Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Schröder hvetur flokks-
menn til að slíðra sverðin
Berlín. AFP.
GERHARD Schröder, kanslari
Þýskalands, hvatti í gær vinstri-
væng flokksins til að „rústa“ ekki
þeim árangri sem stjórn hans hefði
náð með því að krefjast þess að lagð-
ur yrði sérstakur skattur á efnafólk.
„Okkur gengur vel vegna þess að
við höfum einbeitt okkur að því sem
við getum gert og því sem við eigum
að gera,“ sagði Sehröder er hann áv-
arpaði flokksþing Jafnaðarmanna-
flokksins, sem nú stendur yfir í Ber-
lín. „Eg bið ykkur um að rústa þessu
ekki enn einu sinni,“ sagði kanslar-
inn. Vonlaust væri að reyna að knýja
í gegn skatt af þessu tagi, sem vitað
væri fyrirfram að ekki væri meiri-
hluti fyrir í Sambandsráðinu, efri
deild þingsins, þar sem stjóma-
randstaðan hefur meirihluta. „Ef við
krefjumst einhvers sem hlýtur að
fara út um þúfur erum við að undir-
búa næsta ósigur. Við þurfum hins
vegar að sigra í næstu kosningum,"
sagði Schröder.
Hefur styrkt stöðu sína
Talið er að Schröder hafi að und-
anförnu styrkt stöðu sína gagnvart
vinstriarmi flokksins, meðal annars
með því að koma í veg fyrir gjaldþrot
byggingafyrirtækisins Holzmann.
Var hann endurkjörinn formaður
flokksins með yfirgnæfandi meiri-
hluta á þriðjudag.
Hans Eichel fjármálaráðherra
lagði einnig áherslu á að ekki yrði
hróflað við efnahagsstefnu stjórnai'-
innar og sagði enga þörf á sérstök-
um skatti á efnafólk. Stjómin stefndi
að því að réttlæti ríkti í skattkerfinu
en jafnframt að fólk ætti afgang eftir
i veskinu. Markmiðið væri að allar
tekjur yrðu skattlagðar og að skatt-
lagninguna ætti að miða við tekjur
en ekki stóreignir sérstaklega.
Andrea Nahles, sem tilheyrir rót-
tækri fylkingu vinstrimanna sem
kölluð er Frankfurter Kreis, sagði
hins vegar að þetta væri ekki nóg og
tóku fleiri úr vinstriarmi flokksins í
svipaðan streng.
r ÍÍC>v<tl j
i
Reuters.
Schröder að beija bumbuna á flokksþingi jafnaðarmanna.
Rætt um stofnun alþjóðlegs dómstóls
vegna mannróttindabrota á A-Tímor
Stjórn Indónesíu
vill ekki framselja
hershöfðinma
Jakarta. AP.
HAFT var eftir Alvri Shihab, utan-
ríkisráðherra Indónesíu, í gær að
stjórn landsins myndi ekki fallast á
að framselja háttsetta menn í
hernum til að hægt yrði að leiða þá
fyrir alþjóðlegan dómstól vegna
mannréttindabrota á Austur—
Tímor.
Sonia Picado, sem stjórnar rann-
sókn Sameinuðu þjóðanna á mann-
réttindabrotunum, sagði að stuðn-
ingsmenn Indónesíustjórnar hefðu
gerst sekir um „kerfisbundin"
grimmdai'verk eftir að Austur—
Tímorar samþykktu sjálfstæði með
miklum meirihluta í þjóðara-
tkvæðagreiðslu fyrr á árinu. And-
stæðingar sjálfstæðis, sem nutu
stuðnings indónesískra hermanna,
drápu þá hundruð manna, auk þess
sem 300.000 Austur-Tímorar urðu
að flýja heimili sín vegna óaldar-
innar.
„Drápin á Austur-Tímor voru
kerfisbundin," sagði Picado. „Lík
finnast á hverjum degi. Svo margir
biðu bana, meðal annars konur og
börn.“
Picado vildi þó ekki svara því
hvort hún myndi leggja til við
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna í Genf að alþjóðlegur
dómstóll yrði stofnaður til að fjalla
um mannréttindabrotin á Austur-
Tímor. „Sú ákvörðun verður tekin í
Genf.“
Picado sagði eftir viðræður við
ráðamenn í Jakarta að þeir hefðu
lagt fast að henni að leggja ekki til
að alþjóðlegur dómstóll yrði stofn-
aður. Shihab utanríkisráðherra
hefði sagt að indónesískir hers-
höfðingjar yrðu ekki framseldir til
annarra landa.
Önnur ríki, sem hafa færst und-
an samstarfi við stríðsglæpadóm-
stóla Sameinuðu þjóðanna, svo sem
Króatía og Serbía, hafa sætt efna-
hagslegum og pólitískum refsiað-
gerðum.
Nýja stjórnin í Indónesíu hefur
íýrirskipað nokkrar rannsóknir
vegna ásakana um að herinn hafi
gerst sekur um gi’immdai'verk víða
um landið á þriggja áratuga valda-
tíma Suhartos, fyriTerandi forseta.
Varnarmálaráðherra landsins hef-
ur þó sagt að ekki komi til greina
að yfirmenn hersins, sem eru sak-
aðir um að bera ábyrgð á grimmd-
arverkunum, yrðu leiddir fyrir ind-
ónesíska dómstóla.
Þingið vill sérstakan
mannréttindadómstól
Þing Indónesíu hvatti til þess í
gær að stofnaður yrði sérstakur
dómstóll til að fjalla um mál her-
foringja sem grunaðir eru um
mannréttindabrot í Aceh-héraði,
þar sem herinn hefur reynt að
bæla niður uppreisn aðskilnaðar-
sinna.
Forystumenn þingsins kvöddu
Abdurrahman Wahid forseta á sinn
fund til að krefjast þess að stjórnin
gerði ráðstafanir til þess að koma í
veg fyrir að Indónesía leystist upp
vegna uppgangs aðskilnaðarsinna í
Aceh og héraðinu Vestur-Irían og
til að binda enda á átök múslima
og kristinna íbúa Ambon-borgar á
Maluku-eyjum. Þeii- vöruðu við því
að ólgan á þessum svæðum stofn-
aði einingu landsins í mikla hættu.
Wahid sagði að hann myndi ekki
Ijá máls á því að Aceh fengi sjálf-
stæði og kvaðst ætla að koma á
friðarviðræðum í Vestur-Irían og
Ambon.
Bandaríska Marsfarið líklega endanlega glatað
Farnir að undirbúa
næsta leiðanafur
Pasadcna. AP, AFP.
en ekki er víst, að lendingarstaðurinn hafi verið hentugur. Hugsanlegt
er, að farið hafi lent á stórum kletti eða bjargbrún eins og sjá má á
teikningunni og hrapað fram af.
STARFSMÖNNUM bandarísku
geimvísindastofnunarinnar, NASA,
tókst ekki að ná sambandi við
Marsfarið í fyrradag og eru þeir nú
orðnir úrkula vonar um að það
muni takast. Heyrðist síðast frá
því á föstudag rétt áður en það fór
inn til lendingar og því er líklegt,
að það hafi skemmst eða eyðilagst í
lendingunni. Vísindamennirnir eru
þó ekkert á því að gefast upp og
eru nú farnir að undirbúa næstu
Marsferð.
„Eftir fjóra erfiða daga höfum
við spilað út okkar síðasta trompi,“
sagði Richard Cook, einn af yfir-
mönnum Marsáætlunarinnar. „Það
bar því miður engan árangur og við
erum um það bil búnir að gefa upp
alla von.“
Engar skýringar eru á því hvað
fór úrskeiðis en þetta er annað
Marsfarið, sem tapast á tæplega
þremur mánuðum.
Slæmur Iendingarstaður?
„Það er hugsanlegt, að allt hafi
gengið að óskum að öðru leyti en
því, að farið hafi lent á ómöguleg-
um stað,“ sagði eðlisfræðiprófes-
sorinn Robert Park, sem starfað
hefur við Marsáætlunina. „Hver
veit nema farið hafi lent á stórum
kletti eða bjargbrún og hrapað
fram af. Við vitum það ekki og
munum líklega aldrei komast að
því.“
Óhappið og fyrir-
huguð rannsókn
kann þó að breyta
áætlununum
Nokkrar vonir eru þó bundnar
við, að Mars Global Surveyor,
gervihnöttur, sem er á braut um
Mars og kortleggur yfirborðið, geti
veitt einhverjar upplýsingar um af-
drif Marsfarsins. Er hann búinn
öflugum myndavélum, sem geta þó
ekki greint farið sjálft en hugsan-
lega náð myndum af fallhlífinni.
Engin inistök að þessu sinni
Vitað er hver urðu örlög hins
farsins, Mars Climate Orbiter, fyr-
ir þremur mánuðum. Það fór inn í
gufuhvolf Mars í of lítilli hæð og
brann upp. Var um að kenna mis-
tökum einhvers starfsmannsins,
sem hafði gleymt að færa mæliein-
ingarnar inn í metrakerfið. A
föstudaginn var hins vegar allt með
felldu með aðdraganda lendingar-
innar.
Marsfarið, sem nú virðist glatað,
kostaði um 12 milljarða ísl. kr. en
farið, sem tapaðist 1993, Mars Obs-
erver, kostaði hvorki meira né
minna en 73 milljarða kr. Er ekki
vitað með vissu hvað því olli en
helst hallast að því, að ástæðan
hafi verið sprungin eldsneytis-
leiðsla.
Mikil rannsókn stendur nú fyrir
dyrum á hugsanlegum ástæðum
fyrir uppákomunni að þessu sinni
og verður farið nákvæmlega yfir
allar ljósmyndir af samsetningu
farsins og mælingar á einstökum
hlutum kannaðar. Hugsanlega
kemur þá í ljós, að einhver hlutur
hafi ekki uppfyllt kröfurnar en af
því hafa menn miklar áhyggjur nú
þegar dagskipunin er sú, að geimr-
annsóknir eigi að taka sem stystan
tíma og vera sem ódýrastar.
Næsta Marsför er fyrirhuguð ár-
ið 2001 en margir spá því, að
óhappið nú muni tefja fyrir geimr-
annsóknum og leiða til einhverrar
uppstokkunar innan NASA. Rann-
sóknin mun fyrst og fremst beinast
að því hvort nægileg vitneskja hafi
verið um lendingarstaðinn, hvort
hönnun farsins hafi verið fullnægj-
andi og hvort NASA hafi haft það
fjármagn, sem leiðangurinn krafð-
ist.
Enginn uppgjafartónn
Ekki þarf að hafa mörg orð um
vonbrigðin meðal vísindamannanna
15, sem mest hafa unnið að Mars-
áætluninni, og þar að auki verða
þeir að sitja undir alls konar háðs-
glósum í fjölmiðlum. „NASA með
nýjan leik: Hver vill tapa 12 mil-
ljörðum" hljóðar einn brandarinn
og sumir vísindamannanna eiga
bágt með að leyna gremju sinni.
Það er þó ekki að finna neinn
uppgjafartón í vísindamönnunum
og raunar voru þeir farnir að vinna
að Marsferðinni 2001 áður en síð-
ustu fréttamennirnir kvöddu er
ljóst var orðið, að eitthvað hafði
komið fyrir sl. föstudag.
„Eg hef ekki séð neinn bresta í
grát,“ sagði Jim Cutts, sem starfað
hefur hjá NASA í 30 ár. „Þessir
menn eru landkönnuðir og og láta
ekki bugast þegar á móti blæs.
Auðvitað verðum við að reyna að
læra það, sem unnt er, af þessu, en
við skulum hafa í huga, að þetta er J
Mars. Það tekur þrjá daga að kom- f
ast til tunglsins en upp undir heilt
ár til Mars.“