Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 37

Morgunblaðið - 09.12.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 37 LISTIR Ola Kolehmainen sýnir í Ing’ólfsstræti 8 Himnesk birta í gylltum sal Morgunblaðið/Golli Ola Kolehmainen opnar sýningu í i8 í dag kl. 17. Sýnd veiði en ekki gefin FINNSKI myndlistarmaðurinn Ola Kolehmainen opnar sýningu í gal- leríinu i8 í Ingólfsstræti í dag kl. 17. Par sýnir hann innsetningu með ljósmyndum sem hann tók í gyllta salnum í Ráðhúsinu í Stokkhólmi. Ola Kolehmainen er fæddur í Helsinki árið 1964 og iauk nýverið mastersnámi frá ljósmyndadeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki. Hann hefur hlotið fjölmargar viður- kenningar fyrir verk sín, sem hann hefur sýnt á einkasýningum og samsýningum í Finnlandi og víða í Evrópu allt frá árinu 1992. Lendur handan lifsins Sjálfur lýsir listamaðurinn verk- um sínum þannig í sýningarskrá: „Ég kanna þær hliðar dauðleik- ans sem eru hvorki ógnvekjandi né hryliilegar, heldur himneskar og friðsælar. Ég þróa hugmynd og nota til þess myndmál sem hlutger- ist í ljósmyndum af rými ýmist utan dyra eða innan, sem verður á vegi mínum á ferðalögum. Síðan bæti ég við skyldum þáttum í sinni einföld- ustu og hreinustu mynd. Gullnum vegg, svörtu plexigleri, bláu ljósi: þessir þættir endurspegla áhor- fandann bæði bókstaflega og and- lega. Innsetningin er í sjálfu sér ferða- lag - lögun lands, vatna eða borga - sem gefur til kynna lendur handan lífsins.'11 Þegar Ola Kolehmainen er spurð- ur hvernig hugmyndin að því að sýna ljósmyndir úr gyllta salnum sé tilkomin rifjar hann upp þegar hann hélt sýningu í Stokkhólmi í mars síðastliðnum, þar sem eitt verkanna var gullinn veggur sem hann hafði gert úr stálplötum. „Eftir opnunina fórum við út að borða og við sama borð sat sænskt par. Við tókum tal saman og þau spurðu mig hvort ég hefði komið í gyllta salinn. Svo var ekki, en ég varð strax forvitinn og þau sögðu mér frá salnum, sem er þakinn 18,5 milljónum mósaík- stykkja," segir Kolehmainen, sem heillaðist af birtunni í salnum. „Eft- ir að ég hafði tekið myndirnar átt- aði ég mig á því að þetta væri himn- esk birta,“ segir hann. Sýningin stendur til 23. janúar nk. og er opið í galleríinu fimmtu- daga til sunnudaga kl. 14-18. Gal- leríð verður þó lokað frá 20. desem- ber til 6. janúar en hægt verður að sjá sýninguna utan frá í gegnum glugga. KVIKMYJVDIR Stjörnubíó Spegill, speg-ill „Virtual Sexuality" ★ ★% Leikstjóri: Nick Hurran. Handrit: Nick Fisher. Aðalhlutverk: Laura Fraser, Ruper Peny - Jones, Luke De Lacey. Columbia/TriStar 1999. BRESKA unglingamyndin Spegill, spegill fjallai’ eins og bandarísku unglingamyndimar um ástamál ungl- inganna en hún gerir það á talsvert frumlegri og kaldhæðnislegri hátt en flestar bandarísku myndirnar og er ágætis skemmtun. Spegili, spegUl segir af ungri stúlku sem dreymir um að komast á séns með helsta töffara skólans en það gengur ekkert sérlega vel. Á tölvusýningu í grenndinni fær hún tækifæri til þess að skapa sinn eigin draumaprins með sýndarveruieika- tækni og sá prins verður til fýrir al- vöru þegar verður slys og búnaður- ÚTGÁFURÉTTUR á Slóð fiðrild- anna, skáldsögu Ólafs Jóhanns Ól- afssonar, hefur verið seldur til Þýzkalands, Frakklands og Ítalíu, en áður var hann seldur til Banda- ríkjanna og Bretlands. í Þýzkalandi kemur bókin út hjá Albrecht Knaus-forlaginu, á Italíu gefur Longanesi bókina út og í Frakk- landi Seuil, en það forlag gaf út bók inn klikkar. Málið er bara það að draumaprinsinn er unga stúlkan sjálf í glæsilegum karlmannslíkama. Hún hefur sumsé gengið í gegnum kyn- skiptingu án þess að leggjast á skurð- arborðið. Myndin er byggð á samnefndri unglingasögu sem komið hefur út á íslensku og hefur margt skondið fram að færa um unglingsárin og ástina þótt allt sé það á mjög einföldum nót- um. Veruleiki unglinganna í myndum sem þessum virðist litlum breyting- um taka í gegnum árin. Flestar pers- ónurnar eru staðlaðar en það er frísk- leiki í persónugerðunum og samtölin eru sniðuglega samin og með hressi- legum frásagnarstíl er reynt að brjóta upp hið hefðbundna mynstur unglingamyndanna. Að vísu víkur sagan talsvert frá efninu þegar hún leiðist út í lganalegan eltingarleik við tölvuþrjóta, sem er óþörf viðbót. Myndin heppnast ágætlega og nær markmiðum sínum og má segja að Spegill, spegill sé með skárri mynd- um af því taginu sem hún tilheyrir. Arnaldur Indriðason Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrir- gefningu syndanna, fyrir þremur árum. í Bretlandi gefur Faber & Faber út bókina óg í Bandaríkjunum Knopf og Vintage í kiljuformi. í frétt frá Vöku-Helgafelli segir að viðræður um útgáfu bókarinnar standi yfir við forlög á Norðurlönd- um og i öðrum Evrópulöndum. Utgáfuréttur til fimm landa Ath Sendum í póstkröfu. Laugavegi 18b Sími 562-9730 Fax 562-9731 Grænt númer 800-5730 Kringlunni Sími 568-0800 Fax 568-0880 Grænt númer 8006880
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.