Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ný ástarstjarna BÆKUR F i- æ ð i r i t SKYGGNST Á BAK VIÐ SKÝ eftir Svövu Jakobsdóttur, Forlagið 1999 - 352 bls. BÓKMENNTIRNAR sigla um þessar mundir á rómantísku hafi. Kvöldroði stefn- unnar glampar á sjávarfletinum og yfir höfðum okkar skín ástarstjarna Jónasar Hailgrímssonar. Skáldin í knerrinum þjóð- ar yrkja í anda rómantískrar endursýnar og í fræðiritum, tímaritum og dagblöðum er fjallað um rómantík. Hvað veldur? Eru það árþúsundaskil, Evrópusamruni og hræðsla við alþjóðavæðingu, ótti við nátt- úruspjöll á hálendinu eða hrun tungunnar? Speglar endursýnin m.ö.o. nýja þjóðernis- hyggju eða eru þetta viðbrögð þjóðar sem á í miklum skilgreiningarvanda í aldarlok? Er þetta hin hliðin á sókn frjálshyggjunnar eða er þetta flótti frá teknóheimi samtím- ans? Kannski er þó hér bara póstmódernis- minn í hnotskurn. Nútíminn í formi for- tíðar. Hver sem ástæðan er linnir ekki umfjöli- un um rómantík og Jónas Hallgrímsson. Svava Jakobsdóttir hefur verið drjúg við að brydda upp á umræðu um Jónas. Fyrr hafa birst eftir hana greinar um Grasaferð Jónasar og kvæðið Alsnjóa og auk þess rit- gerð um Gunnlöðu og hinn dýra mjöð sem er á sinn hátt umfjöllun um miðaldaróman- tík. Þessum ritgerðum hefur hún safnað saman í bók en bætt um betur og skrifað innblásna og feikimikla grein um Ferðalok Jónasar. Bókin nefnist Skyggnst á bak við ský. Það er nokkur vandi að fjaila í stuttu máli um þetta rit Svövu því að mynd henn- ar af Jónasi er á sinn hátt byltingarkennd. Raunar hafa ekki allir verið á einu máli um ritgerð hennar um Grasaferð þar sem hún túlkaði söguna sem kristna allegóríu. En víst er þó að þar er á ferðinni mögnuð túlk- un sem ekki er hægt að ganga framhjá. Sama gildir um ritsmíðar Svövu um Ai- snjóa og Gunnlöðu og hinn dýra mjöð. Nýj- ungin I þessari bók er ritgerð- in um Ferðalok, sem Svava nefnir Skáldið og ástarstjarn- an. Sú ritgerð styðst við víð- feðma rannsókn út frá þeirri vinnutilgátu að Jónas byggi á fornum kvæðum og miðalda- rómantík við samsetningu kvæðisins en sé auk þess und- ir áhrifum frá heimspekingun- um Schelling og Steffens varðandi náttúruheimspeki verksins og ekki síst kristnum og heiðnum launhelgum. Raunar gengur Svava svo langt að fulljrrða að Jónas hafi ætlað skáldskap sínum að vera „skáldskaparfræði fyrir nýja tíma“. Skáldverk hans vísi veg „áleiðis til aukins fjöl- breytileika í formi nútímalegrar hugsunar“. Hann brúi þannig bilið milii fortíðar og nú- tíðar. Svava dregur upp mynd af skáldinu Jón- asi sem vísindamanni orðsins: „Stundum þykir mér sem aðferð hans við að byggja upp flóknar Ijóðmyndir úr orðum og hug- tökum minni á vinnubrögð eðlisfræðings sem setur hugmyndir sínar fram með stærðfræðilegum jöfnum.“ Þessi mynd af Jónasi er býsna langt frá mynd hins inn- blásna, rómantíska skálds en vert er að geta þess að Svava er ekki ein um þessa sýn. Af þessum sökum reynir Svava að setja sig í spor skáldsins, rýnir í þann hug- myndaheim sem honum er nærtækur og þar er af nógu að taka. Hún sundurgreinir nánast hvert orð og túlkar það út frá marg- háttuðum og flóknum tengslum þess. Slík aðferð er stundum gagnrýnd á þeirri forsendu að hún dragi úr fegurð listaverk- anna. Raunar er reyndin sú að löngu eftir að slík túlkun kemur fram og er jafnvel gleymd stendur kvæðið óhagg- að þannig að slík gagnrýni fell- ur um sig sjálfa. Hins vegar þykir mér Svava ganga býsna langt i þessari aðferð sinni og samsama fullákveðið Ferðalok og miðaldakvæði. Á einum stað segir hún: „Skýringar á Völu- spá eru jafnframt skýringar á Ferðalokum." I þessu tel ég einmitt fólginn megingallann á verki Svövu. Of oft byrjar hún setningar á ef til vill og líklega en dregur síðan róttækar ál- yktanir af þeim forsendum sem hún gefur sér skilyrðisbundið. Það breytir því samt ekki að sem túlkun á kvæði Jónasar er ritgerðin um Ferðalok á köflum beinlínis snilldarleg. Flestir þeir sem fjallað hafa um Ferða- lok líta á það kvæði sem hugsæislegt ástar- kvæði byggt á æskuminningum, gott ef ekki ást á Þóru Gunnarsdóttur. Þessu hafn- ar Svava sem þjóðsögu. Hún telur raunsæj- an lestur kvæðisins „alls ófullnægjandi". Enda hverfur sú ástarsaga út í veður og vind í meðförum hennar. I hþndum hennar rís kvæðið í miklar hæðir. I því er fólgið lífshlaup Jónasar, ást hans á þjóð, landi og tungu; móður og föður. Hann hefur fólgið í því skáldskaparfræði forna og nýja og í stað allegóríunnar í Grasaferð vefur hann táknmálið „inn í myndhvörf sem ef til vill mætti nefna hringhvörf þar sem merkingin hverfist eftir því hvort sjóninni er beint upp eða niður, inn á við eða út á við, þó fyr- irbaerin falli öll inn í eitt kerfi“. Ástarstjarna yfir Hraundranga er því ekki bara stjarnan Venus handan skýs heldur táknheimur út af fyrir sig og í fyrsta hluta kvæðisins „móðir, lærimeistari í íslenskri tungu og skáldskaparfræðum og sem goðkennd vera er hún jörð og fóstra". Ljóðið er á tveimur sviðum, huglægu og hlutlægu, og fjallar í senn um hringrás náttúrunnar, Paradísarmissi og Paradísar- heimt. Bygging þess er því tvíþætt, undir- bygging sem er hin tímanlega og mannlega þroskasaga og hin hugsæislega yfirbygging sem notast við hringlaga form hugsjóna- heimsins og tengist eilífðinni. Þar að auki er kvæðið samkvæmt Svövu þáttur í sjálf- stæðisbaráttunni en umfram allt lífsóður Jónasar og dýrðarsöngur til Guðs og heilagrar þrenningar. Kvæðið fær nafn sitt af því að skáldið sigrast á sjálfu sér, öðlast þroska og hefur klifið tindinn til mann- dóms. Vissulega er hér hátimbruð höll reist úr fáum orðum í ellefu stuttum erindum. Um þetta litla kvæði er fjallað á yfir tvö hundr- uð blaðsíðum oft í torræðu og flóknu sam- hengi. Einhverjum kynni að þykja það of- rausn og ég get ekk neitað því að á stundum finnst mér sem Svava fari offari í túlkun sinni og leiti svo langt út fyrir kvæðið og kvæðaheiminn að hið hálfa væri nóg. Það er engu líkara en hún byggi um of á þeirri hugmynd að mörg orð kvæðisins séu reknar kenningar. Þannig er „sveinn í djúpum dali“ sem talað er um í kvæðinu í túlkun Svövu sýndur í sjöunda erindi sem „blóm, álfur, og Billingur, deyjandi máni“ allt rekið hvað af öðru án þess að þess sjá- ist merki í kvæðinu sjálfu heldur einungis í endurbyggðu táknsviði verksins sem bygg- ir að sönnu á eddukvæðum. Svava gefur sér því býsna margar forsendur sem óneit- anlega eru langsóttar. Það breytir því hins vegar ekki að túlkun Svövu á Ferðalokum er innblásin og hún opnar nýja sýn inn í ljóðheim Jónasar. Gallarnir hverfa í skugga skýsins. Skafti Þ. Halldórsson Svava Jakobsdóttir ENS Nýir sambyggðir kæli- og frystiskáparfrá Siemens. Þeir gerast vart betri! 61.300 kr. stgr. KG 26V20 1981 kælír, 651 fi Hxbxd = 150x KG 31V20 - [Sjá mfndl 1981 kælir, 1051 H x b x d = 170 x 60 x KG 36V20 2351 kælir, 105 Hxbxd = 186 M sm Wm NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Umboðsmenn um land allt! Um endalok tímans TONLIST HI j 6 m d i s k a r QUATOURPOURLA FIN DUTEMPS Meðlimir úr Kammersveit Reykja- víkur. Rut Ingólfsdóttir fiðla, Nina Flyer selló, Gunnar Egilson klar- inett, Þorkell Sigurbjörnsson píanó. Gefið út í tilefni af 25 ára af- mæli Kammersveitar Reykjavíkur, diskur 1. Upptakan var gerð á tón- leikum sveitarinnar árið 1977, þeg- ar verkið var frumflutt á Islandi. ARSIS Classics AC 8-99036-2 1999 ADD. FRANSKA tónskáldið og organ- istinn Olivier Messiaen samdi þetta einstæða verk, „Kvartett um enda- lok tímans“, þegar hann var í fanga- búðum, en það var frumílutt þar 15. janúar 1941. Margt er merkilegt við verkið, bæði um efni, tónlistarlegt (og trúarlegt) innihald, og form. Það er í átta þáttum, sem er óvenjulegt um kvartetta, einnig hljóðfæraskip- an, sem réðst af þeim hljóðfærakosti sem um var að ræða í fangavistinni: f fyrstu var aðeins um fiðlu og klarin- ettu að ræða, því föngunum hafði tekist að halda hljóðfærunum þegar þeir voru teknir til fanga. Síðar bættist selló í safnið, en á það vant- aði einn streng. Síðast allra var kom- ið með gamalt veggpíanó. Messiaen lék sjálfur á píanóið við frumflutn- inginn, sem fór fram að viðstöddum 5000 skjálfandi föngum. - Tónskáld- ið sagði síðar að hann hefði aldrei, hvorki fyrr né síðar, fundið eins mikla athygli og skilning frá áheyr- endum (tilv. í bækling). Efni kvart- ettsins byggist á kafla 10, vers 5-7 úr Opinberun Jóhannesar. Innihald verksins er afar sérstakt, einsog fyrr segir, vegna hins trúarlega þáttar og tónlistarlegrar „útleggingar" á efn- inu, sem ristir (og snertir) djúpt í sínum „einfaldleika" eða öllu heldur í hreinleika hjartans og trúarvissu. Margt er hrífandi fallegt - svo sem 5. („óendanlega hægur sem táknar eilífð orðsins“) og síðasti kaflinn, Jesús er orðið, sá fyrri fyrir selló og píanó, sá seinni, upprisa mannsins til Guðs, fyrir fiðlu og píanó. Fegurðin birtist einnig í tilkomumiklum hend- ingum engilsins mikilfenglega sem tilkynnir endalok tímans. Eða í 6. þætti, þegar öll hljóðfærin leika ein- radda og „líkja þar með eftir hornum og málmgjöllum englanna“. Lá við á stundum að manni væri hugsað til Stóru fúgunnar hans Beethovens, sem er nú samt fúga þegar öllu er á botninn hvolft! Eða 3. kaflinn fyrir einleiksklarinettu o.s.frv. Allt frá- bærlega vel leikið og af djúpum skilningi og einlægri hollustu við anda verksins. Það er kannski engin tilviljun að tónskáld sé meðal flytj- enda, en hvað sem því líður er ekki hægt að gera upp á milli þeii-ra. Klarinettan svolítið „sár“ og tjáning- arrík, sem hvorttveggja er hér við hæfi. Ánægjulegt að rifja upp góð kynni við Gunnar Egilson. Þorkell er hér tvímælalaust réttur maður á réttum stað, með „fullan" og fallegan tón og kórréttar áherslur. Leikur Rutar Ingólfsdóttur og Ninu Flyer er og hafinn yfir gagnrýni, þær skila sínu hlutverki, þegar mest á reynir, ákaflega fallega. Allt vandað og jafn- vel innblásið og tæknilega svo til hnökralaust, en þessi upptaka er frá tónleikum 1997 - sem gefur öllu auk- ið vægi. Hljóðritun óaðfinnanleg. Bækling- ur á ensku og íslensku. Enginn alvöru tónlistarmaður og unnandi tónlistar getur verið án þessa hljómdisks í safni sínu. Hér er um að ræða stórmerkilegt verk í flutningi sem er því samboðinn. Oddur Björnsson Bóka- kvnninffar ogKK KAFFILEIKHÚSIÐ stendur fyrir “ bókakynningu í kvöld, fimmtudags- kvöldið 9. desember, frá klukkan 21. Boðið verður upp á jólaglögg og pip- arkökur auk þess sem KK mun flytja gömul og ný lög af nýjum geisladiski. Kynntar verða fjórar nýjar bækur og höfundar þeirra lesa upp úr þeim. Aðgangseyrir er 500 kr. Myrkravél er skáldsaga eftir ung- an rithöfund, Stefán Mána. Sannar sögur voru upphaflega gefnar út á ái'unum 1973-1976 en koma nú út aftur í endurskoðaðri gerð höfundar, Guðbergs Bergssonar. Ysta brún er nýtt safn smásagna eftir Elínu Ebbu Gunnarsdóttur og fjórða bókin, sem kynnt verður er skáldsagan Stúlka með fingur eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Fimm hljóta^ styrk FÍT FÉLAG íslenskra tónlistar- manna úthlutaði árlegum styrk Hljómdiskasjóðs félagsins og var upphæðin að þessu sinni 150.000 kr. Styrkþegar í ár eru Halldór Haraldsson píanóleikari l'yrir einleiksdisk með verkum Schu- berts og Brahms. Helga Ing- ólfsdóttir semballeikari fyrir einleiksdisk með Goldberg-til- brigðum J.S. Bachs. Daði Kol- beinsson óbóleikari Josef Ogni- bene hornaleikari og Hörður Áskelsson orgelleikari, fyrir hljómdisk með tónlist fyiir blásara og orgel í Hallgn'm- skirkju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.