustu herveldi Vestur-
Evrópu, Bretland og Frakkland,
áttu ásamt öðrum aðildarríkjum
Ewópusambandsins fullt í fangi með
að finna nægilega marga hermenn til
að vera í friðargæsluliðinu sem sent
var til héraðsins. Breski herinn hef-
ur að staðaldri til umráða um 15.000
manna landherlið sem hægt er að
senda til slíkra bráðastarfa og
Frakkar litlu fleiri en Ijóst er að her-
mennimir þurfa að vera fullþjálfaðir
og afar vel búnir.
Til samanburðar má nefna að í úr-
valssveitum Bandaríkjahers, land-
gönguliðasveitunum, eru alls um
30.000 manns og að auki eru um
120.000 manns í landhemum. Risa-
veldið getur einnig beitt 12 flugmóð-
urskipum og öðrum skipum lang-
stærsta herflota heims.
Mestu skiptir þó að flugherir
Evrópuríkjanna ráða ekki yfir
njósnahnöttum eða torséðum flug-
vélum, ekki heldur yfir nógu mörg-
um þyrlum eða öflugum flutninga-
vélum. Um 80% af öllum
loftárásunum á Serba voru gerðar af
bandarískum flugvélum, þ.ám. tor-
séðum B-2 sprengjuvélum sem gátu
flogið án viðkomu frá Bandaríkjun-
um og heim aftur.
Evrópumenn eiga langt í land áð-
ur en þeir geta staðið á eigin fótum í
varnarmálum og verið óháðir Banda-
ríkjamönnum, að sögn Johns Keeg-
ans, varnarmálasérfræðings breska
blaðsins The Daily Telegraph. „Áður
en sá tími rennur upp ættu þeir að
íhuga vandlega hvort það sé æski-
legt að vera með tilburði í varnar-
málum sem ekki munu valda óvinum
öryggis í Evrópu, stríðsherrum á
Balkanskaga, hernaðarsinnum í
Rússlandi, neinum áhyggjum en
gætu að óþörfu styggt verndara
Evrópu handan Atlantshafsins.“
Yfirburðir bandarískra hátækni-
fyrirtækja í vopnaframleiðslu eru
miklir, evrópsku keppinautarnir eru
flestir of smáir og forskot risaveldis-
ins því mikið. Heimildamienn Morg-
unblaðsins í Brussel sögðu að þessi
eini þáttur væri í reynd svo mikil-
vægur að óraunhæft væri að gera
ráð fyrir að Evrópustoðin dygði fyrr
en eftir tvo áratugi. Þá væriáuk þess
gert ráð fyrir að almenningur í
Evrópu samþykkti að framlög til
varnarmála yrðu aukin svo mjög að
hlutfallið yrði jafn hátt og vestan-
hafs. Svo gæti farið að Evrópustoðin
yrði, þegar bregðast þyrfti skjótt
við, að leita til Ukraínumanna eða
jafnvel Rússa vegna þess að þessar
þjóðir eiga geysistórar flutningavél-
ar af Antonov-gerð. I drögum að
samningi um Evrópustoðina er bein-
línis sagt að þátttaka þessara
tveggja þjóða í aðgerðum yrði fagn-
aðarefni. En tekið skal fram að í
áætlunum ESB-leiðtoganna er ávallt
gert ráð fyrir að samið verði um að
Evrópustoðin muni geta fengið afnot
af þeim búnaði sem NATO hefur í
Evrópu.
Aðgerðir háðar samþykki SÞ
Athygli vekur ennfremur að gert
er ráð fyrir að skilyrði fyrir því að
gripið sé til aðgerða í nafni Evrópu-
stoðarinnar verði að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hafi lagt bless-
un sína yfir þær. Eitt af helstu deilu-
málunum í sambandi við afskipti
NATO af Kosovo var einmitt að mál-
ið skyldi ekki borið undir öryggis-
ráðið. Ráðamönnum NATO þótti þá
Ijóst að Rússar myndu beita neitun-
arvaldi gegn aðgerðunum.
Og þá er eftir að nefna að sumir
álíta að eftir sé erfiðasti hjallinn:
Hver á að móta stefnuna þegar
skyndilega þarf að bregðast við
óvæntum aðstæðum? Verður Spán-
verjanum Javier Solana falið nægi-
legt vald til þess, er líklegt að innri
krytur milli öflugustu ríkja banda-
lagsins, oft með djúpar, sögulegar
rætur, verði samstarfinu að fóta-
kefli?
Niðurstaðan í Helsinki verður að-
eins upphafið að flóknu ferli þar sem
líklegt er að ekki verði eingöngu
ágreiningur milli annars vegar
þeirra sem vilja treysta böndin við
Bandan'kin og hinna sem vilja
evrópskt frumkvæði heldur einnig
þeirra sem vilja sætta sig við að þjóð-
ríkin afsali sér mikilvægum völdum
yfir eigin stefnu í varnarmálum og
hinna sem vilja fara sér hægt.
Komdu iólapökkviwm
örugglega tilskila!
ilatilboð á smápökkum 0-20kg
Aðeins 300 kr. pakkinn - hvert á land sem er!
Opið alla laugardaga til jóla kl. 10-14.
MBMIL
FLUTNINGAR
HÉOINSGÖTU 3
Si 581 3030
Keyrum á
eftirtalda staði:
Akureyri • Bíldudal • Bolungarvík • Dalvík
Drangsnes • Egilsstaöi • Eskifjörö • Flateyri
Hellu • Hofsós • Hólmavík • Hvammstanga
Hveragerði • Hvolsvöll • (safjörð • Klaustur
Neskaupstað • Ólafsfjörð • Patreksfjörð
Reyðarfjörð • Sauöárkrók • Selfoss • Seyðisfjörð
Siglufjörö • Snæfellsbæ • Suðureyri • Súðavík •
Tálknafjörð • Varmahlíð • Vestmannaeyjar
Vík • Þingeyri • Pykkvabæ